Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VAFALAUST fór ég að velta fyrir mér ferða- löngunum í kringum mig þennan sunnudagsmorg- un á Arlandaflugvelli við Stokkhólm af því að ég hafði fengið ávæning af umræðuefni Svía undanfamar vikur. Svíum verður tíðrætt um hvemig þjóðfélagið sé að skiptast í „okkur“ og „hina“. I síðdegisblöðun- um eru þessir „hinir“ oft stjórnmála- menn, háembættismenn og fólk úr viðskiptalífinu. Út fá þessu sjónar- homi emm „við“ þá venjulega fólk- ið, sem lifir venjulegu lífi og les síð- degisblöðin, sem fjalla iðulega um venjulegt fólk, nema þegar hinir og líf þeirra er tekið fyrir. Og ég þurfti auðvitað ekki lengi að velta fyrir mér ferðalöngunum þarna til að sjá að þeir vom ekki venjulega fólkið. í fyrsta lagi vom karlmenn í miklum meirihluta, allir vel klæddir, ábúðarmiklir á svip og með virðulegar skjalatöskur, sem vom greinilega ekki tómar. Frá- hnepptir velmegunarfrakkarnir flöksuðust um þá, þar sem þeir reikuðu um biðsali og búðirnar, ýmist einir eða nokkrir í hóp. Búð- imar og úrval þeirra var greinilega sniðið fyrir þennan óvanalega hóp, dýr vín, ilmvötn og aðrar lúxusvör- ur, eins og mest ber á á flugvöllum. Þama heyrði ég reyndar á tal íslenskrar fjölskyldu, hjón með strákling og svo eldri hjón með þeim, líklega amma og afi krakk- ans. Pabbinn reikaði um dýrðina með stráksa og gætti þess vandlega að missa ekki sjónir af honum, þar sem hann ferðaðist óbanginn um en hreyfði sig kannski helst til hressilega innan um flöskur sem hróflað var glæsilega en ótraust- lega upp. Svæðið er ekki sérlega innréttað fyrir krakka, enda ekki mikið af þeim á ferðinni. Á endan- um heyrði ég að pabbinn stundi upp að jafnvel þótt hann vildi gjarnan kaupa eitthvað þama, væri úrvalið svo mikið að maður yrði bara alveg mglaður. Svona kemur þetta vænt- anlega venjulegu fólki fyrir sjónir, en ferðalangarnir, sem mest var af, kipptu sér ekki upp við úrvalið og völdu fumlaust. Það er vitað mál að megnið af farþegum sem fara um stóru flug- vellina, einkum utan sumarleyfis- tímans, falla í þijá flokka. Þeir eru embættismenn, á vegum fyrirtækja Skilgreining á orð- inu „venjulegnr“ Flugvallarbréf Á Arlandaflugvelli við Stokkhólm kom Sigrún Davíðsdóttir auga á fulltrúa forréttindastétt- anna sem reikuðu þar um. Ekkert venjulegt fólk þar, samkvæmt viðteknum skilgreining- um. En er það þá fyrir venjulegt fólk að lesa „merkisfréttir“ síðdegisblaðanna? eða stjómmálamenn, allt menn sem ekki greiða farmiðana sína sjálfír eins og venjulegt fólk gerir og fá líka ferðakostnað og uppihald greitt af öðrum. Grafið undan lýðræðinu Eg er nýlega byijuð að lesa bráð- skemmtilega bók, sem kom út í fyrra eftir bandaríska fræðimann- inn Christopher Lasch, The Revolt of the Elites and the Betrayal of Democracy. Lasch þessi var pró- fessor, fæddur 1932, en lést í fyrra. Hann þótti vinstrisinnaður en hér verður að hafa í huga að hann er Bandaríkjamaður og því varla vinstrisinnaður í evrópskum skiln- ingi orðsins. Hann skrifaði fyrir nokkrum árum umtalaða bók, The Culture of Narcissism, þar sem