Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 35 ÞÓRHILDUR * * JONSDOTTIR + Þórhildur Jóns- dóttir var fædd í Norðurhjáleigu í Álftaveri í V- Skaftafellssýslu 22. desember 1918. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason bóndi, oddviti, hreppsfjóri og al- þingismaður, f. 2. apríl 1896 í Norður- hjáleigu í Álftaveri, og Þórunn Pálsdótt- ir, húsmóðir, f. 5. september 1896 í Jórvík í Álftaveri. Þór- hildur var elst 13 systkina, en þau eru 1) Júlíus, f. 1920, bóndi í Norðurhjáleigu. 2) Gísli, f. 1921, vann hjá Pósti og síma. 3) Pálína, f. 1923, húsmóðir í Vestmannaeyjum. 4) Böðvar, f. 1925, bóndi í Norðurhjáleigu. 5) Sigurður, f. 1926, bóndi í Kastalabrekku. 6) Guðlaug, f. 1927, lést 5 daga gömul. 7) Guðlaugur, f. 1930, bóndi á Voðmúlastöðum. 8) Jón. f. 1931, járnsmiður á Reykjalundi. 9) Fanney, f. 1933, húsmóðir á Selfossi. 10) Sigrún, f. 1935, húsmóðir á Selfossi. 11) Sigþór, f. 1937, bóndi I Ási í Asa- hreppi. 12) Jónas, f. 1939, bóndi í Kálfholti. Að Ioknu barnaskólaprófi í Álftaverinu hjálpaði Þórhildur til á fjölmennu heimili foreldra sinna. Hún giftist hinn 25. nóv- ember 1939 eftirlifandi manni sinum Kjartani Sveinssyni frá Vík í Mýrdal. Þau bjuggu til ársins 1957 á Hlíð- arenda í Vík, síðar í Álfheimum 40 í Reykjavík og loks í Fögrubrekku 17 í Kópavogi. Börn þeirra sem öll eru fædd í Vík eru: 1) Þórir, f. 12. desem- ber 1940, íþrótta- kennari í Reykja- vík, kvæntur Frið- björtu E. Jensdótt- ur, f. 28. desember 1944, og eiga þau þrjár dætur, Þór- hildi, Guðmundu og Pálínu. 2) Sveinn, f. 20. maí 1943, ritsljóri hjá Námsgagna- stofnun, kvæntur Hólmfríði Böðvarsdóttur, f. 27. febrúar 1948, og eiga þau fimm börn, Önnu, Böðvar, Láru, Hildi og Kjartan. 3) Jón, f. 24. apríl 1945, símaverksljóri á Húsavík, kvæntur Berthu Steinunni Páls- dóttur, f. 20. júlí 1947, og eiga þau þrjú börn, Kjartan, Þórhildi og Friðrik, en auk þess átti hún fyrir soninn Pál Róbert. 4) Ey- rún, f. 16. febrúar 1947, gjald- keri í Reykjavík, gift Hauki Helgasyni, f. 20. febrúar 1948, og eiga þau þijá syni, Kristin, Elmar og Eyþór. 5) Sigrún, f. 17. júní 1948, tölvuskrárritari í Reykjavík, gift Þorbirni Jóns- syni, f. 4. janúar 1949, og eru synir þeirra Kjartan Þór og Steinar. Barnabörn Þórhildar eru 17 og barnabarnabörn sjö. Útför Þórhildar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. TENGDAMÓÐIR mín, Þórhildur Jónsdóttir, er gengin á fund feðra sinna eftir gæfuríka lífsgöngu hér á jörðu. Kveðjustundin er upp runn- in. Margs er að minnast. Minningar- brotin streyma fram. Ljúfar minn- ingar um ánægjulegar samveru- stundir hrannast upp. