Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 D 7 BÖRN OG UNGLIIMGAR marka forystu, 11:9. Þá brugðu Hafnfirðingar á það ráð að taka aðalskyttu ÍR, Ingimund Ingimund- arson, úr umferð og það hafði tilætl- uð áhrif. Sóknarleikur ÍR varð bit- lausari og FH jókst kraftur. Þeir sigldu fram úr og sigruðu örugg- lega. „Við lékum skynsamlega í síð- ari hálfleik, náðum frumkvæðinu og gáfum ekkert eftir,“ sagði Úlfar. Harka í 3. flokkikarla í 3. flokki karla léku Víkingur og FH og varð úr hörkuleikur sem á köflum var nokkuð fast leikinn. Einkum voru liðsmenn Víkings fastir fyrir og voru fyrir vikið fjór- um sinnum einum færri í fyrri hálf- leik. Þeir sem eftir stóðu létu ekki hug falla heldur spýttu í lofana og börðust duglega. I hálfleik voru Víkingar einum marki yfir, 9:8. Heldur meiri ró var yfir leiknum í síðari hálfleik. Víkingar léku yfir- vegað og náðu þriggja marka for- skoti sem FH-ingum tókst að minnka í eitt mark en lengra kom- ust þeir ekki. Á lokakaflanum yfir- spiluðu Vikingar FH-inga og sigr- uðu með 21 marki gegn 15. „Við mættum þeim í síðustu umferð í íslandsmótinu og þá sigr- uðum við naumlega, þannig að við vissum vel að þetta yrði erfiður leik- ur,“ sagði Karl M. Grönvold, fyrir- liði Víkings, er bikarinn var í húsi. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Bikarmeistarar ÍBV í 2. flokki karla. Efri röð f.v.: Jörundur Friðriksson, læknir, Ásmunduyr Friðriksson, liðsstjórl, Þorsteinn Þor- steinsson, Valdimar Pétursson, Gottskálk Ágústsson, Sigurður Bragason, Þorbergur Aðal- steinsson, þjálfari. Fremri röð f.v.: Ingólfur Jóhannesson, Gunnar Berg Viktorsson, Arnar Pétursson, fyrirliði, Birkir ívar Guðmundsson, Einar Ágústsson, Emil Andersen. Birkir hetja IBV „ÞAÐ var kominn tími á titil hjá okkur. Fyrir tveimur árum féllum við úr leik fyrir þeim eftir að hafa haft níu marka forskot. Sigurinn er því sætur,“ sagði Arnar Pét- Sigfus G. b Guðmundsson nrsson’ „ fynrllðl skrifar frá IBV, en Eyj amenn Eyjum lögðu Val í úrslita- leik í 2. flokki karla 16:14. „Við létum þá kom- ast of nálægt undir lokin.“ Góður leikur Eyjamanna í fyrri hálfleik lagði grunninn að sigri. Þeir náðu snemma góðri forystu og voru 11:5 yfir í hálfleik og byrjuðu síðari hálfleik vel og kom- ust í 14:7. En Valsmenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og 50 sekúndum fyrir leikslok munaði aðeins einu marki á liðunum, 15:14, og Valsmenn fengu vítakast. Birkir Guðmunds- son, markvörður ÍBV, varði vítak- astið og Eyjamenn fóru í sókn sem endaði með að Arnar Pétursson innsiglaði sigur ÍBV rétt áður en leiktíminn rann út. Nær þrjátíu ungling- ar í þol- fimi Á ÞRIÐJA tug unglinga hefur skráð sig til keppni á íslandsmótinu í þolfimi sem Fimleikasambandið stendur fyrir í Laugardais- höll um aðra helgi. Meðal þeirra eru meistarar síð- asta árs, þau Hafþór Óskar Gestsson og María Björk Hermannsdóttir sem eiga titil að veija í einstaklings- keppnínni, og Linda Björk Unnarsdóttir og Steinunn Jónsdóttir, en þær ætla að freista