Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 5 vígðir til prests BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, mun vígja fimm guðfræð- inga til prestsþjónustu á morgun, sunnudag. Vígslan fer fram í Dóm- kirkjunni og hefst kl. 10.30. Vígsluþegar eru Sveinn Valgeirs- son, sem vígist til Tálknafjarðar- prestakalls, Arnaldur Bárðarson, til Raufarhafnarprestakalls, Eðvarð Ingólfsson, til Skinnastaðapresta- kalis, Brynhildur Óladóttir, til Skeggjastaðaprestakalls, og Guð- mundur Karl Brynjarsson, sem víg- ist sem skólaprestur. Vígsluvottar verða sr. Björn Jóns- son prófastur, sr. Siguijón Einarsson prófastur, sr. Örn Bárður Jónsson fræðslustjóri og sr. Örn Friðriksson prófastur, sem lýsir vígslu. Sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Dómkórinn syngur. Organisti er Marteinn H. Friðriksson. ♦ ♦ ♦---- Stióm BSRB Takmörkun á tjáning- arfrelsi STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lítur mjög alvarlegum augum þá takmörkun á tjáningar- frelsi sem opinberum starfsmönn- um hefur verið gert að sæta upp á síðkastið, eins og segir í ályktun frá stjórn BSRB sem samþykkt var á fundi á Akureyri í gær. > BSRB segir tollverði hafa fengið tiltal fyrir það eitt að ræða ástand mála vegna innflutnings á fíkniefn- um og koma á framfæri ráðlegging- um til úrbóta. í frumvarpi til laga um lögreglumenn séu einnig áform um að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Þá sé alvarlega vegið að rétti slökkviliðsmanna þegar vakt var meinað að sækja félagsfund Lands- sambanda lögreglu- og slökkviliðs- manna, á þeim forsendum að sjónarmið þeirra gengju gegn sjón- armiðum borgaryfírvalda og Slökkviliðsins. Stjórn BSRB telji að við slíka aðför verði ekki unað. Vegið sé að grundvallarmannrétt- indum hvers einstaklings svo og mikilvægustu félagsréttindum opin- berra starfsmanna eins og annarra launamanna í landinu." FRÉTTIR Kjörsókn stúdenta var 47% þegar kosið var til Stúdentaráðs Háskólans Röskva hélt meirihluta RÖSKVA hélt meirihlutanum í kosningum til Stúdentaráðs er fram fóru sl. fimmtudag. Röskva, samtök félagshyggjufólks, fékk rúm 52% atkvæða og Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 40% atkvæða. Haki, félag öfga- sinnaðra stúdenta, bauð nú fram í fyrsta sinn og hlaut um 7% atkvæða, en töluvert vantaði á að fyrsti maður á þeim lista næði kjöri. Kjör- sókn var dræm, aðeins um 47%. Samkvæmt nýjum kosningalögum til Stúd- entaráðs verður fækkað um átta fulltrúa í ráðinu á tveimur árum og fer tala stúdenta- ráðsfulltrúa úr _30 í 22 eftir kosningar, sem verða að ári. í kosningunum nú var þetta skref stigið til hálfs. Fækkað var um fjóra og verða fulltrúar í Stúdentaráði á árinu því 26 talsins. Kosning til Stúdentaráðs fer fram á ári hveiju og er kjörtímabilið tvö ár. Ekki er því kosið nema um helming ráðsins hveiju sinni. Að þessu sinni var kosið um ellefu fulltrúa^ níu til Stúdentaráðs og tvo til Háskólaráðs. I Stúdentaráð fékk Röskva fimm menn kjörna og Vaka fjóra. Báðar fylkingar fengu síðan hvor um sig einn mann í Haskólaráð sem er óbreytt staða frá því í fyrra. í síðustu kosning- um fyrir ári unnu Röskvumenn átta menn á móti fimm Vökumönnum. Kjörsókn nú reyndist dræm. Alls kusu 2.719 manns, sem þýðir 47% kjörsókn, 6% minni kjör- sókn en í fyrra. Röskva hlaut 1.320 atkvæði, Vaka 1.018 atkvæði og Haki 188 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 193 talsins. Stað- an í ráðinu er því sú að afloknum kosningum að Röskva er með fimmtán fulltrúa inni og Vaka ellefu. Stefnumálin sannfærandi Guðmundur Steingrímsson, Röskvumaður og fráfarandi formaður