Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Reykthrogn Hér fjallar Kristín Gestsdóttir um reykt hrogn, sem hún segir að séu herramannsmatur. UM DAGINN gekk til mín maður og bað mig að beita mér fyrir því að farið verði að reykja hrogn hér á landi. Gott væri ef ég væri svo áhrifamikil. Upp í huga minn kom vísa sem ég heyrði austur á Seyð- isfirði þegar ég var lítil, en þar var maður sem sótti um styrk til að læra reykingu matvæla erlend- is, en fékk synjun. Vísan hljóðar svona: Stefán Sveinsson sigla vildi sér til gagns og skemmtunar, kvaðst hann aftur koma skyldi kenna mönnum reykingar. Þingmenn bentu á tóbakstollinn, töldu skaðlegt þvíumlíkt, sögðu að mætti sjálfur skollinn senda út menn að læra slíkt. Vafalaust mætti kenna íslend- ingum að meta reykt hrogn, en þau eru mikils metin víða erlend- is og nægir að nefna hinn heims- fræga gríska rétt Taramasalata sem er eins konar ídýfa búin til úr reyktum hrognum. Fisksalinn á Reykjavíkurveginum, sem ég versla við, hefur reykt hrogn handa sinni fjölskyldu, en ekki hefur hann selt þau í verslun sinni. Fyrirtækið Bakkavör í Kópavogi hefur reykt hrogn frá árinu 1992, en þau hafa ekki verið á innanlandsmarkaði heldur verið flutt út til Bretlands og Frakklands í 5 kílóa pakkningum. Þessi hrogn eru ekki fullsoðin þegar þau koma úr reyknum og eru ekki ætluð til að borða eins og þau koma fyrir. Þau eru vel sölt. En ýmislegt gómsætt má búa til úr þeim. En ef maður reyksýð- ur hrogn í kassa á gasgrilli, fær maður ljúffengan rétt beint á borðið. Ef farið er rétt að, springa hrognin ekki í reykingunni. Ekki má hafa fullan styrk á grillinu í byrjun en auka hitann þegar á líður. Hrogn sem vegur 400 g þarf um 30 mínútur í reykkassan- um. Ég reyki mín hrog í reyk- kassa, sem ég keypti fyrir meira en 20 árum, löngu áður en grill- menning íslendinga hélt innreið sína. Sá kassi er enn í fullu gildi, en notast má við djúp álform eða blikkkassa sem hægt er að útbúa sjálfur. Sérstakar viðarflögur eða sag þarf að nota, það fæst í veið- arfæraverslunum og víðar um sumartímann. Lok þarf að vera á kassanum, en hann þarf að vera með raufum í kassa eða loki til að loftið geti leitað út. Hægt er að hvolfa saman tveimur djúpum álbökkum, en þau liggja ekki þétt saman og þarf því engar raufar.' Upphækkuð grind þarf að vera á botni kassans eða álbakkans en á hana er maturinn lagður. Þessi reyktu hrogn má frysta og hita upp í örbylgjuofni eða í bak- araofni, ekki er gott að hita þau í vatni en þau má steikja á pönnu. Hrognin þarf að pikka fyrir reykingu og láta standa með grófu salti í um 10 mínútur. Hér eru tvær uppskriftir af Taramasalata, sú fyrri er úr hrognum frá Bakkavör, en ég þýddi uppskrift sem er á umbúð- um frá þeim, en sú síðari er úr mínum heimareyktu. Taramasalata sem „partímatur“ Sprauta má Taramasalata í litlar vatnsdeigsbollur ofan á smákex og gúrkusneiðar. Það má líka nota það sem ídýfu með hráu grænmeti. Það hentar líka með ristuðu brauði og með grænmeti í pítubrauði. Taramasalata úr iðnaðarhrognum (frá Bakkavör) Reykt hrogn, himnulaus (250-300 g) 142 g (5oz) rjómi 1 msk nýkreistursítrónusafi 100 ml (1 dl) olíufuolía 45 ml (3 