Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 35 AÐSEINIDAR GREINAR Ný ólög um lyfjadreifingu Erlendur Jónsson ÞAÐ er krafa sið- menntaðra manna, að þegar taka á ákvörðun um mikilvægt mál og velja á milli valkosta, þá beri að vega og meta þau rök, sem mæla með og á móti hverjum valkosti. Séu rökin gegn valkosti þyngri á metunum en þau rök sem mæla með honum, ber að hafna honum. Þetta ætti að vera augljóst öllum sæmilega skyn- sömum mönnum, þótt það sé augsýnilega ekki skiljanlegt þeim, sem hlynntir eru nýjum lyfjalögum nr. 93/1994, en þau ákvæði laganna, sem mestri gagnrýni hafa sætt, eiga að taka gildi nú 15. mars n.k. Er þar eink- um um að ræða breytt ákvæði um þaðj hveijir fá að stofna lyfjabúð- ir. Eg vil þó benda á í þessu sam- hengi, að það er núverandi heil- brigðisráðherra til mikils sóma, að hún skyldi á sínum tíma beijast gegn svo vitlausri lagasetningu. Yfirgnæfandi rök mæla gegn lögunum Rökin á móti lögunum eru nefnilega svo miklu þungvægari en þau sem mæla með þeim. Hin fyrrnefndu rök hafa öll komið fram í umræðu á undanförnum árum, og ætla ég því aðeins að stikla á nokkrum hinum mikilvægustu stuttlega. 1. Lélegri þjónusta og dýrari lyf Lögin leiða til lélegri lyfjaþjón- ustu við landsbyggðina og bijóta gegn þeirri grundvallarreglu heil- brigðisþjónustu, að allir lands- menn búi við sömu lyfjaþjónustu og geti keypt lyf á sama verði. Þetta sjónarmið gerði stjórn hægri manna í Danmörku andsnúna svo- kölluðu „frelsi“ í stofnun lyfjabúða á sínum tíma. Búa Danir þó við mikið „frelsi“ á ýmsum sviðum, t.d. sölu áfengis í matvöruverslun- um. 2. Aukin miðstýring ög ríkisrekstur Lögin hafa verið kölluð „frelsis- lög“, en það eru alger öfugmæli. Þau innleiða meiri miðstýringu og ríkisrekstur í lyijadreifíngarmál- um en fyrri lög. Hið eina „frelsi“, sem hægt væri hugsanlega að kenna við þessi lög, felst í breytt- um ákvæðum um heimild til stofn- unar lyfjabúða. Sumir myndu kalla þessa breytingu „rýmkun", en hún er hins vegar þess eðlis, að hún gefur tilefni til geðþóttaákvarðana og klíkuskapar varðandi það, hver fær að stofna lyfjabúð. 3. Lögmál markaðarins Allir, sem um málið hafa fjall- að, eru sammála um, að lögmál markaðarins um samkeppni og viðskiptafrelsi gilda ekki um smá- söludreifingu lyfja, vegna þess a) það er læknirinn fyrst og fremst, sem ákveður, hvaða lyf skuli keypt, og jafnvel hvar þau skuli keypt, b) það er ekki fyrst og fremst viðskiptavinurinn, sem greiðir fyrir vöruna, heldur sjúkra- ti-yggingar, og c) lyfsali á ekki eðli málsins samkvæmt að reyna að selja eins mikið af lyfjum og hann getur, heldur á hann aðeins að afgreiða þau lyf, sem læknir hefur ávísað. 4. Hagsmunatengsl Lögin undirbúa jarðveginn fyrir fákeppni og hagmunatengsl á smásölumarkaði lyfja í mun meiri mæli en hingað til hefur þekkst. Vissulega hafa sum stærri apótek leigt út læknastofur, og læknar leigt út húsnæði undir apótek, og getur þar verið um að ræða óæskileg hagsmuna- tengsl, en það er hrein hátíð hjá því sem nýju lögin bjóða upp á. Til dæmis geta hlutafé- lög eða fyrirtæki í eigu aðila, sem áhrif geta haft á ávísun lyfja, skv. lögunum átt apótek eða jafnvel apótekskeðjur. 