Morgunblaðið - 23.02.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 23.02.1996, Síða 1
92 SÍÐUR B/C/D 45. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Chirac boðar róttækar breytingar á franska hernum Herskylda afnum- ín ínnan sex ára París. Reuter. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, kvaðst í gærkvöldi stefna að því að afnema herskyldu innan sex ára, þannig að franski herinn yrði aðeins skipaður atvinnuhermönnum. Forsetinn tilkynnti ennfremur að Frakkar myndu hætta að framleiða plúton og úran til nota í kjamavopn. Hann kvaðst einnig hafa ákveðið að láta eyða kjarnorkueldflaugum, ætl- uðum til árása frá jörðu, og rífa nið- ur skammdrægar eldflaugar af Had- es-gerð. Þetta eru mestu breytingar á franska hernum í þijá áratugi. Chirac sagði í sjónvarpsviðtali, sem var sýnt í beinni útsendingu, að til lengri tíma litið gætu aðeins atvinnuhermenn tryggt öryggishags- muni Frakklands. „Ef við viljum nútímalegar varnir verðum við að átta okkur á því að slíkt næst aðeins með atvinnuhermönnum." Chirac benti á að Frakkar áttu í Plúton- og úran- framleiðslu verð- ur hætt og eld- flaugum eytt erfiðleikum með að senda öflugan herafla til þátttöku í stríðinu gegn írak árið 1991. „Nauðsynlegt er að Frakkar geti sent öflugar hersveitir, 50-60.000 menn, til annarra landa á skjótan og skipulegan hátt. Núna ráðum við aðeins við 10.000.“ Hermönnum fækkað Forsetinn sagði stefnt að því. að fækka hermönnum úr 500.000 í 350.000. Hann kvað umbæturnar nauðsynlegar þar sem Frökkum staf- aði ekki lengur hætta af „innrásar- herskörum", þeir þyrftu hins vegar að geta flutt hersveitir með skömm- um fyrirvara til að tryggja hagsmuni Frakklands í öðrum heimshlutum. Chirac kvaðst hafa ákveðið að loka einu frönsku verksmiðjunni sem framleiðir plúton og úran til nota í vopnaframleiðslu. Hann sagði að Frakkar hefðu nægar birgðir af þess- um efnum. Hann sagði að 18 kjarnorkueld- flaugum, ætluðum skotpöllum, yrði eytt og Frakkar myndu aðeins reiða sig á flugvélar og kafbáta sem eru búnir kjarnavopnum. Þýska stjórnin hefur haft áhyggjur af Hades-flaugunum þar sem þær myndu aðeins duga til árása á Þýska- land ef þeim yrði skotið frá Frakk- landi. Chirac kvaðst hafa ákveðið að láta rifa flaugarnar niður eftir við- ræður við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. Reuter Afnámi kynþátta- aðskilnaðar mótmælt 16 SVÖRT börn í Suður-Afríku hófu í gær nám við skóia í Potgi- etersrus, nálægt Jóhannesarborg, eftir að dómari hafði úrskurðað að skóiinn gæti ekki meinað þeim inngöngu. Foreldrar barnanna fylgdu þeim í skólann undir eftir- liti lögreglumanna og hvítir hægrimenn tóku börn sín úr skól- anum, sögðust vera að íhuga að stofna nýjan einkaskóla sem að- eins yrði fyrir Búa. Nelson Mand- ela, forseti landsins, fagnaði úr- skurðinum en hvatti foreldra til að sýna stillingu. „Við höfum feng- ið úrskurðinn og getum framfylgt honum en þetta mál snýst um börn og við getum ekki knúið fram rétt okkar á þann hátt að það _ stofni lífi barnanna í hættu.“ A myndinni fylgir blökkumaður barni sínu í skólann. érÆ&te- ' . sM MSaagi SERBAR á flótta frá Sarajevo. Margir flóttamannanna notuðu hestvagna til að flytja eigur sínar. Tugþúsundir Serba á flótta frá Sarajevo Sarajevo. Reuter. Rússland Samið um stórt lán Mopkvu. Reuter. RÁÐAMENN í Rússlandi sögðu í gær, að náðst hefði samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, IMF, um nýtt og mjög stórt lán. Er það um leið yfirlýsing um, að menn hafi trú á umbótunum í rússnesku efnahags- lífi. Víktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra sagði að lánið væri frágengið í aðalatriðum. Nefndi hann ekki hve mikið það væri en haft er eftir heim- ildum, að