Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 17 Frystihúsi í Hanstholm lokað og starfsemin flutt til Póllands URVERIMU Geta ekki keppt við löndin í Austur-Evrópu FRYSTIHÚSINU Espersen Hanst- holm A/S verður lokað fyrír fullt og allt í vor og missa hundrað manns vinnuna. Þetta kemur fram í Fag- bladet, málgagni danska Verka- mannasambandsins. Starfsemi frystihússins er búin að liggja niðri í nokkurn tíma og eru örfáir starfs- menn ennþá í vinnu. Engir íslending- ar vinna hjá þessu frystihúsi í Hanst- holm, en spá Peter Sand Mortensens í Fagbladet er ekki björt fyrir önnur frystihús á staðnum. „Þetta_ er aðeins byijunin," segir hann. „Á næstu árum munu fleiri fyrirtæki fylgja á eftir, sem er mjög slæmt fyrir Hanstholm vegna þess að það er sá staður sem er háðastur físki og fiskvinnslu í ESB.“ Hann segir að helsta vandamál fískiðnaðarins sé að margra starfs- manna sé þörf, en ekki mikillar tæknikunnáttu: „Við getum ekki keppt við t.d. Áustur-Evrópulönd, þar sem vinnuaflið er ódýrara. Það er líka hægt að fá ódýrara hráefni utan Danmerkur." Hann segist vera óánægður með að dönsk yfírvöld styðji lokun frysti- hússins: „Danska ríkið hefur í raun- inni borgað eigendum fyrirtækisins fyrir að leggja niður starfsemina í Hanstholm. Fjárfestingarsjóður Austurlanda hefur til dæmis veitt lán upp á 17,4 milljónir króna og keypt hlutabréf fyrir 35 milljónir króna í nýju frystihúsi Espersens í Póllandi, en þar er framleiðslan sú sama og í frystihúsinu i Hanstholm." Þá er Peter óánægður með að danska ríkið hafi styrkt menntun pólsks vinnuafls fjárhagslega: „Það er skrítin staða að pólskt vinnuafl fái menntun á AMU-miðstöðinni á Bornholm á sama tíma og meðlimum í okkar félagi er gert erfítt að fá endurmenntun vegna sparnaðar." Kemur ekki á óvart „Þetta kemur manni ekki alveg á óvart,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fískvinnslu- stöðva. Hann segir að það hafi verið vitað mál að dönsk fískvinnsla hafí verið að greiða mjög há tímalaun og ekki verið að greiða lægra hráefnis- verð en íslensk fiskvinnsla. Arnar nefnir þó nokkur atriði sem geti útskýrt þessi háu tímalaun að hluta til: „Það hefur verið gerður samanburður á afköstum í dönskum frystihúsum og íslenskum. Þar kom í ljós að Danir eru með mun einfald- ari framleiðslu en við og þar af leið- andi meiri afköst. Einnig eru þeir lausir við orm í fiskinum, sem við þurfum að eyða dýrmætum tíma í að leita að.“ Hann segir að mun minna sé um hvíldir í vinnutímanum í Danmörku en hér á landi. Danir séu nær mark- aðinum og allar flutningaleiðir stjrttri. Þá séu fyrirtækin rekin með styrkjum frá ESB og hinu opinbera í Danmörku auk þess sem launa- tenglar séu lægri. „Þrátt fyrir allt þetta höfum við furðað okkur á því að það sé mögulegt að greiða svoria há tímalaun miðað við afkomu ís- lenskra frystihúsa," segir Arnar. „Hvað varðar Hanstholm sérstak- iega er vitað að ESB byggði upp höfnina á sínum tíma og hús fyrir fiskmarkaðinn. Það hlýtur að vera mikið áfall fyrir fiskvinnslu í Hanst- holm ef 100 starfsmanna fyrirtæki lokar þar sem íbúar í bænum eru aðeins nokkur þúsund. Hvort þetta er byijunin á því að dönsk fisk- vinnsla færist eitthvað til Austur-Evr- ópu skal ég ekki segja um, en auðvit- að er um stuttan veg að fara og