Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkeppnisráð um gjaldskrá heilbrigðisráðherra vegna skólatannlækninga Úrelding MB Mælst til að ráðherra leggi gjaldskrána niður SAMKEPPNISRÁÐ telur að útgáfa heilbrigðisráðuneytisins á sérstakri gjaldskrá fyrir þau skólabörn sem leita þjónustu skólatannlækna í Reykjavík stríði gegn markmiðum samkeppnislaga og mælist til þess að gjaldskráin verði lögð niður að svo stöddu. Gjaldskráin er 20% lægri en Tryggingastofnun og Tannlæknafélagið höfðu samið um. í áliti Samkeppnisráðs segir að ljóst sé af fyrirliggjandi gögnum að við ákvörðun heilbrigðisráðherra um gjaldskrá fyrir skólatannlækningar árið 1992 hafí aðeins verið höfð hlið- sjón af hluta þess kostnaðar sem til féll við rekstur skólatannlækna á vegum Reylqavíkurborgar. Síðar segir: „Heimild heilbrigðisráðherra til þess að setja sérstaka gjaldskrá fyrir skólatannlækningar er ótvíræð en við beitingu heimildarinnar ber ráðherra á grundvelli lögmætisregl- unnar að taka tillit til samkeppnis- laga og því skylt að gæta jafnræðis í samkeppnislegu tilliti. Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á að gjaldskrá sú sem heilbrigðisráðherra gaf út fyrir skólatannlækningar byggist á raunkostnaði við starfsem- ina, rýrir gjaldskráin með ósann- gjömum hætti samkeppnisstöðu sjálfstætt starfandi tannlækna og tryggir ekki jöfn samkeppnisskilyrði þeirra við skólatannlækningar Heilsuvemdarstöðvarinnar. Sam- keppnisskilyrði sjálfstætt starfandi tannlækna verða ekki viðunandi fyrr en stofnað hefur verið sérstakt félag um rekstur skólatannlækninga Heilsuvemdarstöðvarinnar. Félag sem greiði skatta og skyldur með sama hætti og sjálfstætt starfandi tannlæknar þurfa að gera, þar á meðal tekju- og eignaskatt. Við rekstur slíks félags, þ.m.t. tekjuút- reikning, verður m.a. að hafa hlið- sjón af mati á stofnfjárfestingu og fjármögnun hennar og gæta þess að reikna markaðsvexti af henni.“ Ekki sama greiðslufyrirkomulag Samkeppnisráð bendir einnig á að sá háttur sem hafður sé á greiðslu fyrir þjónustu skólatann- lækna bijóti í bága við markmið samkeppnislaga þar sem sjálfstætt starfandi tannlæknar eigi ekki kost á sama greiðslufyrirkomulagi og er því beint til heilbrigðisráðherra að jafnréttis verði gætt varðandi þetta. Þeir sem nýta sér þjónustu skóla- tannlæknanna fá sendan greiðslu- seðil eftir á, en þeir sem fara til einkatannlækna þurfa að stað- greiða fyrir þjónustuna og þurfa síðan að sækja lögbundna endur- greiðslu til Tryggingastofnunar. Þá gerir Samkeppnisráð einnig athugasemd við að í kynningarbréfi skólatannlækninga Heilsuverndar- stöðvarinnar til forráðamanna barna sem dreift sé til barna innan skólanna sé vakin athygli á lægri gjaldskrá heilbrigðisráðherra. Telur Samkeppnisráð að skólatannlækn- ingadeildin geti misnotað aðstöðu þína með þeim hætti að það geti takmarkað samkeppni. Tugamilljóna- tjón á Dagfara LOÐNUSKIPIÐ Dagfari kom til hafnar í Keflavík um klukk- an eitt í fyrrinótt í fylgd varð- skipsins Týs, en þá voru um sautján klukkustundir liðnar frá því skipið fékk á sig brot út af Reykjanesi. Brotið eyðilagði öll tæki í brúnni auk loðnuskilju á dekki og er talið að um tugamilljóna tjón sé að ræða. Hafist var handa strax og skipið kom til hafnar að gera við skemmdir og heldur skipið væntanlega aftur til veiða um helgina, en sjópróf eru ráðgerð í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Ölduhæð var um 12 metrar og meiri í verstu ólögunum þegar varðskipið Týr kom að loðnuskipinu Dagfara vestur af Sandvík á Reykjanesi í fyrra- dag eftir að brot hafði riðið yfir skipið, en myndin er tekin um það leyti. Týr hélt sjó í grennd við Dagfara þar til veð- ur gekk niður og fylgdi honum síðan til hafnar. ■ Alltaf tvísýnt/11 Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Ekki fariö að ráðum Hagræð- inganefndar AFGREIÐSLA landbúnaðarráð- herra, Guðmundar Bjarnasonar, á úreldingu Mjólkursamlags Borg- firðinga var ekki í samræmi við það álit sem Hagræðinganefnd skilaði ráðherra. