Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGAKDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 39 Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gunnar, Kristján og Guðlaug. Hún amma Stjana er dáin. Stór hópur afkomenda og ástvina kveður hana með söknuði og þakk- læti. Mig langar í nokkrum orðum að þakka henni fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Maður- inn minn, Haukur, ólst upp að mestu hjá ömmu sinni og afa, þeim Stjönu og Gesti. Þegar ég kynntist ömmu Stjönu fyrir um 20 árum var ég búin að missa mínar ömmur og mér fannst ég eignast ömmu á ný. Það var góð tilfinning. Þá bjuggu þau Gestur á Kirkjuvegi 6 og þar var gott að koma. Amma Stjana var mikil húsmóðir og það var alveg sama á hvaða tíma dags maður leit við, allir urðu að fá kaffi og með því, ef ekki kleinur, þá pönnukökur og sitthvað fleira, því mikið bakaði hún. Hún var ákaf- lega barngóð og fylgdist mikið með uppvexti barna minna og passaði oft elsta son minn, Kristján, kenndi honum m.a. að spila og mikið voru þau búin að hlæja yfir Ólsen ólsen og öðrum spilum. Þegar hún fór síð- an á Elliheimilið Hornbrekku talaði Kristján oft um það að hann sakn- aði þess að geta ekki farið á Kirkju- veginn og fengið pönnukökur. Amma Stjana var mikið fyrir handavinnu, prjónaði mikið og hekl- aði ýmislegt sem við í minni fjöl- skyldu nutum góðs af. Og ef ein- hvern vantaði sokka eða vettlinga átti hún þá yfirleitt í kassa inni í borðstofu, og ef ekki, voru þeir til- búnir daginn eftir. í mörg ár tók hún slátur fyrir mig og aldrei notaði hún uppskrift. Þegar ég ætlaði að fara að vikta í sláturgerðina eftir því sem hún setti í slátrið, sagði hún að þetta þýddi ekkert, ég fyndi þetta bara. Ég held að hún hafi haft alla tilfinningu um matargerð og bakstur í höfðinu og fingrunum. Ég man hvað mér þótti gaman að koma í eldhúsið til hennar á elli- deildinni, þegar Lauga vinkona hennar var þar líka og þær voru að rifja upp gömlu dagana og skemmti- leg atvik tengd þeim. Þegar hún svo flutti á sjúkradeild Hornbrekku þótti henni verst að geta ekki hellt á könn- una og gefið okkur kaffi. En samt var alltaf nammi í bauknum hennar sem hún var óspör á að bjóða úr, öllum þeim sem til hennar komu. Síðustu árin var amma Stjana léleg til heilsunnar, hún talaði oft um það við mig að nú vonaði hún að Guð færi að taka hana til sín. Þessi yndislega kona skilaði sínu æviverki vel. Ég vil þakka starfs- fólki Hornbrekku fyrir góða umönn- un við hana í gegnum árin. Við Haukur og krakkarnir kveðjum þig með söknuði en þó miklu þakklæti fyrir allar stundimar sem við áttum saman. Guð blessi minningu ömmu Stjönu. Jónína Kristjánsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld 1 úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þesB Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við mcðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. MINNINGAR EINBJÖRG EINARSDÓTTIR + Einbjörg Ein- arsdóttir fædd- ist 24. febrúar 1902 á Hítardalsvöllum, Kolbeinsstaða- hreppi. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 20. des- ember síðastliðinn. Eiginmaður hennar var Kristinn Sófus Pálmason, f. 18. sept. 1897, d. 26. maí 1965. Börn þeirra eru: Klara, f. 21. okt. 1922, maður Kjart- an Olafsson, börn Þorsteinn, Ólafur og Þórunn. Jón Halldór, f. 2. okt. 1923, d. júní 1973, kona Karlotta Helgadóttir, börn Helga, Hafsteinn, Þór, Róbert og Irene. Pálmi Gunnar, f. 27. mars 1927, d. mars 1991, börn Kristinn Sófus og Arinbjörn. Einar Björgvin, f. 29, des. 1931, kona Steinunn Sigþórs- dóttir, barn Auður. Krislján Friðrik, f. 26. okt. 1935, kona María Lúðvíksdótt- ir, börn María Sif, Sigríður Rósa og Orvar Þór. Kristinn Sófus, f. 13. jan. 1938, kona Dagný Ólafsdóttir, börn Guðrún, Kristbjörg og Sara Rut. Sig- urður, f. 2. ág. 1940, kona Ingfrid Thu