Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 37 i í 1 i ! : I í I 4 4 4 4 i 4 i i i i ( i i i i i BJARNI ÞORSTEINSSON + Bjarni Þor- steinsson var fæddur í Háholti í Gnúpverjahreppi 9. ágúst 1899. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 11. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Bjarnason, f. í Há- holti í Gnúpveija- hreppi 2. okt. 1865, d. 21. sept. 1951, og Ingibjörg Þor- steinsdóttir, f. á Reykjum á Skeiðum 25. aprfl 1872, d. 16. jan. 1923. Bjarni kvæntist 18.nóv. 1933 Helgu Andrésdóttur, f. 12. júní 1900 í Núpstúni í Hrunamanna- hreppi, d. 28. mars 1945. Börn þeirra eru þijú: Andrés, f. 2. júlí 1934, húsasmiður á Sel- tjarnarnesi, giftur Ingu Vig- fúsdóttur, f. 22. des. 1933, og eiga þau þijú börn; Kristín, f. 6. okt. 1936, húsfreyja og bóndi á Syðri-Brúnavöllum, gift Boga Melsteð, f. 10. okt. 1930, og eiga þau fjögur börn; Þorsteinn, f. 16. okt. 1941, fram- kvæmdastjóri á Selfossi, giftur Guðrúnu Orms- dóttur, f. 8. apríl 1951, og eiga þau tvö börn. Bjarni stundaði búskap í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi 1932-1936 og á Syðri-Brúnavöll- um, Skeiðahreppi, Árn. árin 1936-1946. Árin 1946-1949 bjó Bjarni í Hveragerði og vann almenna verkamannavinnu. Árið 1949 flutti Bjarni aftur að Syðri-Brúnavöllum og stundaði búskap til ársins 1963. Frá 1963 bjó Bjarni hjá Krist- ínu dóttur sinni á Syðri-Brúna- völlum. Útför Bjarna fer fram frá Stóra-Núpskirlyu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. AFI Á Brúnavöllum er dáinn. Það er undarleg tilhugsun að afi verði ekki á Brúnavöllum í heimsóknum okkar þangað í framtíðinni. Annað hvort lesandi í bókum eins og hann hafði svo mikið yndi af eða að dunda sér úti við. En svona er nú gangur lífsins. Ekki er hægt að segja að líf afa hafi alltaf verið dans á rósum. Afi varð fyrir miklu áfalli þegar Helga amma dó frá ungum börn- um þeirra. Við þessar aðstæður var vaninn að leysa upp heimilin og senda börnin í fóstur. Það vildi afi ekki að yrði gert við börnin sín og því ákvað hann að halda heim- ili sjálfur sem hanh og gerði af miklum myndarskap. Á þeim tíma þótti ekki við hæfi að karlmenn sinntu heimilisstörfum því það var hlutverk kvenna og sagði afi að stundum hafi verið brosað að hon- um. En hvort sem það var að baka, þvo gólf, strauja eða setja tölu á skyrtu, þótti afa það ekki mikið mál. Þessa hluti varð að gera. Þannig var hugsun hans áratugum á undan samtímamönnum hans. Afi hafði einstaklega hlýja fram- komu og hann var mikill bamavin- ur. Það var alltaf notalegt og skemmtilegt að ræða við afa, hvort sem það var um lífið í gamla daga eða um líðandi stund. Hann fylgd- ist alltaf af miklum áhuga með því sem við afkomendur hans vorum að gera, hvemig okkur gekk í einkalífi, skóla eða starfi. Afí hugs- aði mjög vel um húsdýrin. Jafnvel kettirnir og hænurnar fengu fóður sem var útbúið af mikilli natni og alltaf var tími til að stijúka kúnum. Enda virtist það svo, jafnt með dýrin og okkur krakkana, að okkur leið mjög vel í návist hans svona rólegum og yfirveguðum. Afí var mikill náttúmunnandi og hafði yndi af ferðalögum. Jeppinn hans var notaður til ferða innanlands og þegar hann varð áttræður brá hann sér til Danmerkur í bændaferð og var ekki laust við að við væram stolt af honum. Okkur systkinin langar að þakka þér, afi, fyrir allar stundirn- ar sem við áttum saman og kveðj- um þig með söknuði með eftirfar- andi orðum: Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífs- ins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjðf sem gleym- ist eigi og gæfa var það öllum sem fengu ao kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Það mun verða tómlegra að Brúnavöllum án þín þar. Hvíl í friði, elsku afí. Helga, Þórunn og Bjarni. Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í janúar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- förnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargrein- um og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðs- ins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hóf- sama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. Mér bárast þær fréttir að sá mæti maður Bjarni Þorsteinsson frá Brúnavöllum væri fallinn frá háaldraður. Þegar maður stendur hugsi frammi fyrir því, rifjast ávallt upp minningar. Finnst manni bæði ljúft og skylt að gera svo góðum dreng sem Bjarni var einhver skil í þeirri minningu. Við kynntumst á Flóamannaaf- rétti í haustleit fyrir löngu, en þó nokkru fyrr kom þessi höfðingi til mín í Skeiðaréttum og bað mig að kom með þeim körlum í eftir- safn eins og hann orðaði það, en þá vantaði mann. Ég varð svolítið montinn af þessari bón fjallkóngs Austurleit- ar og sló til. Þessar ferðir urðu margar og tókust með okkur ævilöng kynni sem ég hef verið hvað stoltastur af, enda lært mik- ið af þeim hafsjó sem Bjarni bjó yfir af örnefnum á afrétti okkar, sem hann þreyttist. aldrei á að fræða okkur um. Ekki var nú síð- ur að maður lærði af honum stjórnun á þpssum stað, en stjórn- un var honum einkar lagin. Þar kom fram alveg einstök sam- viskusemi sem fólst í að ná öllu fé úr afrétti og tók hann ávallt fram að við færum til þess að vinna erfiða vinnu en um leið til að skemmta okkur. Stundum kom fyrir að farið var úr byggð aftur á afrétt að ná í fé sem fréttist af sem orðið hafði eftir og var þá kóngur okkar ávallt tilbúinn að skipa sjálfan sig fyrst- an en slíkur var hugur hans til kindanna og fjallanna. Oft reyndi á hæfni þessa höfðingja þar sem veður geta verið válynd á þessum slóðum seint að haustinu. Eitt sinn hallaði hann sér út af að glugga um stund, leit til okkar og sagði: „Ég held við förum ekki strax af stað, mér líst ekki á útlitið.“ Þetta stóð heima. Skollið var á illt veður af norðaustan með snjókomu um kl. 10.00. Kátt var oft hjá okkur í bragganum, sérstaklega á mið- vikudagskvöldum, en þá var tekið upp á ýmsu, m.a. fleginn köttur í ijáfri braggans. Man ég höfðingja hangandi þar hlæjandi en mjög einbeittan á svip en setti mjög í brýrnar. Ekki lá hann heldur á liði sínu í boðhlaupunum ef snemma lauk dagsverki sem of sjaldan kom fyrir. Hreinskiptinn var kóngurinn. Eitt sinn kom hann að máli við undirritaðan og sagði: „Það er al- veg merkilegt með þig, um leið og þú sérð fé verður þú vitlaus og böðlast áfram. Þú verður að passa hestana, drengur." Svona athugasemdir gerði kóngurinn okkar ef þurfti. Hann gleymdi heldur ekki að þakka okkur dugn- að og fórnfýsi ef til kom. Við félag- ar hans áttum því láni að fagna að fá þennan vin okkar í heimsókn inn á afrétti eftir að hann var hættur að fara til fjalls og orðinn mjög fullorðinn. Kom þá fyrir