Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 49 ______BREF TIL BLAÐSIWS_ Smánarblettur í sögu þjóðarinnar Frá Jens Guðmundssyni: HEIMILIN eru hin helgu vé fjöl- skyldna, karla, kvenna og barna, þau eru athvarf öllum hrelldum sálum, og bjarmi kærleikans skín þar í tilfinningu þeira sem ham- ingjuna skapa innan vegegja heimilisins. Allir leggja það sem framast þeir mega til að skapa sér sem vinalegast heimili til þess þar innan veggja að njóta þess öryggis og hlýju, svo sem allir mest þrá við að búa. Það er því ekkert smááfall þegar fjölskylda er tekin með því djöfullegasta drottinvaldi sem spurnir eru til af, og af manna höndum borin af hinu algerlegasta miskunnar- leysi út á gaddinn um hæsta þorr- ann um hávetur, þá er kuldaleg snjóflisjan þekur alla jörð. Mann setti hljóðan þegar frétt- ist að hjónin á Hvoli í Olfusi og börn þeirra hefðu verið borin út af heimili sínu mánudaginn 5. 'febrúar 1996 - að morgni til hefðu verið, af manna völdum, útborin í snjóinn, og efast ég um að nokkur maður geri sér grein fyrir áhrifum þess svartasta bletts sem þar með var stimplaður í vit- und og tilfinningu þjóðar okkar. Sá blettur verður af henni aldrei máður og því síður nöfn þeirra manna sem ávallt skulu tjóðruð við þennan óhuggulegasta gjörn- ing sem hér á svið var settur, og engan veginn, því miður, gerðu sér nokkra grein fyrir því hversu skelfilegt athæfi hér var framið. Það ber þá mest að þakka, þá er fréttamenn komu þarna nærri til myndatöku athafna þessarar, því það skulu allir vita að þar blasir það dýrasta sönnunargagn um alla framtíð um þá ómanneskju- legustu athöfn sem sennilega er eina sinnar tegundar í sögu þess- arar okkar elskulegu þjóðar í allri hennar tilveru frá fyrstu tíð. Þá má þakka þann mannlega kær- leika sem vinir þessara hjóna og kunningjar sýndu með samúð sinni og nærveru og ekki síður þá manndáð að neita um flutn- ingaaðstoð fyrir innbúið. Þar var svo sannar- og mannlega að verki staðið. Halldór Blöndal virðist vera að beija í bakkann í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið 10. febr- úar, og hefur hún nú nokkuð til síns ágætis með því að lýsa því hvernig með mál er farið á þessu mjög svo gjörfulega alþingi okkar t.d. þar sem hann segir „Formað- ur fjárlaganefndar tók ennfremur fram að skoðanir nefndarmanna væru mjög skiptar um tillöguna þótt þeir hefðu allir skrifað undir hana. Þessi tillaga var síðan köll- uð aftur og kom ekki til atkvæða, þannig að alþingi hafnaði í raun og veru að veita heimild til að efna samningana af ríkisins hálfu.“ Það var því fjárlaganefnd al- þingis sem setti landbúnaðarráð- herran í svartan pokann og batt svo bara fyrir og henti út, og þarna lærði hann svo, blessaður karlinn, að láta bera fólkið út á guð og gaddinn um hæsta vetur- inn á miðjum þorranum austur í Hveragerði. En hér í ísafjarðárdjúpi eru fleiri jarðir sem búnar eru að vera í eigu ríkisins í tugi ára, og aldr- ei verið þaðan útborinn einn ein- asti maður, og svo les ég í Jarða- lögum þetta. Jarðasjóði er heimilt að kaupa jarðir svo sem ástatt er ym sem hér greinir í 5. tölulið- ar fertugustu greinar: „Jarðir sem eigendur hafa ekki tök á að sitja lengur vegna áhvílandi skulda, enda sitji seljendur jarðarinnar áfram.“ Já, það er eins og það hafi blundað einhver sálarglóra í hugum þeirra manna sem settu þessi jarðalög á sínum tíma, en sem virðist svo hafa útvatnast með árunum eða að minnsta kosti í höfði þeirra sem tóku við stjórn- un þeirra, eða af hvejru var þessu máli dengt til Hæstaréttar til end- anlegrar úrlausnar. Eru það ekki alþingismennirnir sjálfir sem semja lögin sem Hæstiréttur á að dæma eftir, ég hef ekki heyrt að sá réttur búi til lög til að dæma eftir. En af því að Blöndal telur fjölmarga loðdýrabændur eiga um sárt að binda, og hafi misst eigur sínar eftir langvarandi hallarekst- ur á búum sínum, hefðu nú mátt ætla, að til einhverra miskunns- amari ráða leitað hefði verið þeim til handa í neyð sinni, en að bera þá útá gaddinn um háveturinn. Yfir þá smán grær aldrei, og verður morgunninn 5. febrúar í huga þessarar elskulegu þjóðar okkar 1996 þeim hörmum sleginn, að aldrei nokkurn tímann hafi miskunnarleysið jafnsálarhvelj- andi verið dengt yfir nokkra lif- andi mannveru, þá bergmálaði: Að hér ræð ég - þið skuluð hlýða. Það eina sem gæti mildað þess- ar aðfarir er að báðum ábúendum jarðanna Kvistum og Hvoli 1 verði afhentar jarðirnar aftur sem er hið auðveldasta mál, því peningar í þessu máli eru eins og krækiber í Atlantshafið og eru einskis virði samanborið við þær hörmulegustu aðfarir sem gerðar voru. JENS í KALDALÓNI Gatan bíður Frá Eggerti E. Laxdal: Svangt gengur verkafólkið til náða. Öldruðum og sjúkum eru allar bjargir bannaðar. Gatan bíður ölmusumanna. EGGERT E. LAXDAL, Box 174, Hveragerði. RAÐAUGi YSINGAR Yfirvélstjóri á skuttogara Yfirvélstjóra vantar á skuttogarann Hoffell SU-80, sem gerður er út frá Fáskrúðsfirði. Vélarstærð 2.300 hö. Skriflegar umsóknir sendist til: Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, c/o útgerðarstjóri, Skóiavegi 59, 750 Fáskrúðsfirði. Til leigu nálægt Kringlunni 3ja herb. íbúð, 105 m2, á jarðhæð í þríbýlis- húsi. Sérinngangur: Laus 1. mars. Leiga kr. 48.000. Skilvísi og reglusemi áskilin. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 28. febrúar, merkt: „L - 4013“. TIL 5ÖLU Dæla til sölu! Til sölu dæla. Afköst: 139 I. pr. sek. Þrýstihæð 62,5 m. Rafmótor 110 Kw Ip. 54 380/660 V. Upplýsingar í síma 561 1243. FÉLAGSSTARF Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á ísafirði og fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í V-ísafjarðarsýslu halda sameiginlegan fulltrúaráðsfund á Hótel ísafirði mánudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Lögð fram tillaga um framboðslista fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bylgjubyggð 7, Ólafsfirði, þinglýst eign Sigrúnar Hjartardóttur, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins, fimmtudaginn 29. febrúar kl. 10.15. Ólafsfirði, 22. febrúar 1996. Sýsiumaðurinn I Ólafsfirði, Björn Rögnvaldsson. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Miðstræti 18, Nes- kaupstað, fimmtudaginn 29. febrúar 1996 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Miðstræti 8A, m.h. vestur, Neskaupstað, þingl. eig. Ágúst Rúnar Þorbergsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Póst- og símamálastofnunin. Nesgata 18, Neskaupstað, þingl. eig. Sveinn Þór Gíslason, geröar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Sjóhús, Strandgötu 11, Neskaupstað, þingl. eig. Sólheim hf., gerðar- beiðandi sýslumaðurinn í Neskaupstað. Strandgata 22, 1. hæð, Neskaupstað, þingl. eig. Hólmfríður Jónsdótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Sparisjóður Norðfjarðar og Vátryggingafélag íslands hf. Urðarteigur 28, Neskaupstað, þingl. eig. ívar Sæmundsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaðurinn í Neskaupstað. Sýslumaðurinn i Neskaupstað, 23. febrúar 1996. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðár- króki, fimmtudaginn 29. febrúar 1996 kl. 10.00 á eftirf arandi eignum: Birkihlið 1, Sauðárkróki, þingl. eig. Erling Örn Pétursson og Sigrún Skúladóttir, gerðarþeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins. Birkimelur 16, Varmahlíð, þingl. eig. Guðmundur Ingimarsson og Sigurlaug Helga Jónsdóttir, gerðarþeiðandi Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Freyjugata 19, e.h., Sauðárkróki, þingl. eig. Margrét Jóhannesdóttir, gerðarbeiðandi Tryggingastofnun ríkisins. Laugatún 11, e.h., Sauðárkróki, þingl. eig. Lúðvík R. Kemp og Óla- fía Kr. Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Húsnæöisstofnun ríkisins. Lindargata 3, Sauðárkróki, þingl. eig. Jón Símon Frederiksson og Dögg Kristjánsdóttir, gerðarþeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins. Suöurgata 22, Sauðárkróki, þingl. eig. Sigurður Kárason, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan i Reykjavik. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 23. febrúar 1996. TILKYNNINGAR BESSA S TA ÐA HREPPUR Túnahverfi - deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi Túnahverfis í Bessa- staðahreppi, sem nær yfir Túngötu, Norður- tún, Austurtún, Smáratún, Hátún, Heimatún °g Blátún, auglýsist hér með samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 318/1985 með síðari breytingum. Helstu lóðabreytingar frá gildandi deiliskipu- lagi einstakra hluta hverfisins eru að efst við Austurtún koma tvær lóðir undir parhús í stað þriggja einbýlishúsalóða og við Hátún verður til ný lóð við hlið Akurgerðis. Við Heimatún verður gert ráð fyrir sérstakri lóð umhverfis Eyvindarstaði. Uppdrættir, ásamt skipulags- og byggingar- skilmálum, verða til sýnis á skrifstofu Bessa- staðahrepps frá kl. 10.00-15.00 alla virka daga frá 26. febrúar til 12. apríl 1996. Athugasemdum skal skilað skriflega til sveit- arstjóra Bessastaðahrepps í síðasta lagi þriðjudaginn 23. apríl 1996 kl. 15.00. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. Sltld auglýsingar FÉtAGSÚF FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKtNNt 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Ferðafélags íslands sunnudaginn 25. febrúar 1. Kl. 10.30 verður skfðagöngu- ferð frá Stíflisdal að Skógarhól- um í Þingvallasveit (gengið um 5 klst.). 2. Kl. 13.00 sklðaganga á Mos- fellsheiði (gengið um 3 klst.). Verð kr. 1.200. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Komið verður til baka úr þess- um feröum um kl. 18.00. Ferðafélag íslands. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma i dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnimar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.