Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 3
2 B LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 B 3 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Það kom greinilega fram á Möltu að Rússar ætla að und- irbúa sig sem best fyrir Evrópu- keppni landsliða, sem verður í Englandi í sumar. Þeir mættu til Möltu með þijátíu manna landsl- iðshóp og fengu allir leikmennirnir að spreyta sig í þremur landsleikj- um — gegn Möltu, íslandi og Slóv- eníu. „Við eigum stóran hóp af sterkum leikmönnum sem leika bæði heima og með liðum utan Rússlands, eins og á Spáni, í Eng- landi, Frakklandi, Þýskalandi og á Ítalíu — það er mitt að fínna út réttu blönduna fyrir Evrópukeppn- ina,“ sagði Oleg Romantsev, þjálf- ari Rússlands, sem tók við landsl- iðinu eftir HM í Bandaríkjunum 1994, jafnframt því sem hann þjálfaði meistaralið Spartak Moskvu, sem hann hefur stjómað til sigurs fjögur fyrstu árin í nýju rússnesku deildinni, 1992, 1993, 1994 og 1995. Þess má geta að liðið hefur ekki tapað leik í Meist- aradeild Evrópukeppninnar í vetur og leikur gegn franska liðinu Nantes í 8-liða úrslitum. Romantsev hefur unnið traust leikmanna Romantsev er fæddur 1954 og fyrrum leikmaður með Spartak Moskvu. Hann lék tíu landsleiki fyrir Sovétríkin og var í sovéska ólympíulandsliðinu sem fékk bronsverðlaun á ÓL í Moskvu 1980. Romantsev snéri sér að þjálfun eftir glæsilegan keppnis- feril. Hann er þekktur fyrir að treysta leikmönnum sínum og ná því besta fram hjá þeim. Hann er krefjandi og leggur mjög hart að sér við vinnu sína — og þá hefur hann unnið traust allra leikmanna Rússlands, sem leika með erlend- um liðum og höfðu áður neitað að leika, tóku ekki þátt í HM í Bandaríkjunum. Romantsev hefur lagt áherslu á að enginn leikmaður geti krafíst fasts sætis í liði sínu, hvaða nafni sem hann nefnist. Það var honum að þakka að Vassili Koulkov og Sergei Yuran, sem náðu sér ekki á strik í Portúgal — fyrst með Benfica og síðan Porto, snéru aftur heim og gerðust leik- menn með Spartak Moskva, þar sem þeir náðu sinni fyrri getu áður en þeir héldu til Millwall í Englandi í vetur. Allir leikmenn jafnmikilvægir „Romantsev hefur unnið frá- bært starf, sem sést á árangri rússneska liðsins í Evrópukeppni landsliða — liðið vann átta leiki og gerði tvö jafntefli, gegn Skot- landi heima og heiman. Rússneska liðið leikur saman sem sterk liðs- heild, þar sem allir leikmenn eru jafnmikilvægir, en enginn einn getur leikið eins og ekki sé hægt að vera án hans. Romantsev gerir oft breytingar á liði sínu, hann teflir aðeins fram leikmönnum sem eru best á sig komnir hveiju sinni — í toppæfingu," segir Victor P. Nikitin, sem var aðalfararstjóri Rússarhafa komið sér upp mjög öflugu landsliði undir stjóm landsliðsþjálfarans Oleg Romantsev, sem er einnig þjálfari meistara- 1 1 -----------------------:-------------- liðs Sparta Moskva. Sigmundur O. Stein- arsson komst að því að það er mikill hugur í herbúðum Rússa fyrir Evrópukeppni landsliða í Englandi í sumar, þegar hann fylgdist með og sá rússneska liðið leika á Möltumótinu á dögunum. RÚSSNESKA landsliðið sem lék gegn íslendingum á Möltumótinu. ANDREI Kanchelskis var umsetinn á Möltu, knattspyrnu- áhugamenn vildu fá eiginhandaráritun hans. Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson SIGURÐUR Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, heilsar Victor Onopko, fyrirliða Rússlands, fyrir leikinn á Möltu. Rússa á Möltu og sá maður í rúss- neska knattspyrnusambandinu, sem sér um erlend sámskipti. „Róðurinn verður erfiður í Englandi" Margir kunnir kappar leika með rússneska liðinu, en þeirra þekkt- astur er án efa Andrei Kanchelsk- is, fyrrum leikmaður Manchester United, sem leikur nú með Ever- ton. Kanchelskis segist bíða spenntur eftir Evrópukeppninni í Englandi og hefur hann trú á að rússneska liðið eigi eftir að gera góða hluti þar. Óttast jtann ekki landslið Þýskalands og Ítalíu, sem Leikdagarnir í riðlunum: 8. júm: England - Sviss London 9. júni: 9. júní: 9. júní: Spánn - Búlgaría Þýskaland - Tékkland Danmork - Portúgal Leeds Manchester Sheffieid 10. júní: 10. júní: Holland- Skotland Rúmenía - Frakkland Birmingham Newcastle 11. júní; 11. júní: Ítaiía • Rússland Tyrkland - Krnatía Liverpool Nottingham 13. júní: 13. júní: Sviss - Holland Búlgaría - Rúmenía Birmingham Newcastle 14. júní: 14. júní: Tékkland - Ítalía Portúgal • Tyrkland Liverpool Nottingham 15. júni: 15. júní: Skotland - England Frakkland- Spánn London Leeds 16. júní: 16. júní: Rússland - Þýskaland Króatía - Danmörk Manchester Sheffield 18. júní: 18. júní: 18. júní: 18. júní: Skotland- Sviss Frakkland - Búlgaría Holland - England Rúmenía - Spánn Birmingham Newcastle London Leeds 19. júní: 19. júní: 19. júni: 19. júní: Rússland - Tékkland Króatía - Portúgal ítalia - Þýskaland Tyrkland - Danmörk Liverpool Nottingham Manchester Sheffield Evrópukepp í Englandi, ndsliða 1996 Newcastlei St. James’ Park D-riðill: Danmörk Króatía Portúgal Tyrkland Leeds Elland Road —O Liver Anfield I 9 ó Sheffield chester Hillsbor™9h Old afford Notting CityG Birmingham Villa Park A-riðill: England Holland Skotland Sviss LONDON gj Wembley L“1 Undanúrslit: B-riðili: Búlgaría Frakkland Rúmenía Spánn C-riðill: Ítalía Rússland Tékkland Þýskaland Tvö efstu lið úr hverjum riðli komast í... 8 liða úrslit: 1B-2A Liverpool 22. júní-,------------------ 2C-1D Birmingham 23. júní>Manchester 26. júnf 2B-1A London 22. juni London lC-2DManchester 23. júní ' 26. júní KMaHlB junin hWembley 30. júní iúm'J Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson SIGURJÓN Sigurðsson, læknir ís- lenska landsiiðsins, og Victor P. Nikitin, sem sér um erlend sam- skipti hjá rússneska knattspyrnu- sambandinu. leika í sama riðli og Rússar, ásamt Tékkum? „Nei, ekki get _ég sagt það. Að sjálfsögðu eru ítaiir og Þjóðveijar með mjög sterk lands- lið, en knattspyrnan er óútreiknan- leg — það getur ekkert lið bókað sigur fyrirfram gegn öðru liði, eins og oft hefur sést í stórmótum. Það er aðeins spurning um hvernig lið ná saman á ákveðnum dögum — við getum náð góðum leik á sama tíma og aðrir ná ekki að sýna sitt besta. Róðurinn verður erfíður í Englandi, þar sem saman verða komin sextán bestu lið Evrópu,“ sagði Kanchelskis, sem leikur gegn Þýskalandi á leikvelli sem hann þekkir vel — heimaveili Man. Utd., Old Trafford. Tíu frá Spartak Moskva Tíu leikmenn frá Spartak Moskva voru á Möltu, auk þriggja sem nýlega hafa gerst leikmenn með liðum utan Rússlands — fyrir- liðinn Victor Onopko er kominn til Real Oviedo á Spáni og þeir Yuran og Koulkov til Millwall. Romantsev lét alla tólf leikmenn- ina sem léku með erlendum liðum leika á Möltu, þeir léku þó ekki saman — heldur skipti hann þeim jafnt niður á leikina, því að marg- ir gátu ekki tekið þátt í öllum leikj- unum — sumir léku fyrsta leikinn, gegn Möltu, og fóru síðan, aðrir léku annan gegn íslandi og héldu síðan á brott. „Romantsev nýtti tækifærið hér til að sjá hvernig staðan er hjá leikmönnunum sem leika utan Rússlands — gaf þeim tækifæri til að spreyta sig. Við verðum að finna bestu liðsheildina út fyrir Evrópukeppni landsliða,“ sagði Victor P. Nikitin og þegar hann var spurður, hvers vegna Romantsev hefði ekki teflt öllum leikmönnum Spartak Moskva, sem hafa staðið sig svo vel í meistara- deild Evrópu, fram í einum leikn- um, sagði hann: „Það er ejns hjá okkur í Rússlandi og á íslandi, vegna kulda hefur ekki verið hægt að æfa á grasi að undanförnu, þannig að leikmenn eru ekki í nægilegri góðri leikæfingu. Það var því tilvalið tækifæri til að koma hingað til Möltu til að æfa á grasi.