Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Með tilf lutningi valds og verkef na frá stjórnvöldum til kirkjunnar vaknar spurningin, hver á að fara með þetta aukna vald og hvernig á að beita því? og hávaðalaust. Nú er farið að nota breiðu spjótin.“ Einn þáttur gagnrýninnar á Ólaf er að hann hafi ekki staðið nægilega fast gegn ríkisvaldinu í kirkjueignamálum. Á 19. og snemma á 20. öld eignaðist ríkið eignir kirkj- unnar en fór jafnframt að greiða prestum laun. Margir prestar telja að mjög hafi hallað á kirkjuna við þessi skipti og vilja að hún fái þessar eignir til sín aftur eða að ríkið greiði fyrir þær. Þetta kristallast í sölunni á kirkjujörðinni Görðum á Álftanesi, sem fyrr- verandi landbúnaðarráðherra seldi fyrir 50 milljónir. Sumir prestar halda því fram að um hreina gjöf hafi verið að ræða því verð- mæti jarðarinnar sé nær 300 milljónum. Staða vígslubiskupsembættanna óyós Það er ekki bara að embætti biskups Ís- lands hafi breyst. Vígslubiskupsembættin hafa einnig breyst mikið. Hlutverk og staða vígslubiskupsembættanna hefur aldrei verið afmörkuð með skýrum hætti. Löggjafinn vís- aði því á sínum tíma til kirkjunnar sjálfrar að móta þau. Embættin hafa ekki síst mót- ast af þeim einstaklingum sem þeim hafa gegnt og þau hafa raunar þróast með dálítið ólíkum hætti. Sú togstreita sem menn telja sig greina á milli Sigurðar Sigurðarsonar, vígslubiskups í Skálholti, og Ólafs Skúlason- ar er þess vegna að hluta til vegna þess að þeir eru að takast á um valdsvið vígslubisk- upsembættisins. Forveri Sigurðar, séra Jónas Gíslason, átti við veikindi að stríða í mörg ár og gat því ekki beitt sér sem skyldi. Heim- ildarmönnum Morgunblaðsins ber hins vegar saman um að sr. Sigurður hafi hug á að styrkja vígslubiskupsembættið í Skálholti og um leið gera það valdameira. Það er síðan fallið til að draga enn frekar fram ágreining milli Sigurðar og Ólafs að Sigurður er í forystu fyrir hina hákirkjulegu hreyfingu eða „svartstakkana" eins og hann hefur sjálfur nefnt hana. Ólafur hefur aftur á móti lagt mikla áherslu á safnaðaruppbygg- ingu í sinni biskupstíð. Mönnum ber ekki saman um hvort ágrein- ingurinn milli Sigurðar og Ólafs sé persónu- legur. Viðmælendur Morgunblaðsins sögðust vona að svo væri ekki. „En það er hins veg- ar skilgreiningaratriði hvenær ágreiningur snýst upp í óvild,“ sagði einn prestur um samskipti Ólafs og Sigurðar. Erfitt að breyta Kirkjan er gömul stofnun sem á rætur sínar í sterkum hefðum og þess vegna m.a. gengur það ekki hljóðalaust fyrir sig að breyta skipulagi hennar og uppbyggingu. Geir Waage hefur aflað sér víðtækrar þekk- ingar á kirkjusögu og kirkjurétti og hann telur að sumum hætti til að gleyma því hvers konar stofnun kirkjan er. „íslenska Þjóðkirkjan er byggð upp af sjálfstæðum prestaköllum og í hveiju presta- kalli er embætti sem er í reynd sjálfseignar- stofnun. Prestssetrið og laun prestsins eru hluti af ævafornri sjálfseignarstofnun. Þessi embætti eru mjög sjálfstæð. Vald biskupsins yfir okkur prestunum er tilsjónarembætti. Hann á að líta til með okkur. Hann er ekki yfirmaður okkar í einfaldri veraldlegri merk- ingu þess orðs. Presturinn er forystumaður í sínum söfnuði og leiðtogi kirkjunnar í sókn- inni. Það hefur gengið erfiðlega að