msk.) vatn 60 g laukur (eða vorlaukur) 4 meðalstóar skorpulausar franskbrauðssneiðar 1. Blandið öllu saman í matvinnslukvöm, látið standa um stund í kæliskápi áður en borið er fram. 2. Skreytið með svörtum ólífum og berið fram með heitu pítubrauði eða ristuðu brauði. Þetta er skammtur handa 8. Taramasalata úr hrognum af reykgrilli 250-300 g reyksoðin hrogn V2- 2/s dl sítrónusafi 150gsoðnarkartöflur 2 skorpulausar franskbrauðssneiðar 1 dlvatn 3 hvítlauksgeirar _________1 dl olíufuoía____ nýmalaður pipar salt eftir smekk steinselja 1. Sjóðið kartöflumar, afhýðið og kælið. Meijið með kartöflustappara eða gaffli. Setjið í hrærivélarskál, ásamt himnulausum hrognunum. Hellið sítrónusafa yfir. 2. Takið skorpuna af franskbrauðssneiðunum, leggið í vatnið. Kreistið upp úr vatninu, setjið saman við ásamt mörðum hvítlauksgeirum. 3. Hrærið vel í sundur og setjið 1 tsk. af ólífuolíu í senn út í og hrærið vel á milli. Setjið pipar út í. 4. Bætið í salti og meiri ólífuolíu ef með þarf, en þetta á að vera frekar þykkt. Saxið steinselju og setjið saman við eða leggið hana ofan á. Reykt hrogn beint af grillinu Takið himnuna af hrognunum, skerið í sneiðar og berið fram ásamt soðnum kartöflum, smjöri og tómötum í sneiðum. I DAG 26. - Bxg2+! 27. Kxg2 - Rf4+! 28. Kxh2 - Rd3+ 29. Kgl - Rxel 30. Df5 - Db7 31. f3 - Rxf3+ 32. Kf2 - Rh4 33. Dg4 - f5! 34. Dxh4 — Dxd7 35. Df4 - De6 36. Rd2 — De3+ og Sokolov gafst upp. Hann varð neðstur á þessu sex manna móti ásamt heima- manninum Oll og munaði þar mestu um að hann tapaði báðum skákum sínum gegn Hrac- ek. Sá er lítt þekktur Tékki sem hefur ætt upp stigalist- ann að undanförnu. Hann náði 50% vinningshlutfalli á mótinu og sýndi þar með að hann er ekki bara sterk- ur á pappírnum. Skákkeppni fram- haldsskólasveita hefst í kvöld kl. 19.30 í Skákmið- stöðinni Faxafeni 12. SKÁK Umsjön Margcir Pctursson • b c d • f Svartur á leik STAÐAN kom upp á minn- ingarmótinu um Paul Ker- es, sem nýlega lauk í Pámu í Eistlandi. Ivan Sokolov (2.665), Bosníu var með hvítt en Tékkinn Hracek (2.650) var með svart og átti leik. Farsi HAfrA KVAerAÐ 1-27 01994 Farcuo Cartoons/DisJrbuted by Untversal Prass Syndfcate UJAIÍbLACS /CeOcrU/\/2-T * Ast er ... að fara með í búðina ogýta kerrunni. TM R«g. U.S Pal Ofl — all ríghts reserved • 1994 tos Angeies Times Syndrcate VANILLUÍS með hafra- graut? Mér finnst nú orðin svolítið þreytandi þessi umræða um trefja- ríka fæðu. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Myndir af afbrota- mönnum MIG LANGAR að vita af hveiju ekki eru birtar myndir af árásar- og af- brotamönnum í blöðum og sjónvarpi. Það gæti kannski orðið til þess að þeir sæju að sér því ég held að flestum væri illa við að fá myndir af sér á opinberum vettvangi af því tilefni. Lesandi Tapað/fundið Bíllykill tapaðist BÍLLYKILL á svartri leðurkippu tapaðist í Hagkaupum á 2. hæð í Kringlunni sl. þriðjudag. Hugsanlega hefur lykill- inn verið tekinn í mis- gripum af afgreiðslu- borði í Hagkaupum. Sá sem er með lykilinn er vinsamlega beðinn að skila honum í öryggisaf- greiðsluna á 3. hæð í Kringlunni. Telpuhúfa tapaðist SKÆRBLÁ telpuhúfa með svörtum loðkanti tapaðist á leiðinni