“ Enska landsliðið fer til Kína og Hong Kong ÞAÐ hefur verið ákveðið að enska landsliðið í knattspyrnu fari til austurlanda fjær fyrir Evrópukeppni landsliða, sem verður í Englandi í sumar. Enska liðið leikur landsleik gegn Kína í Peking 23. maí og vináttuleik gegn úrvalsliði Hong Kong 26. maí. Liðið heldur heim á leið 28. maí — leikur opnunarleik EM gegn Sviss á Wembley 8. júní. „Komum ekki til að heyja skotkeppni" - Það hefur vakið athygli í leikjum Rússlands hér á Möltu, að lítið hefur verið um langskot hjá liðinu — leikmennirnir reyna að leika með knöttinn inn í markteig andstæð- inganna. Þannig leikaðferð kemur ekki til með að ganga upp gegn sterkum vörnum í EM í Englandi. „Við erum komnir hingað til að fínpússa leikstíl okkar, en ekki til að heyja skotkeppni. Við eigum marga góða leikmenn sem geta skotið utan af velli ef svo ber undir.“ - Ertu hjartsýnn fyrir Evrópu- keppnina í Englandi. Sovétmenn (flestir leikmenn frá Rússiandi) náðu fjórða sætinu í HM í Eng- landi fyrir þijátíu árum, 1966. Þá tefldu þið fram mjög sterku liði, þar sem snillingurinn Lev Yachin, markvörður, Voronin og Sabo, svo einhverjir séu nefndir. Eruð þið með eins sterkt lið nú? „Já, við erum með stóran hóp sterkra leikmanna, sem geta gert eins góða hluti og jafnvel betri en Yachin og félagar gerðu í Eng- landi 1966. Við gerum okkur fylli- lega grein fyrir að við leikum í mjög sterkum riðli, með Þýska- landi, Ítalíu og Tékklandi — og því verðum við að gefa allt sem við eigum í leiki okkar. Þegar við lékum í Englandi 1966 unnum við Ítalíu eitt núll í riðlakeppninni." - Þið stefnið að sjálfsögðu á að ná hefndum gegn Þjóðverjum, en þið urðu að sætta ykkur við tap gegn þeim, 1:2, í undanúrslitum 1966? „Við mætum í alla leiki okkar til að vinna — það yrði óneitanlega skemmtilegt að ná að leggja Þjóð veija að velli,“ sagði Nikitin, en þess má geta að í 8 liða úrslitum eða undanúrslitum geta Rússar náð fram öðrum hefndum — ef þeir mæta Portúgölum, þess má geta að þeir töpuðu fyrir Portúg al, 1:2, í keppni um þriðja sætið í HM í Englandi 1966. Fimm leikir fyrir EM Þegar ítalir léku æfingaleik gegn Wales á dögunum, var ekki búið að ákveða annan landsleik hjá Ítalíu fyrir EM, en ítalir vonuð- ust eftir leik gegn Ungveijum og voru að reyna að fá aðra leiki. Undirbúningur Rússa er betri, því að þeir hafa leikið þijá leiki á Möltu síðan Ítalía lék gegn Wales og margir leikir eru frámundan „Við munum kappkosta að und- irbúa lið okkar sem best fyrir Evrópukeppnina og leikum minnst fimm leiki áður en við höldum til Englands — gegn Belgíu, írlandi og Qatar úti, síðan heima gegn Júgóslavíu, en aðrir leikir eru ekki fastákveðnir," sagði Nikitin. Rússar undirbúa sig vel fyrir Evrópukeppni landsliða í Englandi „Eigum möguleika gegn Itölum og Þjóðverjum“ IÞROTTIR URSLIT KNATTSPYRNA Sex riðlar í nýju deildarbikar- keppni KSÍ Nýja deiidarbikarkeppnin í knatt- spyrnu hefst 14. mars. Bikar- meistarar KR taka ekki þátt í deild- arbikarkeppninni, þar sem KR-ingar hafa hug á að fara tvær utanlands- ferðir á sama tíma og keppnin stend- ur yfir. Alls taka 34 lið þátt í keppn- inni og hefur þeim verið raðað niður í sex riðla - tvö efstu liðin úr hveij- um riðli komast í