Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 27 JltaðmWafrtfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, ' Styrmir Gunnarsson. Hugmyndir um endurbætur í heilbrigðiskerfinu ræddar á fundi Varðar Skrifað undir samninga um fjármögnun Hvalfjarðarganga í gær FÆÐIN G ARORLOF FYRIR FEÐUR FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, lýsti því yfir á fundi Kvennalistans í vikunni að næsta víst væri að nefnd heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, sem fjallar um fæðingarorlof, myndi leggja til að feður fengju sér- stakan rétt til fæðingarorlofs. Þessi yfirlýsing ráðherrans er ánægjuefni. Eins og mál- um er nú háttað eiga feður engan sjálfstæðan rétt til or- lofs til að vera með nýfæddum börnum sínum, heldur er réttur þeirra afleiddur af rétti konu þeirra; þannig fær faðir ekki greiðslur í fæðingarorlofi nema móðirin hafi tekið hluta þess út. Greiðslur frá Tryggingastofnun til fólks í fæðingaror- lofi eru um 60.000 krónur á mánuði. Ýmsar starfsstéttir hafa í kjarasamningum samið um að mæður geti haldið fullum launum frá vinnuveitanda hluta þess tíma, sem þær eru í fæðingarorlofi, en fæðingarorlofsákvæði margra kjarasamninga taka ekki til feðra. Hjá ríkisstarfsmönnum er málum þannig háttað að kon- ur eiga rétt á fullum launagreiðslum í fæðingarorlofi, en barnsfeður þeirra eða karlar, sem starfa hjá ríkinu, eiga nánast engan rétt til greiðslna í fæðingarorlofi. Miðað við þetta ástand mála er ekki að furða þótt það sé nánast óþekkt að karlar taki sér fæðingarorlof til að geta verið samvistum við börn sín fyrstu mánuðina. A árinu 1994 fengu 5.499 mæður greiðslur frá Trygginga- stofnun í fæðingarorlofi en sextán feður! Eins og Morgun- blaðið hefur áður bent á er þessi munur fáránlegur, jafnt út frá þeim jafnréttissjónarmiðum, sem almenn samstaða er um á íslandi — að minnsta kosti í orði — og út frá þörfum ungra barna, sem mega ekki missa af tengslum við föður sinn. Til þess að jafna rétt kynjanna að þessu leyti nægir ekki að Alþingi breyti lögum um rétt feðra til orlofs- greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins. Stéttarfélög og fyrirtæki þurfa jafnframt að tileinka sér nútímalegri hugs- unarhátt og tryggja kynjunum jafnan rétt með kjarasamn- ingum. VERKSVIÐ RÁÐU- NEYTA ENDURMETIN STURLA Böðvarsson, formaður fjárlaganefndar Alþing- is, hefur hreyft þeirri hugmynd, að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu verði skipt í tvennt. Nýtt heilbrigðis- ráðuneyti fari með málefni er lúta að heilbrigðismálum almennt, rekstri sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofn- ana, sem ríkið rekur með beinum fjárframlögum. Þá ann- ist ráðuneytið forvarnarstörf er snerti heilsu og heilbrigði landsmanna. Nýtt tryggingaráðuneyti fari hins vegar með öll mál er snerta almannatryggingar og tryggingabætur. Rök Sturlu fyrir þessari skiptingu ráðuneytisins eru þau, að ekki samræmist nútímakröfum að sama yfirstjórn fari með mál kaupanda og seljanda. Því sé eðlilegt að nýtt tryggingaráðuneyti semji við heilbrigðisráðuneytið um kaup á þjónustu t.d. sjúkrahúsa, svo og stofnana þess og einkastofnana, og annist bótagreiðslur í samræmi við al- mannatryggingalög. Heilbrigðisráðuneytið selji aftur á móti þjónustu stofnana á þess vegum. Hugmynd Sturlu er sú, að þannig verði unnt að auka hagkvæmni í rekstri heilbrigðisstofnana og gera kröfur um verð sem gæði. Samkeppni leiðir til aukinnar hag- kvæmni og vel má hugsa sér, að tryggingaráðuneytið semji við þá heilbrigðiastofnun þar sem gæði þjónustunnar eru mest og