Stúdentaráðs, segist vera himinlifandi og ánægður með úrslitin. „Við höfum verið mjög sátt við starfíð í vetur, frambjóðendur stóðu sig vel í kosningabarátt- unni og stefnumálin voru sannfærandi. Við höfum reynt að vera heilsteypt í okkar málefn- um og gjörðum. Við náðum að koma því til skila sem við vildum, að við höfum náð ár- angri mjög víða án þess að því hafí verið mótmælt á neinn sannfærandi hátt. M.a. höfum við barist af einurð og festu fyrir breytingum á lánasjóðslögunum og tel ég að sú vinna muni skila sér á næstunni, en nú er verið að vinna að endurskoðun Iaganna.“ Guðmundur segir dræma kjörsókn mega að hluta til rekja til þess að margir virtust líta á kosningarnar sem óspennandi. „Svo getur ver- ið að okkar fólk hafi verið of sigurvisst miðað við þann stórsigur, sem við unnum í fyrra. Vaka hélt nú sínum hlut, en við misstum at- kvæði. Mér sýnast þau atkvæði nánast jafn- mörg og þau, sem ekki skiluðu sér nú miðað við kjörsóknina í fyrra.“ Stefnum að völdum næst Birgir Tjörvi Pétursson, formaður Vöku, segist vera nokkuð sáttur við niðurstöðurnar þrátt fyrir að hafa vonast eftir betri úrslitum fyrir hönd sinna manna. „Við höldum okkar fylgi, sem við höfum verið að fá undanfarin tvö ár, og vel það og segja má að þrátt fyrir fækkun í Stúdentaráði, bætum við manni við, hlutfallslega séð. Röskva er aftur á móti að missa fylgi og ég tel að barátta okkar sé að skila sér.“ Um lélega kjörsókn segir Birgir Tjörvi að hún stafi fyrst og fremst af áhugaleysi stúd- enta um stúdentapólitík. Fáir hafi áhuga á því sem Stúdentaráð sé að gera og það verði að skrifast á reikning núverandi meirihluta. „Þess vegna situr fólk heima. Við viljum auka ná- lægð Stúdentaráðs við stúdenta, en áhugaleysi þeirra endurspeglast ekki síst í íjarlægð ráðs- ins. í okkur er enginn uppgjafartónn. Við stefn- um að því að ná völdum eftir næstu kosning- ar,“ segir Birgir Tjörvi, en þess má geta að Vaka vann síðast kosningar árið 1990. Morgunblaðið/Kristinn íslenskt efni verði textað HEIÐDÍS Dögg Eiríksdóttir nemandi í Vesturhlíðarskóla, túlkaði fyrir hönd unglingahóps skólans þegar heyrnarskertir nemendur afhentu forsvars- mönnum innlendrar dagskrár- deildar ríkissjónvarpsins mót- mæli vegna þess að ekki er texti með íslensku fræðsluefni eða öðru íslensku efni í sónvarpinu. Að sögn Sigurjónu Sigurbjörns- dóttur kennara, hafa unglingarn- ir m.a. verið að fjalla um vímu- efni en misst af því sem fram hefur komið í sjónvarpsþáttum, t.d. unglingaþættinum O. í hópn- um eru 14 krakkar á aldrinum 13-17 ára. Sagði Sigurjóna að þeim hafi þótt þátturinn merki- legur og fræðandi þegar hann var túlkaður fyrir þau og gagn- legt að fá að fylgjast með því sem er að gerast í þjóðfélaginu. > * Alyktun stjórnar Vinnumálasambands Islands Alþingi ber að selj a samskiptareglur ÞAÐ hefur lengi verið almenn skoð- un að 'lögbundnar samskiptareglur á vinnumarkaði, og þær samskiþta- reglur sem aðilar vinnumarkaðar- ins hafa sett í tímans rás, séu orðn- ar úreitar og hindri að eðlilegur árangur náist og jafnræðis sé gætt. Nú hafa heildarsamtök á vinnu- markaði fengið tækifæri, sem stað- ið hefur á annað ár, til þess að ná samkomulagi um nauðsynlegar breytingar á samskiptareglum, segir í ályktun Vinnumálasam- bandsins. Þá segir ennfremur: „Þó að nú hafí komið bakslag í þessar viðræð- ur treystir stjórn Vinnumálasam- bandsins því að þessu starfi verði haldið áfram og þess freistað á næstu dögum og vikum að ná sátt um þau atriði sem enn hafa ekki verið að fullu rædd. En jafnframt bendir stjórnin á að þótt rétt og sjálfsagt hafi verið að gefa heildar- samtökum á