úrslitakeppnina. Leikir í keppninni fara fram á íjór- um gervigrasvöllum - í Kópavogi, Hafnarfírði, Laugardal og á velli Leiknis. Úrslitaleikurinn fer fram 15. maí. Riðlarnir eru þannig skipaðir: A-RIÐILL: Stjarnan, Skallagrímur, Selfoss, ÍA, BI og Ægir. B-RIÐILL: Vöisungur, Valur, Dal- vík og FH. Leikin er tvöföld umferð í þessum riðli. C-RIÐILL: Haukar, KA, ÍR, Tinda- stóll, HK og ÍBV. D-RIÐILL: Höttur, Leiftur, Fylkir, Þróttur R., Þróttur Nes. og Léttir. E-RIÐILL: Grindavík, Sindri, Vík- ingur, Fram, Grótta og Víðir. F-RIÐILL: KS, Keflavík, Breiða- blik, Reynir S., Þór Ak. og Leiknir Reykjavík. Kluivert gæti fengið eins árs fangelsisdóm HOLLENSKI táningurinn Patrick Kluivert, sem leikur í fremstu línu Ajax, mun koma fyrir rétt 1. maí en hann er sakaður um að hafa með glæfralegum akstri orðið valdur að dauða öku- manns bOs sem hann lenti I árekstri við. Það var 9. september sem Kluivert ók BMW bíl sínum á miklum hraða og lenti í árekstri við annan bíl. Ökumaður þess bfls lést og farþegi slasaðist en Kluivert slapp ónieiddur. Kluivert hefur viðurkennt að hafa ekið hratt og gæti fengið eins árs fangelsisdóm og sekt sem nemur um 400 þúsund krónum auk þess að missa ökuréttindin í fimm ár. FRJALSIÞROTTIR Edwards: 18,50 metra stökk er mögulegt JONATHAN Edwards, breski heimsmethafinn í þrístökki, segir að við réttar aðstæðar geti hann stokkið 18 og hálfan metra í sum- ar. Hann bætti heimsmetið um 32 sentímetra í fyrra - er hann fór fyrstur yfir 18 metrana í ógleyman- legri þrístökkskeppni heimsmeist- aramótsins í Gautaborg. Bandaríkjamaðurinn Willie Banks átti heimsmetið, 17,97 m, og hafði það staðið í tíu ár. Edw- ards stökk 18,18 metra í fyrsta stökki sínu á HM í Gautaborg í ágúst og síðan 18,29 m í því næsta. Áður hafði hann stokkið 18,43 í Evrópubikarkeppninni í Lille en vindur var þá allt of mikill til að stökkið teldist löglegt. Edwards, sem er 29 ára, telur nú hins vegar að hann gæti stokkið 18,50 m við löglegar aðstæður ef hann næði fullkomnu stökki. Þrennt þarf að fara saman; hann þarf að vera hár- rétt stemmdur auk þess að ná að sameina þann mikla liraða sem hann er frægur fyrir og þá tækni- legu fullkomnun sem hann hefur áður náð. Edwards sagðist reyndar að sumu leyti óttast að hann stökkvi aldrei jafn langt og í fyrrasumar og frammistaðan héðan í frá verði í hæsta máta vandræðaleg. „Svo gæti farið að ég tapi allt keppnis- tímabilið. En svö fremi ég verði Olympíumeistari í Atlanta skiptir annað ekki máli.“ Ofangreind ummæli lét Edwards falla á blaðamannafundi í vikunni er kynntur var auglýsingasamning- ur sem hann var að gera og gæti fært honum 500 þúsund pund - andvirði rúmlega 50 milljóna króna - á næstu þremur árum. Morgunblaðið/Skapti JONATHAN Edwards vonast til að stökkva 18,50 metra í þrístökki í sumar. FELAGSLIF Þorrablót Víkings ÞORRABLÓT Víkings verður lialdið í Víkinni í kvöld og verður húsið opnað klukkan 19. Veislustjóri verður Atli Helgason, knattspyrnumaður og lög- fræðingur, ræðumaður kvöldsins verð- ur Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Jó- hannes Kristjánsson flytur gamanmál og hljómsveitin Tveir gæjar leikur fyr- ir dansi. Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Njarðvík - KR...................57:58 Staðan í leikhléi var 28:30. Stigahæstar i liði Njarðvíkinga voru Susette Sargent með 15 stig og þær Auður Jónsdóttir og Rann- veig Randversdóttir með 13 stig hvor. Hjá KR var Helga Þorvaldsdóttir með 15 stig, Helga Árnadóttir gerði 12 og Guðbjörg Norðfjörð 10. 1. deild karla: Reynir - Leiknir................97:90 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Atlanta - Chicago.............. 