verð hagstæðast. En til þess að tilganginum sé að fullu náð þarf að auka einkarekstur í heilbrigðisgeiran- um. Reyndar er nauðsyn að svo verði til að fullnægja vax- andi eftirspurn eftir sérhæfðri þjónustu, ef eyða á -löngum- biðlistum. Hugmynd Sturlu getur auðveldað þá þróun. Hitt er ánnað mál, að engin þörf er á fjölgun ráðuneyta eða útþenslu kerfisins. Þvert á móti er full ástæða til að auka hagkvæmni þar sem víðar í ríkisrekstrinum, t.d. með sameiningu ráðuneyta eftir þeim málaflokkum, sem bezt fara saman stjórnunarlega. Ýmsar hugmyndir og tillögur hafa verið á lofti í þeim efnum, t.d. að sameina sjávarút- vegs-, iðnaðar- og landbúnaðarmál í nýju atvinnumálaráðu- neyti. Hugmynd Sturlu þarf að hafa í huga, þegar endur- mat á verksviði ráðuneytanna fer fram, því rökin að baki . henni eru fullgild....... Flóknir samningar tóku langan tíma Skrifað var í gær undir samninga um veffgöng undir Hvalfjörð, eftir flókið samningaferli í langan tíma, þar sem við sögu komu íslenskar og alþjóðlegar fjármála- stofnanir. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgdist með undirritun samninganna. SAMNINGAR um fjármögnun Hvalfjarðarganganna lágu loks fyrir.í gær, sex árum eftir að Vegagerð ríkisins, Járnblendifélagið á Grundartanga og Akranesbær stofnuðu Félag um jarð- gangagerð og fimm árum eftir að hlutafélagið Spölur var stofnað af þessum aðilum og Grundartanga- höfn, Sementsverksmiðjunni og Skil- mannahreppi að auki, til að vinna að gerð Hvalfjarðarganga. „Sem gamall og gegn hval- skurðarmaður, sem hef ævinlega haft gaman af að fara fyrir Hval- fjörð og þekki þar margar þúfur og hef velt sumum við, er það blendin tilfinning að eiga þátt í því nú að Hvalfjarðargöngin skuli loksins koma, en ég hugga mig við það að aðrir geta þá farið göngin,“ sagði Halldór Blendal samgönguráðherra eftir að formlegri undirritun samn- inganna lauk á Hótel Sögu í gær. Halldór sagðist telja að göngin væru einhver mikilsverðasta fram- kvæmd á þessum áratug og með þeim væru Islendingar að stíga skref til nýrrar áttar, vegna þess að öðru- vísi væri staðið að framkvæmdum en áður. Þarna sæi einkaframtakið um undirbúning, framkvæmd og síð- ar innheimtu þess fjár sem verkið kostaði og með þessum hætti gætu íslendingar gengið öðruvísi fram í samgöngumálum, eins og aðrar þjóð- ir hefðu raunar gert. Fimm ára barátta Gylfi Þórðarson, stjómarformaður Spalar hf., sagði eftir undirritunina að hann væri auðvitað óskaplega ánægður með að málið væri komið í höfn. „Þetta er búið að vera 5 ára barátta þar sem hefur gengið á ýmsu, eins og gefur að skilja enda er um að ræða flókið verkefni og brautryðjendastarf hér á landi,“ sagði Gylfí. Hann sagði að verkið hefði fengið mótbyr á köflum, ef til vill vegna þess að fólk hafí ekki skilið nægilega vel út á hvað það gengi. „Síðan hafa verið ýmsar óæskilegar uppákomur sem við höfum ekki staðið fyrir,“ sagði Gylfi. Hann sagði að vaxandi jákvæð umræða hefði verið um verk- ið þar til Alþingi samþykkti fyrir síðustu jól að veita Spéli hf. allt að 1 milljarðs ríkisábýrgð á lántökur vegna ganganna. „Þetta var ekki okkur að kenna því við báðum aldrei um ríkisábyrgð heldur var þarna um að ræða spurningu um hámarkslán að ákveðnu marki,“ sagði Gylfi. Hafist handa í mars Það er fyrirtækið Fossvirki sf., sameignarfélag ístaks hf., sænska verktakafyrirtækisins Skanska og danska verktakafyrirtækisins E. Pihl Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra skrifa undir samninga um Hvalfjarðargöng í gær. Við hlið Halldórs situr Gylfi Þórðarson, stjórnarformaður