Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR F élag’smiðstöövar og forvarnir miðstöðva og und- irstrika vægi þeirra í nútíma- samfélagi, m.a. á sviði forvarna. Hafa áhrif á um- ræðu, hugmyndir og löggjöf um æskulýðsmál á ís- jandi. í starfi félagsmið- stöðva standa ung- lingunum til boða já- kvæðir valkostir sem vinna gegn vímuefna- neyslu. Forvömum gegn vímuefnum hef- ur gjarnan verið skipt í þtjú stig. Á fyrsta stigi er reynt Lára S. Baldursdóttir Steinþór Einarsson MIKIL umræða hefur verið und- anfarið um neyslu vímuefna meðal unglinga. Kannanir sýna að neysla áfengis og annarra vímuefna fær- ist sífellt neðar í aldri. Meðalaldur þeirra sem drekka í fyrsta sinn er í dag aðeins 14 ár. Það er að mörgu leyti erfitt að alast upp í nútímasamfélagi, í því leynast ótal hættur. Má þar t.d. benda á hve auðvelt það er fyrir unglinga að nálgast vímuefni, landasölumenn hafa nú til margra ára hreinlega gert út á unglinga sem viðskipta- vini. Margir hafa risið upp og sagt að eitthvað verði að gera. Sumir líta jafnvel svo á að forvörnum sé ekkert sinnt. Þetta er að okkar mati ekki rétt, því nú þegar er heilmikið gert. Ýmsir aðilar vinna markvisst að forvömum meðal unglinga og má þar sérstaklega nefna félagsmiðstöðvar. Stjóm- endur sveitarfélaga hafa lengi gert sér grein fyrir mikilvægi fé- lagsstarfs hjá ungu fólki og hafa því komið á fót félagsmiðstöðvum. Þessar félagsmiðstöðvar hafa myndað með sér fagsamtök sem nefnast Samfés. í Samfés eru nú 44 félagsmiðstöðvar frá öllum landshomum. Samtökin hafa á stefnuskrá sinni að: Auka samskipti og samvinnu milli félagsmiðstöðva og efna til verkefna á innlendum og erlendum vettvangi. Efla fagmenntun fyrir starfs- fólk félagsmiðstöðva með ráð- stefnum og námskeiðum. Koma á framfæri faglegum upplýsingum um starf félags- að stuðla að því að einstaklingur- inn heíji ekki neyslu ávana- og fíkniefna. Á öðru stigi er reynt að stöðva neyslu og þriðja stig forvama er meðferð. Félagsmið- stöðvar leggja sig fram við að vinna að fyrsta og annars stigs forvömum, enda er meginhlutverk félagsmiðstöðvarinnar að sinna forvarnarstarfi. I samræmi við það gilda almennt skýrar reglur um áfengi og tóbak í félagsmiðstöðv- um, þ.e.a.s. reykingar em strang- lega bannaðar innan sem utan dyra og áfengi og önnur vímuefni em stranglega bönnuð. Stjómend- ur sveitarfélaga hafa gert sér grein fyrir að fyrsta stigs forvam- ir skila miklum árangri og eru heillavænlegastar þegar á heildina er litið. Uppeldishlutverk félagsmið- stöðva er mikilvægt, því félags- og tómstundastarf sem ungling- arnir hafa áhuga á og taka virkan þátt í er öflugt forvarnarstarf. Ávinningur af skipulögðu félags- starfí er mikill, nýlegar rannsókn- ir staðfesta að unglingar sem taka Tilgangur útivakta, segja Lára S. Baldurs- dóttir og Steinþór Ein- arsson, er að fylgjast með ferðum ungling- anna eftir eðlilegan útivistartíma. þátt í viðurkenndu tómstunda- starfí ná að þroska betur sam- skiptahæfileika sína og eiga meiri velgengni að fagna í námi og starfí. Unglingarnir koma sjálfvilj- ugir í félagsmiðstöðina í sínum