frá leikskólanum Garðaborg í Reykjavík að Hvassa- leiti. Hafí einhver fundið húfuna er hann beðinn að hringja í síma Gullúr fannst KVENMANNSGULLÚR fannst í síðustu viku við Heilsugæslustöðina við Gerðuberg. Eigandinn má vitja þess í síma 567-1331. Gæludýr Kisa týnd á Seltjamarnesi NÓRA, sjö mánaða göm- ul læða, fór að heiman frá sér, Skólabraut 14, á sunnudagskvöld og er sárt saknað. Hún er grábröndótt en brúnleit og hvítflekkótt í framan og á fótum. Hafi einhver orðið var við hana er hann beðinn að hringja í síma 561-1905. HÖGNIHREKKVÍSI „þorruxkerrturndungirun,me2> pizzu— fyUiogunou hans ftögrux." Víkveiji skrifar... GÖNGUBRÚIN yfir Kringlu- mýrarabraut er einhver al- besta samgöngubót á höfuðborgar- svæðinu sem um getur þótt hún sé eingöngu ætluð gangandi og hjól- andi vegfarendum. Þetta sést best á þeim mikla fjölda göngumanna sem notar brúna á góðviðrisdögum. Reyndar þarf ekki góðviðrisdaga til því í flest skipti sem ekið er eftir Kringlumýrarbrautinni má sjá fólk á ferð eftir brúnni. Oft má sjá mergð fólks á Markar- veginum austan við Kringlumýrar- brautina og í Skeijafirðinum hugsa eigendur einbýlishúsa örugglega sitt þegar fólkið er nánast komið inn í stofu hjá þeim, en göngustíg- amir liggja helst til nálægt húsun- um þar. Gönguleiðin frá Seltjarnar- nesi upp í Heiðmörk er orðin mjög þægileg og fyrir margan borgarbú- ann hafa opnast nýir möguleikar og fólk hefur uppgötvað nýjar perl- ur í borgarlandinu. Skrifara finnst reyndar að leggja þurfi betri gönguleið neðan eða sunnan við kirkjugarðinn þannig að þeir sem vilja vera í friði í garðin- um og hugsa um leiði sinna nán- ustu geti gert það óáreittir af spjall- hressum göngumönnum. xxx HARKALEG gagnrýni birtist á gæsaveiðimenn í nýlegu fréttabréfi Fuglaverndarfélags Is- lands. Þar segir Halldór Walter Stefánsson að menn sem áður hafi lagt talsvert á sig til að komast í færi við bráðina og sem glöddust yfir hóflegum feng tilheyri nú að mestu liðinni tíð. „í þeirra stað flykkjast um landið hópar veiðifé- laga útbúnir fullkomnasta veiði- búnaði sem völ er á, sem óneitan- lega minnir á atvinnuútgerð skyndigróðamennskunnar,“ segir í greininni. Þar segir einnig að hálf- sjálfvirkar þriggja skota hagla- byssur hafi verið leyfðar til fugla- veiða og heyri það til undantekn- inga ef þær séu brúkaðar með færri en fimm skotum á gæsaveið- um. Síðar í greininni segir höfundur- inn að gæsahóparnir séu hreinlega kallaðir fyrir aftökusveitina sem bíði þeirra. I innskoti frá ritnefnd blaðsins segir að svokallað gæsa- diskó, segulband með sterkum hát- alara sem reyndar sé bannað sam- kvæmt lögum, sé enn notað við gæsaveiðar. Höfundur segir í lokin að ásókn- in sé orðin svo mikil í þessar veið- ar að samkeppnin um svæðin sé engu lík veiðimanna á milli og það sé með ólíkindum hve lágt sé lagst í þeim tilgangi að klekkja á veiði- manninum. Veiðileyfi eru seld, menn leigja veiðirétt, alls kyns vöruskipti og viðskipti fari fram. Er nema von að spurt sé í lok þess- ara lýsinga hvað orðið sé af sport- veiðimönnum þessa lands og hvort það séu þeir sem stunda gæsaveið- ar nú til dags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.