Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 15 lega innflytjendur hyggst hann finna í fjöru. Hann var sakaður um kynþátta- fordóma þegar hann spurði hvorir myndu laga sig betur að lifnaðar- háttum í Virginíu og valda minni vandræðum, ein milljón innflytjenda af Zulu-ættbálknum eða sami fjöldi Englendinga. Hann kveðst bjóða sig fram í þágu svartra, en hefur lýst yfír því að hann vilji afnema lögin, sem sett voru 1965 til að tryggja svörtum jafnrétti. Buchanan hefur einnig verið legið á hálsi fyrir gyðingahatur. Buchanan hefur borið þetta af sér, en skrifaði engu að síður einhverju sinni að gyðingar, sem lifðu af ofsóknir nas- ista, yrðu oft fyrir „hópímyndunum um píslarvætti og hetjuskap“. „Grímuball klæðskiptinga“ Hann nefnir innflytjendur „Jose“ og í ræðu á flokksþingi repúblikana 1992 kallaði hann flokksþing demó- krata „grímuball klæðskiptinga“. Þegar Buchanan bauð sig fram í forkosningunum 1992 gegn George Bush, þáverandi forseta, og kom að því er margir segja í veg fyrir að hann yrði endurkjörinn, réðst hann á Hollywood fyrir að grafa undan siðprýði Bandaríkjamanna og barð- ist hatrammlega gegn fóstureyðing- um. Nú segist hann geta látið and- „hleypidóma“ þegar umburðarlyndis væri þörf og kvaðst ekki myndu kjósa hann. Powell er svartur. Rudolf Giuliani, borgarstjóri í New York og repúblikani, kvaðst myndu gera kvað sem er til að stöðva Buchanan, sem ætti „sögu að baki við að vernda nasista og reyna að tryggja þeim landvist hér“. Segir flokksbræður móðursjúka Buchanan brást á fimmtudag æfur við þessari gagnrýni og sagði án þess að nefna nokkur nöfn að „móðursýki“ virtist hafa gripið um sig meðal repúblikana. Hann sakaði gagnrýnendur sína um að stefna einingu flokksins í hættu. Bill Kristol, sem hefur verið kall- aður hugmyndafræðingur repúblik- ana á hægri væng flokksins, sagði að fyrir forkosningarnar hefði Buc- hanan verið til skapraunar og erting- ar líkt og blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson var á vinstri væng Demókrataflokksins 1984 og 1988. Með sigrinum yfír Dole væri hægt að ímynda sér að Buchanan yrði George McGovern repúblikana og „Dole er farinn að minna illþyrmi- lega á Muskie“. Edmund Muskie bauð sig fram í forkosningum demókrata árið 1972 og þótti eiga möguleika þar til kosn- NÖFN þriggja repbúlikana hefur borið hæst í kosningabaráttunni, en alls eru frambjóðendurnir átta. Hér sjást þeir allir, (f.v.) Alan Keyes, Morry Taylor, Steve Forbes, Robert Dornan, Bob Dole, Dick Lugar, Lamar Alexander og Patrick Buchanan. stæðingum sínum þessi mál eftir því í þeim hafi hann unnið hugmynda- fræðilegan sigur innan Repúblikana- flokksins. Buchanan fæddist í Washington 2. nóvember 1938 og er einn níu systkina. Hann hefur oft lýst því að aðdáun föður síns á Francisco Franco, einræðisherra á Spáni, og Joseph McCarthy, öldungadeildar- þingmanni og kommúnistaveiðara, hafi verið sér andleg uppljómun. Bandaríkjamenn eignast sinn Zhirinovskíj Velgengni Buchanans hefur ekki farið fram hjá neinum. Kanada- menn hafa mótmælt málflutningi - hans og stjórnvöld í Mexikó eru æf. í Evrópu hafa ekki komið fram opinber viðbrögð, en í leiðurum og greinum eru honum ekki vandaðar kveðjurnar, þótt viðkvæðið sé að hann muni aldrei komast alla leið í forsetastól. „Nú hafa Bandaríkja- menn eignast sinn Zhirinovskíj í forsetakosningabaráttunni," sagði í þýska blaðinu Frankfurter Allge- meine Zeitung. í ísrael er litið á Buchanan sem kynþáttahatara og í götublaðinu Maariv sagði: „Enginn geðheill gyð- ingur mun kjósa Buchanan." „Skelfing“ of veikt orð ,,„Skelfing“ er of veikt orð til að lýsa ástandinu hjá repúblikönum," sagði Larry Sabato, prófessor í stjórnmálafræði við Virginíu- háskóla. „Þeir sjá fyrir sér að þetta renni allt út í sandinn, þeir missi ekki aðeins tækifæri til að ná for- setaembættinu, heldur tapi báðum deildum þingsins, ríkisþingum víðs vegar og nokkrum ríkisstjórastól- um.