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast þessa alúðlegu konu fyrir tengda- móður árið 1972. Það sumar höfðu þau hjón, Þórhildur og Kjartan eig- inmaður hennar, fest kaup á einbýl- ishúsi með stórum garði í Fögru- brekku 17 í Kópavogi, sem eftir það varð þeirra snotra heimili. Nokkru áður hafði dóttir þeirra, Eyrún, komið hjarta mínu til að slá örar en ég átti að venjast. Mín fyrstu kynni af væntanlegri tengdamóður voru hlýlegt viðmót, hæversk fram- koma og tilgerðarlaust fas. Æ síðan hef ég notið tryggðar hennar og vináttu sem aldrei bar skugga á. Fyrir það er ég þakklátur. Mér fannst hún taka mér strax af þvílík- um kærleika sem um hennar eigin son væri að ræða. Betri tengdamóð- ir var vandfundin. Það leið ekki á löngu að ég nán- ast flutti inn á heimili þeirra með tannburstann minn og skólabæk- urnar. Það vakti strax aðdáun mína hvað þau hjónin Þórhildur og Kjart- an voru sérlega samrýmd og sam- stiga í öllum sínum gerðum. Þau báru svo mikla umhyggju og virð- ingu hvort fyrir öðru og nutu þess að vera í návist hvort annars. Þau voru einstakir vinir, samlynd og samhent allan sinn lífsins veg í blíðu og stríðu og mikil einlægni ríkti milli þeirra. Ekki minnist ég þess að hafa heyrt styggðaryrði þeirra á milli. Heimilið þeirra fagra var á marg- an hátt einstakt. Það var eins og bjargið, traust, öruggt og þar ríkti reglufesta. Þangað var gott að koma og þar var notalegt að vera. Þegar við Eyrún vorum búsett úti á landi áttum við þar ætíð athvarf með fjölskylduna. Húsið stóð okkur alltaf opið til dvalar. Þegar ég var nýkvæntur hitti ég aldraðan bónda í minni heimasveit, Laugardalnum, sem fýsti að vita hvar ég hefði náð mér í kvonfang. Þegar hann hafði heyrt um móðurætt hennar þekkti hann ættbogann og sagði: „Þú hef- ur náð í konu af góðu kyni, Hauk- ur.“ Ég átti eftir að komast að því að hann hafði rétt að mæla. Á sumrin var starfsvettvangur Þórhildar í símaskúrum víða um land þar sem Kjartan var símaverk- stjóri, oft með stóra vinnuflokka. Hér var þeirra annað híbýli. Þar var hún ráðskonan og matreiddi af mikilli snilld. Reyndist hún farsæl í starfi. Þar kunnu þau einnig að njóta félagsskapar hvort annars og ekki brást samheldnin. Þær eru ófáar skemmtiferðirnar sem fjöl- skyldan mín fór í heimsókn til þeirra þangað sem þau dvöldu hveiju sinni, oftast nokkrum sinnum á sumri. Það var alltaf tilhlökkunar- efni og eftirvænting ríkti þegar lagt var af stað. Að eiga með þeim ánægjustundir í símaskúrunum var ógleymanlegt og ævinlega var veðr- ið gott í þeirra umhverfi. Þar var unun að dveljast. Gjarnan var skroppið í næstu sundlaug og farið í skoðunarferðir um næsta ná- grenni. Mér finnst það hafa verið forréttindi að njóta gestrisni þeirra og- samveru í þessum ferðum. Þar voru líka allir aufúsugestir. Oft var vinnudagurinn langur en samt hafði Þórhildur ætíð tíma aflögu til að sinna komufólki. Þórhildur var af þeirri aldamóta- kynslóð sem byrjaði ung að vinna fulla vinnu á mannmörgu sveita- heimili, tilheyrði þeim hljóða hópi alþýðunnar sem skapaði þau lífsins gæði sem við njótum í dag. Dugnað- ur og eljusemi voru henni í blóð borin, hög til allra verka og féll aldrei verk úr hendi. Við matargerð- ina var hún á heimavelli, þar fannst mér hún njóta sín vel. Það var sama hvaða veitingar hún reiddi fram, allt var óaðfinnanlegt, betra og ljúf- fengara en orð fá lýst, fram borið af þeirri reisn og hlýhug sem ein- kenndi hana. Hún bakaði gómsætar kökur með kaffínu og eldaði dýrind- is mat. í þessum