Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Hverjir fagna snjónum? EF EKKI væri blessað rokið og rigningin mundi aldrei vora á íslandi! Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins 9. febrúar er mynd af menntskæling- um í snjókasti á Tjörninni í Reykja- vík. í myndatextanum stendur meðal annars: „Langþráður snjór hefur nú loks fallið í höfuðborg- inni undanfarna daga. Skíðafólk gladdist yfír því að lyftur voru opnaðar á skíðasvæðum höfuð- börgarsvæðisins og fjölmennti í brekkurnar til að stunda íþróttir og útiveru, margir hverjir eftir langa bið.“ Þessi orð eru í stíl við þann söng sem glumið hefur á mörgum fjölmiðlum undanfarnar vikur í snjóleysinu. Þar á bæjum virðast menn hafa beðið með öndina í hálsinum eftir því að færi að snjóa og það helst svo um munaði. Allt- af voru útvarps- og sjónvarps- fréttamenn að spyija hvort snjór- inn færi ekki að koma. Og það voru víst „vondar“ veðurfréttir ef ekki snjóaði en „góðar“ að sama skapi ef hann ryki upp með rokna byl. Þannig gekk þetta í nokkrar vikur. Alltaf sama barnalega ósk- hyggjan. Til allrar hamingju stjórna mennimir ekki veðrinu og við verð- um að taka því veðri sem gefur - með karlmannlegu æðruleysi! Allt veður hefur sinn sjarma og á „sinn rétt“ ef það kemur á annað borð! Hitt er annað mál að þjóðin hefur komið sér upp sæmilegum mæli- kvarða á „góða“ tíð og „vonda“ í langri baráttu sinni við válynd veð- ur með einstaka góðviðrisköflum inni á milli. Það hefur hingað til yfírleitt verið talin öndvegistíð um hávetur þegar komið hafa hlýir og snjólausir dagar og jafnframt hæg- viðrasamir, líkt og einmitt gerðist framan af janúar og framan af desember. Slíkt veður vildi fólk hafa sem lengst og það þótti veður- spillir þegar það lét undan síga fyrir kulda og snjó. Engum datt í hug að óska eftir vetrarríki. Þessi skilningur á veðri var vitanlega mjög „vistvænn" af því að hann spratt af raunsæjum skilningi á því hvemig veðrið mótar lífsskilyrði þjóðarinnar. Góð tíð tryggði hag- sæld til lands og sjávar. Vond tíð flutti neyð að hvers manns dyrum. Öfugsnúinn skilningur fjölmiðla En nú virðist þessi skynsamlegi mælikvarði á veður vera að týn- ast. Ég hygg að því valdi fyrst og fremst öfugsnúinn skilningur fjölmiðla á því hvað sé „gott“ veð- ur, sem á vetrum virðist bara vera snjór og aftur snjór svo fólk geti rennt sér á skíðum. Viðmiðun fjöl- miðla um veður er sem sagt oftast út frá leikjum og skemmtunum, svokallaðri „útivist". Og þótt hún sé auðvitað góð og gild er hún örugglega iðkuð af minnihluta Passamyndir • Portretmyndir Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir tírúökaupsmyndir • Stúdentamyndir PÉTUR PÉTURSSON IJÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEOI 24 • SÍMI 552 0624 þjóðarinnar. Meirihluti hennar er nefnilega að sinna störfum sínum en ekki leika sér. Og veðrið ræður enn miklu um hvernig þau störf ganga og þar með um hag þjóðar- innar. Fyrir nokkrum dögum skýrði Morgunblaðið frá því hve snjómokstur hafi verið ódýr í vet- ur. Þar eru miklir peningar í húfi. Og mjög margt fleira mætti nefna. Ekki veit ég hvernig í ósköpunum blaðamaður Morgunblaðsins getur fullyrt það sem algilda staðreynd, að snjórinn sem nú hefur fallið hafi verið svona langþráður? Blað- burðarbörnin er bijótast í sköflun- um eldsnemma morguns? Kannski gamla fólkið sem ekki treystir sér út úr húsi vegna hálku? Hvað skyldu margir bijóta sig þegar snjóar? Eru það virkilega aðeins leikirnir sem máli skipta? Það er nákvæmlega þetta óráð, þetta grunna hugsunarleysi um veður, sem veldur því að „útivistarfólk“ rýkur upp á fjöll og fer sér að voða, þvert ofan í óveðursspár Veðurstofunnar og heldur því svo statt og stöðugt fram að engu óveðri hafí verið spáð! Með þessu er ég ekki að varpa rýrð á það útivistarfólk sem hefur tilfinningu fyrir náttúrunni, enda skilur það veðrið og gætir sín. Meðal annarra orða: Ég hef hitt margt fólk undanfarið sem fínnst snjórinn öllu spilla. Allt verði svo dautt, erfitt og harðindalegt. Og samanburðurinn núna er óvenju auðveldur. Góðviðrið og snjóleysið framan af vetri var slíkt að í Vest- mannaeyjum var hægt að leika golf eins og á sumardegi. Skamm- degið varð miklu bærilegra og mannlífíð léttara. Jafnvel á Ströndum var snjólaust. Það jaðr- ar við ónærgætni að heimta snjó af máttarvöldunum til leikja þegar Ijöldi fólks á um sárt að binda af völdum snjóflóða. Svo