aðlaga þetta ævaforna fyrirkomu- lag breyttum stjórnar- og þjóðfélagsháttum. Það sem er verst að alþingismenn og embættismenn, sem hafa með þetta að gera, virðast ekki lengur gera sér grein fyrir þessu eðli kirkjunnar. Þeir nálgast kirkjuna eins og hveija aðra veraldlega stofnun 'og halda að þar gildi sömu lögmál og í rekstri fyrirtækja, en það er nú öðru nær,“ sagði Geir. Geir sagði að á síðustu árum hefði mið- stjómarvald kirkjunnar verið aukið með þvi að færa stöðugt meira vald til biskupsemb- ættisins. „Þetta miðstjórnarvald hlýtur í stóru og smáu að rekast á það fyrirkomulag sem er.“ Þau sjónarmið heyrast líka innan kirkjunn- ar að hluti af vandanum sé að biskup hafi ekki nægilega mikið vald. Hann hafi í reynd ekki þau stjórntæki sem dugi til að leysa erfíðar deilur eins og Langholtskirkjudeiluna og þess vegna hefði hún náð að magnast. Það sjónarmið er einnig uppi að biskup hafí haft tækifæri til að taka á Langholtskirkju- málinu og það hafi verið veikleikamerki að vísa því frá sér til ráðherra til að fá það aftur og fá síðan lögfræðing til að segja sér að hann hefði vald til að úrskurða. „Hann átti ekki að þurfa að láta segja sér það,“ sagði viðmælandi. Einn heimildarmaður Morgunblaðsins sagði að hafi Ólafur haft möguleika á að leysa Langholtskirkjudeiluna þá hafi hann það ékki lengur. Hann hafi misst af tækifær- inu. Öruggt sé að úrskurði hans í deilunni verði mætt af hörku af þeim sem telja á sig hallað með úrskurðinum. Biskup skortir stjórntæki Séra Karl Matthíasson, prestur í Grundar- fírði, sagði að ef biskup hefði vald til að ráða presta og færa þá til milli kirkna fengi hann það stjórntæki sem hann skorti í dag. Hann sagði að miklir annmarkar væru á núverandi fyrirkomulagi við veitingu prestsembætta og um það væri engin sátt. Það er hins vegar mikil andstaða meðal presta við þá hugmynd að færa veitingarvald prestsembætta til biskupsembættisins. Og margir mega ekki til þess hugsa að þeir geti átt á hættu að verða færðir tii ef ágreiningur rís við sóknarnefndina. Með því sé verið að rýra ráðningar- réttindi þeirra og gera stöðu þeirra gagnvart sóknarnefnd óþolandi. Prestur geti ekki búið við þá stöðu að eiga á hættu að verða færður til í starfi ef einhveij- um í sóknarnefndinni líkar ekki við hann. Prestar eru margir óánægðir með fyrir- komulag prestskosninga og telja það stórmál að fá því breytt. Sr. Örn Bárður segir að talað hafi verið um að skipa stöðunefnd til að meta hæfí kandídata. Hún raði prestum eftir hæfí, menntun og reynslu. Þá myndi það ekki gerast að yngsti maðurinn með minnsta reynslu hljóti embætti. Ásakanir á biskup Sem kunnugt er hefur hr. Ólafur Skúlason óskað eftir því við embætti ríkissaksóknara að það láti fara fram opinbera rannsókn á tilurð og sannleiksgildi ásakana, sem á hann hafa verið bomar um refsivert athæfi. Um er að ræða ásakanir konu um meinta kynferð- islega áreitni. Mál konunnar barst siðanefnd Prestafé- lagsins í lok janúar. Konan kvartaði við nefndina yfir samskiptum við séra Vigfús Þór Árnason, en hún hafði greint honum frá meintri, kynferðislegri áreitni Ólafs Skúlason- ar biskups við sig fyrir 17 árum þegar hann var prestur í Bústaðasókn. Nefndin fjallaði fyrst um málið á fundi 30. janúar og hélt um það sjö fundi. Sættir