efnum átti hún enga sér líka. Það var líkast því að vera kominn á lúxus hótel þegar sest var að borðum. Iðjusemi hennar og kraftar ein- kenndu heimilishaldið ásamt alúð og natni í öllum hennar gerðum. Hún var hógvær kona, hæglát og tillitssöm í orðum og framgöngu. Helst fannst mér heyrast hæst í henni ef þeir er góðgjörðir hennar þáðu tóku ekki nógu hraustlega til matar síns og drykkjar. Sjálfur gætti ég þess að koma helst svang- ur á hennar fund enda hef ég á tilfinningunni að mætur hennar á mér hafi verið í réttu hlutfalli við það sem ég lét ofan í mig fara í veislum hennar. -Þau hjón nutu þess að ferðast um landið sitt. Margar ferðir voru farnar vegna starfs þeirra og oft dvalið nokkurn tíma á hvetjum stað. Þau þekktu því víða vel til. Öðrum veittu þau hlutdeild í þeirri lífsfyll- ingu sem þau öðluðust á ferðum sínum. En þau áttu annað sameigin- legt áhugamál, garðinn í Fögru- brekkunni. Þar unndu þau sér vel við blóma- og tijárækt. Þeim var mikið metnaðarmál að hirða vel um garðinn og hafa hann sem fínastan. Skömmu eftir að þau fluttu þangað var garðinum umbylt að þeirra smekk. Fyrstu árin gafst lítill tími fyrir garðræktina vegna fjarveru á sumrin en það átti eftir að breyt- ast. Hin síðari ár var garðurinn þeirra dægradvöl og yndi. Að Þórhildi stóðu sterkir stofnar. í ættarfylgju fékk hún skyldu- rækni, ræktarsemi og trygglyndi. Bernskuslóðir hennar, Álftaverið, voru henni kærar. Hún var ættræk- in og trygg ættarslóðunum. Þangað leitaði hugurinn oft. Þórhildur gat verið framtakssöm og vílaði þá hlut- ina ekki fyrir sér. Þegar garðurinn þeirra var endurgerður fannst henni vanta eitthvert skraut við sitt hæfi. Hún gerði út leiðangur i gömlu átt- hagana. Farið var á vörubíl austur í Norðurhjáleigu, ekið suður í Al- viðruhamra og komið til baka með fullfermi af falllegum hraunhellum. Þeim var síðan lystilega fyrir komið í garðinum. Fyrst hún gat ekki verið á sínum gömlu heimaslóðum þá var bara að sækja þær. Eða a.m.k. hluta af þeim. Þarna gat hún ef til vill notið betur sinna góðu tengsla við átthaganna. Gróðurhúsi var komið fyrir í garðinum og þar ræktaði hún rósir. Allt af sömu natni og vandvirkni eins og henni var lagið. Rósir hennar ilmuðu víða á heimilum þeirra er sóttu hana heim. Garðurinn þeirra var sérstak- lega fallegur og ævinlega vel hirt- ur. Þar naut sín vel smekkvísi henn- ar. Hún ræktaði garðinn sinn í tvö- faldri merkingu þess orðs. Og nú blómstraði garðurinn sem aldrei fyrr. Trén urðu of mörg. Þá hug- kvæmdist henni að fá afmarkaðan skika á föðurleifðinni og koma þar upp tijálundi. Lýsandi dæmi um ræktarsemi við uppruna sinn og landið. Nú er Þórhildarlundur sem vin í mörkinni. Þórhildur var fagurkeri og vand- aði hvert handtak. Hannyrðir og pijónaskap ástundaði hún af kost- gæfni enda sat hún aldrei auðum höndum. Hún var gjafmild og greið- vikin og vildi öllum vel._ Hennar handverk yljar mörgum. Ófáar eru þær pijónaflíkurnar sem hún gaf öllum sínum börnum. Táknrænar gjafir fyrir þann hlýja hug og vel- sæld sem hún bar til þeirra er þáðu hennar