91: 96 Cleveland - Houston............ 80: 86 Utah - Toronto..............7...102: 86 Portland - Denver..............107: 78 Seattle -Golden State.........106: 90 Handknattleikur: 2. deild karla: ÍH-Fylkir........................22:25 Knattspyrna Þýskaland Kaiserslautem - St.Pauli...........0:0 Leverkusen - Gladbach..............0:0 Frakkland Gueugnon - St Etienne..............1:0 HM á skíðum S/erra Nevada, Spáni: Stórsvig karla:..............mín. sek. 1. Alberto Tomba (Ítalíu).......1.58,63 (fyrri ferð: 57,54 sek. — seinni: 1.01,09) 2. UrsKaelin (Sviss)..........1.59,07 (fyrri: 58,19 — seinni: 1.00,88) 3. Michael von Grúnigen (Sviss).1.59,45 (fyrri: 58.01 — seinni: 1.01,44) 4. Lasse Kjus (Noregi)........1.59,51 (fyrri: 57,57 — seinni: 1.01,94) 5. Steve Locher (Sviss).......2.00,62 (fyrri: 58,37 - seinni: 1.02,25) 6. Christian Mayer (Austurríki).2.01,11 (fyrri: 58.85 — seinni: 1.02,26) 7. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)...2.01,30 (fyrri: 59,26 — seinni: 1.02,04) 8. Jure Kosir (Slóveníu)......2.01,91 (fyrri: 59,50 — seinni: 1.02,41) 9. Ian Piccard (Frakklandi)...2.02,12 (fyrri: 59,68 — seinni: 1.02,44) 10. Harald StrandNilsen (Noregi)....2:02,22 (fyrri: 59,55 — seinni: 1.02,67) 11. Kjetil-Andre Aamodt (Noregi).... 2.02,26 (fyrri: 59.66 — seinni: 1.02,60) 12. Gunther Mader (Austurriki).2.02,36 (fyrri: 59,37 — seinni: 1.02,99) 13. Paul Accola (Sviss).........2.02,46 (fyrri: 59,56 — seinni: 1.02,90) 14. Mitja Kunc (Slóveníu)......2.04,23 (fyrri: 1.00,27 — seinni: 1.03,96) 15. FVanck Piccard (Frakklandi).2.04,58 (fyrri: 1.00,44 — seinni: 1.04,14) IHaukur Arnórsson og Arnór Gunnarsson heltust báðir úr lestinni í fyrri umferð. UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Seltjarnarn.: Grótta - UMFA.......16.30 1. deild kvenna: Framhús: Fram - Stjarnan.............15 KA-heimili: ÍBA- FH...............17.30 Vestmannaeyjar: ÍBV - KR..........14.30 Víkin: Víkingur - Fylkir.............15 2. deild karla: Smárinn: Breiðablik - Þór A......16.30 Sunnudagur: 1. deild karla: KA-heimili: KA - ÍBV.................20 2. deild karla: ísafjörður: BÍ - Fram.............13.30 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: ísafjörður: KFÍ - Selfoss.........13.30 Þorlákshöfn: Þór- Stjarnan...........16 1. deild kvenna: Sauðárkrókur: Tindastóll - Valur.....16 Seljaskóli: ÍR - Grindavík...........16 Sunnudagur: Úrvalsdeild: Akranes: ÍA - Skallagrímur...........20 Grindavík: Grindavík - Þór A.........20 Keflavik: Keflavík - Tindastóll......20 Seljaskóli: ÍR - Breiðablik..........20 Seltjarnam.: KR - Valur..............20 Strandgata: Haukar - Njarðvík........20 Sund Sundmót Ármanns, sem er bikarmót, fer fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Allir bestu sundmenn landsins taka þátt i mótinu. 1 dag verður keppt milli kl. 12 og 14 ogámorgun, sunnudag milli kl. 11 og 13 Blak Sunnudagur: 1. deild kvenna: Hagaskóli: ÍS - Víkingur.............1S 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS - Stjarnan.........20.21 Frjálsar Meistaramót Islands innanhúss fer fram um helgina og verður keppt í Baldurshaga og Kaplakrika. Keppni hefst kl. 9.30 í dag í Baldurshaga og kl. 15.30 i Kaplakrika og á morgun kl. 10.30 í Kaplakrika og kl. 14 í Baldurshaga. Borðtennis íslandsmót unglinga í borðtennis fer fram í TBR-húsinu um helgina. Keppni hefst k' 13 á laugardag og kl. 10 sunnudag. Júdó Afmælismót JSÍ fyrir drengi og stúlkur 1 i ára og yngri verður í íþróttahúsinu Austui' bergi í dag kl. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.