hann vekur athygli á því hve nú- tímamaðurinn sé sjálfhverfur og upptekinn af eigin hag. I þessari síðustu bók sinni tekur Lasch fyrir forréttindastétt nútím- ans, en til hennar teljist fólk í at- vinnulífinu, embættismenn, at- vinnustjórnmálamenn, fólk frá markaðs- og auglýsingafyrirtækj- um, að ógleymdum blaðamönnum, en auðvitað aðeins þeir háttsettu og áhrifamiklu. Sumsé fólk eins og maður sér gjarnan á Arlanda og öðrum flugvöllum. Hann hefur af því þungar áhyggjur hvernig þessar stéttir séu smám saman að draga sig út úr þjóðfélaginu. Þetta fólk kaupi sér tryggingar og böm þess gangi í einkaskóla, svo það þurfi ekki á neinum opinberum kerfum að halda. Enn verra sé þó að þetta fólk hafi litlar eða engar rætur til þeirra staða, sem það búi á, því það sé alltaf á ferðinni. Það rækti því ekki samfélag sitt og finni jafnvel til meiri samkenndar með samskon- ar fólki í öðram löndum en löndum sínum. Ekki sel ég kenningu Lasch dýr- ar en ég keypti hana, en þykir hún athyglisverð, því hún getur varpað ákveðnu ljósi á ýmsar samfélags- breytingar, kannski mest í Banda- ríkjunum þaðan sem hún er ættuð, en einnig í Evrópu og jafnvel á Norðurlöndum, þar sem forrétt- indastéttir eru þó aðeins daufur endurómur af því sem til er fyrir „westan" haf. En þær eru sannar- lega athyglisverðar sem innlegg í stöðugar umræður um ástand og horfur vestræns lýðræðis, sem Lasch telur að sé ógnað af rót- lausri forréttindastéttinni. Kenningar Lasch voru firna mik- ið ræddar í alvarlega þenkjandi fjöl- miðlum þegar bókin kom út í fyrra, voru ýmist studdar eða hraktar eins og gengur. Lítið fór þó fyrir umræð- unni í síðdegisblöðum af léttvægari tegund, enda eru þau blöð skrifuð fyrir venjulegt fólk, sem ekki er talið hafa áhuga á svo háfleygum efnum. Á þeim bæjum einbeita menn sér fremur að áþreifanlegri úttekt en hugmyndafræðilegri á þeim hópum, sem Lasch gagnrýnir. Fréttir fyrir venjulegt fólk Sem ég hafði horft nægju mína á holdi tekna forréttindastétt Lasch og hafði lesið alvarlega þenkjandi morgunblöðin greip ég síðdegis- blöðin. Þar gat að líta athyglisverða grein um illfygli nokkurt, sem lagst hefur á íbúa í bæ í Norður-Svíþjóð og klórað fólk og bitið. Samkvæmt fréttinni fara bæjarbúar ekki lengur út að ganga öðruvísi en vopnaðir byssu eða lurkum. Svo var þarna önnur merkisfrétt um að á hveiju ári dæju nokkrir Svíar úr fýlu. Nei, ekki úr vondu skapi, heldur vondri lykt og auðvitað segir fræð- ingurinn, sem rannsakað hefur fýl- una að þetta sýni að ástandið sé hvorki meira né minna en hörmu- legt. En það var enginn hörgull á merkisfréttum þennan ósköp venju- lega sunnudag. Nýtt hneykslismál er í uppsiglingu, samkvæmt blað- inu, því komið hefur í ljós að lög- reglustjóri nokkur hefur verið lagð- ur í einelti. Hann var vakinn upp af símhringingum að næturiagi, dekkin á bílnum hans voru skorin í tætlur og klámmyndir pantaðar í hans nafni. Samkvæmt þessu sama blaði hef- ur kennslukona nokkur misst vinn- una og líka maðurinn hennar, af því að hún berháttaði sig fyrir framan bekkinn sinn, sem vora reyndar