Morgunblaðið - 22.02.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.02.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA PtorjputfilafrUk D 1996 FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR BLAÐ SKIÐI / HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í ALPAGREINUM Reuter Girardelli fagnaði HM-sigri í fjórða sinn MARC Girardelli frá Lúxemborg, sigraði í alpatvíkeppni karla á heimsmeistaramótinu í Slerra Nevada á Spáni í gær. Þetta var í 13. slnn sem hann kemst á verðlaunapall á stórmóti, þ.e.a.s. ÓL og HM, og er það met. Hann hefur þrisvar sinnum orðið heimsmeistari í alpatvíkeppni og einu sinni í svlgi. ■ Enn ein... / D8 Riley slapp með áminningu ÁSTRALSKA sundkonan Samantha Riley slapp með alvarlega áminningu eftir að hafa fallið á lyfjaprófí en Scott Volkers, þjálfari hennar, var settur í tveggja ára bann. Riley féll á lyfjaprófi á heimsmeistaramóti 125 metra laug í Rio de Janeiro 1. desember sl. en Alþjóða sundsamband- ið, FINA, sagði að efnið sem fannst og er á bannlista hefði ekki haft áhrif á árangur henn- ar. Volkers viðurkenndi að hafa gefið Riley töfl- una með bannefninu vegna höfuðverks hennar tveimur dögum fyrir keppni en Riley sagðist ekki hafa vitað að um efni á bannlista hefði verið að ræða enda aðeins beðið um eitthvað við höfuðverk. Riley setti heimsmet í 200 metra bringusundi í stuttri laug sama dag og niðurstöður lyfjaprófs- ins lágu fyrir og sigraði síðan í 100 metra bringu- sundi daginn eftir. Sigurður til Sví- þjóðar í dag SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður i knatt- spyrnu frá Akranesi, heldur til Svíþjóðar í dag og mun mæta á fyrstu æfingu sína hjá Örebro á morgun. „Ég ætlaði að vera mættur til Örebro mun fyrr, en vildi klára að skíra dóttur okkar áður en ég færi. Það var drifið í því um síðustu helgi og því frestaðist för mín til Sviþjóðar í smátíma,“ sagði Sigurður. Dóttir hans, sem er tveggja vikna, var skirð Guðrún Karítas. Sigurður sagði að það legðist vel í sig að leika með sænska félaginu. „Þetta verður spennandi. Það eru sex vikur í að keppnistimabilið hefjist í Sviþjóð og nú er bara að koma sér í góða æfingu fyrir þann tíma,“ sagði landsliðsmaður- inn. Örebro fer í æfingaferð til Möltu um miðjan mars. Ekki hefur endanlega verið gengið frá samn- ingum milli Örebro og í A varðandi félagaskipti Sigurðar, en Sigurður sagði að það yrði gert þegar hann kæmi út. Bulls og Magic beint á Stöð 2 STÖÐ 2 mun sýna leik Chicago Bulls og Or- lando Magic í NBA deildinni í körfuknattleik beint á sunnudaginn og hefst útsendingin kl. 18. Búast má við miklum hörkuleik þvi liðunum hefur gengið n\jög vel í vetur og eru talin einna liklegust til sigurs í deildinni. Þarna munu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar mætast, Mich- ael Jordan hjá Bulls og Shaquille O’Neal hjá Magic. SKOTFIMI Carli vikið úr UMFA CARLI J. Eiríkssyni, skotmanni, hefur verið vikið úr Aftureld- ingu, en þar hefur hann verið félagi síðan haustið 1991. Valdi- mar Friðriksson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, vildi hvorki játa þessu né neita þegar Morgunblaðið ræddi við hann en Jón S. Ólason, formaður Skotsambands íslands (STÍ), stað- festi þetta hins vegar í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Borgarstjórinn hjálpar Spar- tak Moskvu BORGARSTJÓRINN í Moskvu, Yuri Luzhkov, ákvað í gær að hlaupa undir bagga með knatt- spymuliði Spartak Moskvu sem hefur verið í miklum fjárhagsk- röggum. Borgarstjórinn ákvað að héðan í frá þyrfti Spartak ekki að greiða gjald i borgarsjóð þegar félagið kaupir leikmenn sem ekki eru búsettir í Moskvu en gjaldið nam tæpum níu millj- ónum islenskra króna. Forráða- menn félagsins sjá nú fram á bjartari tíma því þeir munu hafa meira fé handbært og geta því haldið í leikmenn eða keypt ef þurfa þykir. Félagið hefur misst marga leikmenn að undanf örnu og því verða það ungir og óreyndari leikinenn sem mæta Nantes í átta liða úrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa. Mál þetta á sér langan aðdrag- anda en _ klögumál hafa gengið á millí STI og Carls í mörg ár. Sveinn Sæmundsson tók við formennsku i STÍ fyrir rúmu ári og sagðist þá ætla að gefa sér eitt ár til að koma lagi á hlutina hjá sambandinu því aðkoman hefði ver- ið skelfileg. Honum tókst það en ekki að setja niður deilur Carls og STÍ og því vildi hann hætta. Jón S. Ólason tók við af Sveini og að undanförnu hafa verið haldn- ir sáttafundir með STÍ og Carli fyrir milligöngu Reynis Karlssonar, íþróttafulltrúa ríkisins. Carl var samvinnuþýður að eigin sögn og svo virtist sem ætlaði að takast að ná sáttum. En á föstudaginn þegar búið var að funda tvívegis og ræða um yfirlýsingu um missætti STÍ og Carls og setja á blað sáttayfírlýs- ingu kom babb í bátinn. Carl neit- aði að skrifa undir vegna þess að orðalagi hafði verið breytt. Þegar ljóst var að ekki tækist að ganga frá málum afhenti framkvæmda- stjóri Aftureldingar Carli bréf þar sem honum var vísað úr félaginu. Carli var síðan meinuð þátttaka á móti um helgina þar sem hann var félagslaus þrátt fyrir að Ásgeir Sverrisson, formaður Afturelding- ar, reyndi að fá heimild svo að Carl gæti keppt. Formaður STl tók þá ákvörðun að bréfið frá Aftureld- ingu frá því á föstudaginn skyldi standa. Eftir helgina fékk STÍ síðan staðfestingu frá Aftureldingu þar sem sagði að Carli hefði verið vikið úr félaginu. Morgunblaðinu er kunnugt um að Carl hefur skrifað undir sáttayf- irlýsinguna sem hann vildi ekki skrifa undir á föstudaginn en for- maður STÍ segir að umboð sitt til að skrifa undir hafi staðið fram á föstudag og því hefði allt verið reynt til að koma á sáttum. Carl segist vera búinn að beygja sig í duftið fyrir STÍ. „Ég er búinn að skrifa undir allt sem Skotsam- bandið hefur farið fram á og er í raun búinn að beygja mig í duftið fyrir STÍ og ég hef sýnt að ég vi! sættir. Það hefðu ekki margir íþróttamenn gert það sem ég hef gert,“ sagði Carl í samtali við Morg- unblaðið. Hann benti einnig á að árið 1986 hafi hann verið rekinn úr Skotfélagi Reykjavíkur, en sú brottvísun hafi verið dregin til baka þar sem hún var andstæð lögum og reglum ÍSÍ. HANDKNATTLEIKUR: ÍR VANN VÍKING í BOTNSLAG1. DEILDAR / D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.