Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 23 NEYTENDUR Morgunblaðið/Ásdís GUNNAR Gunnbjörnsson við pökkun á plástrinum frá Landsbjörg. Heimakaup er heimsendingarverslun Hringir og kaupir inn FYRIR nokkrum mánuðum var fyrirtækið Heimakaup formlega opnað en það er heimsendingarverslun sem býður viðskipta- vinum sínum að sitja heima í stofu og panta það, sem þarf í matinn, á faxi, í síma eða með tölvu. Viðskiptavinir eru þegar nálægt þremur hundruðum talsins og er bæði um að ræða einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtæk- ið er opið virka daga frá klukkan 10-18 en hægt er að panta á faxi allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Tíuþúsund vörutegundir Um 10.000 vöruliðir eru í vörulista fyrir- tækisins sem viðskiptavinir fá sendan heim ókeypis með fyrstu pöntun. Rikhard Eyfeld einn af átta eigendum Heimakaups segir að vöruliðirnir sem þeir eru með í listanum spanni það helsta sem fæst í stórmörkuðum, matvöru, búsáhöld, leikföng, skrifstofuvarn- ing og svo framvegis. Rikhard segir að Heimakaup sé alltaf með tilboð í gangi og segir að t.d. sé núna hægt að kaupa úrval af kjöti í 10 kílóa pakkningu. „Þá er um að ræða 2 kg af nautahakki, 1 kg af hamborgurum, 2 kg af kjötfarsi, 2 kg af kjötbúðingi og 3 kg af kínda eða hrossa- bjúgum. Pakkinn kostar 4.300 krónur. Við erum líka með svipaða pakka í 4 kílóum, fimm Yfirleitt er varan komin út á land daginn eftir að pöntun er gerð kílóum og upp í 11.5 kíló. Við seljum einnig heila og hálfa skrokka af nautakjöti og svínakjöti og þá fær fólk að ráða sjálft hvort kjötið á að vera reykt eða ekki, hvernig það er skorið og pakkað en verðið er alltaf það sama.“ Beintenging við dreifingarfyrirtæki - Eruð þið samkeppnisfærir með verð? „Fullkomlega. Yfirbyggingin er lítil. Við höfum engan lager sem við liggjum með heldur erum við beintengdir við dreifingarfyr- irtæki sem er með vörur frá öllum helstu heildsölum og framleiðendum hjá sér. Þar er vörunni pakkað. Við rekum í rauninni bara skrifstofuhúsnæði og tökum á móti pöntunum. Þess vegna gétum við boðið lága álagningu. Að auki á fólk kost á frekari af- slætti samkvæmt sérstöku afsláttarkerfi sem Heimakaup býður viðskiptavinum sínum.“ - Er ekki mikiil kostnaður við að senda vöruna út á land? „Alls ekki. Heimsendingargjaldið er 295 krónur á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við tök- um síðan 495 krónur fyrir að senda vörur út á land ef keyptar eru vörur fyrir allt að sex þúsund krónum. Sé upphæðin á bilinu 6.000 - 15.000 krónur hækkar talan upp í 645 krónur.“ - Hversu langan tíma tekur það til dæmis bónda á Aústfjörðum að fá pöntunina sína heim á hlað? Keyrt heim samdægurs á Stór-Reykjavíkursvæðinu „Ef pantað er fyrir hálf fjögur á daginn gildir sú regla að varan er keyrð heim sam- dægurs á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Eigi pöntunin að fara út á land er farið með hana í Tollvörugeymsluna samdægurs en bílstjórar á hennar vegum aka um land allt með vör- una. Að öllu jöfnu getur fólk úti á landi búist við að fá sendinguna heim daginn eftir. Unglingaklúbbur Islandsbanka, UK-17, sker sig úr og þetta veit ipP^ hann eins og aörir unglingar. Hann hefur sér- stakan sparireikning í íslandsbanka og alltaf (' ''"^3689»^. 'á þegar hann vantar reiöufé fer hann í Hraöbankann 1 meö UK- 7 7 Vasakortiö sitt, sem er meö mynd, og tekur út I af reikningnum. Þegar hann geröist félagi fékk hann UK-17 isjk Skipulagsbók og bol. Hann notar oft UK- 7 7 afsláttar- 1 iIÍÍV4 bókina sem veitir afslátt á fjölmörgum stööum. Hann | döfinni i klúbbnum og hann fœr á hverju 0 ári afsláttartilboö s.s. á bíómyndir og tónleika sem og dúndurafslátt af UK- 7 7 íþróttatöskunni. ^Íl^HÉÉÍilÍ& Uann fœr fjármálaráögjöf hjá þjón- ustufulltrúa íslandsbanka og veit því vel hvernig er best aö láta peningana endast | 1F .HDI < sem len9st- ^ Annars er hann alveg eins og hinir skóla- félagarnir sem eru í UK- 7 7, nema hann skilar íslenskuritgeröinni alltaf á _ _ _ _ _ réttum tíma og sparar peninga meö því IM. Jfjm Wffi aö láta mömmu sína klippa sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.