Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Systir okkar, t ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Furugerði 1, lést í Landspítalanum 22 febrúar. Kári Þórðarson, Þórunn Þórðardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓHANIMESDÓTTIR, Hamraborg, Mosfellsbæ, andaðist á Reykjalundi 23. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Vifill Oddsson, Ketill Oddsson, Þengill Oddsson, Ólafur H. Oddsson, Steinunn Oddsdóttir, Jóhannes V. Oddsson, Kartrín Gústafsdóttir, Hlín Árnadóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Þorsteinn Broddason, Þóra Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖRÐUR ÞÓRARINSSON múrarameistari, Jófríðarstaðavegi 17, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Maria Helgadóttir, Ásbjörn Harðarson, Svana Björk Karlsdóttir, Kristín Harðardóttir, Tómas Tómasson, Helgi Harðarson, Kristbjörg Lilja Jónsdóttir, Jóhann Harðarson, Brynja Brynjarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, HALLGRÍMS P. ÞORLÁKSSONAR frá Dalbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðurlands fyrir alla þeirra um- önnun. Eiríkur Hallgrímsson, María Leósdóttir, Gunnþórunn Hallgrímsdóttir, Jón Ólafsson, Steinunn Hallgrímsdóttir, Egill Örn Jóhannesson, Hörður Vestmann Árnason, Jóhanna Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eig- inkonu minnar og móður, GUÐRÚNAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Vesturgötu 3, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyflækningadeild 2, Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, og á dvalarheimilinu Hornbrekku í Olafsfirði fyrir góða að- hlynningu. Sinavik-konum og Ólafsfirðingum öllum þökkum við frábæra aðstoð og umhyggju. Guðs blessun fylgi ykkur. Sæmundur Ólafsson, Hallgrímur Björnsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, SIGRÚNAR ÓSKARSDÓTTUR, Meistaravöllum 31, Reykjavík. Eyrún Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Ágúst Þorsteinsson, Sigrún H. Jónsdóttir, Þorsteinn Svanur Jónsson, Sigurður Óskarsson, Herdís Óskarsdóttir, Guðmundur Rúnar Óskarsson, Eyþór Örn Óskarsson og fjölskyldur. + Jón Krisfjáns- son fæddist á Skútustöðum 17. maí 1920. Hann andaðist á heimili sínu á Arnarvatni í Mývatnssveit 16. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján Jóns- son, bóndi á Skútu- stöðum, Sveins- strönd og Litlu- strönd i Mývatns- sveit, f. 16.3. 1886, d. 30.6. 1967, og kona hans Guðrún Friðfinnsdóttir, f. 28.10. 1882, d. 25.9. 1969. Systkini Jóns eru: 1) Ágústa, f. 12.9. 1912, d. 19.6. 1970, húsfreyja á Húsavík, 2) Finna, f. 6.5. 1916, d. 10.12. 1995, ógift, Litluströnd, 3) Steingrímur, f. 27.11. 1917, d. 30.6. 1993, bóndi á Litluströnd, 4) Matthías, f. 14.6.1924, starfs- maður Kísiliðjunnar hf. Jón kvæntist 24.12. 1945 Þóru Sigurðardóttur, f. 16.2. 1920. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, skáld og bóndi, og Sólveig Hólmfríður Pétursdóttir, Arnarvatni, Mý- vatnsseit. Börn Jóns og Þóru ELSKULEGUR tengdafaðir minn er látinn. Þegar ég hugsa til hans nú eru minningamar tengdar fag- urri náttúru Mývatnssveitar. Það var ógleymanlegt að ganga með honum á bökkum Laxár út í Geld- ingey þar sem hann þekkti hveija þúfu, þar sem hann gekk að gjótu eða hraunhól og sýndi okkur hreið- urstæði, vissi hvenær og hvaða fugl hafði verpt þar og hve mörgum eggjum. Eða ferðast með honum um Þrengslaborgir að Biáfjalli og skoða heimsins fegursta gil, Selja- hjallagil. Eða hrekjast undan af- takaveðri í Kverkfjöllum inn í íshell- inn og horfa á ilvolga á spretta fram eru sex: 1) Þórhildur, f. 14.8. 