Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 11 við málefnalega umræðu því persónur eru nefndar til sögunnar og málefni verða útund- an. En það er gömul saga og ný á íslandi að við tölum of mikið um persónur og of lít- ið um málefni,“ segir sr. Kristján Valur. Áratugur safnaðaruppbyggingar Yfirlýst stefna Þjóðkirkjunnar er sú að þennan áratug skuli safnaðaruppbygging vera meginverkefni og yfirskrift alls starfs hennar. Séra Öm Bárður Jónsson, fræðslu- stjóri Þjóðkirkjunnar, var ráðinn verkefnis- stjóri safnaðaruppbyggingar Þjóðkirkjunnar árið 1990, ári eftir að sr. Ólafur Skúlason varð biskup. Fjöldi námskeiða hefur verið haldinn um landið síðan til eflingar safnaðar- starfinu. Sr. Örn Bárður segir að margir hafi fundið starfsvettvang í kirkjunni og gefið fólki aukna tiltrú á henni. „Fólk er að uppgötva vettvang þar sem það getur nýtt hæfileika sína og starfað sér til uppbygging- ar og öðrum til blessunar," segir hann. Hann bætir við að fólk geri sér nú grein fýrir að kirkjan þurfi að breyta áherslum sínum og starfsháttum. „Stundum er sagt að kirkjan sé ennþá í sveitinni og sumir innan hennar séu ekki komnir inn í 20. öldina, hvað þá 21. öldina," segir sr. Örn Bárður. Staða sóknarnefnda styrktist með nýjum lögum Með nýjum lögum um sóknargjöld sem gengu í gildi árið 1985 vænkaðist mjög fjár- hagur safnaðanna. Söfnuðimir vetja gjöldum eftir ákveðnum reglum sem þó era rúmar og finnst sumum sem þar þyrfti að koma til meiri stýring og leiðbeining um hvernig skuli veija fjármunum og hvaða verkefni skuli vera efst á blaði. Staða sóknarnefnda styrktist einn- ig mjög þegar þeim var falið að velja presta. „Sóknarnefndimar hafa fengið aukin völd með breytingu á lögum um veitingu prestakalla. Þær era orðnar kjörmenn við tilnefningu presta. Ég held að það hafi ekki náðst sátt um þá breytingu. Það eru ákveðin öfl sem hafa viljað efla sóknarnefndirnar en öðrum fínnst að þær séu að fá áhrif á kostnað emb- ættismannageirans," segir sr. Hjalti Hugason. Agmúar á skipulagi koma fram Sr. Örn Bárður segir að í ljós hafi komið að skipulag kirkjunnar geri ekki ráð fyrir miklu starfsmannahaldi en það hafi aukist með auknum fjárráðum. „Þetta getur valdið spennu milli sóknarnefndar og prests. Það er sóknarnefndin sem ræður fólk og segir því upp en ekki presturinn. Kirkjan stendur á krossgötum og framrni fyrir mjög hröðum breytingum í þjóðfélaginu. Hún er varla búin að átta sig á nýrri stöðu sinni og nýjum möguleikum sem felast í betri ijárhag. Þegar starfsfólki fjölgar þá koma í ljós þessir agnú- ar á skipulagi kirkjunnar. Hver er eiginlegur framkvæmdastjóri hins daglega starfs?“ spyr Örn Bárður. Hann segir að þetta eigi einkum við í stór- um söfnuðum. Þar þurfi kirkjan að vera opin allan daginn en presturinn geti ekki verið þar alltaf. Hann sinni störfum um alla sókn og jafnvel utan hennar. Oft sé hringt heim til presta utan venjulegs vinnutíma og þá lendi það gjarnan á ijölskyldu prestsins að taka við beiðnum og skilaboðum. „Kirkjan er að mörgu leyti langt á eftir tímanum hvað þetta varðar. Hún þarf að skipuleggja sig öðravísi og reka starf sitt með tæknilegri og markvissari hætti,“ segir sr. Örn Bárður. „En hún er eins og risastórt skip og maður snýr því ekki við á punktinum. Hún er þung í vöfum, samband tæplega 300 sókna þar sem fleiri þúsund manns eru í sóknarnefndum." Nefnd óháðra manna til að taka á deilumálum Sr. Örn Bárður telur óheppilegt að deilu- mál sem upp koma milli sóknarnefndar og prests séu leyst fyrir milligöngu prófasta og biskups. Það sé ótrúverðugt fyrir leik- menn að