full- orðnar konur, en ekki böm. Strippið var liður í sjálfsstyrkingamámskeiði og gegndi því hlutverki að sýna konunum að kennarinn, sem vænt- anlega hafði sterkt sjálf, hefði ekki fullkominn líkama, enda 45 ára og fímm bama móðir. En skólastjómin kunni ekki að meta kennsluna, rak hana og þá missti maðurinn líka vinnuna og þá misstu þau húsið, svo nú eru hjónin og börnin fímm á götunni. Vonandi að bókaskrif þeirra um málið bæti úr fyrir þeim, en bókin á auðvitað að heita Hinn nakti sannleikur. Sem ég innbyrti allar þessar merkisfréttir fór ég aftur að horfa á þá fulltrúa forréttindastéttarinnar nýju, sem rápuðu um í kringum mig. Þeir vora allir skelfing venju- legir á að líta. Bara þessi venjulega útgáfa mannskynsins með tvo fæt- ur, tvær hendur, höfuð og búk. Fötin vora líka bara ósköp venju- leg. En ég fór hins vegar að velta því fyrir mér hvort þetta fólk, sem les síðdegisblöðin fyrir venjulegt fólk, gæti í raun verið mjög venju- legt. Kannski að upplagi, en það erurn við nú meira eða minna öil hvort sem er, en varla eftir að hafa lesið þessar og aðrar ámóta merki- legar fréttir daginn út og daginn inn um árabil. Heimsmyndin hlýtur að skekkjast við þennan rosalega lestur. Og ef venjulega fólkið er ekki á flugvöllunum samkvæmt skilgreiningunni og heldur ekki í þeim stóra hópi, sem nærir sig á andlegri fæðu síðdegisblaðanna, hvar er það þá? Kannski það sé bara eitthvað bogið við skilgrein- inguna á orðinu „venjulegur" og að hún sé miklu flóknara fyrirbæri en postular hins venjulega einfald- leika vilja láta í veðri vaka... SIEMENS I KÆU- | OCFRYSTISWIELLUR Við bjóðum nú þessa sambyggðu kæli- og írystiskápa frá Siemens með nýju mjúklínuútliti. Þetta eru skáparnir fyrir þig! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómstun/ellir rf Grundarfjörðun ^ Guðni Hallgrlmsson Stykkishólmun S/ Skipavlk Búðardalur: Ásubúð V Isafjörður: Pólíinn Hvammstangi: Q Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgið 2 Akureyri: Ljósgjafinn Húsavik: 2 ötygs' Þórshöfn: Noröurraf UJ Neskaupstaður: Rafalda Revðarfjörðun, ■C Ratvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson ia Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn i Hornafirði: KG 36V03 • 230 1 kælir • 90 1 frystir • 186 x 60 x 60 sm Verð: 77.934 stgr. KG 31V03 • 195 1 kælir • 90 1 frystir • 171 x 60 x 60 sm Verð: 73.900 stgr. KG 26V03 • 195 1 kælir • 55 1 frystir • 151 x 60 x 60 sm Verð: 69.900 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 51 1 3000 Q Króm og hvitt Vestmannaeyjar: Tréverk Q Hvolsvöllur: w Kaupfélag Rangæinga Selfoss: m Árvirkinn Grindavík: Rafborg SGaröur Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi Beint flug r9r* til Þýskalands HAMBORG DUSSELDOR MÚNCHEN Flugfélagið LTU flýgur áætlunarflug milli Keflavíkur JÉ og fjögurra áfangastaóa ™ í Þýskalandi 3. júní - 17. sept, * Áætlunarflug til Berlínar er 18. júní -10. sept. Upplýsingar um feröir LTU eru veittar á næstu feröaskrifstofu IWTERNATIONAL AIRWAYS LTU á ÍSLANDI Stangarhyl 3a -110 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.