Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 15 LANDIÐ Fundur um málefni barna og unglinga Hveragerði - Fundur um málefni barna og unglinga var haldinn á vegum Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði nýverið. Kveikjan að fundinum var hin mikla umræða sem verið hefur í þjóðfélaginu um vímunefnanotkun barna og ung- linga. Fundurinn var haldinn í Hótel Hveragerði og húsfyllir var á fund- inum. Greinilegt var á þessari góðu mætingu að mál þetta brennur á foreldrum og forráðamönnum bama og unglinga í Hveragerði sem og annars staðar. Góður rómur var gerður að máli framsögumanna á fundinum en þeir vora Kristján Ingi Kristjánsson, fulltrúi í Ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, Pétur Tyrfingsson, ráðgjafi hjá SÁÁ, Jón Hlöðver Hrafnsson frá lögreglunni í Ámessýslu og Ársæll Már Gunn- arsson, verkefnastjóri hjá SAM- FOK. í lok fundarins hittist síðan hópur foreldra og þáði ráðleggingar hjá Ársæli Má varðandi foreldrarölt. Um sl. helgi fór hópur foreldra á rölt um bæinn til að fylgjast með næturlífinu. Er það reynsla annars staðar frá að skipulagt rölt foreldra geti haft mikil áhrif til batnaðar á útivist barna og unglinga. ' Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson SEX ára nemendur Grunnskóla ísafjarðar ásamt kennurum, bæjarstjóranum á ísafirði og Pétri Bjarnasyni, fræðslustjóra. Sex ára nemendur krefjast leiktækja ísafirði - Tuttugu og átta nem- endur í sex ára bekk Grunnskóla Isafjarðar boðuðu komu sina til bæjarstjórans á Isafirði fyrir stuttu og var tilgangur heim- sóknarinnar að afhenda bæjar- stjóranum undirritaða áskorun nemendanna þess efnist að sett yrðu upp leiktæki á lóð skólans, en þau voru tekin niður sl. sumar vegna umfangsmikilla fram- kvæmda á lóðinni. Orð fyrir nemendunum hafði Herdís Mjöll Eiríksdóttir, sex ára, sem las áskorunina hátt og skýrt. Bæjarstjórinn, Kristján Þór Júlíusson, upplýsti börnin um að unnið væri að viðgerð á tækjunum og yrðu þau sett upp um leið og því verki lyki. Að lok- inni heimsókn til bæjarstjórans fylgdu börnin bæjarstjóranum upp á 4. hæð Stjórnsýsluhússins þar sem stendur yfir sýning á samstarfsverkefnum fjögurra skóla á svæðinu í náttúrufræði en verkefni sex ára barnanna var að útbúa draumaleikvöll við skól- ann og kynntu börnin bæjarstjór- anum hugmyndir sínar. Dagur símenntunar í Menntaskólanum við Hamrahlíð á erindi við alla! Opid hús laugardaginn 24. febrúar kl. 13.00-16.00 Þá er og kjörið tækifæri fyrir nemendur 10. bekkjar og aðstandendur þeirra að kynnast skólanum og skólastarfinu. Námsbœkur og annað námsefni liggur frammi. Kennarar svara spurningum og eru með fyrirlesira/sýnikennslu sem hérgreinir: 13.00 DANSKA: Sýnilegt og ósýnilegt skólastarf. SÁLFRÆÐI: Sérðu það sem aðrir sjá? TÖLVUF-RÆÐI: Lífið eftir töflureikna. 13.30 DANSKA: Kannaðu kunnáttuna! ISLENSKA: Af hverju sneri Gunnar aftur? MYNDLIST: Teikning með kolum. SÆNSKA: Bellman og söngvar hans. 14.00 EFNAFRÆÐI: Sýnishorn af verklegri kennslu. EÐLISFRÆÐI: Afstæðiskenning Einsteins fyrir almenning. ISLENSKA: "Ljóð um leiðir" lesið og skýrt. TUNGUMÁL: Gildi þess að læra framandi tungumál í dag. TÖLVUFRÆÐI: Og kennarinn fer heim... 14.30 DANSKA: Orðabókalcikur. JARÐFRÆÐI: Sýning á bergi EÐLISFRÆÐI: Endanlegur eða óendanlegur heimur? FRANSKA: Hcraðsbundin matargerðarlist í Frakklandi. HAGFRÆÐI: Hvers vegna á hagfræði erindi við þig? NORSKA: Frumbyggjatónlist Marie Boine Person. 15.00 ENSKA: Dyflini í augum írskra skálda. FRANSKA: Frakklandskynning. SAGA: Kristófer Kólúmbus sem klúðrari. STÆRÐFRÆÐI: Leysið verkefni t' tölvu. TÖLVUFRÆÐI: Meira en "tölvu-vædd spjaldskrá í skókassa"? 15.30 LÍFFRÆÐI: Sníkjudýr í mönnum. STÆRÐFRÆÐI: Leysið verkefni í tölvu. TÁKNMÁL: Táknmálskennsla fyrir byrjendur. TÖLVUFRÆÐI: Word 6 ritvinnsla fyrir byrjendur. 16.00 STÆRÐFRÆÐI: Lítið dæmi. ISLENSKA: 'Kæru brúðhjón.' Að halda tækifærisræðu. TÁKNMÁL: Ein þjóð - tvær tungur. ÞYSKA: Þýska á Interneti. 16.30 ENSKA: Max Cady í Cape Fear. LIFFRÆÐI: Verklcgar æfingar. ÞYSKA: Mikilvægi þýsku í nýrri Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.