Spalar. og Son sem vinnur verkið, og sagði Páll Sigurjónsson, forstjóri Istaks, að framkvæmdir myndu hefjast fyrir alvöru um miðjan næsta mánuð. Um miðjan maí yrði væntanlega komið að föstu bergi þannig að hafíst yrði handa við sprengingar. Áætlað er að verklok verði snemma árs 1999. Páll sagði við undirritunina í gær, að samvinna fyrirtækjanna þriggja væri orðin löng, þau hefðu lokið öllum sínum verkum og myndu að sjálfsögðu ljúka þessu einnig fyrir aldamót. Þessi fyrirtæki hafa m.a. starfað saman við Vestfjarðagöngin og við virkjanir í Þjórsá. Hvalfjarðargöngin verða 5.770 metra löng með tveimur til þremur akreinum. Þar af verða sprengd göng undir sjó, 3.750 metrar að lengd. Halli á vegi verður 4-8%, sem er álíka og í Bankastræti í Reykjavík. Göngin eiga að stytta leiðina frá Reykjavík til Akraness um 61 kíló- metra og aksturstímann um 40 mín- útur. Leiðin milli Borgarness og Reykjavíkur styttist um 46 kílómetra og ferðalagið um 30 mínútur. Göngin eiga að kosta 4,6 milljarða króna sem skiptast þannig að undir- búningskostnaður verði 480 miiljón- ir, eftirlit og kostnaður Spalar á byggingartíma 150 milljónir, fram- kvæmdakostnaður 3.300 milljónir og fjármagnskostnaður á byggingar- tíma 700 milljónir. Áhættan á framkvæmdatíma hvíl- ir öH á verktaka og fjármálalegum bakhjörlum hans og sér verktakinn um áð fjárrmigna verkið þar til því er skilað fuHbúnu til verkkaupa, Spalar hf., eftir tveggja mánaða reynslurekstur ganganna. Þessi fjár- mögnun er að mestu í höndum er- lendra og innlendra banka. Stærsti aðilinn er Enskilda Banken í Svíþjóð með nærri 2,5 milljarða, innlendir bankar leggja til 825 milljónir og Barings Brothers Ldt 825 milljónir. Þá leggur ríkissjóður til 300 milljón- ir, auk 120 milljóna króna láns sem þegar hefur verið veitt og 86 milljón- ir eru hlutafé í Speli hf. Spennandí verkefni Landsbankinn hefur haft forystu um að ná saman innlendu fjármagni til framkvæmdanna. Ólafur Öm Ing- ólfsson hjá Landsbankanum sagði að leitað hefði verið til Landsbank- ans í þessu skyni þar sem hann er viðskiptabanki ístaks. Ólafur Örn sagði að reynt hefði verið að ná saman hópi innlendra banka og sparisjóða, fjárfestingar- lánasjóða og fleiri aðila sem kæmu að þessu verki. Nú teldi bankinn sig vera búinn að tryggja það fjármagn sem þyrfti og væri stefnt að því að Ijúka samningum þessara aðila um fjármögnunina í næstu viku. „Okkur fínnst þetta spennandi verkefni og við höfum fengið meiri áhuga á því eftir því sem tíminn hefur liðið. Eftir því sem okkur hef- ur lærst betur að meta áhættuna sem felst í þessu, þeim mun öruggari höfum við orðið um að þetta sé gott verk, sem sé áhættunnar virði. Okk- ur fínnst einnig spennandi að sjá að allar þessar stofnanir geta unnið saman og lært af því, og við teljum því að þetta muni skila íslensku efna- hags- og fjámmlalífi mikilli reynslu," sagði Ólafur Örn. Geysiflókið sanmiiigsferli Þegar verkjnu er lokið kemur til kasta þeíria sem taka að sér lang- tímafjármögnun. Þar er stæstri aðil- inn bandáríska tryggingafynrtækið Jöhn Hancock, Muttml Life Insur- ance Inc. sem kaupir skujdábréf fyr- ir 2,6 milljarða króna. Innlendar ijár- málastofnanir sjá um langtímafjár- mögnun að öðru leyti, einkum lífeyr- issjóðir, en þeirra þáttur er um 1,2 milljarðar. Landsbréf hf. sjá um að selja skuldabréf fyrir tæpa 1,8 millj- arða króna. Philiph Fletcher, fulltrúi John Hancock, sagðist eftir undirskriftina vera mjög ánægður með að þessú verki væri lokið. „Þetta hefur verið mjög flókið samningsferli sem teng- ist bæði framkvæmdunum og