frítíma, í félagsmiðstöðinni er gaman að vera. Undir þessum kringumstæðum gefst einstakt tækifæri til að hafa áhrif á ung- lingana og beina þeim inn á braut ákjósanlegs, heilbrigðs lífsstíls. Starfsfólk félagsmiðstöðva hef- ur fjölbreyttan bakgrunn, margir eru uppeldismenntaðir eða mennt- aðir í list- og verkgreinum. Starfs- fólkið nýtur sérstakrar menntunar og þjálfunar í því að vinna með börnum og unglingum í þeirra frí- tíma. Forvarnarstarf er mikilvæg- ur hluti þeirrar menntunar. Starfs- fólkið nýtir sér þekkingu sína og hæfni til að virkja unglingana í leik og starfí félagsmiðstöðvarinn- ar. í hverri félagsmiðstöð er starf- andi unglingaráð sem sér um að móta dagskrá félagsmiðstöðvarin- ar í samráði við starfsmenn. Þann- ig er leitast við að bjóða upp á dagskrá sem er í samræmi við þarfir og óskir unglinganna. Flest það sem unglingunum býðst í fé- lagsmiðstöðvunum er þeim að kostnaðarlausu. Unglingarnir geta valið um að taka þátt í fjölbreyttu klúbbastarfi þar sem sérstöku áhugamáli er sinnt, t.d.: Leiklist, fjallahjól, tónlist og ljósmyndun. Klúbbastarfíð er þó aðeins brot af þeirri starfsemi sem unglingunum stendur til boða, því í dagskrá félagsmiðstöðvanna er biyddað upp á ýmsu þar sem blandað er saman gamni og alvöru, þar má nefna: Sundlaugarferðir, skautaferðir, hellaferðir, ferðalög, kósíkvöld, ljóða- og söguupplestur, spilakvöld, ljósmyndamaraþon, föndur, skreytingar, friðarkvöld, „karókí“söng o.m.fl. Eins og sjá má er fjölbreytnin mikil og reynt er að blanda saman gamni og al- vöru. Mikilvægir liðir í dagskránni er fræðsla um ávana- og fíkniefni. Starfsfólk sinnir þessari fræðslu auk þess sem ýmsir góðir gestir koma í heimsókn og fræða ungling- ana um hættuna við að neyta vímu- efna. Þar má nefna forvamardeild lögreglu og Krabbameinsfélagið. Ýmis átaksverkefni hafa einnig verið unnin í félagsmiðstöðvunum með fræðslu sérstaklega í huga, t.d. kynfræðsla, fræðsla um al- næmi, einelti og vináttu. Samstarf félagsmiðstöðva við þá aðila sem koma að uppeldi unglingsins er mjög mikilvægt, því þannig er hægt að mynda gott öryggisnet í kring um hann. Mikil- vægir samstarfsaðilar innan hverfísins/bæjarfélagsins em: Foreldrar, skólar, lögregla, félags- málastofnun, íþróttafélög og ýmis fijáls félög. Margar félagsmiðstöðvar standa fyrir svokölluðu leitar- starfí, þar sem starfsfólk fer út í hverfíð á kvöldin um helgar. Til- gangur þessara útivakta er fyrst og fremst að fylgjast með ferðum unglinganna eftir eðlilegan útivist- artíma og að fá yfírsýn um gerðir þeirra og neysluvenjur. Með þessu móti er hægt að fylgjast með því hvar unglingarnir halda sig, hvernig vímuefnaneyslu ungling- anna er háttað og að vinna gegn óeðlilegri hópamyndun. Því miður er það svo að þrátt fyrir að flestir unglingar geri sér grein fyrir að neysla vímuefna sé hættuleg kjósa sumir að nota þau. Þekking ein og sér er ekki nóg, það verður einnig að hafa áhrif á viðhorf unglinganna og hegðun þannig að unglingurinn kjósi heil- brigðan lífsstíl. Starfsmenn fé- lagsmiðstöðva vita að þeir geta haft mótandi áhrif á unglinga