5. Ekki í anda , j afnaðar mennsku “ Lögin eru sett til höfuðs núverandi apótekurum, til þess að þeir græði ekki of mikið. Hins vegar gera þau, og hafa þegar gert, sumum þeirra kleift að „græða“ enn meira en sam- kvæmt fyrri lögum, þar sem þeir þurfa nú ekki að leggja inn lyf- söluleyfi sín við ákveðinn aldur eða geta gert apótekin að fjölskyl- dufyrirtækjum. 6. Neikvæð reynsla Ekkert bendir til þess, að fjölg- un apóteka muni leiða til verð- lækkunar á lyfjum eða betri þjón- ustu við neytendur. Þvert á móti bendir reynsla frá öðrum löndum til þess, að hún muni leiða til verri þjónustu, að meðaltali hærra lyfja- verðs og meiri lyfjaneyslu. Engin rök mæla með lögunum Nú mætti ætla, að aftur komi mjög mikilvæg rök á móti þeim, sem að ofan eru talin. En við nán- ari skoðun blasir sú blákalda stað- reynd við, að ekki ein einasta heil- steypt rökfærsla hefur verið sett fram til stuðnings fyrrnefndum lögum. Baráttan fyrir lögunum á þinginu á sínum tíma hafði á sér blæ krossfarar gegn apótekurum. Það sem kallað hefur verið rök fyrir ólögum þessum er ekkert annað en súpa af hálforðuðum hugsanabrotum, tilfinningum og innantómum slagorðum. í öllum þessum hrærigraut má þó greina ýmsa þætti: 1. Öfundarþátturinn Undanfarin ár hefur farið fram stanslaus áróður í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi þess efnis, að apótekarar græði alltof mikið - vegna þess að þeir greiða svo háa skatta -og séu þess vegna vondir. Þessi áróður hefur að sjálfsögðu heilaþvegið almenning og þing- menn: allt, sama hversu vitlaust sem það er, er réttlætanlegt, bara ef unnt er að nota það til að berja á apótekurum. 2. Slagorðið „frelsi“ Með því að kalla hin nýju lög „frelsislög" hefur þeirri hugmynd lævíslega verið smyglað inn í undirvitundina, að lögin hafi í för með sér aukið „frelsi“. Og allt sem heitir „frelsi" er jú gott, jafnvel Ekkert bendir til, segir Erlendur Jónsson, að fjölgun apóteka leiði til verðlækkunar. þótt það sé í raun andstaða frels- is. Stundum er þessi hugsun, ef hugsun skyldi kalla, líka orðuð svona: „þetta er þó í áttina til frelsisl". Með sömu hundalógík má segja t.d., að auknir skattar séu í frelsisátt, vegna þess að þá þurfum við ekki að eyða eins mikl- um tíma í að hugsa um hvað við eigum að gera við peningana. 3. Slagorðið „samkeppni" Menn hafa látið blekkjast af röngum samlíkingum á lyfjasölu við t.d. sölu stórmarkaða á mat- vöru: hefur samkeppni stórmark- aða ekki stórlækkað vöruverð? Og svo kemur hin gatslitna (en jafn- framt ranga) mjólkursamlíking: einu sinni voru menn á móti mjólk- ursölu í öðrum verslunum en mjólk- urbúðum o.s.frv. En: lyf eru ein- faldlega ekki matvara og lyijasala er ekki sambærileg við sölu á mat- vöru. Svo einfalt er það mál. 4. Slagorðið „úreltur“ Hér eru klisjumar „lénsveldi apótekara", „úrelt lög,“ o.s.frv. Það era að sjálfsögðu engin rök gegn fyrirkomulagi að segja það úrelt án þess að segja, af hveiju það er úrelt. Þeir sem setja fram slík rök, era áreiðanlega þeirra skoðunar, að það sé úrelt að hugsa, vegna þess að sá vani sé orðinn mjög gamall. 