Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 33 kr. Komdu, skoðaöu oj> taktu í M\ZDV 323. því stuttur rcynsluaksttir scgir mtíra ea mörg oró. Það segja þeir senvvalió hafti MVZOA eftir rxkilegan siunanlnirö tíö aöra hílat OPlt) I R V KL. 9-18, l.VúúAROAGA 12-18 SKl’LAGÖTl S9 - SIMI 5(0 9550 AÐSENDAR GREINAR Evrópskt ár símenntunar 1996 Mættu í skólann í dag Ingibjörg Gísladóttir Á EVRÓPSKA efnahagssvæðinu hef- ur árið 1996 verið til- einkað símenntun. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er sí- menntun „það að vera sífellt að bæta kunn- áttu sina og þekkingu, t.d. með námskeiðum og lestri bóka“. Megin- markmið átaksins er að vekja umræðu um símenntun og að vekja fólk til vitundar um að menntun er æviverk og að menntunarþörf er ekki lokið þó út- skriftaráfanga sé náð. Undanfarinn áratug hefur heim- urinn tekið gífurlegum breytingum. Múrar hafa fallið, ríki hafa verið sameinuð og önnur hafa verið leyst upp. Alþjóðleg samvinna hefur auk- ist og er á nýjum forsendum. Nýir markaðir hafa opnast sem fela í sér aukin tækifæri til viðskipta og samskipta. Að sama skapi hefur samkeppni aukist. Þá hafa stórstíg- ar framfarir orðið á sviði tækni- og vísinda eins og tölvu- og upplýs- ingabyltingin er gott dæmi um. I heimi breytinga ___________ skiptir höfuðmáli fyrir afkomu einstaklinga, fyrirtækja og þjóðfélags- ins í heild hvernig okkur tekst að aðlagast breytt- ________ um aðstæðum og takast á við nýjar kröfur. í ljósi nýrrar heimsmyndar og tækni- framfara hefur krafan um tungu- málakunnáttu og tölvuþekkingu aukist. Með öflun þekkingar auð- veldum við okkar að takast á við þessar breytingar og við verðum hæfari til að nýta þau tækifæri sem þannig skapast. Það er því ekki að ástæðulausu að ákvörðun var tekin um að tileinka árið símenntun. Markmiðin í Evrópu Meginmarkmið ársins er að auka vitund Evrópubúa um hugtakið sí- menntun og ýta undir almenna umræðu í Evrópu um mikilvægi menntunar og þjálfunar. Þá er sér- staklega reynt að horfa fram á við og skilgreina þær kröfur sem gerð- ar verða á 21. öldinni. í þessu sambandi setur Evrópu- sambandið átta atriði á oddinn: • að allir eigi kost á mjög góðri menntun sem leggi grunn að sí- menntun, • að allt ungt fólk eigi kost á starfsmenntun sem búi það undir þátttöku í atvinnulífinu, • að efla endurmenntun með hlið- sjón af grunnmenntun og kröfum atvinnulífsins og samfélagsins, • að hvetja einstaklinga til að auka þekkingu sína og skapa þeim tækifæri til að gera það, ekki hvað síst þeim sem minnst hafa hlotið hingað til, • að bæta og efla samvinnu fyrir- tækja og skóla/fræðsluaðila, • að auka vitund aðila vinnumark- aðarins um mikilvægi símenntunar Marshal sem lið í því að styrkja samkeppnisstöðu Evr- ópuþjóða og auka at- vinnu, • að vekja foreldra enn frekar til vitundar um nauðsyn á sí- menntun barna þeirra, • að leggja áherslu á mikilvægi þekkingar og gagnkvæms skiln- ings á samstarfi Evr- ópuþjóða. íslensku markmiðin Á íslandi hefur menntamálaráðuneytið sett fram markmið um að auka vitund almenn- ings, stjórnenda fyrirtækja, skóla og fræðsluaðila um að menntun er æviverk, en ekki eitthvað sem ein- ungis tilheyrir fyrsta hluta ævinnar. Sérstaklega er bent á eftirfarandi verkefni á Ári símenntunar: • Einstaklingar þurfa sjálfir að setja sér markmið og gera áætlan- ir um eigin menntun og starfs- frama, • stjórnendur fyrirtækja verða með sama hætti að skilgreina þarf- ir fyrir menntað og þjálfað starfs- ©Ö' Evrópskt ár símenntunar 1996 fólk og gera áætlanir um ráðningar