með því að styðja þá í að velja rétt. Stærsti hluti ungs fólks segir NEI TAKK við vímuefnum. Það er yfir- lýst hlutverk félagsmiðstöðva að styrkja ungt fólk til að segja nei takk. Styrkjum þennan hóp áfratn og fáum fleiri í hópinn með öflugu félags- og tómstundastarfi. Höfundar eru sljórnarmenn í Samfós og forstöðumenn við fé- lagsmiðstöðvar ÍTR. Blóðþrýstingur Þýðingarmikill þáttur fyrir heilsu manna SJÚKDÓMAR í hjarta- og æða- kerfí hafa undanfarna áratugi ver- ið eitt helsta heilsufarsvandamál okkar íslendinga eins og reyndar meðal flestra þjóða í okkar heims- hluta. Sívaxandi kostnaður við heil- brigðisþjónustuna er ofarlega á baugi um þessar mundir. Hjarta- og æðasjúkdómar eiga þar stóran hluta að máli. Sem dæmi má nefna að í Bandaríkjunum er áætlaður kostnaður vegna meðferðar og vinnutaps af völdum kransæðasjúk- dóms um 50-100 milljarðar dollara á ári - hliðstæð tala fyrir Island Marshal Falleg og sterk úr fyrir sprækar stelour Verð aðeíns kr. 7.950,- Stálúr með mattri áferð og 14 k gull skreytingu. Hert gler, 30 m vatnsvarið Tvöfaldur öryggislás. úra- og skarlgnpaverslon Álfabakka 16 • Mjódd • s. 587 0706 •yf'XX'Z fíiwZt/MO/i úrsmtOor ísafiröi • Aöalstrœti 22 • s. 456 3023 væri 3,5-7 milljarðar ísl. kr. á ári. Nýjar aðferðir við greiningu og meðferð þessara sjúkdóma eru sífellt að koma fram en mörgum þessara val- kosta fylgir ærinn kostnaður. Sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé hægt að einhveiju leyti að koma í veg fyrir þessa sjúkdóma án allt- of mikils kostnaðar fyr- ir einstaklinginn og þjóðina. Þessari spurningu er raunar strax hægt að svara ját- andi því við vitum nú um vissa áhættuþætti (eða orsakir) hjarta- og æðasjúkdóma sem hægt er að hafa áhrif á. Hér á eftir verður fjallað um einn þeirra: hækkaðan blóðþrýst- ing og áhersla lögð á það sem ein- staklingurinn getur sjálfur gert til að halda blóðþrýstingi innan eðli- legra marka. Fjölmargar rannsóknir undan- farna áratugi hafa ótvírætt sýnt að hækkun blóðþrýstings leiðir til aukinnar hættu á sjúkdómum í æðakerfinu, sérstaklega á slagi (heilablóðfalli, blóðtappa í heila) og kransæðasjúkdómi. Meðal þjóða þar sem meðalblóðþrýsting- ur er hár eru þessir sjúkdómar algengir, meðal þjóða þar sem hann er lágur eru þeir nær óþekkt- ir. Rannsóknir sýna einnig að lækkun blóðþrýstings leiðir til minnkandi tíðni þessara sjúkdóma. Nú er það svo að orsakir blóð- þrýstingshækkunar eru að mestu óþekkt- ar og því vaknar sú spurning hvort nokkuð sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir háan blóð- þrýsting. Sem betur fer er svarið við því játandi. Faralds- fræðilegar rann- sóknir hafa leitt í Ijós að blóðþrýstingur tengist vissum lifn- aðarvenjum og eru það einkum þijú atr- iði sem veruleg áhrif hafa: neysla salts, hreyfingarleysi og offita. Salt Salt er nauðsynlegt líkamanum en of mikil neysla þess leiðir til hækkunar blóðþrýstings. Talið er að fyrir hvert gramm af salti Blóðþrýstingur, segir Nikulás Sigfús- son, tengist vissum lifnaðarvenjum. hækki blóðþrýstingur um 1 mm kvikasilfurs. Meðal þjóða þar sem saltneysla