Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA mmm m $tb$t$M&UbÍ!b 1996 FÖSTUDAGUR23. FEBRÚAR BLAÐ c SKIÐI/HMASPANI :»¦ Kom, sá og sigraði! ÓLYMPÍUMEISTARINN í stórsvigl, Debora Compagnonl, 24 ára stúlka f rá ítalíu, kom, sá og sigraöi í stórsvigi á heimsmeistara- mótinu í Sierra Nevada í gær. Hún hefur verið meldd í vetur en byrjaði að keppa á ný í janúar eftir að hafa verlð frá keppni í tfu mánuði. Sigur Compagnoni í gær var henni því kærkomlnn. Larry Brown úr Dallas í Oakland L ARRY Brown skrifaði undir samning við bandaríska f ótboltaliðið Oakland í fyrradag en hann hefur leikið í fimm ár í NFL-deildinni og ávallt með Ðallas. Dallas vann Pittsburgh 27:17 í úrslitaleik deildarinnar í lok janúar sl. og var Brown kjörinn besti leikmaður úrslitarimmunn- ar en hann snerí ieikmun Dallas í hag með þvi að komast tvisvar inn í sendingar mótherjanna. Reyndar var Brown, sem er 26 ára, einn af lykil- mönnum Dallas á liðnu timabiU og komst oftast leikmanna liðsins inn í sendingar mótherjanna, sex sinmun alls. Hann var laus allra mála hjá Dallas að úrslitaleiknum loknum og valdi að taka tilboðinu frá Oakland. Ballester- os SEVERIANO Ballesteros verður næsti fyrirliði Ryder liðs Evrópu í golfi, en næsta keppni við Bandarikjamennina verður haldin á Spáni. Það verður því hlutverk Ballest- eros að verja tililinn á heima- velli sí num á Valderrama. „Ég tek við starfinu með mikilli ánægju enda er þetta mikil I heiður. Auðvitað er það sér- stök ánægja að vera fyrsti fyr- irliðinn af meginlandinu og ekki síður þar sem næsta keppni verður heúna," sagði Ballesteros. Styrkurtil Borgarness SKALLAGRÍMUR í Borgar- nesi, sem leikur í 2. deild í knattspyrnu, hefur fengið góð- an liðsstyrk. Fjórír leikmenn hafa gengið til liðs við liðið, miðherjinn Sindrí Þór Grét- arsson frá Eyjum, sem lék með HK sl. keppnistunabil, varnar- leikmaðurinn Garðar Newman frá Víði í Garði og Kristián Georgsson frá ÍBV. Áður hafði Friðrik Þorsteinsson, vara- markvörður Leifturs, gengið til liðs við Skallagrun. Reuter Landsljð Svía til ís- lands LANDSLIÐ Svía keppir á al- þjóðlega Norðuríjósamótinu í skvassi dagana 1. til 3. mars í Veggsporti. Svíar lentu í þríðja sæti á síðasta Evrópu- meistaramóti í íþróttinni á eftir Finnum og Englending- um. Einnig koma nokkrír sterkir Finnar, tveir bestu dðnsku spilararnir og fjöl- margir Norðmenn. Mótið gef- ur stig inn á heimsafrekalist- ann, er hluti af Norðurlanda- móti og gefur einnig stíg til Norðurlandameistaratitils. ís- lenskir keppendur frá tæki- færi til að reyna sig gegn margreyndum erlendum keppendum. Meðal keppenda er hinn margreyndi Svíi Fred- rik Johnson, sem hefur keppt á skvassmótum í 45 löndum. SKOTFIMI Skyttan Carl J. Eiríksson, tvöfaldur íslandsmeistari, úr Aftureldingu Vill verja meistaratitlana CARL J. Eiríksson, skotmaður sem rekinn var úr Aftureld- ingu um helginá, segir að leyfi stjórn Aftureldingar honum ekki að vera í félaginu fram á vorið, til að hann geti keppt á tveimur síðustu mótunum, fái hann sér lörgfræðing. ÆT ; Eg hef tvo íslandsmeistaratitla ™ að verja og vil endilega gera það. Ef stjórn UMFA leyfir mér ekki að vera í félaginu þar til ég hef lokið keppni í þeim tveimur mótum sem eftir eru, fæ ég mér lögfræðing. Ég held nefnilega að félagi sé óheimilt að setja félags- mann í keppnisbann, og þetta jafn- gildir því," sagði Carl í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að í sumar gæti hann síðan geng- ið í eitthvert annað félag ef Mos- fellingar vildu ekki hafa hann. Carl sagði að söguþráðurinn um helgina hafi verið nokkuð kúnstugur, eina stundina hafi hann verið í Aftureldingu en þá næstu alls ekki. Á föstudagskvöld- ið var honum og tyeimur félögum hans úr UMFA, Árna Þ. Helga- syni og Birni Birgissyni, meinaður aðgangur að íþróttasalnum í Di- granesi til að æfa fyrir mótið um helgina. Að sögn Carls sögðu mótshaldarar að þeir væru ekki með réttan liðsstjóra, þeir við- urkenndu aðeins Hannes Þ. Sig- urðsson. Á laugardagsmorgun mætti Carl með dóttur sína, sem er að verða 17 ára, en þá sögðu móts- haldarar að hún væri of ung til að vera liðsstjóri og bentu á Árna, sem hafði ekki verið viðurkenndur sem liðsstjóri kvöldið áður. „Árni vildi ekki koma og keppa þar sem hann fékk ekki að æfa kvöldið áður. Á sunnudaginn var mér sið- an vísað frá þar sem ég var ekki í neinu félagi," segir Carl. Hann segist hafa sýnt mikla þolinmæði og sé búinn að skrifa undir allt sem Skotsambandið hafi óskað og fengið símbréf frá Reyni Karlssyni, íþróttafulltrúa ríkisins, þar sem segi meðal annars: „I mínum huga ert þú maður að meiri með því að rétta fram sáttar- hönd." Þetta símbréf er dagsett 1. febrúar, daginn eftir að Carl skrifaði undir uppkastið að yfirlýs- ingu Skotsambandsins og hans. Þegar Carl var spurður hvers hann hefði neitað að skrifa undir yfirlýs- inguna föstudaginn 16. febrúar, sagði hann: „Þá var búið að gera breytingar á textanum sem ég vildi ekki skrifa undir. Nú hef ég hins vegar ráðfært mig við menn og er búinn að sk'rifa undir þetta allt saman," sagði Carl. KÖRFUKNATTLEIKUR: SÖGULEGUR LEIKUR HJÁ PHILADELPHIA OG MIAMIHEAT /C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.