Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ i- FRÉTTIR Afgreiðsla landbúnaðarráðuneytisins á úreldingarstyrk til MB Ekki allir sáttir við þá leið sem valin var Ekki eru allir á eitt sátt- ir um afgreiðslu land- búnaðarráðuneytisins á úreldingu Mjólkursam- lags Borgfirðinga. Sú leið sem farin var er ekki í samræmi við til- lögu hagræðinga- nefndar sem vildi m.a. gera frekari tilraunir til sölu á eignum MB. EKKI ríkir sátt um þá leið sem landbúnaðarráðherra fór í úreldingu Mjólkur- samlags Borgfirðinga á síðasta ári og virðist hún ekki vera í samræmi við ráðleggingar hag- ræðinganefndar í málinu. Eins og fram kom í grein í Morgunblaðinu í gær var samið við Kaupfélag Borg- firðinga um greiðslu 227 milljón úreldingarstyrk vegna Mjólkursam- lagsins og að félagið héldi eignunum áfram í sinni eigu. Á móti kom síð- an skerðing á hámarksúreldingar- styrk um 31 milljón króna. Markaðs- virði húsnæðisins og alls tækjabún- aðar var hins vegar metið á 258 milljónir. Ráðherra fór ekki að ráðum hagræðinganefndar Fulltrúar verkalýðshreyfmgar- innar í hagræðingamefnd segja að afstaða nefndarinnar varðandi úr- eldingu mjólkurbúsins og sölu á eignum þess hafi verið alveg skýr. Nefndin hafi verið andvíg svo þröng- um tímamörkum á útboði eigna mjólkursamlagsins auk þess sem nefndarmenn hafi verið fylgjandi því að frekari tilraunir yrðu gerðar til þess að selja eignirnar eftir að ljóst varð að útboðið bar engan árangur. Ráðherra hafi hins vegar ekki farið að ráðleggingum hennar. Bjöm Amórsson, hagfræðingur BSRB og fulltrúi samtakanna í hag- ræðinganefnd, segir að nefndin hafi einungis verið ráðgjafarnefnd og það hafi því verið ráðherra sem hafi tekið endanlega ákvörðun. „Við gagnrýndum tímasetningarnar á útboðinu og lögðum mikla áherslu á það, sérstaklega með atvinnuupp- byggingu í huga, að salan yrði mjög virk. Okkar afstaða í því máli var mjög skýr. Eins héldum við þeirri skoðun okkar á lofti að Kaupfélagið ætti ekki að eiga þetta húsnæði eftir sem áður. Það var alveg klár- lega okkar afstaða allan tímann. En eins og áður segir vorum það ekki við sem tókum þessar ákvarð- anir heldur var það ráðherra sem fékk málið í.hendur með öllum okk- ar athugasemdum.“ Bjöm segir að nefndin hafi viljað leggja töiuvert meiri vinnu í söluna en gert var og lagt það tjl við ráð- herra. „Ég taldi það vera veigamest fyrir Borgnesinga að þáð kæmi þarna inn nýtt og öfiugt fyrirtæki með nýjan atvinnurekstur, því án þess að ég ætli að gerast sérfræð- ingur um hvað sé verið að gera í húsnæðinu núna þá tel ég að fyrir nýtt matvælafyrirtæki sé þetta hús allt of stórt. Það hefði því verið miklu betra fyrir atvinnuástandið á Vesturlandi ef hægt hefði verið að fá þarna inn nýtt atvinnufyrirtæki og síðan -hefði verið hægt að byggja minna húsnæði undir hið nýja mat- vælafyrirtæki.