tókust milli konunn- ar og prestsins á fundi 15. febrúar. I fram- haldi af því sendi siðanefndin stjórn Prestafé- lagsins bréf þar sem vakin var athygli stjórn- arinnar á því að mjög alvarlegar ásakanir hefðu verið bornar fram gegn þjónandi presti innan kirkjunnar. Siðanefnd og stjórn Presta- félagsins héldu fund sl. mánudag þar sem rætt var um málið og verkaskiptingu milli stjórnarinnar og nefndarinnar. Séra Úlfar Guðmundsson, formaður siða- nefndar, sagði að stjórnin hefði óskað eftir því við siðanefndina að hún fjallaði áfram um málið. í reynd hefði stjórnin neitað að taka við málinu enda teldi hún sig ekki vera í dómarahlutverki. Úlfar sagði að ákvörðun biskups að óska eftir rannsókn ríkissaksókn- ara á ásökunum hefði ekki áhrif á störf siðanefndar. Hún myndi áfram fjalla efn- islega um málið og ljúka því með einhveijum hætti. í reglum siðanefndar seg- ir að kæra til nefndarinnar skuli vera skrifleg og málið megi ekki varða atvik sem eru eldri en eins árs. Hvorugu er til að dreifa í máli konunn- ar. Úlfar sagði að siðanefnd Prestafélagsins hefði verið komið á fót í ágúst 1994 og starfsreglur hennar væru enn í mótun. Nefnd- in hefði því, að beiðni stjórnar Prestafélags- ins, ákveðið að taka málið til formlegrar umfjöllunar. Úlfar sagðist líta svo á að meginhlutverk siðanefndar væri að leita sátta í málum sem til hennar væri vísað. Málin væru hins vegar ekki alltaf þannig vaxin að sátt væri mögu- leg. Nefndin gæti þess vegna þurft að úr- skurða í málum, t.d. með því að veita presti áminningu. Eins gæti hún vísað máli frá. Úlfar sagði að siðanefnd hefði rætt þetta mál við biskup íslands í tengslum við af- greiðslu fyrra málsins og hún myndi ræða við hann frekar næstu daga. Hann sagðist ekki vita til þess að íslenskur prestur hefði áður verið ásakaður um kynferðislega áreitni. Séra Vigfús Þór Árnason, prestur í Grafar- vogi, sagði að umrædd kona hefði komið til sín fyrir 11 mánuðum og rætt um þessa ásökun á hendur biskupnum. Hún hefði ósk- að eftir því að hann ræddi þetta mál við aðra presta. Hann sagðist ekki hafa gert það enda hefði hann með því verið að bijóta siða- reglur kirkjunnar um þagnarskyldu. Vigfús sagði að konan hefði ekki rætt við sig aftur um þetta mál og hún hefði ekki afhent sér greinargerð um málið. Vigfús staðfesti að konan hefði rætt við nokkra presta um málið. Úlfar vildi ekki svara því hvort um eitt mál væri að ræða eða tvö, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru málin tvö, annars vegar frá konu sem leitaði til biskups vegna skilnaðar fyrir 17 árum og hins vegar frá konu sem telur sig hafa orðið fyrir áreitni biskups á skemmtistað í Danmörku fyrir mörgum árum. Prestar slegnir Af viðtölum við presta er óhætt að full- yrða að prestar séu mjög slegnir yfir þessum ásökunum sem beinast að biskupi. Einn prest- ur orðaði þetta með þessum hætti: „Prestar eru í öngum sínum út af þessu máli. Menn vita hreinlega ekki sitt ijúkandi ráð og vita ekki hveiju þeir eiga von á.