lang- tímalánveitendum, og að því koma margir fjármögnunaraðilar og fjórir mismunandi gjaldmiðlar, sem gerir málið enn flóknara. Og þetta byggist allt á tekjum af jarðgöngum sem enn hafa ekki verið grafín,“ sagði Fletch- er. Hann sagði þó aðspurður að John Hancock teldi Hvalfjarðargöngin arðvænlega framkvæmd. Erfið fæðing Síðasti áfangi samningalotunnar var langur og strangur. Hann hófst á miðvikudag og að sögn Gylfa Þórð- arsonar urðu ýmis atriði til að tefja fyrir. Meðal annars hefði komið fram villa í fjárhagsmódeli þannig að tölvuútreikningar voru allir rangir. Þá gerði skiptingin milli fram- kvæmdafjármögnunar og lang- tímafjármögnunar samningana ekki auðveldari. Islenskir og erlendir lög- fræðingar og aðrir sérfræðingar unnu sleitulaust mestalla aðfaranótt fímmutudags við að ganga frá laus- um endum. Stjóm Spalar hf. átti að he§a und- irskrift samninga á miðvikudag en það dróst til klukkan 10 í gær. Þá hófst þriggja klukkutíma undir- skriftalota en alls þurfti að undirrite 37 samninga vegna ganganna. Þegai allt virtist til reiðu fyrir formlegi undirskriftina klukkan 15 í gær hófs óvæntur símafundur fulltrúa En skilda og Skanska við fyrirtækin Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingúm Morgunblaðsins tengdist sá íúndui ábyrgðum vegna mögulegra skaðá- bótakrafna tveggja aðila sem á.sínum tíma buðu í gerð ganganna en fengu ekki, en þeir telja að útboðið hafí ekki verið í samræmi við útboðslög. Undirskriftin tafðist í rúman klukkutíma vegna þessa en hófst up) úr klukkan 16.30. Þar undirrituði fulltrúar Spalar, ríkisstjómarinnar Vegagerðarinnar, banka, lífeyris sjóða, og verktaka samningana. EFNI fundar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík var: Stefnir í gjaldþrot heilbrigðiskerfisins? Morgunblaðið/Ásdís RJÚFA þarf tengsl velferðar- kerfisins og efnahags- ástands, endurvekja þarf iðgjald til sjúkratrygginga, spyrja þarf hvers virði það mannslíf sé sem bjargað er, fjárframlög til heil- brigðismála eiga að fylgja sjúklingum, efla ber sjálfstæðar læknastöðvar, setja þarf leiðbeiningarreglur um for- gangsröðun á vegum heilbrigðisstofn- ana, skipta á heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu í tvö ráðuneyti. Þetta er meðal hugmynda sem fram komu á fundi sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, efndi til í vikunni undiryfírskriftinni: Stefnir í gjaldþrot héilbrigðiskerfisins? Frummælendur voru þau Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður og Sturla Böðvarsson þingmaður og vara- formaður fjárlaganefndar. Dögg sagði að rekja mætti vanda heilbrigðiskerfis- ins til ársins 1988 þegar draga þurfti saman seglin. Viðbrögðin voru m.a. að hætta að greiða fyrir ýmsa þjón- ustu sem hafði verið greitt fyrir, svo sem fegrunaraðgerðir, ákveðna tann- læknaþjónustu og ýmis lyf og gjöld hækkuð, tekin upp ný gjöld o.fl. Þegar heilbrigðisþjónustan krefðist meira fjármagns væru ýmis ráð möguieg og tók hún fram að þetta væru ekki endi- lega hennar hugmyndir heldur sett fram til umræðu: Að hækka skatta, að krafíst verði aukinnar greiðslu fyrir tiltekna þjón- ustu svo sem glasafrjóvganir, greiða mætti fyrir dvöl á sjúkrahúsi, þeir sem leituðu læknis einu sinni á ári greiddu hærra gjald en þeir sem þyrftu meira á þjónustunni að halda. Einnig mætti hugsa sér að heilbrigðisþjónustan kostaði það sama fyrir alla en gjöldin væru ekki flokkuð niður eins og væri í dag. Félagslegt kerfi sveitarfélag- anna gæti þá komið til skjalanna og Tryggingastofnun gæti hætt að vera stærsta félagsmálastofnun landsins eins og hún