“ Engin hagræðing af flutningi safaframleiðslu í Borgarnes Eins og fram kom í grein í Morg- unblaðinu í gær er Engjaás ehf., fyrirtæki það sem Kaupfélag Borg- fírðinga stofnaði í samvinnu við Mjólkursamsöluna í Reykjavík og Mjólkurbú Flóamanna, að kanna möguleikann á framleiðslu á ávaxtasöfum í húsnæði því sem Mjólkursamlag Borgfírðinga var áður til húsa í. Meðal annars hefur verið ræddur möguleikinn á því að flytja framleiðslu Mjólkurbús Flóa- manna á Flórídana þangað. Guð- mundur Gylfi _ Guðmundsson, hag- fræðingur ASÍ og fulltrúi samtak- anna í hagræðinganefnd segir að ef sú verði raunin, eigi sér ekki stað sú hagræðing sem menn hafi verið að sækjast eftir með úreldingu Mjólkurbúsins á sínum tíma. „Ef Mjólkurbú Flóamanna flytur safaframleiðslu sína upp í Borgar- nes eru ekki þeir framleiðslumögu- leikar fyrir hendi þar, sem menn hafa látið liggja að innan mjólkur- iðnaðarinns. Þess vegna finnst mér það vera óeðlilegt," segir Guðmund- ur. „Á sínum tíma var uppi sú hug- mynd að fara að pakka ostum í húsnæðinu en við lýstum því yfir að okkur þætti það ekki eðlilegt og eins þótti okkur það ekki eðiilegt að verið væri að flytja aðra fram- leiðslu úr mjólkurbúum þama upp- eftir, þó svo að það væri ekki mjólk- urframleiðsla." Ný starfsemi ekki á borði ráðuneytisins Guðmundur Bjamason landbún- aðarráðherra segir að allir sem kom- ið hafi að þessu máli og öðmm úrokÞ ingum sem átt hafi sér stað í mjólk- uriðnaðinum, hafi talið það vera eðlilegt að fyrirtækin fengju, bætur fyrir þær breytingar sem óhjá- kvæmilega yrðu á rekstri þeirra við úreldinguna. Hann segir það hins vegar ekki vera mál ráðuneytisins hvaða starfsemi þau snerú sér að í framhaldinu. „Nú hefur hins vegar öllum mátt vera ljóst að fyrirtækið va-ri ekki með þessu að hætta starfsemi,“ seg- ir Guðmundur. „Það var ljóst að reynt yrði að halda uppi atvinnu á svæðinu, enda var gerð mjög skýr krafa til þess á sínum tíma er úreld- ing blasti við. Ætlast var til þess að fyrirtæki sem fengi þennan stuðning til að hætta mjólkurfram- leiðslu nýtti hann til þess að leita fyrir sér í annarri atvinnustarfsemi. Það getur hins vegar í raun ekki verið á mínu borði eða ráðuneytisins að velta því fyrir sér. Það má auðvitað til sarms vegar færa að þetta kunni að skekkja eitt- hvað samkeppnisstöðuna, eins og bent hefur verið á. En forsendan fyrir úreldingunni er sú að fyrirtæk- ið hætti mjólkurframleiðslu en ekki að það leggi niður starfsemi sína,“ segir Guðmundur Bjarnason. Hann segir að einhver hagræðing til viðbótar geti falist í því að fram- leiðsla MBF á ávaxtasöfum verði flutt til Borgarness. Slík tilfærsla geti styrkt stöðu beggja fyrirtækja. Aðspurður um það sjónarmið nefnd- armanna að með slíkum flutningi sé þvert á móti verið að draga úr áhrifum hagræðingarinnar, segir Guðmundur að því geti hann ekki svarað þar sem það sé ekki í hans verkahring að hafa skoðun á eða taka afstöðu tii þessa þáttar. „Þessi tilflutningur á verkefnum gæti verið umdeilanlegur, en fyrirtækin verða sjálf að vinna úr þessu og komast að niðurstöðu í því hvað þau telji skynsamlegt hvort fyrir sig. Þannig að verið sé að gera eitthvað sem þýði hagræðingu í Mjólkurbúi Flóa- manna þannig að það sé þá betur í stakk búið til þess að sinna þeirri þjónustu sem því ber að gera eftir þessar breytingar sem hafa orðið innan mjólkuriðnaðarins." Söluverð hefði mátt vera hærra Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegt að reyna frekar að selja eignir Mjólkurbúsins, sérstaklega í Ijósi þess að hagræðinganefnd hafi gert það að tillögu sinni, eftir að ljóst var að útboðið bar engan árangur, segir Guðmundur að-tíma- setningarnar hafí ákvarðast af þeirri tímaþröng sem málið hafi verið komið L „Ég tók við málinu eftir að það hafði tafist aokkuð miðað við þá áætlun sem menn höfðu sett