Kristinsson, börn Dagný og Sig- urður. Einbjörg útskrifaðist úr Kennaraskóla íslands árið 1922. Útför Einbjargar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 29. desember í kyrrþey að ósk hennar. Guð komi sjálfur nú með náð. Nú sjái Guð mitt efni og ráð. Nú er mér Jesú þörf á þér. Þér hef ég treyst í heimi hér. (H. Pét.) í dag, 24. febrúar, hefði besta vinkona mín orðið níutlu og fjög- urra ára gömul. Þegar við kvödd- umst í desemberbyrjun gerðum við báðar ráð fýrir að drekka saman afmæliskaffi þennan dag. Við Ási vorum á leið til Bandaríkjanna, ég sagðist hringja til hennar á jólunum og svo fengi hún ferðasöguna eins og hún legði sig þegar við kæmum heim í janúar. Hún var hlý og bros- mild, eins og alltaf, og sagði okkur glöð frá jólaskemmtuninni sem hún hafði sótt kvöldið áður með eldri borgurum á Vesturgötunni. Allt hefði verið gaman. Maturinn góður og fólkið skemmtilegt. Hún kvaddi okkur eins og hún var vön: „Góða ferð og guð fylgi ykkur.“ Nokkrum dögum seinna kvaddi hún lífið sjálft. Það var reisn yfir henni til síð- asta dags. Hún fór oft niður í miðbæ til að útrétta, og var nýkomin úr slíkum leiðangri, þegar hún veikt- ist. Fáeinum klukkustundum síðar var hún látin. Ég sakna hennar meira en orð fá lýst. Einhvern veginn var ég gjör- samlega óviðbúin því að missa hana. Ég hef orðið vör við að fólk á erfitt með að skilja þessi við- brögð. Hún hafi verið orðin svo öldr- uð að fráfall hennar geti tæpast hafa komið á óvart. En aldur er ekki bara spurning um ár. í mínum huga var hún ung, af því að hún var glöð yfir lífinu, hafði fijálsan anda og lifandi hugsun. Fylgdist með og hafði skoðanir á hlutunum. Góð amma er mikil gersemi. Góður vinur er ein af dýrmætustu gjöfum lífsins. Ég veit ekki hversu algengt það er að eiga ömmu sem jafnframt er náinn vinur manns, en sjálfri finnst mér ég ekki geta þakkað það nógsamlega. Ef til vill var strengurinn á milli okkar jafn sterkur og raun bar vitni af því að ég var einbimi og hún bjó ein. Varð ekkja árið 1965, fjórum árum áður en ég fæddist. Mér fínnst þó að þessi strengur hafi ekki myndast vegna }d:ri aðstæðna eingöngu, heldur vegna einhvers konar sam- hljóms innra með okkur. Ég var ævinlega gripin sérstakri kennd þegar ég kom í heimsókn til hennar. Hún bjó við Ásvallagötu 35 í sextíu ár, þar af þijátíu ár ein. Heimilið var íburðarlaust, en mér þótti andinn þar öðruvísi en í öðrum húsum, einkum í stofunni. Veggir og borð voru þakin myndum af ættingjum og vinum. Auk þess var ein mynd af sænsku konungsfjöl- skyldunni og önnur af páfanum, sem hún hafði mikið dálæti á. Þess- ar myndir voru frá öllum tímum, en ég hafði frá fyrstu tíð mest gam- an af elstu myndunum. Þótti hrein- asta ævintýri að amma hefði verið að byija í barnaskóla þegar Hannes Hafstein var ráðherra, nánast gjaf- vaxta þegar Ísland hlaut fullveldi 1918, og sæti þarna í stofunni og spjallaði við mig um atburðina sem ég var að læra um í skólanum, eins og þeir hefðu gerst í gær. Hún sagðist aldrei vera einmana. Hefði ævinlega nóg fyrir stafni. Hún var lærður kennari, en starf- aði lítið við það þar sem hún var með stórt heimili, en hún átti sjö börn. Henni var þó mjög eiginlegt að fræða, og var mikið í mun að ég nyti skólagöngunnar. Ekki bara að ég væri dugleg að læra, heldur hitt, að ég færi ekki á mis við ánægjuna af því. Þegar ég var við nám í Verslunarskólanum, bjó ég eitt sinn hjá henni meðan ég var í vorprófum. Hún var jákvæð og hvetjandi, alltaf reiðubúin að leið- beina mér og liðsinna og hlýddi mér af áhuga yfír námsefnið. Hún brýndi mjög fyrir mér, að námsárin væru bestu ár ævinnar og ég ætti að njóta hverrar stundar. Meðan ég stundaði nám í við- skiptafræði, leitaði ég oft styrks hjá henni og hringdi til hennar þeg- ar ég var í prófum til að fá stuðn- ing. Hún bað fýrir mér þegar ég fór