að hann gisti og skildum við þá oft- ast við hann um leið og við fórum í leit að morgni. Oftast spurði þáverandi kóngur hann um leitar- skipan. Kom þá fallegt blik í þessi góðlegu augu um leið og hann tjáði sig, og svo var faðmast og kvatt, ávallt komu nokkur hlý tár við brottför. Síðast kom kóngurinn til okkar þegar hann var á 93. aldursári. Gisti hann þá hjá okkur. Við reyndum að dekra við vininn sem unnt var og ber að þakka Guði fyrir að hann komst í þessa ferð, en hún er okkur félögum Bjarna ógleymanleg. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa veitt mér tækifæri til að lifa með og læra af þessum höfðingja. Megi Guð blessa minningu hans. Ég sendi öllum ættingjum Bjarna mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi Guð fylgja ykk- ur. Skúli Ævarr Steinsson, Eyrarbakka. ÞORHILDUR MARGRÉT VAL TÝSDÓTTIR + Þórhildur Mar- grét Valtýsdótt- ir fæddist á Seli 29. september 1901. Hún lést í Landspít- alanum 14. febrúar síðastliðinn. Þór- hildur var dóttir hjónanna Guð- bjargar Guðmunds- dóttur, f. 8. apríl 1866, d. 22. júní 1951, og Valtýs Brandssonar bónda á Seli, f. 5. október 1851, d. 23. nóvem- ber 1913. Þórhildur var ein sex barna þeirra hjóna, hin voru Magnús, útgerðar- og verkamaður í Vestmannaeyjum, Geirmundur, bóndi á Seli, Karel, bóndi á Seli, Þuríður og Helga. Þau eru öll látin. Þórhildur átti einn son, Valtý Óskar Sigurðsson, f. 21. september 1921. Útför Þórhildar Margrétar verður gerð frá Voðmúla- staðarkapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. HINN 14. febrúar sl. lést á Land- spítalanum Þórhildur Margrét Val- týsdóttir fyrrverandi húsfreyja á Seli í Austur-Landeyjum. Þórhildur ólst upp með foreldrum sínum og systkinum á Seli en eftir að Valtýr faðir hennar lést bjuggu þau systk- inin öll á Seli með móður sinni fyrst um sinn en síðan þau þrjú, Tóta, Geirmundur og Karel. Árið 1930 tóku þau þijú við búi móður sinnar og bjuggu á Seli fram til ársins 1972 er þau fluttu til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu saman síðan. Geirmundur Iést árið 1989 og Kar- el árið 1990. Hin síðari ár bjó son- ur Tótu, Valtýr Óskar Sigurðsson hjá móður sinni í Reykjavík. Hann reyndist henni afar vel alla tíð, ekki síst á síðustu árum eftir að heilsu Tótu tók að hraka. Ég á afskaplega ljúfar minning- ar um Tótu. Þegar ég var ungur drengur fór ég nokkur sumur með móður minni að Seli í heimsókn. Þangað var alltaf gott að koma því systkinin þijú tóku ávallt vel á móti gestum sínum, sérstaklega yngsta fólkinu. Hlýjan sem þau systkinin höfðu til að bera hafði djúpstæð áhrif á mig og á Seli leið mér alltaf vel. Gestir gátu reyndar ætið verið vissir um að dvöl á Seli var dvöl hjá góðu fólki. Öll voru systkinin sérlega barngóð og það var oft glatt á hjalla þegar brugðið var á leik, allir hlógu og tíminn þaut áfram, oftast allt of hratt. Tóta var fyrirmyndar húsmóðir. Hún var ákveðin, samt ljúf og rækti sitt hlutverk með mikilli prýði. í eldhúsinu hjá henni var alltaf eitt- hvert góðgæti á boðstólum og í búrinu lumaði hún oft á einhveiju sem kom okkur krökkunum á óvart. Stundum var það ávaxtasafí, stundum súkkulaði og stundum eitthvað enn annað sem lokkaði okkur fram í eldhús til Tótu. Hún naut þess áð svo sannarlega að gleðja litla vini sína og á stundum sem þessum skein hlýjan af