Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 ffrgpmÞIafeife LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR BLAÐ SKIÐI / HM I ALPAGREINUM Sá besti! Reuter ÍTALINN Alberto Tomba slgradl í fyrsta sinn á heimsmeistaramótl alpagreina í gær er hann náði bestum tíma í stórsvlginu. Tomba var vel fagnað af löndum sínum, enda hefur hann beðlð lengi eftlr þessum gullpeningl. íslendingarnir féllu úr keppni í stórsviginu ÍSLENSKU keppendumir í stórsvigi á Heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni, Haukur Amórsson og Arnór Gunnars- son, keyrðu báðir út úr brautinni í fyrri umferð og luku þar með keppni í greininni, en þeir keppa á ný á morgun í svigi. Haukur og Arnór voru meðal 32 skíðamanna sem tókst ekki að ljúka fyrri umferðinni, en alls tóku 100 skíðamenn þátt í stórsviginu, þar af luku 54 keppni. Til gamans má geta þess að Cyrille Rabbath frá Líbanon varð í 54. og síðasta sæti á 2.54,59 eða rétt tæpri mín- útu á eftir sigurvegaranum Alberto Tomba frá Ítalíu. David Batty til Newcastle KEVIN Keegan, knattspyrnusljóri New- castle, er tilbúinn að kaupa miðvallarspilar- ann David Batty frá Blackbum á 3,75 millj. punda. Batty mun fara í læknisskoðun hjá Newcastle um helgina, þannig að hann leikur ekki með liðinu gegn Liverpool í dag. Á aft- ur á móti að vera klár í slaginn þegar New- castle leikur gegn Manchester United í næstu viku. Batty, sem er 27 ára, kom til Black- burn frá Leeds á 2,75 millj. punda í október 1993. Hann varð Englandsmeistari með Le- eds 1992, núverandi meistari með Blackburn og á möguleika á að verða meistari með Newcastle. Kevin Keegan hefur með þessum kaupum keypt leikmenn fyrir samtals 1,7 miHjarða ísl. króna á síðustu tólf mánuðum. KA ræddi við Einar Gunnar KA-MENN hafa orðað það við Selfyssinginn Einar Gunnar Sigurðsson, landsliðsmann í handknattleik og helstu skyttu Selfyssinga, að leika með KA næsta vetur. Einar Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri rétt að minnst hefði verið á þenn- an möguieika við sig á dögunum, en það hefði verið nyög óformlegt. Hann sagði jafn- framt að hann væri alls ekki að hugsa um neitt slíkt þessa dagana, enda ætlaði hann að einbeita sér að því að ljúka þessu tima- bili með sínu liði. Fyrsti heimsmeistaratitill Alberto Tombas varð loks að veruleika „Einn erfidasti sigurinn“ „ÞETTA var án efa einn erfiðasti sigur minn,“ sagði ítalski skíða- kappinn Alberto Tomba í gær eftir að hafa loks nælt í gull fyrir sigur á heimsmeistaramóti. Hann sigraði þá í stórsvigi heims- meistaramótsins í Sierra Nevada á Spáni. „Takmark mitt var verðlaunapeningur, hvaða verðlaun sem er. Ég stefndi ekki sér- staklega að gullinu," sagði Tomba. ítalinn, sem er 29 ára og sigursælasti alpagreinamaður í sögu ólympíuleikanna, er nú að taka þátt í fimmta heimsmeistaramótinu og voru sumir aðdá- enda hans farnir að örvænta um að hann ynni HM-guli. En sigur- inn langþráði i gær var öruggur og glæsilegur. Ferill Tombas er stórbrotinn. Hann á í fórum sínum þrenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun frá ólympíuleikum auk þess sem hann hefur sigrað í heimsbikar- keppninni, en HM gull vantaði í safn- ið. Tomba hafði forystu eftir fyrri ferðina, Norðmaðurinn Lasse Kjus var annar og næstir komu Svisslend- ingarnir Michael von Griinigen og Urs Kaelin. Tomba hélt svo forskot- inu með góðri frammistöðu í seinni ferð og fagnaði sigri, fékk tímann 1.58,63 mín., Kaelin nældi í silfur á 1.59,07 og von Griinigen fékk brons á 1.59,45. Kjus tapaði dýrmætum tíma er honum hlekktist lítillega á í efri hluta brautarinnar í seinni ferð og datt niður í fjórða sæti - fór á 1.59,51 mín. Tomba, sem sigraði bæði í svigi o g stórsvigi á ólympíuleikunum 1988 og aftur í stórsvigi 1992, hafði áður aðeins unnið til einna verðlauna á heimsmeistaramóti; fékk brons á fyrsta móti sínu, 1987. Á síðasta HM, í Japan 1993, veiktist hann og missti af stórsviginu og heltist úr lestinni í svigi - var þá innan við mínútu í brautinni. Sþánverjar voru ekki ánægðir með ummæli Tombas í sjónvarpsvið- tali á dögunum þar sem hann líkti skíðasvæðinu í Sierra Nevada við nágrannalandið Marokkó og heima- menn blístruðu á ítalska liðið við opnunarhátíðina. Og ekki höfðu heimamenn gleymt ummælunum þegar Tomba mætti til leiks í gær. „Það voru einhverjit' sem blístruðu þegar ég lagði af stað og við enda- markið,“ sagði hann. „Ég reiddist - en varð enn ákveðnari en ella,“ sagði hann. Tomba renndi sér fyrstur í gær og náði 0,03 sekúndum betri tími en Kjus í fyrri ferðinni. Áður en að þeim kom i þeirri seinni hafði Kael- in, silfurhafinn frá síðustu Ólympíu- leikum, farið brautina og náð mjög góðum tíma. Þeir voru þvi undir pressu og Kjus varð á í messunni; var nærri dottinn ofarlega í braut- inni en náði þó þriðja besta tíma en Tomba var eftir: hann fór á fullri ferð og hlekktist raunar á á sama stað og fleirum. Litlu munaði að hann dytti og sleppti hliði en Tomba sýndi gífurlegan styrk með því að halda jafnvægi og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. „Ég var óánægður með sjálfan mig vegna þessa og gaf sannarlega allt í botn eftir þetta áfall. Hugsanlega hafa þessi mistök verið af hinu góða,“ sagði hann á eftir. „Þau höfðu góð áhrif á mig andlega og ég tók mikla áhættu á eftir. Séu menn nægilega kraftmiklir er hægt að vinna upp þann tíma sem tapast við svona at- vik,“ sagði Tomba. Síðasti ítalinn til að sigra í stór- svigi á heimsmeistaramóti var hinn frægi Gustavo Thoeni, sem nú er þjálfari Tombas, í St. Moritz í Sviss árið 1974. Deborah Compagnoni sigraði í stórsvigi kvenna í fyrradag þannig að ítalir eru himinlifandi með árangur sinna manna á mótinu á Spáni að þessu sinni. Eftir að Tomba kom í mark var hans fyrsta verk að fagna sigrinum með félögum í hinum „Opinbera áhangendaklúbbi Tombas“ sem eltir skíðakappann hvert sem hann fer til að keppa, en í klúbbnum eru nokkrir íbúa heimabæjar hans, Ca- stel de Britti í nágrenni Bologna. „Við elskum hann innilega," sagði Loris Righi, einn meðlima í aðdá- endaklúbbnum, um goðið. „Hann er frábær. Grandissiino! Bestur." KNATTSPYRNA: RÚSSAR ÆTLA SÉR STÓRA HLUTI í ENI / B2,B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.