má búast við að fjölmiðlar telji að veðrið hafi „versnað“ þegar hlákan kem- ur með „roki og rigningu". En ef ekki væri blessað rokið og rigning- in myndi aldrei vora á Islandi! Breyting á veðurfari Loks er ekki úr vegi að gera sér grein fyrri einni staðreynd sem er vitanlega „kjarni málsins". Það er nefnilega einkenni íslensks veðurfars til lengri tíma að vetur á Suðurlandi eru mjög snjóléttir og lítið á snjóinn að treysta. Al- hvítir dagar í Reykjavík voru að- eins 55 til jafnaðar á ári tímabilið 1961-90. En á síðustu árum hefur orðið kvíðvænleg breyting á þessu. Árin 1989-95 voru alhvítir dagar að meðaltali 85, fæstir 59 (1991) en flestir 110 (1990). Munurinn er hvorki meiri né minni er heill mánuður. Þetta kemur heim og saman við orð Trausta Jónssonar veðurfræðings í bók hans „Veður á Islandi í 100 ár“. Hann ræðir um snjóþyngstu mánuði í Reykja- vík síðustu sjötíu árin og segir: „Mjög margir þessara mánaða eru á síðari árum“. Bókin kom út 1993. Og það er óvenjulegt að snjór sé á jörðu í höfuðborginni mánuðum saman án þess að hverfa eins og stundum hefur gerst síðustu árin. Verði þessi breyting varanleg merkir hún ein- faldlega breytingu á veðurfari. Kaldari vetur. Kannski yrðu þá vetur framtíðarinnar eins og vet- urinn í fyrra þegar varla hlánaði mánuðum saman. Þá, sem álíta slíka veðurfarsbreytingu landi og lýð til heilla, er varla hægt að telja með réttu ráði. En óneitanlega yrði hægt að renna sér meira á skíðum! Allt er þetta ef til vill hið mesta nöldur í mér. En ég get þó ekki stillt mig um að stríða snjódýrk- endum dálítið með því að minna á spá Páls Bergþórssonar sem hann byggir á hitastigi norður í höfum. Hitinn eða kuldinn þar norður frá skili sér til okkar nokkr- um árum síðar. Og nú spáir hann því að hitinn næstu ár verði sam- bærilegur við árin 1931-60 eins og þau voru að jafnaði. Gangi það eftir sjáum við lítinn snjó eða svona álíka mikinn og þegar ég var voða lítill. Eða jafnvel enn þá minni snjó! Engan helvítis snjó! En við fengjum þá kannski alvöru sumur. Löng og heit og erótísk svo allir yrðu yfír sig ástfangnir. Og svo væri einhver vetrarnefna. Bara svona til málamynda. Þá yrði Morgunblaðið og snjófólkið auðvitað í svakalegri fýlu og eng- inn þyrði svo mikið sem bjóða því hyski góðan daginn. Og það væri bara gott á það. En við hin mynd- um fagna í sól og sumaryl! SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, rithöfundur. Utsalan... enn í fullum gangi CHAXCHA Borgarkringlunni, sími 588 4848 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 ^ Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Toyota Corolla XLi Secial Series '95, 5 dyra, blár, 5 g., ek. 15 þ. km., geislasp. o.fl. V. 1.180 þús. GMC Tracker 4x4 (Suzuki Sidekick) ’90, hvítur, 5 g., ek. 83 þ. km. V. 980 þús. Toyota Corolla Hatsback XLi ’94, grá- sans., 5 g., ek. 47 þ. km. V. 1.030 þús. Dodge Grand Caravan LE 4x4, 7 manna, '91, 4 captain stólar og bekkur, ABS bremsur og loftpúöi í stýri, rafm. í öllu, samlæsingar, ek. 96 þ. km. V. 1.980 þús. MMC L-200 D.cap diesil '91, grár, 5 g., ek. 98 þ. km. lengd skúffa, 32“ dekk, ál- felgur, m/spili, kastararo.fi. V. 1.350 þús. MMC Pajero diesil Turbo (langur) '88, blár, 5 g., ek. 126 þ. km, rafm. i rúöum o.fl., ný coupling, tímareim, bremsur o.fl. Nýskoðaður. V. 1.090 þús. Nissan Terrano SE V-6 ’90, 5 dyra, sjálfsk., ek. 85 þ. km., álfelgur, sóllúga, rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. Einn eig- andi. V. 1.950 þús. Suzuki Fox 413 langur '85, 33“ dekk, 5 g., rauður og svartur, allur yfirfarinn. Bíll í toppstandi. Tilboðsverð aðeins 400 þús. Sk. ód. Hyundai Elantra GT 1.8 Sedan '94, 5 g., ek. 23 þ. km. V. 1.180 þús. Mercedes Benz 230 E '91, sjálfsk., ek. 135 þ. km., sóllúga, ABS o.fl. V. 2,3 millj. MMC Lancer GLX hlaðbakur '91, sjálfsk., ek. 86 þ. km. Gott eintak. V. 780 þús. Tilboðsv. 670 þús. Ford Escort 1400 CL 5 dyra '87, hvítur, 5 g., ek. aðeins 85 þ. km. Gott eintak. V. 350 þús. Nissan Patrol diesel Turbo Hi Roof (lang- ur) '86, 5 g., ek. 220 þ. km. 36“ dekk, spil o.fl. Mikið endurnýjaður. V. 1.550 þús. Snjósleðapakki: Ski Formula '91, ek. 3.300 km., 70 hö, hvítur. Falleg- ur sleði. V. 380 þús. Ski Doo Safari ’90, ek. 5 þ. km., 60 hö, rauður. Ferðasleði. Loran C. V. 420 þús. og 2ja sleða kerra kr. 120 þús. MÖRKINNI 3 • SÍMI 588 0640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.