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær voru Kaupfélagi Borgfírðinga greiddar tæpar 230 milljónir í úreldingarstyrk, jafn- framt því sem það hélt eftir eignum Mjólkursamlagsins. Að sögn Guðmundar Gylfa Guð- mundssonar og Björns Arnórsson- ar, fulltrúa verkalýðshreyfingarinn- ar í nefndinni, var afstaða nefndar- innar skýr. Frestur til þess að gera tilboð í eigur Mjólkursamlagsins hafí verið ein vika. Þegar útboðið bar ekki árangur, hafi nefndin lagt til við ráðherra að frekari sölutil- raunir yrðu gerðar. Landbúnaðarráðherra segir hins vegar að hann hafi miðað sína ákvörðun við þau tímamörk sem málinu hafi verið sett í upphafi og hann hafí ekki viljað breyta þeim. ■ Ekki allir/10 ♦ ♦ ♦----- Unnu fjórar skákir ÍSLENZKU skákmennirnir fimm á alþjóðlega skákmótinu í Dunkerque í Frakklandi unnu í gær fjórar skák- ir en töpuðu einni. Það var aðeins Þröstur Þórhalls- son sem tapaði sinni skák í sjöundu umferð. Andstæðingur hans var úkraínski stórmeistarinn Eingorn, sjötti stigahæsti skákmaðurinn sem tekur þátt í mótinu. Efstur á mótinu er Míkhaíl Gúre- vítsj ásamt fleirum með 6 vinninga eftir sjö umferðir. Staða íslensku skákmannanna er sú að Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson eru með 5 vinninga, Þröstur og Andri Áss Grétarsson eru með 4 vinninga og Sigurður Daði Sigfússon er með 3,5 vinninga. í sjöttu umferð á miðvikudag unnu Þröstur, Hannes og Helgi Áss sínar skákir, en Andri Áss og Sig- urður Daði töpuðu sínum skákum. Áttunda umferð mótsins verður teflt í dag, en því lýkur á laugardag. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 _síður í blaðinu á þessum tíma. í jan- úar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- förnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningar- greinum og almennum aðsend- um greinum. Ritstjórn Morgun- blaðsins væntir þess, að lesend- ur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. Um 20 milljóna króna sparnaður hjá Dagvist barna Endurskoðun á gjaldskrá gæsluvalla GERT er ráð fyrir um 20 milljóna króna sparnaði í rekstri hjá Dagvist barna á þessu ári samkvæmt fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, for- manns stjórnar Dagvistar barna, er meðal annars gert ráð fyrir lokun gæsluvalla, endurskoðun á gjald- skrá leikskólanna og á gæsluvöllum. Dregið úr útgjöldum Að sögn Áma Þórs var hluti rekstrarsparnaðarins afgreiddur með fjárhagsáætluninni eða um 6 millj. Samþykkt var að 20 leikskólar tækju þátt í samsvarandi tilraun og grunn- skólarnir og fær hver skóli ákveðna fjárveitingu til reksturs, sem leik- skólastjórar ákveða sjálfír hvemig farið er með. Gert er ráð fyrir að þannig sparist um 6 millj. „Síðan er gert ráð fyrir að dregið verði úr útgjöldum til gæsluvalla," sagði Ámi Þór. „Tveimur völlum verð- ur lokað en einn nýr kemur í staðinn á mörkum Engja- og Rimahverfís í Grafarvogi. Þá verður sennilega farið í að skoða gjaldskrá gæsluvallanna sem hefur verið óbreytt á annan ára- tug. í dag kostar hvert skipti 50 krón- ur. Er gert ráð fyrir að þessar aðgerð- ir muni skila um 7 milljónum." Ámi Þór sagði að jafnframt væri gert ráð fyrir hagræðingu í rekstri leikskólanna með auknum útboðum og að sú aðgerð skili um 4 millj. í spamaði. Loks yrði almennt farið yfír reksturinn og gjaldskrár og kannað hvort þar mætti breyta ein- hveiju um. Sagði hann að fyrirkomulag sum- arleyfa á leikskólunum yrði óbreytt miðað við síðustu ár og að flestir leikskólar yrðu opnir yfír sumarið nema í þeim tilvikum að þörf væri á viðhaldi. „í rúm tvö ár hafa leikskói- ar verið opnir yfír sumarið og það verður óbreytt að minnsta kosti í sumar,“ sagði Ámi Þór. „Það voru uppi vangaveltur um lokun en okkur fínnst það vera meira mál en svo að það sé hægt að ákveða það með svo skömmum fyrirvara. Félag leikskóla- kennara hefur ítrekað ályktað um að leikskólar eigi að vera lokaðir á sumrin eins og skólarnir, þannig að skólaárið hafi upphaf og endi eins og í skólum." ■ Óánægja með lokun/9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.