5. Þrýstingur frá hagsmunaaðilum Margur hyggur gott til glóðar- innar og vonast til að komast í kjötkatla þá, sem menn halda að apótekarar hafi setið einir að. Askorun Lagasetningar, sem byggðar era á tilfínningum og slagorðum, era ótækar. Minnumst þess, að áróð- ursmaskína ólýðraeðislegra afla hefur alltaf verið grandvölluð á því að varast skynsamlega umræðu en höfða fýrst og fremst til tilfínn- inga. Mér er því spurn: hvar eram við stödd, sem lýðræðisríki, ef við getum leyft okkur að setja lög á þennan hátt? Og ég vil hér með skora á hvem þann, sem telur sig hafa haldbær rök fyrir fyrrgreind- um lögum, að setja þau fram. Höfundur er dósent í heimspeki við Háskóia íslunds. ImÍRÓ EHF. • SÍMI 565 5633 ISLENSKT MAL GAMALL skólabróðir minn, Þor- björn Karlsson prófessor, mikill stærðfræðingur, skrifar mér hið vandaðasta bréf um ágreinings- efni sem um hríð hefur verið uppi. Áður en að bréfínu kemur, get ég þess, að ég er lítill stærð- fræðingur, og kannski bera orð mín þess merki. En gefum Þor- birni orðið: „Kæri Gísli. Ég vísa í 635. þátt þinn um íslenskt mál sem birtist í Morg- unblaðinu 4. apríl 1992, en þar segir þú: „Ef ég fæ hundrað krónur og annar maður helmingi meira, þá hlýtur sá tvö hundruð krónur eftir gamalli hefð málsins og málvitund umsjónarmanns.“ Nú viðurkenni ég að ég vand- ist sömu merkingu í mínu upp- eldi, en eftir að ég komst á legg og hugsaði meira um framsetn- ingu tungunnar komst ég að þeirri niðurstöðu að rökréttara væri í ofangreindu dæmi að helmingi meira væri 150 krónur. Vafalítið á nám mitt í verkfræði og raunvísindum sinn þátt í þess- um breytingum á minni málvit- und, en varla er ég einn um þessa skoðun þar sem Orðabók Menn- ingarsjóðs gefur tvær merkingar orðtaksins, þ.e. 100% meira eða 50% meira. í framhaldi af ofangreindri tilvitnun gefur þú eftirfarandi skýringu,_ sem þú hefur eftir Svavari Ármannssyni í Reykja- vík: „Gagnstætt reglum prósentu- reiknings gildir sú regla í ís- lensku máli, að sé eitthvað aukið t.d. fjórðungi, þriðjungi eða helmingi, þá er fjórðungur, þriðj- ungur eða helmingur reiknaður af niðurstöðu en ekki grunni.“ Síðan þakkar þú Svavari þetta skýra og skilmerkilega orðalag og virðist með því hafa kveðið í kútinn alla þá lesendur þáttarins sem efast um framangreindar merkingar, þar sem enginn hefur tekið málið upp nú í næstum fjögur ár. Ég hefði þó kosið að þú styddir þessa reglu Svavars „dæmum úr klassískum ritum“ eins og þú býður upp á, því að mér fínnst orðalagið hvorki skýrt né skilmerkilegt og vil því skoða það nokkra nánar. I ofangreindri skýringu kemur fikki greinilega fram hvort reikna skuli með því að fjórðungi, þriðj- ungi eða helmingi meira þýði að Umsjónarmaður Gísli Jónsson 837. þáttur minni talan sé fjórðungi, þriðj- ungi eða helmingi minni en stærri talan, eða hvort hún sé fjórðungur, þriðjungur eða helm- ingur af stærri tölunni. Nú vill svo til að það skiptir ekki máli hvor merkingin gildir þegar um helming er að ræða, þar sem báðar gefa sömu niðurstöðu. En athugum þá hvað þetta þýðir ef um fjórðung eða þriðjung er að ræða og miðum þá við að minni talan sé 100 eins og í þínu dæmi: A. Minni talan fjórðungi minni: Stærri talan = 133,33. Minni talan þriðjungi minni: Stærri talan = 150. B. Minni talan fjórðungur: Stærri talan = 400. Minni talan