Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. FRUMSYNING: SPILAVITIÐ Robert Sharon DENIRQ STONE X ÓSKARSVtRÐLAUHA- \ f IILNEFHING ' BESTA LEIKKONAN SIGURVEGARI GOIDEN GLOBE \SHARON STONE J MYND EFTIR MARTIN SCORSESE kl. 5, 7,9 og 11 . B.i. 16 ára. Fa.nyie[(í Hándel baröist á móti en Broschi bræðurnir sigruðu heiminn og konurnar sem þeir deildu sérkennilega. Stórkostleg mynd sem tilnefnd var til Óskarsverðaluna sem besta erlenda myndin á síðasata ári. Tónlistin áhrifamikla fæst í verslunum Japis og veitir miðinn 500 kr. afslátt. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. FELIX VERÐI.AUNIN: BESTA MYND>URÓPU í Ken nci eftir Kröftug ástar- og baráttusaga úr spænsku borgarastyrjöldinni. Sýnd kl. 5 og 7. b.í. i2ára. Síöustu sýningar. NÆSTU MYNDIR SUITE 16 LOKASTUNDIN MR. HOLLAND S OPUS DEAD MAN WALKING hreyfimynda-B^ JMélagið Frábær útfærsla meistara Orson Welles. Skemmtilegasta mynd eftir verkum Shakespeare segja margir. Sigraði á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1952. Leikstjóri, framleiðandi og aðalleikari Orson Welles! Sýnd kl. 9 og 11. Verð kr. 400. ATRIÐI úr kvikmyndinni Jefferson í París. Sambíóin sýna mynd- ina Jefferson í París Nýtt í kvikmyndahúsunum SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Jefferson í París. Með aðalhlutverk fara Nick Nolte og Greta Scacchi. Jefferson í París gerist á árunum 1784-1789 þegar Bandaríkjamað- urinn Thomas Jefferson var sendi- herra í Frakklandi. Þetta voru mót- unarár í einkalífi hans og jafnframt í hinu ókunna landi þar sem bylting var í þann veginn að brjótast út. Jefferson, sem síðar varð forseti Bandaríkjanna, upplifði þessi um- brotaár í Evrópu og höfðu þau áhrif á skoðanir hans og hugmyndir fyr- ir lífstíð. Lokad ■ í aóalsal v/einlcuamhœmis. Opid I Ásbyygi ■*.!- 88 Hinn frábæri spænski söngvari og hjlómborðsleikari Gabriel Garcia San Salvador skemmtir. HOTEL TAIfAND Sími 568 7111 Ævintýramyndin „Jumanji“ frumsýnd STJÖRNUBÍÓ, Sambíóin og Borgar- bíó, Akureyri, hafa hafið sýningar á stórmyndina „Jumanji" sem státar af gamanleikaranum Robin Williams. Hér er um sprennu-, grín- og ævin- týramynd að ræða og auk Robins Williams leika aðalhlutverkin þau Kirsten Dunst og Bonnie Hunt. Leik- stjóri er Joe Johnston. Myndin fjallar um dularfullt spil sem heitir Jumanji og býr yfir yfir- náttúrulegum kröftum. Þeir sem leika leikinn þurfa að vera undir það búnir að mæta hættum sem eru ekki af þessum heimi. Hér þýðir ekkert hálfkák og þrautirnar eru margar. Hér má ekki slá slöku við. Þeir sem leika þurfa að klára leikinn þótt það taki 26 ár eins og hjá söguhetjunni Alan Parrish (Williams). Myndin hefst árið 1969, þegar Robins er 12 ára. En þar sem honum tókst ekki að ljúka leiknum verður hann fómarlamb Jumanji-spilsins. Hann innilokast í heimi handan þessa heims og þarf að beijast gegn alls- kyns hættum og ógnum sem leynast í frumskógi einum sem uppfullur er af allskonar hindrunum sem hetjan þarf að yfirstíga. En 26 árum síðar uppgötvast hið dularfulla og ógurlega spila Jumanji af annarri söguhetju, Judy, sem leik- in er af Kirsten Dunst. Judy ásamt bróður sínum, Peter, kasta Jumanji- spilateningunum og opnast þeim þá ný vídd sem skilur að þennan heim frá sérstökum frumskógarheimi sem búinn er að vera heimkynni Alans, persónu Robins Williams. Alan hefur að vísu elst um 26 ár en er feginn að fá hina óvæntu liðshjálp. Gamla ROBIN Williams í hlutverki sínu. kærasta Alans (leikin af Bonnie Hunt) mun líka skerast í leikinn og til samans leggja þau til atlögu við bandbrjálaða apa, ljón, nashyrninga, fíla og fleiri ógurleg og vígaleg dýr. Bréfberinn sýndur í Sambíóunum ATRIÐI úr kvikmyndinni Bréfberinn. SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Bréfberinn eða „II Post- ino“. Myndin hefur vakið gríðarlega hrifningu þar sem hún hefur verið tekin til sýninga og hafa gagnrýnend- ur keppst um að lofa þessa ljúfu og mannlegu gamanmynd. Og ekki að- eins gagnrýnendur þvi myndin er til- nefnd til 5 Óskarsverðlauna og er fyrsta erlenda myndin í áraraðir sem hlýtur tilnefningu sem besta kvik- mynd ársins, segir í fréttatilkynningu. Bréfberinn segir af hinu stórkost- legu ljóðaskáldi og Nóbelsverðlauna- hafa Pablo Neruda sem hverfur í útlegð frá heimalandi sínu Chile árið 1962 í kjölfar pólitískra ofsókna. ít- ölsk stjórnvöld veita skáldinu hæli og sest hann að í smábæ einum und- an ströndum Napóli. Þar iðkar hann list sína á milli þess sem hann fer yfir gríðarlegan fjölda aðsendra bréfa hvaðanæva úr heiminum. Bréfafjöldi þessi er póstyfirvöldum mikið áhyggjuefni enda þau allsendis óvön svona örtröð og til bragðs er tekið að ráða fiskimanninn Mario Ruoppolo í tímabundna stöðu bréf- bera, með aðaláherslu á ljóðskáldið og pennavini hans. Þar sem bréfberinn verður fljótt fastagestur á heimili skáldsins tekst með þeim kunningsskapur og sam- band þeirra tekur á sig mynd læri- meistarans og nemans; hinn ófram- færni Mario leitar sífellt ráða hjá hinum rómantíska heimsborgara og með tímanum fara ástarljóðin og heilræðin að skila sér í auknu sjálfs- trausti bréfberans. Hann lítur lífið öðrum augum en áður og ekki bara lífið heldur einnig hina ægifögru en næstum ósnertanlegu Beatrice Russo sem hann verður óstjórnlega ást- fanginn af. Leikstjóri myndarinnar er Eng- lendingurinn Michael Radford og með aðalhlutverk fara Massimo Tro- isi, sem varð bráðkvaddur aðeins ein- um degi eftir að tökum lauk, og Frakkinn Philippe Noiret.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.