Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Flest hægt að endurnýta Ekkí henda not- uðum fötum eða húsgögnum Hver kannast ekki við að eiga í geymslunni skó sem komnir eru úr umferð, notuð föt sem ekki er farið í lengur og jafnvel hús- gögn sem taka bara pláss í geymslunni? Guðbjörg R. Guðmundsdóttir kannaði hveijir það eru sem aðallega taka við notuð- um vamingi og hvað verður síðan um hann. SUMIR framtakssamir hafa leigt sér bás í Kolaportinu og selt dótið og ýmsir aug- lýsa í blöðum eftir notuðum hlutum til kaups. Vilji fólk hinsvegar gefa fötin, búsáhöldin eða húsgögnin stendur ýmislegt til boða. Rauði krossinn fékk 100 tonn af fatnaði Rauði krossinn víða um land tekur við notuðum fatnaði. Að sögn Krist- jáns Sturlusonar hjá Rauða krossi íslands kemur mjög mikið til þeirra af fatnaði, sérstaklega eftir að klaustrið í Hafnarfirði hætti að taka við fötum. „Frá okkur fara fötin á vemdaðan vinnustað á Akranesi þar sem þau eru flokkuð eftir alþjóðieg- um reglum Alþjóða Rauða krossins. Ef beiðnir berast um fatnað hérlend- is reynum við að verða við þeim en það er hinsvegar mjög sjaldgæft að við fáum óskir frá fólki hér innan- lands. Síðan höfum við undanfarið sent gáma með fatnaði til Bosníu.“ Kristján segir að þar sem óhemju magn berist til þeirra þá selji þeir lika fatnað til Þýskalands eins og Rauði krossinn gerir almennt á Norð- urlöndum. „Þar eru einstaklingar sem kaupa af okkur fatnað, senda hluta til endurvinnslu en selja síðan fötin m.a. til Austur-Evrópu." - Hversu mikið er komið með af fatnaði til ykkar? „Við fengum alla jafna um 40 tonn á ári en síðastliðið ár fór talan yfir hundrað tonn.“ - Ykkur hefur ekki dottið í hug að opna verslun með notuð föt? „Jú það hefur staðið til hjá okkur Iengi, sérstaklega eftir að það jókst svona að fólk kæmi með fatnað til okkar allan ársins hring. Rauði krossinn annars staðar á Norðurlöndum er með slíkar verslan- ir og í Danmörku var t.d. nýlega verið að opnað hundruðustu verslun- ina af þessu tagi.“ Þegar Kristján er spurður hvert fólk eigi að koma með fatnað til þeirra segir hann að í Reykjavík hafi Reykjavíkurdeild Rauða krossins í Fákafeni 11 séð um móttökuna frá 8-16 aila virka daga og deildirnar í Hafnarfirði og Garðabæ hafa sett upp til prufu gáma á Garðatorgi og inni í Fjarðarkaupum. „Síðan er hægt að leita eftir upplýsingum hjá deildum okkar víðs vegar um land.“ Sorpa tekur við húsgögnum fyrir Rauða krossinn Vilji fólk losa sig við húsgögn er hægt að fara með þau á aliar gáma- stöðvar Sorpu. Þaðan fara húsgögnin í lagerhúsnæði og síðan í verslun Rauða krossins að Bolholti 6. Að sögn Ögmundar Einarssonar fram- kvæmdastjóra Sorpu er fólk spurt hvort það vilji að húsgögnunum sé fargað eða hvort megi gefa þau í gám Rauða krossins. „Yfirleitt sam- þykkir fólk að láta húsgögnin í gám Rauða krossins en það kemur líka fyrir að það vilji láta farga þeim.