milligöngumenn séu starfsbræður prestsins. Þetta megi leysa með því að setja á stofn nefnd óháðra manna sem taki á deilumálum. Þá segir sr. Örn Bárður óæski- legt að sami prestur geti setið alla starfsæ- vina í sama prestakalli. Þeir geti verið ævir- áðnir í kirkjunni sem heild en hún ætti að geta sent þá á milli sókna. Hann nefnir að í Þýskalandi sé það fyrirkomulag að prestar séu 10 ár á hvetjum stað og þá fái þeir nýtt brauð. Örn Bárður telur lög setja kirkjunni of þröngar skorður. Hann segir að í gegnum tíðina hafi komið upp deilumál þar sem eina rétta lausnin hefði verið sú að víkja prestinum úr embætti. Löggjöfín veiji prestinn hins vegar það vel að hann geti leyft sér ákaflega margt og verið búinn að margvalta yfir söfn- uðinn áður en hann er settur af. „Við erum hugsanlega að súpa seyðið af þessu. Ef rammi laganna hefði leyft að taka á málum með meira afgerandi hætti þá værum við betur sett. F'ólk hefur hrökklast frá kirkj- unni, kalið á hjarta og vonsvikið af því að það hefur lent í deilum við prestinn en hann hefur réttinn alltaf sín megin og stendur með pálmann í höndunum," segir hann. Hann segir fjölmörg vandamál hafa komið upp í biskupstíð hr. Ólafs sem erfitt hafi verið að leysa úr vegna þess að ekki hafi verið búið að endurskoða löggjöf en margt hafi líka tekist vel. Prestar of miklir embættismenn Sú gagnrýni hefur komið fram að guðfræði- deildin mennti embættismenn og þaðan komi þeir án þess að hafa lært nokkuð í stjómunar- fræðum, hvemig skuli vinna með sóknar- nefnd, hvprnig valdi sé deilt út og hvernig örva skuli aðra til þátttöku. Ef þetta væri kennt mætti vafalaust koma í veg fýrir erfíð- leika víða. Þá benda menn á að fyrir utan bóklegar gáfur séu aðrar gáfur ekki síður mikilvægar og hæfileiki til að umgangast fólk. Sjálfstæði kirkjunnar aukið Á síðustu áram hafa verið gerðar miklar breytingar á skipulagi kirkjunnar. Kirkju- málaráðherra og kirkjan hafa verið sammála um að gera kirkjuna sjálfstæðari og færa vald frá Alþingi og ráðuneytinu yfir til kirkj- unnar. Þetta hefur gerst smátt og smátt á síðustu 10-15 árum. Fyrir liggur að stíga enn stærra skref í þessa átt með frumvarpi til laga um stöðu, stjórn og stjómhætti kirkj- unnar. Kirkjuþing hefur tvívegis fjallað um framvarpið og samþykkt að það verði lagt fram á Alþingi. Stefnt var að því að leggja framvarpið fram á þessu þingi, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur dóms- og kirkjumálaráðherra ákveðið að fresta því að leggja það fram vegna þeirra deilna sem staðið hafa innan kirkjunnar. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknar- prestur á Borg, sat í nefnd sem samdi frum- varpið og 'þekkir það því vel. „í frumvarpinu er gert ráð fyrir að kirkjan sjálf geti, aðallega í gegnum kirkjuþing, sett skýrar starfsreglur og brugðist við breyttum aðstæðum í samfélaginu á hveijum tíma. í dag hefur kirkjan þurft að leita til Alþingis með flestar breytingar. Ekki skýr ákvæði um aðra en presta Það má segja almennt að fram að þessu hafi ekki verið til skýr ákvæði í gildandi kirkjurétti um stöðu og réttindi annarra starfsmanna kirkjunnar en sóknarpresta. Það gildir um meðhjálpara, organista, fræðara, djákna og annað starfsfólk. í frumvarpinu er reynt að taka á þessu. Markmiðið með framvarpinu er að færa frumkvæði, ábyrgð og völd frá Alþingi og ráðuneyti yfir til kirkjulegra stofnana. Þetta kemur því til með að gera stjórnkerfi kirkj- unnar skilvirkara, en ég tel hins vegar að stjórnskipulag kirkjunnar sé í grandvallaratr- iðum viðunandi." Aukið sjálfstæði kirkjunnar kallar á að hún