“ Flestum ber saman um að það hafi verið eðlileg viðbrögð biskups að óska eftir rann- sókn ríkissaksóknara á þessum ásökunum og í reynd það eina sem hann gat gert. Jafn- framt gagnrýna sumir að hann skyldi hóta því að fara í meiðyrðamál við konuna á sama tíma og hann leitaði eftir sáttum við hana á sáttafundi. Samkvæmt öruggum heimildum Morgun- blaðsins íhugaði biskup að draga sig í hlé frá störfum meðan rannsókn stæði yfir í málinu. Eftir vandlega skoðun tók hann þá ákvörðun að sitja áfram í embættinu. Úm þetta eru skiptar skoðanir meðal presta. Annars vegar heyrist það sjónarmið að bisk- up megi alls ekki víkja úr embætti m.a. vegna þess að það yrði túlkað út á við sem viður- kenning af hans hálfu á réttmæti þessara ásakana. Þeir eru einnig til sem segja að biskup geti ekki setið í embættinu við þessar aðstæður. Þrír prestar, sem Morgunblaðið ræddi við, sögðust ákveðið vera þessarar skoðunar. „Kirkjustjórnin er lömuð meðan þetta gengur yfir. Og ég sé ekki fyrir endann á því hvernig það getur gengið yfir. Ég er eins og aðrir menn logandi hræddur um að þetta þróist úr vondu yfir í verra. Ég er hræddur um áhrif þessa á kirkjuna og biskupsembætt- ið,“ sagði einn viðmælandi Morgunblaðsins úr prestastétt. Gömul mál sem valda biskupi erfiðleikum Annar prestur fullyrti að þessar ásakanir hefðu lengi verið baksviðs og biskupi hefði verið kunnugt um þær í mörg ár. Ásakanirn- ar hefðu skert möguleika hans á að gegna embættinu. „Málið hefur skert möguleika hans á að gegna embættinu með eðlilegum hætti. Ég tel að það geti verið að það hafi valdið því að biskup gat ekki tekið á máli Solvéigar Láru, Langholtskirkjumálinu og fleiri málum.“ Baldur Kristjánsson biskupsritari vísaði þessu á bug. Þetta hefði á engan hátt skert starfshæfni biskups. Hann hefði tekið faglega og af festu á öllum málum sem inn á hans borð hefðu borist. Það væri hins vegar rétt að biskupi hefði fyrir nokkrum árum borist til eyrna sögur um að ein eða fleiri konur bæru hann sökum. Baldur sagði að úrskurðar biskups í Lang- holtskirkjudeilunni væri að vænta um miðja þessa viku og hann myndi ekki tjá sig í fjölmiðlum fyrr en eftir að úrskurður lægi fyrir. Persóna Ólafs Skúlasonar hefur verið mjög áberandi undanfarnar vikur. Að hon- um hefur beinst allhörð gagnrýni á opinber- um vettvangi m.a. fyrir framgöngu hans í Langholtskirkjumálinu. Stuðningsmenn hans fullyrða að það sé ekki tilviljun að þessar ásakanir á biskupinn komi fram nú. Hann sé veikur fyrir núna og höggin hitti hann þungt. Sumir vilja ganga svo langt að um hreint og klárt samsæri sé að ræða. Unnið sé að því að skaða biskupinn svo mikið að honum verði gert ómögulegt að gegna emb- ætti. Prestar setja sig í spor biskups Margir prestar leiða hugann að því þessa dagana hvernig þeir ættu sjálfir að bregð- ast við yrðu þeir bornir viðlíka sökum og biskupinn. Þeir þekkja það allir að þurfa að taka syrgjandi fólk í fang sér, bæði karla og konur. Einn viðmælenda úr prestastétt orðaði áhyggjur sínar svo: „Hvað á maður að gera núna? A maður að fá sér langa töng og rétta fólki tissjú yfír borðið og passa sig að koma ekki nálægt því? Hver eru mörkin? Hvenær er maður viss um að fólk misskilji ekki allt? Presturinn er illa staddur og auð- velt skotmark og þetta er gengið út í vit- leysu. Með því er ég þó ekki að segja að allir prestar þurfi að vera hvítþvegnir engl- ar.“ Erfitt er að stjórna kirkjunni á breytinga- tímum Kirkjan í mikilli sókn í tíð Ólafs Skúlasonar biskups
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.