og þjáfun starfsmanna í samræmi við þær, • skólar hætti að líta á útskrift nemenda sinna sem lokaáfanga þeirra heldur skoði með hvaða hætti þeir geti tryggt símenntun þeirra. Dagur símenntunar, laugardag- urinn 24. febrúar nk. Menntamála- ráðuneytið hefur falið Rannsókna- þjónustu Háskólans að annast framkvæmd átaksverkefna á Ári símenntunar. Rannsóknaþjónustan hefur að undanfömu unnið að skipulagningu á „Degi símenntun- ar“ sem verður laugardagurinn 24. febrúar nk. í dag, á Degi símenntunar, verð- ur haldin ráðstefna á Hótel Loft- leiðum sem ber yfirskriftina „Svo lengi lærir sem lifir“. Á ráðstefn- Um 50 skólar og fræðsluaðilar um allt land, segir Ingi- björg Gísladóttir, munu hafa opið hús fyrir almenning. unni verður fiallað um spurninguna „Hver ber ábyrgð á simenntun?" frá þremur sjónarhornum; sjónar- horni einstaklinga, menntastofn- ana og atvinnulífsins. Björn Bjarnason menntamálaráðherra setur ráðstefnuna en ráðstefnu- stjóri er Eygló Eyjólfsdóttir skóla- meistari. Ráðstefnan er öllum opin. í hverju landi fyrir sig eru haldnar slíkar upphafsráðstefnur sem marka byrjun átaksins. í dag milli kl. 13 og 17 munu 50 skólar og fræðsluaðilar um allt land hafa opið hús fyrir almenning. Hafa skólarnir sett upp fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá þar sem fólki er boðið að setjast á skólabekk og taka þátt í 20 mínútna kennslu- stundum um afmarkað námsefni sér að kostnað- arlausu. Sem dæmi má nefna að í boði eru kennslustundir í sextán erlendum tungumálum, á dagskrá eru yfir 50 kennslustundir á við- skiptasviði og 40 kennslustundir á tölvusviði. Þá munu gestir hafa tækifæri til að kynna sér námskrá þessara 50 skóla og fræðsluaðila. Þraut verður lögð fyrir gesti og pennum, bókamerkjum og öðru kynningarefni dreift. Víða verður gestum boðið að taka þátt í happ- drætti þar sem vinningarnir eru þátttaka í einhveiju af þeim nám- skeiðum sem kynnt verða. Þá eru börnin einnig velkomin. Það er ósk okkar að landsmenn þiggi heimboðið frá skólum og fræðsluaðilum og að dagurinn verði fólki hvatning til að huga að mennt- un sinni. Höfundur er menntaður á sviði starfsmannaþjálfunar og starfar hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans við framkvæmd á Degi símenntunar. Námskeið fyrir sjúkraliða Öll námskeiðin hefjast kl. 16.00. Aðhlynning mikið veikra í heimahúsum. FJÖLBRAUTASXáUNN BREIÐH0UI 4.-7. mars 26 kennslust. kr. 8.000. Aðhlynning aldraðra 18.-21. mars 26 kennslust. kr. 8.000. Heilsuefling 15.-18. apríl 26 kennslust. kr. 8.000. Heilsuefling 29. apríl-3. maí 26 kennslust. kr. 8.000. Heilablóðfallssjúklingar - aðhlynning og endurhæfing 6.-7. maí 13 kennslust. kr. 4.000. Stómakynning og leiðbeiningar 7. maí 6 kennslust. kr. 2.000. Fyrirlesarar eru m.a. Hjúkrunarfræðingar, læknar, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar, næringarfræðingar og prestar. Umsjónarmenn námskeiðanna eru Jóna Dóra Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Kristín Blöndal, hjúkrunarfræðingur. Innritun á öll námskeiðin hefst fimmtudaginn 22. febrúar, og verður innritað alla virka daga á skrifstofu skólans í síma 557 5600 frá kl. 09.00—15.00. ClrAlomaíetori Skolameistan ^h.tFNAD 13 ti ...blabib - kjarni málsins! 100 m „kafaraúr“ Verð aðeins kr. 8.950,- Stálúr 100 m vatnsþétt, skrúfuð króna, Rolex style". úra- og sknrtgrlpnvorslun Álfabakka 16 • Mjódd • s. 587 0706 ursmlöur ísafiröi • Aöalstræti 22 • s. 456 3023 MAZDA Aömr geroír Itosta fvú hi: 1.210.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.