er mikil, eins og t.d. í Japan þar sem dagleg saltneysla getur verið allt að 25 g, er slag ein algengasta dánarorsökin. Hér á landi er saltneysla um 8 g á dag á mann. Þessa neyslu mætti minnka verulega og þannig lækka Sigfússon meðalblóðþrýsting þjóð- arinnar. í þessu sambandi er þó rétt að benda á að neytandinn er í talsverð- um vanda staddur þegar hann fer að kaupa í matinn. í innihaldslýs- ingu á mörgum matvörum er ekk- ert getið um saltinnihald, á öðrum aðeins nefnt að í þeim sé salt en ekki hve mikið og í besta falli getið um innihald natríums (sem er annað frumefnið í natríumklór- íði - salti) og getur það vafist fyrir fólki að reikna út hve tiltekið magn af natríum mótsvarar miklu magni af salti. í þessu efni tel ég að heilbrigðisyfirvöld ættu að setja reglur um innihaldslýsingar sem kæmu neytendum að meira gagni en nú er. Þjálfun Sýnt hefur verið fram á að hæfileg líkamsþjálfun lækkar blóðþrýsting. Nú er svo komið að um helmingur vinnandi fólks hér á landi er við kyrrsetustörf. Þessu fólki er nauðsynlegt að bæta upp hreyfíngarleysið með reglubund- inni þjálfun af einhveiju tagi. Fyr- ir hjarta- og æðakerfí eru gagnleg- astar allar æfingar sem skapa samfellt og jafnt álag um lengri tíma, t.d. sund, skokk, hjólreiðar, skíðaferðir eða röskleg ganga. Til að auka þol og ná fram heppileg- um áhrifum á blóðþrýsting þarf að stunda slíka þjálfun reglulega a.m.k. þrisvar í viku og minnst 20-30 mín. í senn. Áreynslan þarf að vera það mikil að púls fari upp í minnst 120 slög á mínútu. Þyngd Samband er milli ofþyngdar og blóðþrýstings. Þegar líkamsþyngd minnkar hjá of feitu fólki lækkar blóðþrýstingur. Offita er algengt vandamál hér á landi eins og reyndar víðast hvar á Vesturlöndum. Um það bil 30% fullorðinna ís- lendinga eru verulega of þung. Auðvelt er að gefa ráð um megrun en erfið- ara að fara eftir þeim. Hér verða ekki gefnar neinar uppskriftir af megrunarkúrum. Reynsla manna af ströngu megrunarfæði er yfirleitt slæm þegar til lengri tíma er litið. Svo virðist sem tiltölulega litlar breyt- ingar á mataræði og lifnaðarhátt- um skili betri árangri þótt hann komi ekki jafnfljótt. Einföld ráð sem engan skaða en skilað geta varanlegum árangri eru: 1) að forðast sykur og sætmeti sem mest, .2) að minnka neyslu á fítu, 3) að auka líkamshreyfingu, 4) að borða aðeins á matmáls- tímum. Ástæða er til að vara fólk við auglýsingaskrumi megrunar- iðnaðarins. Megrunarpillur, megr- unarplástrar, megrunarföt o.þ.h. koma engum að gagni nema fram- leiðendunum sem á þessu græða stórfé. Oft er spurt um hver sé kjör- þyngd en þá er átt við þá þyngd, sem hefur í för með sér mestu ævilengd. Ýmsar formúlur hafa verið fundnar út í þessu sambandi og virðist útkoman nokkuð fara eftir því hvaða hópur hefur verið rannsakaður. Ein slík skal látin hér upp: Kjörþyngd= 22 x (hæð í metrum)2. Þessi formúla gildir fyr- ir fólk á aldrinum 30-59 ára. Kjörþyngd manns sem er 180 cm á hæð væri þannig: 22 x 1,8 x 1,8= 71,3 kg. Höfundur er yfirlæknir Rann- sóknarstöðvar Hjartaverndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.