sjálf móti reglur um hverjir eigi að fara með þetta aukna vald og hvernig eigi að beita því. Heimildarmönnum Morgunblaðsins ber flestum saman um að þessar reglur séu ekki að öllu leyti nægilega skýrar eða a.m.k. hafi þær ekki náð að festa sig í sessi. „Ef svona hlutverkaskilgreiningar eru ekki markvissar og ganga ekki nægilega hratt fyrir sig og kannski ekki unnið að þeim á nægilega breiðum grundvelli held ég að þær séu hættulegar og valdi hugtaka- og hlut- verkaárekstrum sem og óvissu,“ sagði sr. Hjalti Hugason um þessar breytingar á stjórnskipulagi kirkjunnar. Hann sagði að kirkjan hefði ekki náð að þróa stjórnkerfi sitt þannig að um það skapaðist sátt. Aukin umsvif biskupsembættisins Umsvif biskupsembættisins hafa vaxið mikið á seinustu árum. Það fær stöðugt fleiri stjórnsýsluverkefni frá ríkisvaldinu og starfs- mönnunum fjölgar m.a. vegna þess að biskup hefur haft frumkvæði að ýmsum nýjum verk- efnum innan kirkjunnar. En þessi auknu umsvif, sem að miklu leyti taka til verald- legra hluta, leiða til þess að staða biskups gagnvart prestum breytist. „Á seinustu árum hefur mikið af verkefn- um verið flutt frá kirkjumálaráðuneytinu til biskups. Meðan málin voru hjá ráðuneytinu og einhveijum fannst á sér brotið talaði stjórn Prestafélagsins við ráðuneytið. Ef ekki feng- ust svör fór stjómin á fund biskups og bað hann liðsinnis í viðureigninni við ráðuneytið. Það fékkst alltaf. Þannig náðist oft árangur fyrir kirkjuna og Prestafélagið. Nú er þetta breytt. Það gefur augaleið að með þessum tilflutningi á verkefnum hafa Prestafélags- forystan og prestarnir þar með misst sterkan bandamann, sem biskupinn var. í staðinn erum við orðnir viðsemjendur biskups," sagði Geir Waage, formaður Prestafélagsins. Til að skýra þetta nefndi Geir nýlegt dæmi. Prestar eru með bílasamninga við bílanefnd ríkisins. Til skamms tíma hefur kirkjumála- ráðuneytið farið með þetta verkefni og prest- ar haft öll samskipti um málið við það. Sum- ir prestar hafa verið með opna bílasamninga og aðrir með lokaða. Geir sagði að ráðuneyt- ið hefði nýlega fært þennan málaflokk til biskupsstofu. Biskupsstofa hefði í kjölfarið tekið þá ákvörðun að allir prestar færu á lokaða bílasamninga, sem hefði í för með sér Prestar eru nú orðnir viðsemjendur biskupsins, en áður sóttu þeirtil kirkjumála- ráðuneytisins með kvartanir. Staða sóknarnefnda hefur styrkst. Þær velja nú presta og fjárráð þeirra hafa aukist. Verkaskipting milli þeirra og presta er óskýr og faliin til að valda ágreiningi. að hópur presta fengi miklu minni greiðslur fyrir akstur en áður. Geir sagði að ef Presta- félagið vildi veita þessum prestum aðstoð við leiðréttingu mála yrði það að gera ágreining um það við biskup, en áður hefði sá ágreining- ur verið við ráðuneytið og þá hefði biskup jafnvel aðstoðað Prestafélagið við að sækja málið á þeim vettvangi. Baldur Kristjánsson biskupsritari sagði það að hluta til rétt hjá Geir að aukin um- svif biskupsembættisins hefðu breytt stöðu þess. Hann sagði að þetta myndi hins vegar færast í það horf að þessi mál yrðu leyst af embættismönnum á biskupsstofu án af- skipta biskups. í nágrannalöndunum, þar sem sjálfstæði kirkjunnar hefði einnig verið aukið, hefði þróunin orðið sú að biskup hefði orðið meira kennivald, en látið öðrum eftir veraldlega umsýslan. Sama myndi gerast hér. Að stjórna kirkjunni gegnum breytingar Það eru skiptar skoðanir um hvernig hr. Ólafi Skúlasyni hefur tekist að stýra kirkj- unni gegnum þetta breytingaskeið. Sumir segja að hann hafí í öllum meginatriðum verið farsæll leiðtogi, en aðrir gagnrýna