“ - Hvað með ísskápa og önnur heimilistæki? „Það sama gildir um heil heimilis- tæki. Fólk er spurt hvort gefa megi þau til Rauða krossins. Þá segist Ögmundur vera með erindi frá Steinari Waage þess efnis hvort um samstarf geti verið að ræða um móttöku á skófatnaði. Enn er óvíst með hvaða hætti það verður. Hjálparstofnun kirkjunnar tekur við fatnaði Hjálparstofnun kirkjunnar tekur við fatnaði allan ársins hring að Laugavegi 31 frá 8-16 alla virka daga. Að sögn Áslaugar Arndal er eina skilyrðið að fötin séu hrein og heil. Á meðan Steinar Waage hefur verið með móttöku á skóm hefur Hjálparstofnunin sent þá, sem borist hafa, til þeirra. Áslaug segir mis- munandi hversu mikið berist til þeirra en yfírleitt sé meirihlutinn nýtanlegur og yfirleitt um mjög góð- an fatnað að ræða. - Hvert fara fötin? „Það er misjafnt og fer eftir þörf- um hveiju sinni. Við höfum undan- farið sent nokkra gáma á Balkan- skaga en annars reynum við líka að aðstoða fólk hérlendis berist okkur beiðni um slíkt.“ Hjálpræðisherinn er með flóamarkað Hjálpræðisherinn er með flóa- markað í Garðastræti 6 og þangað getur fólk komið með fatnað, bús- áhöld og í einstaka tilvikum húsgögn Morgunblaðið/Þorkell ANDREA Tómasdóttir rekur flóamarkað Hjálpræðishers- ins. Hún segir að yfirleitt gangi mjög vel að selja notað- an fatnað. líka. „Við erum með opið á þriðjudög- um, fimmtudögum, og föstudögum frá klukkan 1-6 og á þeim tíma tök- um við líka við varningi frá fólki“, segir Andrea Tómasdóttir sem sér um flóamarkaðinn og hefur sér til halds og trausts Ingibjörgu Jónsdótt- ur. „Auk þess sendum við líka á tveggja mánuða fresti gám með fatn- aði til Noregs og þaðan fer hann til þróunarlanda." - Hvað selst best hjá ykkur? „Fötin seljast yfirleitt vel og skóla- krakkar hrúgast inn til okkar, sér- staklega á föstudögum. Þetta er al- veg sérlega skemmtilegt starf, ég hef kynnst fjölda fólks í gegnum það og hlakka alltaf til þegar það er opið hjá okkur.“ Andrea segir að jakkafötin séu vinsæl en þau kosta 600 krónur, gamlar kápur eru líka eftirsóttar og þær kosta um 700 krónur. „Ef fjárhagurinn er bágbor- inn þá 'nöfum við stundum gert und- antekningar með verðið." Vinnan við flóamarkaðinn, afgreiðsla og að flokka fatnaðinn er unnin í sjálfboða- vinnu. Ágóðinn rennur til Hjálpræð- ishersins og féð er meðal annars lát- ið renna til bágstaddra." Mæðrastyrksnefnd tekur við fatnaði Hjá Mæðrastyrksnefnd er tekið við heilum og hreinum fatnaði á Sólvalla- götu 48 milli klukkan 16 og 18 á miðvikudögum. Á sama tíma er þar fataúthlutun. Það þarf sem sagt enginn að vera með samviskubit yfir að henda heil- um og hreinum flíkum, húsgögnum eða skótaui. Málið er bara að koma þessu öllu í poka eða kassa og fara með til þeirra sem taka við. LEÁ LINSTER heitir hún og rek- ur samnefndan veitingastað í Frisange í Luxemborg, rétt við frönsku landamærin. Hún var stödd hér á landi í vikunni og eldaði sex rétta matseðil á svokölluðum Bo- urgogne-dögum á Hótel Holti en þeir standa fram á sunnudagskvöld. Hákon Örvarsson matreiðslumeistari tók við eldamennskunni af Leu Linst- er þegar hún hélt á ný til Lúxemborg- ar en hann lærði hjá henni og er nýkominn heim. Með matnum er boðið upp á búrg- undarvín frá framleiðandanum Jos- eph Drouhin. Lea féllst á að gefa lesendum uppskrift að humarrétti sem hún heldur upp á. Humar með posta Fyrir fjóra __________1 2 humorhqlar__________ 300 g „tagliatelle" pasta 1 rauð pgpriko, skræld og skorin ___________í litlg teningo________ _________sletto gf ólífuolíu______ 1 tómotur gfhýddur og skorinn __________niður í litla bita______ ___________salt og pipar__________ Humarinn er tekinn úr skelinni, steiktur í ólífuolíunni á pönnu í ör- skamma stund og saltaður og pipr- aður. Síðan fer paprikan á pönnuna og þetta er látið krauma saman í skamma stund. Humar