Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 4
íHí KORFUKNATTLEIKUR Chicago Bulls vann sinn 48. sigur í vetur á fimmtu- dagskvöld er liðið heimsótti Atlanta. Heimamenn náðu sautján stiga forystu um tíma, þá tóku leikmenn Bulls við sér með Michael Jordan fremstan í flokki — hann skoraði 34 stig — og unnu 91:96. Scottie Pippen skoraði 16 stig og átti tíu stoðsendingar og Dennis Rodman tók tuttugu fráköst fyrir Chicago, sem hefur unnið 48 leiki og hefur tekið stefnuna á að vera fyrsta liðið í NBA-deildinni til að vinna 70 leiki á keppnistíma- bili. Houston Rockets vann Cleveland á útivelli, 80:86, og lauk þar með sex leikja sigurgöngu Cleveland á heimavelli. Robert Horry var með 27 stig fyrir Houst- on, Hakeem Olajuwon og Sam Cassell 13, Terrel Bran- don skoraði 24 stig fyrir heimamenn. Lið Utah sigraði lið Toronto örugglega 102:86 og var Karl Malone stigahæstur allra sigurinn aldrei með 26 stig Portland vann Denver örugglega heima 107:78. Portland tók forystu strax í fyrsta fjórðung og var Reuter TIM Breauz, leikmaður meistara Houston Rockets, sést hér snúa á Bob Sura hjð Cleveland Cavaliers og skora. í hættu. Aaron McKie var með 21 stig fyrir Port- land og Rumeal Robinson skoraði 18 — hann kom inn í liðið fyrir Rod Strickland, sem var settur í bann rétt fyrir leikinn, fyrir slæma hegðun. Antonio McDyess setti niður 21 fyrir Denver. Seattle vann áttunda leik sinn í röð — lagði Golden State á heima- velli 106:90. Gary Payton skoraði 19 stig fyrir Seattle og Shawn Kemp var með 18, fyrir Golden State skoraði BJ Armstrong 27 stig. Riley kaupir fimm nýja leikmenn til Miami PAT Riley Þjálfari Miami Heat keypti fimm leikmenn og seldi fímm á lokadegi félagaskipta í NBA-deildinni á keppnistímabil- inu. Hann fékk Tim Hardaway og Chris Gatling frá Golden State, í skiptum fyrir Kevin Willis og Bimbo Coles. Tony Smith kom frá Phoenix í staðinn fyrir Terrence Rencher og Billy Owens og Kevin Gamble voru sendir til Sacramento en í staðinn fékk Riley Walt Williams og Tyrone Corbin. ■Charles Oakley, hinn öflugi framheiji New York, fingurbrotn- aði á dögunum og verður frá keppni í 6 vikur. ■Spud Webb og Andrew Lang voru seldir frá Atlanta til Minn- esota í skiptum fyrir Christian Laettner og Sean Rooks. Ekkert stödvar Chicago ■ SKOSKI landsliðsmaðurinn Eoin Jess hefur gengið til Iiðs við Co- ventry í ensku deildinni og var kaup- verðið rúmar 200 milljónir króna. Hinn 25 ára gamli miðvallarleikmað- ur hefur leikið með Aberdeen síðan árið 1987. ■ RON Atkinson, þjálfari Co- ventry, keypti einnig Liam Daish frá Birmingham á 156 millj. ísl. kr. Daish og Jess leika með liðinu gegn Middlesbrough í dag. ■ DANSKI landsliðsmaðurinn Jan Mölby var í gær ráðinn knattspymu- stjóri Swansea. Mölby, sem er 32 ára, mun einnig leika með 2. deildarl- iðinu. Hann er fimmti knattspymu- stjóri þess á fjórum mánuðum. ■ GRAHAM Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, var í gær ráðinn yfirknattspyrnustjóri Wat- ford. Hann var knattspyrnustjóri liðsins á árum áður. Fyrsta verk hans var að ráða Luther Blissett, fyrmm landsliðsmiðheija Englands og leikmann með Watford, sem þjálfara liðsins. ■ ÞAÐ var popparinn Elton John, stjórnarformaður Watford, sem fékk Taylor til að taka að sér starfíð. Þeir áttu gott samstarf um árið og voru allsráðandi þegar Watford lék bikarúrslitaleik gegn