“ Buchanan hefur sagt að nú muni ráðamenn í Repúblikanaflokknum leggjast á eitt um að hefta sigur- göngu sína_ og sú spá virðist ætla að rætast. Á miðvikudag og fimmtu- dag gengu þrír málsmetandi repú- blikanar fram fyrir skjöldu og beindu spjótum sínum að Buchanan. Colin Powell, fyrrverandi yfirmað- ur bandaríska herráðsins og þjóðar- öryggisráðgjafi, sagði í sjónvarps- viðtali að Buchanan ýtti undir ingaherferð hans festist í sköflunum í New Hampshire. Eitt helsta dag- blað New Hampshire, The Manc- hester Union-Leader, hafði veist að Muskie og konu hans. Febrúardag einn réðst Muskie að skrifum blaðs- ins í hríðarbyl fyrir utan ritstjórnar- skrifstofur þess. Fjölmiðlar sögðu að tárin hefðu runnið niður vanga Muskies þegar hann flutti ræðuna og þótti þetta atvik bera því vitni að hann gæti ekki hamið sig. David Broder, blaðamaður Washington Post, var einn þeirra, sem sagði að Muskie hefði grátið, en viðurkenndi síðar að „tárin“ hefðu getað verið bráðinn snjór. Draumur Muskies var hins vegar úti. McGovern hlaut að lokum tilnefningu demókrata, en kosningabarátta hans var með ein- dæmum illa skipulögð og Richard M. Nixon vann yfirburðasigur. Gleði í herbúðum Clintons Fæstir eru þeirrar hyggju að Buc- hanan mundi ná langt gegn Clinton og haft er fyrir satt að í herbúðum 'forsetans ríki mikil gleði yfir því hvernig komið sé fyrir repúblikön- um. Enginn demókrati hefur boðið sig fram gegn forsetan- um, sem getur beðið átekta og safnað kröftum á meðan andstæðingarnir ganga í skrokk hver á öðrum. _________ Howard Baker, sem var starfsmannastjóri Reagans, sagði að óeiningin í flokknum minnti á ástandið hjá demókrötum á árum áður: „Við erum að rífa hver annan á hol.“ Buchanan gæti staðið sig vel í forkosningunum á þriðjudag í Ariz- ona og 2. mars í Suður-Karolínu, svo dæmi séu tekin. Flestir spá því hins vegar að Dole hafi ekki sagt sitt síðasta. Búast megi við þungri undiröldu gegn Buchanan og reynt verði að sýna fram á að það geti verið beinlínis hættulegt að hafa hann í forsetastóli. Dole hefur mest fé á milli hand- anna af frambjóðendum repúblikana og það er honum í hag að á næstu 17 dögum verða forkosningar og kjörfundir í 23 ríkjum. Þegar svo lítill tími er til stefnu er lítið ráðrúm Smábændurn ir koma með heykvíslar á lofti til fjárölfungar og frambjóðendur verða að einbeita sér að ákveðnum ríkjum og kosningabaráttan fer að mestu fram í sjónvarpi. Kjósendur munu engan frið fá fyrir frambjóð- endunum, sem einnig munu kapp- kosta að komast í sjónvarpsfréttum með fleygum ummælum. Álexander og Buchanan eiga ekki mikið í sjóð- um sínum og þykir sá fyrrnefndi hafa sýnu lakari stöðu. Hætt er við að Dole og Alexander ræni fylgi hvor frá öðrum. Þeir hafa skorað hvor á annan að draga sig í hlé., Alexander sakar Dole um hug- myndalega fátækt. Dole gerir lítið úr Alexander og segir að ekki sé nema um tvo frambjóðendur að ræða ' og brátt verði aðeins einn. Steve Forbes, auðkýfingur og blaðaútgefandi, var í fjórða sæti í Iowa og New Hampshire, nokkuð langt á