veraldlegu og andlegu gjaf- ir. Henni þótti sælla að gefa en þiggja og var örlát á þakklæti fyrir minnsta viðvik. Og hún gaf af sjálfri sér og miðlaði af hjartans. örlæti og af heilum hug. Drengjunum mínum öllum veitti hún skjól og vernd í húsi sínu, birtu og yl og þerraði þeirra votu hvarma mildum höndum af einlægri hlýju og vörmu viðmóti. Þetta verður aldrei full- þakkað. Aðal hennar var góðvild og hjartahlýja sprottin af skynsemi og innri fegurð. Þórhildur var sérlega vönduð kona til orðs og æðis. Heilsteyptur persónuleiki, hrein og bein. Gæfu- kona, skilningsrík og lifði heilbrigðu lífi. Hún gat verið ákveðin en rétt- sýn, hafði sterka skapgerð sem hún fór vel með og ríka réttlætiskennd. Aldrei hallaði hún á nokkurn mann. í vinahópi var hún glaðsinna og létt í lund. Að eðlisfari var hún að jafnaði ræðin og hress í bragði. Hún var viðræðugóð og setti jafnan fram skoðanir sínar og viðhorf áreitnis- laust og án fyrirgangs, var kona friðarins. Hún kunni að velja um- ræðuefni við hæfi viðmælanda. Mér fannst hún vaxa að mannkostum við hveija kynningu. Fyrir fáum árum tók hún illvígan hrörnunar- sjúkdóm. Andlegt og líkamlegt at- gervi hennar fór þverrandi smátt og smátt. Hugsunin virtist óskýr, tjáningin brotakennd og líkamlegur styrkur dvínaði hægt og hægt. Verulega hallaði undan fæti hin síðustu ár og andinn var ekki óbilugur. Það var ekki sársaukalaust, ekki síst fyrir Kjartan eiginmann hennar, sem var hennar stoð og stytta í gegnum súrt og sætt, að verða vitni að vaxandi heilsuleysi hennar. Það var aðdáunarvert að sjá hvað hann annaðist hana af mikilli kostgæfni, stakri alúð og nærgætni alla tíð. Hann stóð við hlið hennar eins og kletturinn sem enginn fær haggað á hveiju sem gekk. Gæska hans og þolgæði í hennar garð, hugprýði og ástríki var við brugðið. Veikinda- stríðið háði hún af einstöku æðru- leysi. Kvartaði aldrei. Mér segir svo hugur að þeirra gæfuríka samlíf í hartnær 60 ár hafi gefið honum þrek, þrótt og styrk sem var henni máttarstoð í veikindum hennar. Mér er sterkt í minningunni síðasta ferð hennar á æskustöðvarnar síðastliðið haust. Þegar komið var í Álftaverið var eins og rofaði til í hugskoti hennar og hún kannaðist við sig. Þar hitti hún flest sín systkini sem unnu þá að endurbyggingu bemskuheimilis síns en henni var umhugað um framgang þess verks. Það fannst henni verðugur minnis- varði um áræði genginna foreldra. Hennar geislandi augu, brosmilda andlit og glaðværa lund gáfu til kynna að hún naut dvalarinnar. En lífsvilji hennar fékk ekki sigr- að vondan vágest. Ég hygg að dauð- inn hafi verið henni líkn og nú var hvíldin fengin. Öll hefðum við viljað hafa hana lengur en tíminn var kominn. Lögmál lífsins eru óhagg- anleg. í öndvegi hélt hún áru sinrii hreinni og hljóðri reisn til hinstu stundar. Dáð kona, virt og lofuð hefur verið úr íjötrum leyst. Nú þegar skammdegið hopar hjá okkur sem eftir stöndum er ég þess full- viss að nú er ennþá bjartara í henn- ar nýju vistarverum. Enga man ég mannlesti sem skyggja mynd henn- ar. Harmur Kjartans og söknuður