vinnumarkaði kost á að hafa áhrif á breytingar á sam- skiptareglunum er það Alþingi sem ber að setja samfélaginu sam- skiptareglur. Og ríkisstjórninni ber að hafa frumkvæðið samkvæmt stjórnarsáttmála. Þess vegna og vegna þess hve tvísýnt er að samkomulag um sam- skiptareglur náist í tæka tíð milli aðila vinnumarkaðarins leggur stjórn Vinnumálasambandsins áhersiu á að jafnhliða viðræðum aðila vinnumarkaðarins verði á vegum ríkisstjórnarinnar haldið áfram undirbúningi að lagafrum- varpi um þetta efni. Forréttindi opinberra starfsmanna Stjórn Vinnumálasambandsins fagnar framkomnum drögum að breytingum á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Það er löngu tímabært að afnema sérréttindi opinberra starfsmanna, þau sem þeir hafa umfram aðra landsmenn, til dæmis um æviráðn- ingu, biðlaunarétt, fyrirfram- greiðslu launa, orlofsrétt og fieira. Slík sérréttindi eru algjör tíma- skekkja í nútímasamfélagi. Stjórn- in væntir þess að ríkisstjórnin og Alþingi standi fast á að ná þessum breytingum fram. Samkvæmt stjórnarsáttmála nú- verandi ríkisstjórnar eiga fjárlög næsta árs að vera hallalaus. Mikil- vægt er að staðið verði við þetta fyrirheit og í framhaldi af því verði farið að vinna að lækkun ríkis- skulda. Til þess að þetta náist þarf að lækka kostnað á mörgum svið- um. Það getur ekki gengið að jafn- framt því að ráðuneyti og stofnan- ir ríkisins standi í stríði við að skera niður kostnað, semji ríkisvaldið jafnharðan um meiri launahækkan- ir til handa opinberum starfsmönn- um en gert er á almenna vinnu- markaðinum og geri árangurinn að engu. Hækkun launa opinberra starfs- manna umfram aðra, og umfram bættan árangur í starfi, bitnar á öðrum landsmönnum í meiri skatt- heimtu og er því öllum viðkom- andi. Náist ekki hallalaus fjárlög með ásættanlegum niðurskurði og hagræðingu fer ekki hjá því að skattbyrðin aukist. Öfugþróun Ríkisvaldið virðist í vaxandi mæli farið að líta á hópuppsagnir starfsmanna eins og um verkföll væri að ræða. Oft virðist ekki tek- ið á samningamálunum fyrr en heilu hóparnir hafa sagt úpp störf- um. Þá er farið að semja við þá sem hafa sagt upp störfum. Þessa þróun verður að stöðva og er hér gerð krafa um það. Þegar starfs- maður hefur sagt upp starfi sínu er hann að hætta starfi og er ekki samningsaðili um neitt, nema því aðeins að vinnuveitandinn kjósi að líta uppsögn á starfi sömu augum og verkfallsboðun. Venjulegur vinnuveitandi hlýtur eðli málsins samkvæmt að gera strax ráðstaf- anir til þess að ráða annan mann í starfíð þegar starfsmaður segir því upp. Kröfur um launa- hækkanir Forystumenn einstakra laun- þegasamtaka hafa að undanförnu gefið til kynna að um næstu ára- mót verði gerðar kröfur um stór- felldar launahækkanir. Stjórn Vinnumálasambandsins vill taka það fram strax að við slík- um kröfum er ekki hægt að verða án þess að raska því efnahagsjafn- vægi sem hér hefur skapast á síð- ustu árum. í flestum tilfellum færu launahækkanirnar beint út í verð- lagið og yrðu launafólki því ekki til hagsbóta, heldur færi verðbólg- an af stað á nýjan leik. Það er skoðun stjórnar Vinnumálasarn- bandsins að ekki komi til greina að semja á þeim grundvelli og hélt raunar að flestum væri orðið ljóst hvílíkur skaðváldur verðbólga er. Þess í stað leggur stjórn Vinnu- málasambandsins áherslu á að samtök atvinnulífsins taki upp við- ræður á svipuðum grunni og Vinnu- málasambandið hefur áður lagt til um leiðir til kjarajöfnunar, bættra kjara í framtíðinni, samkeppnis- stöðu atvinnulífsins og aðlögun að breyttum samfélagsháttum.“ i c f C ( i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.