væri nú. Hér mætti einn- ig spytja hvað kaupandinn væri að fá fyrir þá þjónustu sem hann keypti af seljandanum, þ.e. heilbrigðiskerfinu. Áætla þyrfti eftir mat hversu marg- ar tilteknar aðgerðir yrðu gerðar og greiddar af ríkinu árlega og semja við sjúkrahúsin um þessa þjónustu. Þá þyrfti sífellt að endurskoða allan rekst- ur, mönnun heilbrigðisstofnana og spyija hvort verið gæti að of mikill flöldi væri í ákveðnum heilbrigðisstétt- um, stundum þyrfti að loka og athuga þyrfti betur forgangsröðun. Endurskoða kerfí heilsugæslustöðva Þá varpaði Dögg Pálsdóttir því fram hvort verið gæti að kerfi heilsugæslu- ' stððva þyrfti að endurskoða m.a. vegna bættra samgangna. Væri alls staðar þörf fyrir H, H1 eða H2 stöðv- ar þar sem þœr væru nú - éða mætti loka sumum og breyta öðrum? Spyija • mætti einnig hvar ættí að hafa.sjúkra- hús, til væru skýrslut og úttektir en oft virtist skorta á pólitískan vilja til að taka á málum. Sé ekki vilji fyrir aðgerðum af þessum toga verði heil- brigðiskerfið einfaldlega að fá meira fjármagn. Þá sagði Dögg mikilvægt að ijúfa tengsl velferðarkerfísins og efnahagsástandsins og taldi að endur- vekja ætti iðgjöld sjúkratrygginga. Dögg varpað því einnig fram hvort skipting ríkisútgjalda almennt væri í samræmi við vilja skattgreiðenda: Er Aiikin þátttaka sjúkra og regl- ur um forgang Á fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, á miðvikudag komu fram ýmsar hugmyndir um aðgerðir sem þörf er á í heilbrigðiskerfinu ef það á ekki að stefna í gjaldþrot. Jóhannes Tómasson sat fundinn en þar kom m.a. fram að ríkisvaldið verður að ákveða hversu hátt hlutfall af heildarút- gjöldum skuli renna til heilbrigðismála og að fjármagnið verði að fylgja sjúklingunum. Vanda eða viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar sagði Sturla vera annars vegar þennan eðlilega fer- il mannsins, fæðingu, sjúkdóma, elli, takmark- aðar forvarnir, slys og hins vegar takmarkaða Ijármuni til læknisverka og umönnunar. „Það kann að hljóma kaldranalega en við eig- um ekki annarra kosta völ en þeirra að takmarka fjármuni til heilbrigðis- og tryggingamála líkt og til annarra viðfangsefna og leitast við að forgangs- raða og nýta flármuni sem best. Að öðrum kosti verður hér engin þróun á sviði mennta- og atvinnu- mála, með tilheyrandi atvinnuleysi og félagslegum vandamálum, ef við höf- um ekki þrek til þess að velja.“ Hlutdeild ríkisins í heilbrigðisútgjöldum 90% Valkostina sagði hann vera óbreytt ástand með vaxandi biðlistum og vandræðum eða skynsamlegar aðgerðir og hagræðingu, bætta nýtingu tækja og mannafla með auknu samstarfí stofnana, aukna og eflda heilsugæslu, aukna hlutdeild sjúklinga í kostnaði og þátttöku tryggingafélaga og sjúkrasjóða. Skýringuna á auknum útgjöldum sagði hann vera þróun í læknisfræði og lyí'jum, mannijölgun og hlutfallslega fyilgun aldraðra. Tækniframfarir þýddu kostnað við fjárfestingar umfram verðbólgu og ætla mætti að lítil kostnaðarvitund innan kerfísins ætti einnig nokkum þátt í gera þjónustuna dýrari en hún þyrfti að vera. Hér væri hlutdeild hins opinbera í heilbrigðisútgjöldum 90%, ein sú hæsta í alþjóðlegum samanburði. FRUMMÆLENDUR á fundi um heilbrigðis- kerfið voru þau Dögg Pálsdóttir hrl. og Sturla Böðvarsson alþingismaður. forgangsröðunin jarðgöng, búvöru- samningar, heilbrigðiskerfíð? í lok er- indis síns sagði hún að horfa þyrfti með öðrum augum á heilbrigðiskerfið en gert hefði verið. Hvers virði er mannsh'f sem hefur verið bjargað - hvers virði er það sem kemur út úr heilbrigðiskerfinu á móti.