er mikill sem nú sér bak tryggum lífsförunaut. Honum votta ég mína dýpstu samúð. Hann hefur misst mikið. Kveðjustundin er sár. En eftirmælin eigum við sem dýrar perlur og eðalsteina í fjársjóði hug- ans sem gefa styrk, huggun og sefa sorgir. Þær munu lifa. Leyfum góðum og dýrmætum minningum að græða sárin og milda söknuðinn. ■- Að leiðarlokun þakka ég af alhug að hafa fengið að njóta samfylgdar- innar og færi Þórhildi mínar bestu óskir um fararheill inn á eilífðarinnar ódáinsakur. Vertu svo kært kvödd, mín kæra tengdamóðir. Haukur Helgason. í dag er til moldar borin elskuleg systir okkar, Þórhildur Jónsdóttir, sem er elst okkar 13 systkina. Hún, eins og við öll, er fædd í Norð- urhjáleigu í Álftaveri og ekki mikill aldursmunur milli sumra okkar. Það “r féll því fljótt í hennar hlut að gæta sinna yngri systkina og ber öllum saman um að þá strax hafí hún sinnt því hlutverki vel, sem síðar kom svo fram hvað vel hún kunni þegar hún stofnaði sitt eigið heim- ili. Öllum okkar sem í æsku nutum handleiðslu og umönnunar Þórhild- ar, ásamt vitaskuld móður okkar og ömmu, hefur komið saman um að betri barnfóstru hafi vart verið hægt að hugsa sér, þótt oft hafí hún þurft að sýna stjómsemi sem eðlilegt var við gáskafull börn, sem fundu upp á ýmsum tiltektum. Hilda, eins og hún var oftast kölluð af okkur, er í foreldrahúsum til 18 ára aldurs en fer þá í vinnu til Víkur í Mýrdal og Vestmanna- eyja. í Vík kynnist hún eftirlifandi manni sínum, Kjartani Sveinssyni, sem þar er fæddur og uppalinn. Þau gifta sig árið 1939 þegar Hilda er 21 árs og byija sinn búskap í Raf- stöðinni hjá Þorbjörgu og Guðna, en kaupa svo húsið Hlíðarenda í Vík árið 1943. Það kom fljótt í ljós þegar þau hófu búskap sinn hvað Hilda var mikil húsmóðir og búkona í sér. Kjartan var þá orðinn verk-^_ stjóri hjá Landsíma íslands og kall- - aði starf hans þar á miklar fjarvist- ir frá heimilinu. Börnunum íjölgaði á þessum árum og sá Hilda systir oft ein um uppeldi þeirra tímum saman, þegar Kjartan var fjarver- andi vinnu sinnar vegna. Gestkvæmt var alltaf á Hlíðar- enda því margir Áftveringar komu þar við á ferðum sínum til Víkur, hvað þá við systkini hennar sem dvöldum þar bæði tímabundið og langtímum vegna náms og eða vinnu. Alltaf var nóg rými fyrir okkur íjölskyldumeðlimina hvernig sem á stóð. Árum saman dvaldi faðir okkar hjá þeim hjónum, Hildu og Kjartani, þegar hann var við sín árlegu endurskoðunarstörf fyrir SJÁ NÆSTU SÍÐU + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURJÓNS SVEINSSONAR múrara, Miðtúni 3, Reykjavík, og öllu starfsfólki á deild 7A, Borgar- spítala, fyrir trábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Halla Hersir, börn, tengdadóttir og barnabarn. Í Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, LEIFS EIRÍKSSONAR, Hlemmiskeiði, Skeiðum. Ólöf S. Ólafsdóttir, Ólafur F. Leifsson, Harpa Dís Harðardóttir, Eiríkur Leifsson, Brynhildur Gylfadóttir, Ófeigur Á. Leifsson, Þórdís Bjarnadóttir, Jóna Sif Leifsdóttir, Hjörvar Ingvarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.