eftir Alexander. Hann hefur sjálfur fjármagnað kosningaherferð sína, sem að mestu leyti byggist á því að koma á flötum skatti, sem lágður yrði á jafnt á alla, sem eru yfir ákveðnum tekjumörkum. Forbes þarf ekki að hafa áhyggjur af pen- ingaleysi. Hann hefur haft forystu í skoðanakönnunum í Arizona, en slælegur árangur hans á þriðjudag gæti hafa breytt stöðunni. Tilgangur þess að halda forkosn- ingar og kjörfundi í öllum ríkjum Bandaríkjanna er að velja fúll- trúa til að fara á flokksþing repúblikana í San Diego, og demókrata í Chicago í sumar. Til þess að ná tilnefningu þarf frambjóðandi að hafa að minnsta kosti 996 fulltrúa að baki sér. Vægi New Hampshire Alls mun taka fimm mánuði að kjósa í 50 ríkjum. Riðið var á vaðið í Hawaii, Alaska, Lou- isiana og Iowa, en samkvæmt gamalli hefð er litið á New Hampshire sem fyrsta próf- steininn. Aðeins einn fram- bjóðandi hefur verið kosinn forseti án þess að sigra í New Hampshire frá því að farið var að halda forkosningar með núverandi hætti 1952. Það var þegar Clinton tapaði. fyrir Paul Tsongas 1992. Enginn repúblikani hefur orðið forseti án þess að sigra í New Hampshire. Ríkið er hluti af því svæði, sem kallast Nýja Eng- Iand, og er í norðausturhluta Banda- ríkjanna. New Hampshire er hins vegar frábrugðið ýmsum nærliggj- andi ríkjum, eins og til dæmis Massachusetts, að því leyti að þar eru ekki jafn margir menntamenn og íbúarnir eru hægri sinnaðri en gengur og gerist í þessum lands- hluta, sem kann að skýra fylgi Buc- hanans. „Frelsi eða dauða“ er kjör- orð ríkisins. Veikleikar Doles Dole getur þvi rétt eins litið til Clint- ons eins og Muskies þegar hann velt- ir framtíðinni fyrir sér. Hans veikleik- ar eru tveir. Hann á erfitt með að marka sér hugmyndafræðilega sér- stöðu og yfirlýsing hans um að hann geti verið „annar Ronald Reagan ef það er það, sem þið viljið," þykir bera því vitni að hann sé reiðubúinn að haga seglum eftir vindum. Aldur- inn gæti einnig orðið Dole hindrun. Hann er 72 ára og yrði 73 þegar ________ hann settist í forsetastól. Enginn forseti hefur verið svo gamall þegar hann hefur tekið við embætti fyrsta sinni. Hann var skorinn upp við krabba- ....... meini 1991, en kveðst nú heilsuhraustur. Aldurinn vegar þótti hins vegar koma fram í kappræðum, sem haldnar voru í New Hampshire. Dole nýtur mikils stuðnings í kerfinu og má nefna að 23 ríkisstjórar hafa lýst yfír stuðningi við hann. Hins vegar gildir einu hver verður forsetaefni repúblikana ef forkosn- mgabaráttan dregst á langinn án þess að neinum frambjóðanda takist að ná afgerandi forystu og verður áfram jafn hatrömm og grimmileg og hún hefur verið til þessa. Þá geta demókratar hugsað sér gott til glóðarinnar. • Heimildir: The International Herald Tribune, Newsweek, Re- uter, U.S. News & World Report og Larry Sabato, Feeding Frenzy: How Attack Journalism Has Transformed American Politics. Kripalujóga Einstakur gestakennari væntanlegur: Todd Norian Todd Norian er væntanlegur til landsins þann 6. mars til að halda námskeið hjá Yoga Studio. Hann er þekktur jógakennari og hljómlistarmaður. Hann hefur stundað og kennt jóga í 16 ár og er einn reyndasti og vinsælasti kennarinn hjá Kripalujógastöðinni í Bandaríkjunum. Hann er þekktur fyrir næmt innsæi, styrk og kímnigáfu. Hann mun bjóða upp á eftirfarandi helgar- og kvöld- námskeið. Kynningarkvöld. Fimmtudaginn 7. mars kl. 20.00. Todd Norian mun kynna Kripalujóga og væntanleg helgamámskeið sín. Boðið verður upp á hugleiðslu. tónlist og spjall. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. úr viðjurn Streitu. Föst. 8. mars kl. 20.00-22.00. Sefur þú illa, gengur illa að slaka á og sleppa vinnunni þegar þú kemur heim. Finnur þú til líkamlegra einkenna s.s. vöðvabólgu, bakverkja og viðvarandi höfuðverkjar. Lærðu praktískar leiðir til að koma á jafnvægi og slökun. Jóga Og hugleiðsla. Laugard. 9. mars kl. 9.00-12.30 og 14.00-17.30. Leiðin inn á við. Heill dagur í jóga og hugleiðslu nieð reyndum kennurum. Að tjá sig frá hjartanu. Sunnud. 10. rnars kl. 9.00-12.30 og 14.00-17.30. Samskiptanámskeið fyrir hjón, pör og einstaklinga. Lærðu samskiptatækni sem færir þér velgengni í einkalíft og starfi. Velgengni okkar er fyrst og fremst undir samskiptum komin. Hugleiðslunámskeið. Miðvikud. 13. mars ki. 20.00-22.00. Kennd verða undirstöðuatriði í hugleiðslu. Hugleiðsla er ævafom og öflug leið til að öðlast betri heilsu, meiri orku og aukið jafnvægi. Kynningarkvöld. Fimmtud. 14. mars kl. 20.00. Todd Norian mun kynna væntanleg námskeið. Boðið verður upp á hugleiðsfu, tónlist og spjall. Aðgangur ókeypis. Framhaldsjóga og hugleiðsla. Helgina föst. 15. til sun. 17. mars. Hélgamámskeið fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af ástundun jóga og vilja fara dýpra í ástundun sinni. Á þessu námskeiði munum við: Læra ýmsar áhrifaríkar hugleiðsluaðferðir. Læra að halda stöðum með djúpri meðvitund og uppgötva flæði (posture flow). Fá leiðbeiningar varðandi mataræðið. Leiðbeinendanámskeið. Mánud. 18. mars kl. 20.00-22.00. Ætlað leiðbeinendum og kennurum. Lærum að næra okkur og styrkja sem kennara og miðla hvert öðru af reynslu okkar. Tónlist Og hugleiðsla. Þriðjud. 19. mars kl. 20.00-22.00. Boðið verður upp á tónlist og hugleiðslu sem leið til að nálgast sjálfan sig á nýjan hátt. JÓga Og Öndun. Miðvikud. 20. mars kl. 20.00. Rétt öndun stuðlar að minni streitu, hægir á öldrun og hefur jákvæð áhrif á kvil- la svo sem svefnleysi, orkuleysi og kvíða. Kynningarkvöld. Fimmtud. 21. mars kl. 20.00. Todd Norian mun kynna væntanleg helgamámskeið. Boðið verður upp á hugleiðslu, tónlist og spjall. Aðgangur ókeypis. Jóga fyrir karlmenn. Helgin föst. 22. til sunnud. 24. mars. Hvemig er að vera karlamaður í nútímaþjóðfélagi, með sí aukinni spennu og kröfum (vinnuálagi). Á þessu námskeiði munum við sem karlmenn skapa samkennd og öruggt andrúmsloft til að deila okkar veiku og sterku hliðum. Gríptu tækifærið til að næra sjálfan þig á nýjan hátt á einstöku námskeiði. Á þessu námskeiði munum við læra röð jógaæíinga sent taka fyrir algengustu spennusvæði karlmanna, svo sem lærvöðva, mjaðmir, bak og axlir. Þetta námskeið er ætlað karlntönnum á öllum aldri, engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Jóga gegn kvíða 12. mars (8 skipti) þri. og ftm. kl. 20.00-22.00. Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn urn mikla breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsyn- leg. Leiðbeinandi: Ásmundur Gunniaugsson jóga- kennari. Nýtt grunnnámskeið að hefjast 11. mars (8 skipti) mán. og ntið. kl. 16.30-18.00. Leiðbeinandi: Einar Bragi ísleifsson. Nuddstofan Heil & Sæl opnuð. Hef opnað nuddstofu i Yoga Studio. Nudd og Pólarity meðferð. Lilja Þormar nuddari. Tímapantanir í síma 552 9905 & 511 3100. YOGA J Afgreiðslan er opin kl. 11-20. STUDIO Kripalujóga Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511-3100 Leikfimi hugar og líkama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.