það sé á bilinu 600 til 790 milljarðar ísl. kr. Haft var eftir Borís Jeltsín for- seta, að IMF hefði ekki átt um ann- að að velja en veita lánið, það hefðu verið hrein svik við Rússland að neita um það. Á rússneska ijánnálamark- aðinum voru allir sammála um, að það hefði valdið hruni á markaðinum hefði lánið ekki verið veitt. Meirihluti Majors minnkar London. Reuter. ÞINGMEIRIHLUTI bresku stjórnarinnar minnkaði enn í gær þegar þingmaðurinn Peter Thurnham sagði sig úr íhalds- flokknum. Hún er nú með tveggja sæta meirihluta. Thurnham hefur verið þing- maður frá 1983 og hyggst sitja á þingi sem óháður. Hann hef- ur verið óánægður með við- brögð stjórnarinnar við skýrslu um sölu breskra vopna til Iraks á síðasta áratug. ALLT að 60.000 Serbar hafa flúið eða eru að undirbúa flótta frá Sarajevo, að sögn Flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna í gær. Hundruð manna frá serbneska hverfinu Vogosca ákváðu að fara fótgangandi yfir fjöllin þrátt fyrir mikil snjóþyngsli áður en múslímsk- ir og króatískir lögreglumenn taka við löggæslunni þar í dag. Þeir sem ekki komust með bílum eða rútum notuðu hestvagnaogjafn- vel hjólbörur til að flytja eigur sínar upp brattar og snjóþungar brekkur á leið til Pale, höfuðstaðar Serba. Flóttafólkið ætlar að setjast að í serbneskum bæjum í austurhluta Bosníu. Um 3.500 flóttamenn hafa komið til Bratunac frá því um helg- ina og um 7.000 Serbar frá Sarajevo eru í Visegrad. Bílar grýttir Serbarnir óttast að múslímskir íbúar Sarajevo hefni sín á þeim vegna árása serbneskra hermanna á borgina í stríðinu. Múslímsk börn grýttu bíla serbneskra flóttamanna á leið út úr höfuðborginni. Serbar höfðu hótað að kveikja í húsum sínum áður en þeir flýðu og eldar loguðu í nokkrum húsum í Vogosca en ekki var reynt að slökkva þá. Allir slökkviliðsmenn hverfisins voru sagðir hafa flúið daginn áður. Serbneska fréttastofan SRNA skýrði frá því að leiðtogar Bosníu- Serba hefðu ákveðið að hefja viðræð- ur að nýju við friðargæsluliðið og fulltrúa Bosníustjórnar og Króata eftir að hafa hætt þeim til að mót- mæla framsali tveggja serbneskra herforingja til stríðsglæpadómstóls- ins í Haag. Launfund- ir um Pal- estínuriki? Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKIR og palestínskir emb- ættismenn hafa með leynd samið tillögur þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stofnun palestínsks ríkis, að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz í gær. ísraelski ráðherrann Yossi Beil- in, sem er náinn samstarfsmaður Shimons Peres forsætisráðherra, tók þátt í viðræðunum, að sögn blaðsins. Beilin staðfesti að hann hefði rætt við palestínska emb- ættismenn en kvaðst ekki hafa haft umboð til samninga og því hefði „ekkert raunverulegt sam- komulag" náðst í viðræðunum. Hitamál í kosningunum Embættismaður Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) sagði að fulltrúar ísraelsstjórnar og PLO hefðu lagt tillögurnar fram fyrir leiðtoga þeirra en kvað Peres treg- an til að fallast á palestínskt ríki. Líklegt er að Likud-flokkurinn, sem vonast til þess að bera sigur- orð af Verkamannaflokki Peres í kosningunum 29. maí, notfæri sér frétt Haaretz til að sannfæra kjós- endur í ísrael um að þeir geti ekki treyst forsætisráðherranum. Benj- amin Netanyahu, leiðtogi Likud- flokksins, hefur sakað Peres um að hafa staðið fyrir leynilegum við- ræðum, en forsætisráðherrann neitað því. Leiðtogar PLO hafa sagt að þeir búist við því að palestínskt ríki verði stofnað innan tveggja ára. Verkamannaflokkurinn hyggst ákveða í apríl hvort fella eigi niður grein í stefnuskrá flokksins um að hann leggist gegn stofnun palest- ínsks ríkis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.