Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 60
TVÖFALDUR1. vinningur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAl'NARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaðið í kringum sendiráð NÝ sendiráðsbygging, sem Bretar og Þjóðverjar reistu sér í sameiningu, er nú risin af grunni á mótum Laufásvegar, Skothúsvegar og Þingholts- strætis. Lóðin er girt af með hlöðnum steinvegg og vanda þeir vel til verksins, hleðslu- mennirnir Guðni Tómasson og Tómas Júlíusson. Hagnaður Járnblendi- félagsins 520 milljónir HAGNAÐUR íslenska Járnblendi- félagsins á síðasta ári nam 520 milljónum króna og er þetta um- talsverð aukning frá því árið 1994 er hagnaðurinn nam 280 milljón- um. Þetta kom fram á stjórnar- fundiJjámblendifélagsins í gær, þar sem jafnframt var ákveðið að veita framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins heimild til þess að veija allt að 50 milljónum króna til áfram- haldandi undirbúnings stækkunar á Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Að sögn Stefáns Ólafssonar, stjórnarformanns j ámblendifélags- ins, stafar þessi hagnaðaraukning fyrirtækisins m.a. af talsverðum verðhækkunum á jámblendi á síð- Áfram unnið að undirbúningi stækkunar asta ári. Þannig hafi meðalverð síðasta árs verið um 12% hærra en árið þar á undan. Eftirspurn á mörkuðum hafi einnig aukist tals- vert og því hafí sala aukist nokkuð. Þá segir Stefán að nýting verk- smiðjunnar hafi einnig verið mjög góð á síðasta ári, en árið 1994 hafi hins vegar annar ofninn verið bilaður í 6 vikur og hafí það haft talsverð áhrif á afkomuna. Stefán segir þessa góðu afkomu ánægju- lega í ljósi þess að fyrirtækið greiði nú umtalsvert hærra verð fyrir raf- orku en á undanförnum árum. Að sögn Jóns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Járnblendifé- lagsins, verður nú áhersla lögð á markaðsþáttinn við frekari undir- búning stækkunar á verksmiðj- unni. Ljóst sé að sá þáttur muni ráða úrslitum um hvort af stækkun verður eða ekki. Þá verði einnig leitað leiða til þess að auka hag- kvæmni framleiðslunnar með tækninýjungum. Hann bendir á að uppbygging í greininni hafí verið mjög lítil undanfarin 20 ár og því sé framleiðslutæknin enn með svip- uðu móti. ' ■ Hálfur milljarður/16 Þjófar gripnir á bílastæðinu TVEIR menn voru gripnir við innbrot í bifreið á bílastæði Sam-bíóanna í Mjóddinni í gærkvöldi. Talið er að menn- imir hafi undanfarin kvöld stundað það að bijóta rúður í bílum bíógesta og stela úr þeim verðmætum, svo sem hljóm- tækjum og geisladiskum. Að sögn Alfreðs Árnasonar hjá Sam-bíóunum vildu eig- endur kvikmyndahússins „ekki láta þjarma svona að kúnnunum“ og fengu því tvo vaktmenn til að fara upp á þak kvikmyndahússins og fylgjast með bílastæðinu. Vaktmennirnir komu fljótlega auga á þjófana, þar sem þeir voru að bjástra við bíl, og gerðu dyravörðum viðvart um talstöð. Dyraverðirnir gripu þjófana og komu þeim í vörzlu lögreglu. Morgunblaðið/Kristinn Breyta þarf Leifsstöð vegna Schengen-aðildar og aukinnar umferðar Blótað í bamaskóla NEMENDUR í Smáraskóla í Kópavogi, á aldrinum 6-12 ára, héldu þorrablót í gærkvöldi. Þeir settu sig í fornmannastellingar, byggðu eftirmynd Valhallar inn- an veggja skólans, Miðgarðsorm- ur hlykkjaðist um ganga og Loki lét á sér kræla. Jafnvel yngstu nemendurnir létu sig ekki muna um að sporðrenna vel kæstum hákarli, en eftir að allir höfðu tekið hraustlega til matar síns var slegið upp balli í íþróttahús- inu Smáranum. Það voru því þreyttir en ánægðir fornmenn sem héldu heim á leið eftir vel heppnað blót og án efa hafa allir risið heilir úr rekkju að morgni. ---» ♦ ♦- Landsbankinn Vextir óverð- tryggðra útlána lækka Breytingar taldar kosta allt að milljarði króna BREYTINGAR eru nauðsynlegar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli vegna hugsan- legrar aðildar íslands að Scheng- en-samkomulaginu og vegna auk- innar umferðar um flugvöllinn. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra kynnti í gær fyrir ríkisstjórn- inni frumathuganir á kostnaði vegna þessara breytinga. I frumathugununum er gert ráð fyrir þremur kostum. I fyrsta lagi er rætt um varanlega lausn, sem uppfylli bæði kröfur Schengen um aðskilnað farþega sem ferðast inn- an Schengen-vegabréfasvæðisins og þarfir fyrir meira pláss í flug- stöðinni. Þessi kostur gerir ráð fyrir að byggð verði 3.800 fer- metra viðbyggmg við enda nuver- andi landgöngurana og að hæð verði bætt við landganginn. Þessar breytingar eru taldar kosta um milljarð króna. Að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallar- stjóra samræmast þær vel þeim áformum, sem voru uppi um fram- tíðarstækkun flugstöðvarinnar er hún var reist. í öðru lagi er rætt um að byggja útbyggingar við landgönguranann fyrir um 365 milljónir króna, en slíkt yrði bráðabirgðalausn. í þriðja lagi er sú leið að breyta flugstöðinni til þess að hún upp- fylli skilyrði Schengen um aðskiln- að farþega og yrði þá bæði biðsöl- um og landgöngurana skipt í tvennt með veggjum eða skilrúm- um. Þetta gæti kostað um 685 milljónir króna. Milljón farþegar á þessu ári Halldór Ásgrímsson lagði á það áherzlu á ráðstefnu um Island og Schengen, sem Islandsdeild Norð- urlandaráðs hélt í gær, að veru- legur hluti þessara kostnaðar- talna væri óviðkomandi Scheng- en-aðild, þar sem hvort sem er þyrfti að gera breytingar vegna aukinnar umferðar um Keflavík- urflugvöll. Pétur Guðmundsson benti á að á álagstímum að sumri til væri flugstöðin þegar orðin of lítil. Hann sagði að á þessu ári væri gert ráð fyrir að farþegar, sem færu um Leifsstöð, yrðu í fyrsta sinn yfir ein milljón talsins. Miðað við flugáætlanir sumarsins myndi koma upp sú staða nokkrum sinn- um í viku að þjónusta þyrfti átta flugvélar í einu, en aðeins væru sex landgöngubrýr fyrir hendi. Þess vegna yrði að forgangsraða því flugi, sem fengi afgreiðslu. Pétur sagði að auk þessa yrði að fjölga innritunarborðum til að fækka biðröðum og að rætt væri um að færa komufríhöfnina í Leifsstöð upp á aðra hæð bygging- arinnar og bæta við þriðja farang- ursfæribandinu í tollsalnum. ■ Aðeins hluti kostnaðar/4 BANKASTJÓRN Landsbanka ís- lands hefur ákveðið að vextir bank- ans á óverðtryggðum inn- og útlán- um lækki frá og með 1. mars nk. Lækkunin er á bilinu 0,25-0,6% á útlánsvöxtum og 0,1-0,35% á inn- lánsvöxtum. Fram kemur í frétt frá bankan- um að lækkunin sé framkvæmd í kjölfar breyttra verðbólgufor- sendna fyrstu sex mánaða ársins og lækkandi ávöxtunarkröfu í út- boðum ríkisvíxla og óverðtryggðra ríkisverðbréfa að undanförnu. Að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra Landsbank- ans, sýna þau gögn sem liggja fyrir um verðbólguforsendur nú um 1% minni verðbólgu á fyrri helmingi ársins en gert var ráð fyrir í janúar. „Hins vegar er útlit fyrir að verðbólgan verði eitthvað hærri á fyrri helmingi ársins en að meðaltali á síðasta ári. Þá hefur ávöxtun á ríkisbréfum og ríkisvíxl- um lækkað í nýafstöðnum útboð- um. Hvort tveggja bendir til lækk- unar á ávöxtun óverðtryggðra verðbréfa á markaðnum," sagði Brynjólfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.