þess að veija titil sinn í tvenndarkeppni. Er Morgunblaðið hitti þau á æfingu í vikunni sögðu þau undirbúninginn vera vel á veg kominn. Síðasta vikan sem nú væri framundan væri mikilvæg þar sem mestur tími færi í að fín- stilla æfingarnar við tón- listina sem sett væri sér- staklega saman fyrir æf- ingar þeirra. Þau kváðust öll bjartsýn á að geta varið titla sína. Þeir þátttakendur sem nú þegar hafa skráð sig koma úr Reykjavík, frá Selfossi og Akureyri og verulegur hluti þeirra tók ekki þátt í mótinu í fyrra. Síðasti skráningardagur er í dag. Bikarmeistarar KR í 3. fl. kvenna AFTARI röð f.v.: Kristín Þ. Jóhannesdóttir, Edda H. Kristins- dóttir, Helga S. Ormsdóttir, Ólöf Indriðadóttir, Sigríður B. jónsdóttir, Björn Eiríksson, þjálfari. Fremrl röð f.v.: Elisabet Árnadóttir, Valdís Fjölnlsdóttir, Sæunn Sverrisdóttlr, Alda B. Guðmundsdóttir, Harpa M. Ingólfsdóttir. Bikarmeistarar Víkings í 3. fl. karla AFTARI röð f.v.: Pétur Bjarnason, þjálfari, Magnús V. Skúla- son, Elmar F. Vernharðsson, Hjaltl Gylfason, Benedikt Á. Jónsson, Arnar F. Reynisson, Bergþór Morthens, Hallur Hallsson, formaður Víklngs. Fremrl röð f.v.: Haukur T. Haf- steinsson, Jóhann Lange, Karl M. Gröndvold, fyrirliðl, KJart- an A. Jónsson, Hallur M. Hallsson. Bikarmeistarar FH í 4. fl. karla AFTARI röð f.v.: Jón A. Jónsson, formaður handknattleiksdelldar FH og í fangl hans dótturin Þorgerður Edda, Lárus Long, Eyvlndur Guðmundsson, Kjartan Jónsson, Pálml Hlöðversson, Sigursteinn Arndal, Ásgelr G. Asgerlsson, Óskar H. Auðunsson, Benedikts E. Árnason, Ás- geir M. Ólafsson, þjálfari og í fangl hans sonurinn Ágúst Fannar. Fremri röð f.v.:Stefán Þ. bergþórsson, Þórlr Sæmundsson, Elmar M. Guðnason, Steingrímur Sigurðsson, Úlfar Erlings- son, Gunnbjörn Slgfússon, Jóhann Sveinsson, Krlstján Ragnarsson, Heimir F. Valgarðsson. Línurnar farnar að skýrast hjá yngri handknattleiksmönnunum ÞEGAR ein umferð er eftir á íslandsmóti yngri fíokkanna i handknattleik standa Haukar best að vígi í 2. flokki karla, eru með 34 stig. ÍBV kemur næst í röðinni, hefur hlotið 32 stig og í þriðja sæti er Valur með 24 stig. Valsstúlkur eru efstar i 2. flokki kvenna, hafa önglað sér í 36 stig, Víkingur er mcð 30 stig og FH 24 stig. í keppni 3. flokks karla eru Valsmenn efstir með 32 stig, KA er í öðru sæti með 25 stig og FH er með 21 stig. ÍR-ingar hafa níu stiga forystu á Val í 4. flokki karla, eru með 34 stig en Valur 25. KR er síðan í þriðja sæti einu stigi á eftir Val. Vals- menn eru efstir í 4. flokki karla meðal B-liða með 31 stig, FH í öðru sæti með 28 stig og Fram í þriðja hefur hlotið 22 stig. Nýkrýndir bikarmeistarar ÍR í 4. flokki kvenna eru í efsta sæti með 34 stig. FH kemur næst á eftir með 26 stig og því næst, Fram með 24 stig. FH meyjar standa vel í 4. flokki kvenna hjá B-liðum með 34 stig, KRer í öðru sæti með 28 stig og ÍR-stúlkur verma þriðja sæt- ið, hafa hlotið 25 stig. Fjórða og siðasta umferðin hefst um næstu mánaðamót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.