Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D *VttUllftlPÍ0 STOFNAÐ 1913 47. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 25. FEBRUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Innleggið linar þján- ingarnar NÝTT innlegg í skó sýnist ekki mikið mál en samt virðist það geta skipt sköpum fyrir fjölda manna, sem eiga við ýmsan krankleik að stríða. I Bret- landi hefur tæplega sjötugur tækni- fræðingur, Leslie Irving að nafni, kom- ið fram með nýja tegund innleggja, sem miklar vonir eru bundnar við. Felst hún í þyí, að tekið er nákvæmt mót af fætinum. Það er gert þannig, að 4.500 örlitlum rörum er komið fyr- ir á milli tveggja laga af silíkon- gúmmíi og fætinum þrýst á það efra. Rörin laga sig þá alveg eftir ilinni og er síðan læst í þeirri stöðu. Innleggið er svo mótað samkvæmt því og það má setja í alla skó, sem viðkomandi notar. Komið hefur i ljós við rannsókn- ir, að með nýja innlegginu dreifist lík- amsþunginn rétt á alla ilina og það veldur því, að álagið, sem áður var á ýmsa liði og vöðva, minnkar og jafn- ast. Hefur nýja innlegið dregið veru- iega úr þjáningum gigtarsjúklinga og mörg dæmi eru um, að íþróttafólk, sem ekki gat stundað íþróttina lengur vegna meiðsla, sé aftur komið á stjá. Kosið í Delaware Dole vonast eftir sigri Wilmington. Reuter. KJÓSENDUR í Delaware-ríki í Bandaríkjunum gengu að kjörborðinu í gær til að velja sér frambjóðanda í forsetakosningunum í haust. Sam- kvæmt skoðanakönnunum gat Bob Dole gert sér vonir um að vinna sinn fyrsta sigur í f'orkosningum repúblik- ana en kannanirnar eru misvísandi og hugsanlegt, að Steve Forbes velgi honum undir uggum. Frambjóðendur repúblikana, að Forbes undanskildum, létu lítið til sín taka í Delaware vegna þess, að flokks- bræður þeirra í New Hampshire höfðu farið fram á það. Þeir krefjast þess, að stöðu New Hampshire sem fyrsta forkosningaríkisins verði ekki ógnað og vika að minnsta kosti líði þar til kosið verði í öðru ríki. Forkosningarn- ar í Delaware eru aðeins fjórum dög- um á eftir kosningunum í New Hamps- hire. Á síðustu dögum hafa birst tvær skoðanakannanir um stöðu frambjóð- enda og samkvæmt annarri fær Dole 32% atkvæða, Pat Buchanan 21%, Forbes 19% og Lamar Alexander 16%. Hin spáir Dole 28%, Forbes 27%, Buc- hanan 22% og Alexander 14%. Morgunblaðið/RAX ÞESSI hundur beið þolinmóður eftir húsbónda síniiin, sem hafði brugðið sér inn í verslun í Hafnarfirði. Meðan á þ ví stóð sá brunahaninn um að gæta hans. Jórdaníustjórn segir örlög tengdasona Saddams ekki koma á óvart „ Augljóslega um að ræða vel undirbúin morð" Amman, Bagdad, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. STJÓRNVÖLD í Jórdaníu sögðu í gær, að morðið á bræðrunum og fyrrverandi tengda- sonum Saddams Husseins, forseta íraks, væri dæmigert fyrir starfsaðferðir ráða- manna í landinu. Þeir hefðu einfaldlega ver- ið teknir af lífi án dóms og laga nokkrum dögum eftir að þeir sneru heim en þeir flúðu land fyrir hálfu ári. Madelaine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í fyrrakvöld, að þessi at- burður sýndi, að grimmd Saddams og stjórn- ar hans ætti sér engin takmörk. Ríkisfjölmiðlar í írak sögðu frá því í fyrra- kvöld, að þeir bræður, Hussein Kamel Hass- an og Saddam Kamel, hefðu verið skotnir af ættingjum sínum, sem hefðu viljað hreinsa nafn fjölskyldunnar og hefna þess, að þeir sneru baki við Saddam Hussein forseta og flúðu land fyrir hálfu ári. Auk þeirra féllu einnig faðir þeirra og þriðji bróðirinn. Skildu við bræðurna deginum áður Eiginkonur þeirra bræðra og dætur Sadd- ams voru í för með þeim er þeir flúðu frá írak til Jórdaníu en þær skildu við eiginmenn sína á fimmtudag. Sneru þau öll aftur til íraks á þriðjudag en þá hafði Saddam gefíð þeim bræðrum upp sakir. Abdul-Karim al-Kabariti, forsætisráð- herra Jórdaníu, sagði í gær, að morðin kæmu ekki á óvart, þau væru næstum „eðlilegur hlutur" miðað við stjórnarfarið í írak. „Það var augljóslega um að ræða vel undirbúin morð. Hussein Kamel, bræður hans og faðir voru teknir af lífi með köldu b-^ Kamel 1 lass.-m blóði," sagði Kabariti. Talsmaður íraskra stjórnarandstæðinga í London sagði í gær, að ekkert í þessu máli kæmi á óvart, svona tæki Saddam á and- stæðingum sínum hverjir' sem þeir væru. Sýnir grimmd Saddams Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneyt- isins sagði, að enn hefði ekki fengist staðfest- ing á morðunum en' hann taldi ástæðu til að trúa fréttunum. Albright, sendiherra Banda- ríkjanna hjá SÞ, sagði, að grimmd Saddams ætti sér augljóslega engin takmörk. Undir það tók Rolf Ekeus, formaður SÞ-nefndar, sem séð hefur um eyðingu íraskra vopna. „Ég er ekki hissa á neinu, sem varðar íraska leiðtoga. Það sýnir hins vegar vel grimmd Saddams, að hann skuli hafa boðið þá velkomna, gefið þeim upp sakir og myrt þá síðan," sagði Ekeus. HRIKTIR ÍKIRKMKIPINU Svigrúm skortir í skólakerf iö 20 viDSKipnjaviNNULir Á SUNNUDEGI 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.