verk hans. Við biskupskjörið árið 1989 heyrðist sú gagnrýni að Ólafur væri ekki nægilega sterkur kennimaður og stæði sem slíkur að baki hr. Sigurbirni Einarssyni. Stuðnings- menn hans bentu á aðra kosti hans. Einn heimildarmaður Morgunblaðsins úr prestastétt orðaði þetta með eftirfarandi hætti: „Við biskupskjörið 1989 héldu stuðn- ingsmenn Ólafs því mjög fram, honum til lofs, að hann væri svo góður skipuleggjandi að stjórnarhættir í kirkjunni myndu blómstra undir hans stjórn, en það hefur hins vegar komið á daginn að það eru nákvæmlega þeir hlutir sem hafa farið verst undir hans stjórn.“ Aðrir hafa bent á að þessi gagnrýni á störf Ólafs sé ekki sanngjörn. Kirkjan hafi gengið í gegnum miklar breytingar og það sé ekki við því að búast að biskup geti stýrt henni í gegnum þær án gagnrýni. Kirkjan hafi eflst mikið í tíð Ólafs og hann hafi beitt sér fyrir margvíslegum umbótum á ýmsum sviðum. Margir eru sammála um að kirkjan hafi verið í mikilli sókn í biskupstíð hr. Ólafs Skúlasonar og þeir segja að fólk nefni oft að fyrra bragði að því finnist kirkjan vera öflugri, opnari og snerta fleiri þætti en hún gerði áður. Þetta hafi t.d. komið mjög skýrt fram í kringum snjóflóðin á síðasta ári. Kom með ferskar hugmyndir Séra Þórir Stephensen segir herra Ólaf njóta trausts og hafa staðið sig vel, allt frá því hann kom heim frá Bandaríkjunum með ferskar hugmyndir um æskulýðsstarf. Hann hafi mótað starf æskulýðsfulltrúa og tendrað áhuga margra til æskulýðsstarfs í söfnuðun- um. „Við unnum margir mjög glaðir undir hans handleiðslu. Síðan gerðist hann prestur í Bústaðasókn og sýndi gífurlega mikla hæfi- leika til að láta fólk vinna saman, fékk mjög sterka og góða menn til liðs við sig og sýndi mikla skipulagshæfileika. Svo kemur að því að honum er treyst til að verða prófastur, 1983 er hann kosinn vígslubiskup og 1989 biskup. Þá varð mikil samstaða um hann. Menn horfðu til hins góða starfs Ólafs. Hann hefur gott fjármálavit, er mikill málamaður og kann vel að koma fram. Við áttum mjög gott samstarf við hann, sama á hvaða línu menn voru í prófastsdæminu. Ég held að langflestir hafi kosið hann,“ sagði sr. Þórir. „Það veldur mörgum prestum áhyggjum hvað almennt viðhorf til biskupsins er nei- kvætt og hefur verið það lengi. Biskupinn er andlit kirkjunnar út á við og hann þarf því að njóta virðingar. Staða hans að þessu leyti batnar ekki við þetta nýjasta áfall,“ sagði einn viðmælandi Morgunblaðsins úr klerkastétt. Annar viðmælandi sagði Ólaf ekki njóta þess trausts sem biskup ætti að njóta meðal presta. Hin mikla fjölgun og endurnýjun sem orðið hefði í prestastéttinni hefði haft gífur- leg áhrif á þróun í þá átt og gerði biskupi erfíðara fyrir að halda fast í taumana. Þess- um nýju prestum hafí fylgt ný viðhorf og þeir hafi ekki lotið þeim aga sem prestar gerðu áður. „Sigurbjörn kallaði menn inn á teppi til sín og talaði yfir þeim og kom fyrir þá vitinu ef eitthvað kom upp á. Þá virtu menn það og tóku til greina það sem hann sagði. Pétur hafði lag og lempni á að tala menn til sátta ef upp kom ágreiningur en svo er eins og Ólafur hafi misst þessi ítök. Fjölgunin í stéttinni hefur ýtt undir það. Það liggur í hlutarins eðli. Það hefði þurft afskap- lega sterkan persónuleika til að lialda sama aga og Sigurbjörn gerði,“ segir viðmælandi. Annar viðmælenda sagði að inn í stéttina hefðu komið ókirkjuvanir menn, sem hefðu ekki fengið neitt trúarlegt uppeldi og væru meira fræðilega kristnir. „Áður fyrr gerðu menn sín mál upp við biskupa sína privat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.