öér. Ég vildi ekkert vera að breyta því og skoðaði það reyndar ekki, heldur leit svo á að rétt væri að framkvæma þetta innan þess tíma- ramma sem um var talað. Það var auðvitað rætt um það hvort og þá hvernig hægt væri að semja við Kaupfélagið um greiðslu fyrir áframhaldandi afnot af eign- inni, úr því ekki tókst að selja hana. Um þetta var þrefað fram eftir ári og reyndar allt fram undir áramót þegar loks náðist endanlegt sam- komulag. Mín skoðun var sú, eftir að vera búinn að liggja mikið yfir þessu, að þá yrðum við að ná því saman. Ég hefði svo sem vel getað hugsað mér að það hefðu verið eitt- hvað hærri tölur sem hefðu farið þarna á milli, og studdist þá við þær hugmyndir sem nefndin var sjálf með, en niðurstaðan varð hins vegar þessi.“ Guðmundur segist hins vegar ekki geta annað en tekið undir þá gagnrýni á landbúnaðarráðuneytið fyrir hversu langan tíma það hafi tekið að svara erindi Sólar hf. vegna þessa máls. „Það má segja það til málsbótar að málið var í vinnslu hjá okkur fram undir áramót og við vorum að leita að lausn sem við töldum ásættanlega. Það voru einn- ig vangaveltur um hver aðild Sólar hf. væri að málinu eftir að Ríkis- kaup höfðu svarað öllum efnisatrið- um varðandi sölumeðferðina á MB.“ Sýnir þann vanda sem fylgir núverandi fyrirkomulagi Vilhjálmur Egilsson, alþingis- maður og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að það sé auðvitað mjög óheppilegt ef ríkið sé með þessum hætti að styrkja einn aðila til þess að fara út í fram- leiðslu á vörum þar sem samkeppni sé fyrir. Þetta dæmi sýni hins vegar hversu mikill vandi fylgi því að mjólkuriðnaðurinn skuli starfa undir ríkisforsjá. Svona mál hljóti alltaf að koma upp þegar starfað er í slíku umhverfi. „Það sem mér finnst að menn ættu að læra af þessu er að koma þarf þessari starfsemi sem allra mest á eðlilegan samkeppnis- grundvöll og hætta opinberum af- skiptum af verðlagningu og fram- leiðslustjómun," segir Vilhjálmur. Hann segist telja að eðlilegt hefði verið að framlengja sölutlma eign- anna í ljósi þess að afgreiðsla máls- ins hafi dregist á langinn. „Þessi þáttur framkvæmdar málsins er náttúrlega ekki í lagi. Grundvallar- reglan í svona málum hlýtur að vera sú að jafnræði ríki á milli að'íla þegar verið er að koma eignum úr höndum ríkisins, þannig að allir aðilar sem hafi áhuga á málinu fáí sanngjarnt tækifæri til þess að fá aðgang að því.“ Vilhjálmur segir að sá tímí sem aðilum hafi verið gefinn til þess að bjóða í eignirnar hafi greinilega verið óvenjulega stuttur. „Mér sýn- ist á þessu að ekki hafi verið gerð raunhæf tilraun til þess að selja eignirnar, eins og þessi stutti til- boðsfrestur gefur til kynna. Yfirleitt hefur ekki verið löng biðröð eftir því að kaupa fasteignir utan af landi og því er það alveg með ólíkindum að einungis skuli vera veittur viku tilboðsfrestur í þessu tilfelli." Þá segir Vilhjálmur að sér sýnist það ekki vera nægilega skýrt í þessu tilfelli hvað úrelding þýði í raun. „Þetta er spurning um hvort úreld- ing þýði að ríkið sé að kaupa við- komandi starfsemi og ráðstafa þá eignunum í kjölfarið, eða hvort þessi úreldingarstyrkur sé eitthvað sem fyrirtækið fái beint í vasann, án mikilla skilyrða annarra en þeirra að hætta að framleiða mjólk. Þetta virðist ekki vera á hreinu, því verið er að fela Ríkiskaupum