Everton á Wembley 1984, þar sem liðið tapaði 0:2. ■ JOHN Hartson, miðheiji Arsen- al, sem var keyptur frá Luton á tvær millj. punda, hefur verið sekt- aður um tveggja vikna laun - rúmar 800 þús. ísl. kr. fyrir ummæli í blöð- um, þar sem hann sagðist hafa verið þjálfaður eins og hundur. ■ MIKLAR líkur eru á því að bak- vörðurinn Viv Anderson, fyrrum leikmaður með Forest, Arsenal og Man. Utd., sem er 39 ára aðstoð- armaður Bryan Robson hjá Middl- esborough, leiki með liðinu gegn Coventry í dag. ■ ASTON ViIIa hefur boðið Leic- ester 1,5 millj. punda í miðheijann Julian Joachim. ■ PALL Beck, fyrrum línumaður í handknattleik í KR, skoraði átta mörk fyrir Nyborg gegn Árhus KFUM, 32:29, um sl. helgi. ■ JOCHEN Fraatz, sem um árabil hefur leikið með Essen í þýska hand- boltanum fer til Göppingen eftir þetta tímabil, en liðið leikur í 2. deild- inni. ■ RHEINHA USEN, sem hefur tap- að fæstum stigum í þýsku 2. deild- inni í handknattleik, hefur fest kaup á Svíanum Robert Anderson, en þessi 26 ára gamla skytta hefur leik- ið með Basel í Sviss að undanfómu, en hann lék áður með Dormagen. KNATTSPYRNA Schön er látinn Helmut Schön, fyrrum lands- liðsþjálfari Vestur-Þýska- lands í knattspyrnu, lést í gær á áttugusta aldursári. Schön, sem lengi hafði verið alzheimer-veik- ur, lést á heimili sínu í Wiesbad- en. Hann var einn virtasti og dáðasti knattspyrnuþjálfari Þýskalands, en undir hans stjórn náði þýska Iandsliðið frábærum árangri — varð heimsmeistari 1974 í Þýskalandi og Evrópu- meistari 1972 í Belgíu. Hann var þjálfari þýska liðsins sem tapaði úrslitaleik HM á Wembley 1966 gegn Englandi, 2:4, í sögufræg- um leik og undir hans stjórn fékk þýska liðið bronsverðlaun í HM í Mexíkó 1970. „Hann var maður sem sá aðeins það besta hjá leikmönnum. Hann er besti þjálfari sem ég hef haft,“ sagði Bertie Vogts, landsliðsþjálf- ari Þýskalands, sem varð heims- meistari undir stjórn Schöns 1974. Schön fékk viðurnefnið „maður- inn með húfuna" vegna þess að hann var alltaf með derhúfu. Hann stjórnaði v-þýska landslið- inu í 139 leikjum, 87 sigurleikjum, 31 jafnteflisleik og aðeins 21 tap- leik. Margir af þekktustu knatt- spyrnumönnum Þýskalands léku undir stjórn Schöns, eins og Franz Beckenbauer, Gerd Miiller, Wolf- gang Overath, Jupp Heynckes og Sepp Maier. Schön, sem fæddist í Dresden, lék knattspyrnu með liði borgar- innar, lauk ferli sínum með Hert- hu Berlín. Hann lék sextán lands- leiki fyrir Þýskaland og skoraði sautján mörk í þeim. Hann gerð- ist þjálfari eftir að hann lagði skóna á hilluna og var fyrst fé- lagsþjálfari, síðan aðstoðarmaður Sepps Herbergers, landsliðsþjálf- ara Þýskalands, og tók við hans starfi 1964 og var þjálfari lands- liðsins fram yfir HM í Argentínu 1978. Popescu tryggði Barc- elona sigur RÚMENSKI landsliðsmaður- inn Gbeorghe Popescu tryggði Barcelona signr 1:0 í fyrri leik liðsins gegn ná- grannaliðinu Espanyol í und- anúrslitum bikarkeppninnar á Spáni. Popescu skoraði mark- ið úr vítaspymu á 51. mín., eftir að Abelardo Fernandez hafði verið felldur af Argent- ínumanninum Mauricio Poc- hettino. Javi Garcia og Jordi Lardin áttu stangarskot fyrir Espanyol, sem fékk mörg tækifæri til að jafna metin á Camp Nou, heppnin var ekki með leikmönnum liðsins. Atletico Madrid vann Valencia í hinum undanúrslitaleiknum, 5:3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.