í próf og mér fannst stundum eins og hún sæti við hliðina á mér. Það var stór stund fyrir okkur báð- ar þegar ég útskrifaðist úr Háskóla íslands. Hún hafði oft sagt, að fengi hún að lifa svo lengi, yrði það sér- stakur merkisdagur í lífí sínu. Samtal við ömmu var andleg veisla. Hún var bókmenntaunnandi, las mikið og kunni ógrynni af ljóð- um, sem hún vitnaði oft óspart í þegar við töluðum saman. Hún kunni Passíusálmana utanbókar og hafði sérstakt dálæti á Hallgrími Péturssyni, las heimspeki af innlif- un og hafði áhuga á dulrænum efn- um. Þegar ég lánaði henni Hús andanna eftir I. Allende, las hún hana á fáeinum dögum og síðan sáum við kvikmyndina saman og ræddum um efni hennar. Einu sinni sátum við tvær saman einn góðviðrisdag í Viðey við leiði tengdaforeldra hennar, sem höfðu búið þar, og hún sagði mér frá þessum forfeðrum mínum og lífinu á öndverðri öldinni. Þetta var á laugardegi um verslunarmanna- helgi, og ólýsanleg kyrrð yfir öllu, einhvers konar tímaleysi. Þessi dag- ur lifir í vitundinni eins og björt gleði, sem hægt er að hverfa til í huganum og hvíla í. Gegnum tíðina hafa margir haft orð á þvi við hina ýmsu meðlimi fjölskyldunnar, að eitthvað gott fylgdi þessari konu, henni ömmu minni. Eitthvað sem ekki væri auð- velt að færa í orð. Sjálfri finnst mér viss ljómi og litur hverfa úr umhverfinu við fráfall hennar, en innra með mér lifir allar stundir ylurinn frá henni og birtan af ná- vist hennar öll mín uppvaxtarár. Ég bið ömmu minni og kærri vinkonu guðs blessunar og þakka af hjarta samfylgdina. Auður Einarsdóttir. Sumir einstaklingar fá þess not- ið að lifa lífí sínu svo sprækir og sjálfbjarga að dauðinn virðist þeim víðsfjarri, jafnvel þótt þeir séu komnir á tíræðisaldur. Svo var um Einbjörgu Einarsdóttur en hún lést skyndilega 20. desember síðastlið- inn. í dag, 24. febrúar, hefði hún orðið 94 ára gömul. Kýs ég sökum fjarveru við andlát hennar að minn- ast hennar á afmælisdaginn. Það var árið 1968 sem ég kynnt- ist henni fyrst. Þá var ég aðeins 16 ára unglingur og var komið til vetrardvalar hjá henni á Ásvalla- götu 35. í þá tíð var unglingum utan af landi oft komið fyrir hjá fólki í borginni svo þeir fengju not- ið menntunar sem þar var í boði. Svo var í þessu tilfelli, en ég þekkti lítt þá góðu konu sem hýsa skyldi mig veturinn 1968-1969. Við vorum frænkur, því hún var hálfsystir afa míns, Helga Salóm- onssonar, áður bónda í Stangar- holti á Mýrum. En þar sem aldurs- munurinn var hálf öld og fjörður milli frænda var e.t.v. ekki von að kynnin væru mikil. Ég vissi aðeins að hún væri ekkja og byggi orðið ein. Komudagur minn í september 1968 stendur mér enn lifandi fyrir hugskotssjónum. Kunningi foreldra minna tók að sér að aka með mig vestur í bæ. Dívaninn minn var á toppi bílsins, töskurnar afturí. Er við renndum að Ásvallagötu 35 stóð í dyrunum fremur lágvaxin hnellin kona og hvíta hárið hennar bærðist í hauátgolunni. Þetta var þá frænkan sem ég skyldi búa hjá veturlangt. Hún bauð mig vel- komna og vísaði mér upp stigana með föggur mínar. Reyndar hefur mér æ síðan fundist þessi stiga- gangur einn sá fínasti í borginni með stífbónuðum línóleumdúkum og fallegu blómamynstri á veggjun- um. Þennan vetur hlotnaðist mér að kynnast frænku og urðu þau kynni mér til yndisauka æ síðan. Hún var fædd að Hítardalsvöll- um (Völlum) í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu hinn 24. febrúar 1902, dóttir hjónanna Ingibjargar Benjamínsdóttur og Einars Einars- sonar. Þau hjón áttu fyrir hjóna- band sinn soninn hvort, en Einbjörg var fyrra barnið sem þau hjón áttu saman. Nokkrum árum seinna eignuðust þau dótturina Þóreyju. Það hafa verið stoltir foreldrar sem sameinuðu nöfn sín við skírn litlu dótturinnar. Er Einbjörg var nokk- urra ára flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og