þriðjungur: Stærri talan = 300. Mér finnst þessar niðurstöður óeðlilegar hvor leiðin sem valin er, og hallast ég að því að þú hafir ekki hugsað dæmið til enda, þegar þú skrifaðir umræddan þátt. Ég tel. að fjórðungi meira en 100 sé 125, þriðjungi meira sé 133,33 og í rökréttu fram- haldi er þá 150 helmingi meira. Valgerður Jóhannsdóttir fréttamaður hjá ríkisútvarpinu fær prik hjá mér fyrir umræðu- þátt sem hún stýrði eftir morg- unfréttir kl. 08:00 föstudaginn 12. janúar sl., en þar ræddi hún við þingmennina Svavar Gests- son og Sturlu Böðvarsson um endurskoðaða ríkisreikninga. Komst hún þar svo að orði að á ákveðnu tímabili hefðu „skuldir ríkissjóðs aukist um rúmlega helming eða 54%“. Þarna sýnist mér koma fram sami skilningur og hjá mér, að aukning einhvers um helming geri það helmingi (50%) stærra (meira). Ekki óskyldur því sem hér hefur verið fjallað um er sá tals- háttur að eitthvað sé svo og svo mörgum sinnum minna en eitt- hvað annað, t.d. fímm sinnum minna, þegar átt er við að það sé einn fimmti af því sem miðað er við. Þetta hef ég oft heyrt í fréttum bæði í útvarpi og sjón- varpi og felli mig ekki við það fremur en ofangreind dæmi um fjórðung, þriðjung eða helming. Kær kveðja.“ Miklar þakkir færi ég Þorbirni fyrir þetta bréf, og kannski erum við ekki eins mikið ósammála og ég hélt. Mig sundlar svolítið yfir harðsnúnum útreikningum. En ekki skal ég undan skorast að taka dæmi úr klassískum rit- um og vitna síðan í orðabækur frá okkar tímum. 1) Hamdismál (15). Þar segir að Sörli og Hamdir „þverrðu þrótt sinn að þriðjungi" = rýrðu liðstyrk sinn um þriðjung, er þeir drápu þriðja bróðurinn Erp. Þegar þeir þannig „þverrðu að þriðjungi“, minnkuðu þeir töluna þijá í tvo, en ekki tvo um einn þriðja. Þeir voru eftir sem áður tveir, en ekki tveir mínus 0,66. 2) Njála: „Hún (Unnur) skal hafa sex tigi hundraða, og skal aukast þriðjungi í þínum garði.“ Þetta skýrir Njálufræðingurinn mikli, próf. Einar Ólafur Sveins- son, svo: „Heimanfylgja Unnar skyldi vera sex tigir hundraða (þ.e. 60 x 120 álnir vaðmáls), en Hrútur skyldi leggja á móti 30 hundruð, og hét það fé að réttu mundr, en í Grágás er líka haft um þetta orðið viðgjs>ld.“ Þessu næst er að sýna hvað stendur í orðabók Sigfúsar Blön- dals: „b. naar der er Tale om Forogelse el. Formindskelse bet. h. henholdsv. 100% og 50%: helmingi meira, det dob- belte; helmingi minna, det halve; helmingi stærri, dobb- elt saa stor; aukast um allan helming, tage voldsomt til: dynkirnir ukust nú um allan helming J Hall. 265-66.“ Og í orðabók Menningarsjóðs: „helmingur, -s, -ar K 1 ann- ar hluti af tveimur jafnstór- um: skipta e-u í (til) helm- inga; helmingi stærri hálfu stærri, 100% (50%) stærri, helmingi minni 50% minni. Að lokum legg ég til að við Þorbjörn leggjum málið í dóm próf. Baldurs Jónssonar á ís- lenskri málstöð sem bæði er málfræðingur og stærðfræðing- ur. Hlymrekur handan kvað: Jóhönnu á Jámgerðareyri jagaði Hvalfjarðar-Geiri, en svo tók hún sér annan ungan og grannan og hafði þá helmingi fleiri. Auk þess var ljótt að heyra í útvarpinu: „Elísabetar drottn- ingu“ í stað Elísabetar drottn' ingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.