að reyna að selja eignirnar og Ríkiskaup virð- ast hafa vald á því hvort tilboðum sé tekið eða ekki. Þá virðist það vera hluti af úreldingarsamningnum að sölutilraunum sé lokið 1. júní. Því sýnist mér á þessu að ríkið hafi getað selt hveijum sem er eignirnar fyrir þann tíma en á móti komi lækkun á úreldingarstyrk. Þá hefði maður haldið að fara ætti með sölu þessara eigna eins og almennt tíðk- ast um sölu á eignum ríkisins. Engu að síður virðist sem eignirnar hafi áfram verið í eigu Kaupfélagsins." | I ft \ [ ft Löglegl en siðlaust Eftir því sem næst verður komist starfa nú tvö fyrirtæki í framleiðslu m á ávaxtasöfum af ýmsu tagi hér á _ landi, auk fyrirtækja í mjólkuriðn- m aði. Þau eru Vífilfell og Sól hf. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sól- ar hf., segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú sé að koma upp. „Kaupfélagið hefur fengið 260 milljónir i úreldingarstyrk, greiðir síðan um 30 milljónir fyrir hús- næði, vélar og tæki og fær því um 230 milljónir úr ríkissjóði til þess f að bæta sína eiginljárstöðu. Síðan t' stofnar það hlutafélag með ýmsum af okkar helstu samkeppnisaðilum ™ og gefur út þá yfírlýsingu að verið sé að skoða framleiðslu á söfum. Hugsanlega kann þetta allt að vera löglegt en mér fínnst þetta alveg gjörsamlega siðlaust." Páll segir að ef þetta sé löglegt, sé það greinilegt að mjólkuriðnaður- inn hafi látið sníða löggjöf fyrir sig sem vemdi greinina svo vel gegn ( utanaðkomandi samkeppni að þeim á hafi tekist að koma alveg í veg fyrir 1 að nýir aðilar^komist inn í þennan " geira. „Með úreldingu Mjólkursam- lagsins í Borgarnesi er eini möguleik- inn fyrir utanaðkomandi aðila til þess að komast inn í mjólkurfram- leiðslu farinn. Ekki nóg með það heldur tekst þeim einnig að tryggja að þeim eru greiddar fleiri hundruð milljónir fyrir að leggja niður rekstur mjólkurafurðastöðva. Þessir pening- ( ar nýtast þeim svo til þess að rétta g sína fjárhagsstöðu og fá eignir og ' tæki afhent án þess að greiða nán- I ast nokkuð fyrir, til þess að hcfja samkeppni við þau einkafyrirtæki sem fyrir em á markaðnum. Hvort sem það heitir brennivinsframleiðsla, pitsuframleiðsla eða safaframleiðsla. Þetta er það alvarlega í málinu. Það kann að vera að þeir hafi engin lög brotið, en það em greinilega mikil ólög í gildi ef þeir komast upp með v þetta,“ segir Páll. | ^ Hann segir jafnframt að það læð- ist að sér sá grunur að málið hafi * verið hugsað svona frá upphafi. Útboðið á eignunum hafi verið sjón- arspil því aldrei hafi staðið til að selja þær. „Það er ýmislegt sem menn hafa sagt í hita leiksins sem gefur tilefni til þess að ætla að svo sé, meðal annars má benda á þau ummæli sem höfð vom eftir lcaupfé- lagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga , í Morgunblaðinu þann 10. maí 1995. ( Mér er illa brugðið ef forystgmonn , og þingmenn Sjálfstæðfeflokksins f ætla að horfa á atburði sem þessa gerast án þess að ráðast í breytingu á þeim lögum sem skapa mjólkur- iðnaðinum svigrúm til að útiloka aðra aðila frá samkeppni við sig, og opna þeim leið til að hefja ríkis- styrkta samkeppni í rekstri sem á engan hátt tengist mjólkurvinnslu," segir Páll. Ekki tókst að ná tali af tals- í manni Vífilfells hf. vegna þessa ^ máls í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.