að hætti eins þekktasta kvenkokks í heimi Morgunblaðið/Halldór LEA Linster stingur iostæti upp í sælkerann Sigmar B. Hauksson. Sósa: _________Humarskeljar_________ gulrót ~ sellerí _________hvítlauksrif_________ _______challotte laukur______ 2 msk tómatþykkni _____________ vatn____________ 60 g ósaltað smjör sgffran estragon 'Ablaðlaukur skorinn í litla bita Notið skeljamar í sósusoð. Græn- metið er skorið í litla bita og sett út í soðið, allt nema blaðlaukurinn og síðan er tveimur msk af tómatþykkni bætt í soðið. Þetta er látið sjóða í um það bil 20 mlnútur. Sigtið og látið síðan sjóða niður í nokkrar mínútur með saffran- kryddi og estragoni. 60 grömmum af köldu en mjúku ósöltu smjörinu er hrært út í sósuna og þá ætti þykktin að verða mátuleg. Sósan er krydduð með salti og pipar. Blaðiaukurinn er mýktur í hálfa mínútu, eða um það bil á pönnu, og settur út í sósuna. Sjóðið pastað í sjóðandi saltvatni í 2-3 mínútur. Sigtið vatnið frá og setjið smjörklípu út í pastað. Þetta er borið fram þannig að pastað er sett á diskinn, þá humarinn og yfir fer svo sósan. Tómatteningum stráð yfir og graslauki ef vill. Borið fram með góðu brauði. * Islensk plástra- lína LANDSBJÖRG, landssamband björgunarsveita, hefur markaðs- sett plástur sem er framleiddur í Þýskalandi, prentaður í Dan- mörku og loks pakkað hjá vinnu- stofu Áss, sem er verndaður vinnustaður. Kristinn Ólafsson, skrifstofu- sljóri Landsbjargar, segir eftir- spurn eftir sjúkravörum með ís- lenskum merkingum og leiðbein- ingum verulega og því hafi ákvörðun verið tekin um að bjóða upp á íslenska plástralínu. Lands- björg gerði ágæta samninga við danskt fyrirtæki og niðurstaðan er fjórar gerðir af plástri og sótt- hreinsigrisja. Starfsfólk á vinnustofu Áss í Brautarholti í Reykjavík setur plásturinn i öskjur og plastfilmu yfir. Allur hagnaður af sölunni renn- ur til uppbyggingar á björgunar- starfi Landsbjargar, og fæst hann í apótekum, dagvöruverslunum, bensínstöðvum og byggingavöru- verslunum um land allt. pH- kvarði irs | o í Sýrustig mismunandi drykkja sýnstig Drykkur (pH-gildi) Q Kranavatn, heitt 8-9 1 Mjólk ~ 7 00 Sódavatn ~ 7 CL X CL Kranavatn, kalt 6-7 Límónutoppur Greiptoppur ~ 6 ~ 6 CL Egilskristall, sítrónu ~ 6 io a: Trópí, appelsínu ~ 4 CL Svali, appelsínu ~ 4 3 CL Hi-C, appelsínu 3-4 oo Hi-C, epla 3-4 Q. Sprite 3-4 !T~ Svali, epla 3-4 & Egils-appelsín 2-4 Coca Cola ~ 2 Sýrustig gosdrykkja og ávaxta- safa Á NEYTENDASÍÐU fimmtu- daginn 22. febrúar láðist að birta töflu með grein um sýru- stig gosdrykkja og ávaxtasafa og er það gert hér með. í töfl- unni eru niðurstöður könnunar sem Neytendasíðan gerði á sýrustigi nokkurra drykkja sem eru vinsælir meðal barna og unglinga. Sýrustig vökva getur verið á bilinu 0 til 14. Þeir sem hafa sýrustig í kringum 7 (pH 7) eru hlutlausir og er hreint vatn dæmi um slíkan vökva. Vökvar sem hafa lægra sýrustig en 7 eru súrir en þeir sem hafa hærra sýrustig eru basískir. Sýrustigsskalinn er lógarit- mískur þannig að munurinn milli 6 og 7 er tifaldur og mun- urinn milli 5 og 7 er hundrað- faldur, eða með öðrum orðum tíu sinnum tífaldur. Drykkur sem er með sýrustigið 5 er þess vegna hundrað sinnum súrari en sá sem er með sýrustigið 7 og drykkur með sýrustigið 2 er hundrað þúsund sinnum súrari en sá sem er hlutlaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.