Tótu og þá sá maður best hvem mann hún hafði að geyma. Minningarnar frá Seli eru því góðar og afar dýr- mætar. Þegar þau systkinin fluttu til Reykjavíkur 1972 bjuggu þau sam- an í Ljósheimunum. Heimili þeirra var vinalegt og hlýlegt. Gestrisnin var söm og fyrr á Seli. Það var gaman að koma í Ljósheimana og enn sem fyrr flaug tíminn í skemmtilegu spjalli um alla heima og geima. Væru börn með í heim- sóknum glöddust þau systkinin sér- staklega og gerðu allt til þess að láta þeim líða vel. Gjarnan voru til í skáp einhveijar gjafir sem ætlað- ar voru börnunum og þær voru gefnar með mikilli gleði og af mikl- um hlýhug. Enn sem fyrr sýndu systkinin á Seli á sér hlið mann- gæsku og vináttu. Fyrir nokkru tók heilsu Tótu að hraka en þrátt fyrir það var hún glaðlynd, gestrisin og naut þess að vera með sínu fólki. Sem fyrr seg- ir, bjó Valtýr sonur hennar með henni hin síðari ár og var það henni mikill styrkur. Nú þegar Tóta er fallin frá er mér efst í huga minning um góða og tilfínningaríka og heilsteypta konu sem hafði svo ótalmarga kosti til að bera. Ég veit að allir sem þekktu Tótu sakna hennar og ég veit að minningin um þessa heið- urskonu mun lifa meðal okkar allra. Ég votta Valtý og öllum ættingj- um Tótu samúð 'mína við fráfall hennar. Blessuð sé minning Þór- hildar Margrétar Valtýsdóttur frá Seli. Ragnar Óskarsson. Mig langar að minnast með nokkrum orðum Þórhildar, en við urðum góðar vinkonur fyrir 24 árum. Þá var hún 71 árs en ég 7 ára. Hún bjó á Seli í A-Landeyjum með bræðram sínum Geirmundi og Karel, þar ti! árið 1972 að þau flutt- ust til Reykjavíkur. Það er gaman að riíja upp hvern- ig vinskapur okkar hófst. En þann- ig var að í janúar 1972 var amma mín jörðuð. Meðan útförin fór fram var okkur krökkunum komið fyrir hjá þessum barngóðu systkinum. Þau voru eins og þeirra var von og vísa einstaklega ljúf og góð við okkur. Þá fékk ég skyndilega góða hugmynd og sagði við Þórhildi sem svo að nú væri hún amma mín dáin, hvort hún vildi ekki vera amma mín í staðinn. Hún tók þess- ari beiðni afskaplega vel og sinnti hlutverkinu af alúð. Á þessum tíma kallaði ég hana „plat ömmu“ eða bara ömmu þegar ég talaði við hana. Eftir að þau systkinin flutt- ust til Reykjavíkur fékk ég í nokk- ur haust að vera hjá þeim í nokkra daga áður en skólinn byijaði. Ég man hvað mér, sveitabarninu, þótti þetta mikið ævintýri. Það var allt svo spennandi, t.d. að fara fyrir þau út í búð að versla. En það var langt frá því að ég væri eina barn- ið sem vildi koma til þeirra, börnin í næstu íbúðum vissu vel hversu indæl og barngóð þau voru og sóttu í að koma í heimsókn. Seinna meir, þegar ég var komin í framhaldsskóla í höfuðborginni, heimsótti ég þau stöku sinnum og það var alltaf jafn gaman. Þau spurðu frétta að heiman úr sveit- inni og svo spjölluðum við um dag- inn og veginn. Og iðulega var ein- hveiju gaukað í vasa minn í kveðju- skyni. Nú síðustu árin hittumst við sára sjaldan, alltof sjaldan auðvitað. Hún orðin heilsulítil og ég á kafi í búskapnum og barneignum. En það er ekki þar með sagt að maður gleymi gömlu vinunum, þeir eiga sér alltaf sess í hjarta manns. Og ég vil nú að lokum þakka henni „plat ömmu“ minni og einnig Geira og Kalla allar góðu stundirnar. Guðbjörg Albertsdóttir, Skiðbakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.