allur vinnulaunakostnaður er mun lægri í Austur-Evrópu en í Danmörku." Amar segir að þessar fréttir undir- striki hvað það sé harður slagur að reka fiskvinnslu, hvort sem er í Dan- mörku eða á íslandi. Það byggist á því að stærstu kostnaðarliðirnir, hrá- efni og vinnulaun, fari ekki yfír ákveð- ið hlutfall af framleiðslutekjum. „Eftir miklar umræður hér á landi síðan síðasta sumar um launamun í dönskum frystihúsum og íslenskum má segja að niðurstaða starfsmanns Kjararannsóknanefndar hafí komið þægilega á óvart,“ segir hann. „Mið- að við þessar upplýsingar má_ segja að launamunur í fískvinnslu á íslandi og í Danmörku sé mun minni eftir skatta en í öðrum atvinnugreinum á Islandi og í Danmörku sem teknar voru til skoðunar." Hagnaður í fyrra og menn spenntir fyrir þessu ári „Þeir eru að geta sér þess til, en maður hefur ekki orðið var við neina hreyfingu í þá átt ennþá,“ sagði Jón Elías Jónsson, fiskverkamaður í Hanstholm, þegar hann var spurður um þá yfirlýsingu Peters Sands Mortensens í Fagbladet að fleiri fyr- irtæki myndu fylgja í kjölfarið á Esepersen Hanstholm A/S. „Espersen er með þijú eða fjögur önnur fyrirtæki í Danmörku og þeir ætluðu upphaflega ékki að hætta hérna. En þeir voru að vinna tvífryst- an físk og það var mikið verðfall á honum í fyrra og tap á verksmiðj- unni þess vegna eftir því sem ég best veit.“ Jón vinnur sjálfur hjá fyrirtækinu Pandalus ásamt um 20 öðrum íslend- ingum og segir að afkoman hafi ver- ið góð þar á síðastliðnu ári. Þá hafi það komið fram í áramótaávarpi for- stjórans til starfsmanna að menn væru spenntir fyrir þessu ári vegna þess að hráefnisverð hefði lækkað. Annars segir hann að atvinnu- ástandið í Hanstholm hafí verið frek- ar í lægð undanfarið vegna þess að það sé mikill ís í Eystrasaltinu. Mest af þeim fiski sem sé unninn í Hanst- holm komi frá Noregi og Svíþjóð, en vegna slæms tíðarfars hafi verið öldugangur í því. „Það er alltaf erfítt að fá vinnu hér á þessum tíma árs,“ segir hann. „Þegar líður á vorið verður það auð- veldara vegna þess að þá fara sér- hæfðari fyrirtæki af stað sem vinna humar og fleiri slíkar tegundir." Jón bætir við að það sé verið að byggja við eina stærstu fiskverkun- ina í Hanstholm, sem sé með 200 manns í vinnu. Það fyrirtæki sé að stækka við sig og bæta við fólki. Einnig hafi hann heyrt af því að það ætti að fara að byggja fískverkun niðri við höfnina. Þá hafí verið vangaveltur um álaeldi í Hanstholm, en það ylti þó á Japönum. Ef af því yrði myndi það skapa 100 ný störf. Hann segir að á svæðinu í kringum Hanstholm og í bænutn sjálfum séu 400 íslendingar sem hafi flestir at- vinnu af fískvinnslu. Fjölgunin hafi verið mjög ör á tímabili, en heldur hafí dregið úr henni. „Maður lifír ágætlega hér ef maður er með vinnu,“ segir hann að lokum. í gær hlaut Eva Vilhelmsdóttir fatahönnudur Menningarverdlaun DV fyrir RIATURA fatnad Foldu hf. í umsögn dómnefndar, þegar tilnefningar voru kynntar, segir m.a. í DV: „Þessi nýja ullarlína er einstaklega heilsteypt bæði í litasamsetningu og formi. Prjónatækni í nýjum vélum býður upp á möguleika sem listakonan færir sér í nyt. Reynsla og kunnátta er það baksvið sem skapar umgjörð fyrir nútímalega hönnun." Til hamingju Eva!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.