þeim kostn- aði sem lagður er í það og hverju skil- ar einstaklingurinn til þjóðarbúsms ef hann hefur hlotið lækningu? Takmarka verðUr fjármuni og forgangsraða Sturla Böðvarsson-minntí í upphafí máls síns á að umræðan um sparnað og hagræðingu hefði stundum skyggt á þann árangur sem menn næðu við erfiðar aðstæður í sjúkrastofnunum landsins. Vakti hann athygli á að fjár- lög gera nú ráð fyrir fjórum milljörðum hærra framlagi til heilbrigðis- og tryggingamála en var á síðasta ári. Tal um niðurskurð miðaðist við þörf en ekki lækkun fjárframlaga þegar fjárlög væru borin saman milli ára. Ný og aukin starfsemi heilbrigðis- stofnana kostaði á síðasta ári einn milljarð króna, vistheimili fyrir geð- sjúka afbrotamenn, hjúkrunarheimilið Eir, nýjar heilsugæslustöðvar, hjúkr- unarrými, skurðstofur og fleira. Þá nefndi Sturla nokkur atriði varðandi endurskipulagningu heilbrigðiskerfis- ins til að forða frá því að alit sigli í strand: Ákveða þarf hversu stór hluti út- gjalda heilbrigðiskerfisins sé af heild- arútgjöldum, hversu mikið renni til bótagreiðslna og hversu mikið til sjúkrastofnana vegna hjúkrunar- og læknisverka. Heilbrigðisþjónusta fari fram sem næst fólki á heilsugæslu- svæðum og skipulag miðist við að- stæður svo sem samgöngur. Settar verði leiðbeiningarreglur um forgangs- röðun á vegum heilbrigðisstofnana. Efla sjálfstæðar læknastöðvar sem reknar eru á ábyrð eigenda og geti veitt sjúkrahúsunum aðhald og sam- keppni. Hinn fijálsi markaður verði ríkisstofnunum aðhald þar sem því verði við komið í stað þess að mála- myndasamkeppni sé milli ríkisrekinna stofnana. Ríkisspítalar hafi á hendi faglega umsjón með samstarfi sjúkra- stofnana á föstum fjárlögum. Heilbrigðisráðuneytinu verði skipt í tvö ráðuneyti: Heilbrigðisráðuneytið fari með heilbrigðis- og forvarnastörf og rekstur þeirra stofnana sem ríkið á og rekur með beinum framlögum og tryggingaráðuneytið fari með öll bóta- og tryggingamál og semji við heilbrigðisráðuneyti, einkastofnanir og aðra um kaup á þjónustu og sjái um bótagreiðslur. Vandinn á Alþingi en ekki í heilbrigðiskerfinu? Nokkrar umræður urðu í kjölfar erindanna og voru það einkum læknar sem tóku til máls. Sigurður Björnsson reið á vaðið og sagði tímabært að skipta heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu í tvennt. Þá taldi hann óeðlilegt að 11 þingmanna fjárlaganefnd, sem í sætu 10 lands- byggðarþingmenn, mótaði tillögur um framlög ríkisins til heilbrigðismála sem þingheimur þyrfti að taka afstöðu til en þar væru aðeins tveir með sérþekkingu á heilbrigðismálum. Olafur Magnússon sagði ákvarðanir um framlög til heilbrigðismála ein- kennast um of af pólitískri fyrir- greiðslu og víða væru óþarfa bygging- ar reistar sem nýttust ekki meðan framlög skorti til annarra þátta heil- brigðiskerfisins. Páll Torfi Önundarson sagði að vandinn væri ekki í heilbrigðiskerfinu heldur á Alþingi og draga ætti úr áhrifum þingmanna á fjármögnun heilbrigðiskerfisins. SturLa Böðvarsson mótmælti þess- um málflutningi iæknanna, sagði hann bera vtrtt um hroka, -sagði lækna ekki ná árangri með slíkri rökræðu og sagði að mjkil umræða færi fram um heil- brigðismál í fjárlaganefnd og heil- brigðisnefnd Sjálfstæðisflokksins og kallaðir væru til sérfræðingar þegar á þyrfti að halda. Sagði hann það of mikla einföldun að segja að vandinn væri vegna byggðastefnu þingmanna. í lokin kom fram hugmynd um að efnt væri til frekari umræðna um heil- brigðismálin og að heilbrigðisnefnd Sjálfstæðisflokksins efndi til ráðstefnu um þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.