1947, ógift, býr á Arnarvatni. 2) Sigurður, f. 30.4. 1949, deildarstjóri út- gáfudeildar Alþingis, kvæntur Bryndísi Gunnarsdóttur, kenn- ara og brúðuleikhús- konu. 3) Sólveig Hólmfríður, f. 24.11. 1951, ógift, kennari, ábúandi á Arnar- vatni, dóttir Sólveig Hólmfríðardóttir, sambýlismaður henn- ar Ómar M. H. Zari- oh. Sonur þeirra Jón Arnar, f. 30.11. 1995. 4) Guðrún, f. 8.9. 1953, húsmóðir og nemi, gift Sveini Hjálmarssyni skipstjóra, Akureyri, börn: Auður Úa, Þóra Ýr, og Hildur Ey. 5) Sólveig, f. 23.11. 1956, ógift, kennari og námsráðgjafi í Reykjavík. 6) Ás- hildur, f. 10.9. 1962, fram- kvæmdastjóri i Reykjavík, gift Benedikt Ingvasyni, heildsala og pipulagningamanni. Jón var fjóra vetur í farskóla og tvo vetur í unglingaskóla hjá Hermanni Hjartarsyni, presti á Skútustöðum. Hann starfaði að búi föður síns og í vegavinnu úr iðrum jarðar. Skoða með honum ólympíuleikvanginn í Cortina þar sem hann keppti í skíðagöngu á Ólympíuleikum árið 1956. En Jón sló á fleiri strengi. Hann söng í kór. Ég man hvað ég var stolt af honum og kórfélögum hans í karlakómum Hreimi þegar þeir komu og sungu í Langholtskirkju í Reykjavík. Allt sem Jón gerði gerði hann vel, það bar öll hans umgengni við menn og málleysingja vitni um. í haust þegar ég fór með honum í íjárhúsin sá ég hve vel getur farið um skepnumar. Allt var sópað og snyrtilegt, hlýtt og notalegt og fram yfir tvítugt. Vann hjá Hitaveitu Reykjavíkur veturinn 1945 og hjá Blikksmiðju Krist- ins og Bjarna veturinn 1946. Bóndi á Arnarvatni frá 1946. Starfsmaður Kísiliðjunnar hf. samhliða búskap 1967-1990. Jón söng í karlakór Mývetn- inga frá sautján ára aldri og þar til hann hætti starfsemi eftir 1970 og í karlakórnum Hreimi sl. fjögur ár. Samtímis söng hann í kirkjukór Skútu- staðakirkju. Starfaði í Ung- mennafélaginu Mývetningi og HSÞ. Keppti í frjálsum íþrótt- um, glímu og sýndi fimleika. Kepgti í skíðagöngu í mörg ár. Var Islandsmeistari í 15-18 km skíðagöngu árin 1950-1952 og 1955-1958 eða sjö sinnum alls. íslandsmeistari í 30 km göngu 1956 og 1958 og var í boð- göngusveit Þingeyinga sem varð Islandsmeistari í 4x10 km boðgöngu 1952, 1953, 1955, 1956 og 1957. Keppti fyrir ís- lands hönd í 18 og 30 km göngu á Ólympíuleikunum í Ósló 1952 og i 15 og 30 km göngu á Ólympíuleikunum í Cortina d’Ampezzo á ítaliu árið 1956. Starfaði í Kiwanisklúbbnum Herðubreið frá árinu 1972. Jón verður jarðsettur frá Skútustaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. friður og ró yfir öllu. Jóni gast betur að því að vera sá sem veitti en að láta hafa fyrir sér. Hann og Þóra voru höfðingjar heim að sækja og gaman var að sjá þau við háborðið í stóra veislu- tjaldinu, sem reist var á hlaðinu á Árnarvatni, þegar þau giftu burt yngstu dóttur sína. Kæri tengdafðir minn, ég kveð þig með söknuði og það gera líka Gunnar og ína. Brynjar og Kristín eiga eftir að sakna afa í sveitinni sem átti kindur og hænur sem gam- an var að skoða og afa sem gat veitt silung í Kötlu. Far þú í friði. Bryndís Gunnarsdóttir. JÓN KRISTJÁNSSON INGVELDUR GÍSLADÓTTIR vel, þar sem hún er núna, innan um látna ástvini sem voru henni mjög kærir. Hvíl í friði. Guðmundur Þorkelsson. +> Ingveldur Gísladóttir, rit- * höfundur og myndlistar- maður, fæddist á Þormóðsdal í Mosfellssveit 28. sept. 1913. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 6. janúar sl. Útför Ingveldar var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 16. janúar. ENGINN veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta orðatiltæki kemur upp í huga minn nú þegar amma er dáin. Þó að samgangurinn hafi ekki verið mikill síðustu árin, var gott að vita af ömmu, heim- sækja hana og fá sér kaffi. Oft spáði hún í bolla. Þegar ég hugsa um þennan hæfíleika ömmu, rifjast upp fyrir mér þegar ég kynnti tilvonandi maka minn fyrir henni. Eftir að amma hafði reynt að toga upp úr okkur eitthvað um framtíðaráform, en lítið orðið ágengt, stóð hún upp og vildi endilega bjóða okkur upp á sterkt spádómskaffi, eins og hún orðaði það. Eftir að hafa skoðað í bollana, þurfti hún ekkert að spyija meir, hún sá allt fyrir, svo sem íjölg- un, flutninga og annað sem viúhöfð- um engum sagt frá, en var allt satt og rétt. Kærustu minningamar um ömmu á ég sem bam, þegar hún bjó ásamt Sigurði frænda á Holtsgötunni. Minningar eins og þegar amma stóð við eldavélina og bakaði pönnukökur og gerði mig að pönnukökukóngi, nafnbót sem hún minnti mig á til æviloka. Minningar eins og að ferð- ast í fína Chevrólettinum hans Sig- urðar frænda eitthvað út fyrir bæinn með nesti (pönnukökur) í tösku. Minningar um allar bækumar sem hún átti og hvemig hún og Sigurður frændi kenndu mér að umgangast þær með alúð og nærgætni. Minn- ingar um hvernig þau svömðu stór- um spumingum lítils bams af þolin- mæði. Minningar um stolt hennar af foreldmm sínum, Gísla Jónssyni listmálara og Guðrúnu Þorleifsdótt- ur. Hún heiðraði minningu foreldra sinna með útgáfu bókar um móður sína og sýndi verk föður síns opin- berlega. Sjálf sýndi hún og sannaði að listamaðurinn blundaði einnig í henni, bæði í riti og á lérefti. Fyrir allt þetta vil ég þakka elsku ömmu minni. Ég veit að henni líður Nú kveðjum við ömmu Ingu, eins og við bamabömin kölluðum hana. Amma var sérstök kona og ekki allra. Sterkustu minningamar era frá Holtsgötunni þar sem hún bjó með Sigurði frænda þar til hann lést árið 1971 og árin þar á eftir. Hún elskaði að fá fólk í heimsókn, sérstaklega ef enginn var að flýta sér, því flýtir var þyrnir í augum ömmu. Þá vom skoðuð myndaalb- úm, bækumar sem hún batt inn, myndimar sem hún málaði og lesið úr handriti af óútkominni bók. Sein- ustu árin var hún að vinna að bók tileinkaðri foreldmm sínum. Áður hafði hún gefið út þijár bækur og fjallaði sú síðasta um ævi móður hennar, Guðrúnar Þorleifsdóttur. Ömmu var mikið í mun að enginn gleymdi fortíðinni, fátæktinni og óréttlætinu sem fólk mátti búa við fyrir tilkomu almannatrygginga. Það er ómetanlegur fjársjóður sem afar og ömmur miðla og ríkidæmi að njóta samvista við þau. Þetta vom góðar stundir og enduðu yfir- leitt með góðri soðningu. Oft var þó komið við í spákaffi með vinkon- unum. Alltaf var okkur vel tekið, amma varð trúnaðarmaður ungl- ingsstúlknanna og ræddi fordóma- laust okkar hjartans mál. Það reynd- ist líka hin seinni ár gott að létta á hjarta sínu hjá ömmu Ingu, með eða án spákaffís. Ég mun sakna hennar. Hvíli hún í friði. Rúna. Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi 11 s. 5884460 t Faðir okkar, tengdafaðir og bróðir, GUÐJÓN ELÍSSON frá Lækjarbakka, Vestur-Landeyjum, til heimilis í Fögrukinn 27, Hafnarfirði, sem lést 18. febrúar, verður jarðsung- inn frá kapellunni í Hafnarfjarðarkirkju- garði þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Börn, tengdasonurog systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.