átti hún heima þar æ síðan. Einbjörg útskrifaðist frá Kenn- araskóla Islands aðeins 20 ára gömul árið 1922. Það var ekkert sjálfgefið að ungt fólk gæti þá stundað framhaldsnám, en það er lýsandi dæmi um dugnað hennar. Saga Einbjargar var saga al- þýðukonunnar. Hún giftist ung Kristni Sófusi Pálmasyni, ættuðum frá Sæbóli á Ingjaldssandi, lengi starfsmaður Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar. Saman eignuðust þau sjö börn, dóttur elsta og sex syni. Það liggur í augum uppi að á svo stóru heimili hefur húsmóðirin þurft að halda vel um það sem aflað var svo endar næðu saman. Á fjórða áratugnum flutti fjöl- skyldan í íbúð þá sem Einbjörg bjó í til dauðadags eða í tæp 60 ár, í verkamannabústöðunum við Ásval- lagötu. Plássið þætti ekki mikið fyrir níu manna fjölskyldu nú, en tímarnir breytast. Sambúð okkar frænknanna gekk farsællega. Aldrei nokkurt nudd af hennar hálfu, aldrei tal um spillt- ar, ungdóm, aldrei neikvæðar at- hugasemdir, aldrei umvandanir. En hún var óspör á það sem jákvætt var, það sem gæti eflt sjálfsmynd unglingsins. Margt hefði í fari hennar mátt taka sér til fyrirmyndar, fágaða framkomuna, jafnlyndi, jákvæðni, orðvendni og heiðarleika. Hún gekkst ekki upp í því að sanka að sér veraldlegum auði og stundum er henni fannst menn fara offari í lífsgæðakapphlaupinu brosti hún góðlátlega og sagði: „Gera menn sér ekki grein fyrir að þeir fara héðan jafnsnauðir og þeir komu.“ En hún var stórauðug í andanum og veitti óspart af þeirri auðlegð sinni. Gegnum árin hef ég ætíð farið ríkari í sálinni af hennar fundi. Þótt hún yrði háöldruð varð þar engin breyting á. Oft hafði hún heyrt foreldra sína tala um búskapartíð sína á Hítar- dalsvöllum, en sá bær fór í eyði fljótlega eftir að þau fluttu þaðan. Þangað fýsti hana að koma og sjá fæðingarstað sinn. Svo var það loks árið 1979 að við fórum þangað. Rústir bæjarins standa á vestur- bakka Hítarár, en við komum að ánni austanmegin og þurftum því að vaða hana. Einbjörg lét það ekki aftra sér frá því að komast til fyrirheitna staðarins, heldur brá sér í klofstígvél og óð ána með stuðningi bróðursonar síns Einars á Læk. ^ Og þama vom rústir bæjarins þar sem hún, síðust bama, var í heiminn borin. Enn skám þær sig aðeins úr landinu í kring, liturinn dökkgrænni. Þarna var sögusvið sagnanna sem hún hafði svo oft heyrt. Áin sem móðir hennar óttað- ist að litla stúlkan félli í, og fjallið þar sem emirnir bjuggu. Þessir fuglar sem sagan sagði að gætu tekið lítil börn. Þarna höfðu þau gengið til verka foreldrar hennar, þessa leið mundi faðir hennar hafa ^ farið í vetrarmyrkrinu að sækja ljósmóðurina 77 árum fyrr. Fyrir tveimur áram nefndi hún við mig að sig langaði að koma í Gamla kennaraskólann við Laufás- veg, nú Kennarahúsið. Hún hafði fylgst með því að gamli skólinn hennar var lagfærður. Ég mæltist til þess að hún kæmi með mér ein: hvern daginn. Skrifstofustjóri KÍ tók því erindi mínu ljúfmannlega að taka á móti gömlum nemanda og sýna staðinn. Saman fórum við og fengum góðar móttökur. Var henni sýnt húsnæðið allt og rifjaði hún upp aðstæður og aðbúnað svo sem verið hafði er hún var þar við nám. Mér fannst í fyrstu að ég - þyrfti e.t.v. að styðja við þessa 92 ára gömlu konu í stigunum en sá fljótlega að það var hinn mesti óþarfi. Hún sveif upp og niður stig- ana, eins og hún væri aftur orðin unga stúlkan sem þar var við nám 72 árum áður. Einbjörgu Einarsdóttur auðnað- ist að lifa með reisn til hinsta dæg- urs, en skyndilega var runnið úr stundaglasinu. Hennar er ljúft að minnast. Ég kveð hana með eftir- sjá og þakka fyrir mig. Þín frænka, - Ásdís Einarsdóttir. Erfidrykkjur Glæsilegt kaffíhlaðborð og hlýleg salarkynni. Góð þjónusta. HOTEL REYKJAVIK Sigtúni 38. Upplýsingar í simum 568 9000 og 588 3550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.