Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna evrópsku kvikmyndina II Postino sem tilnefnd hefur veríð til fimm Óskarsverðlauna. Leikstjóri myndarinnar er Bretinn Michael Radford en með aðalhlutverkið fer ítalski leikarínn Massimo Troisi sem lést skömmu eftir að tökum á myndinni lauk, en hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. PABLO Neruda (Philippe Noiret) kynnir póstinum Mario hinn ljóðræna heim skáldskaparins. MARIO Ruoppolo (Massimo Troisi) hyggst bæta ímynd sína í bæjarfélaginu með samskiptum sínum við skáldið Pablo Neruda. KVEIKJAN að kvikmyndinni II Postino er kafli í lífí Chíleska ljóðskáldsins og diplómatsins Pablo Neruda, en hann var neyddur í útlegð frá heimalandi sínu árið 1952, og hlaut hann griðastað á vegum ítölsku ríkisstjómarinnar á afskekktri en fagurri eyju skammt undan Napólí. Póstmeistarinn þar á staðnum er í öngum sínum yfír því mikla magni póstsendinga sem berst til Neruda (Philippe Noiret), jafnvel áður en hann kemur sjálfur til eyjarinnar. Póstmeistarinn ræð- ur því hinn unga Mario Ruoppolo (Massimo Troisi) sér til aðstoðar, en hann er sonur fiskimanns og þráir heitt að iosna úr sjómennsk- unni hjá pabba sínum. Fyrstu við- brögð póstsins unga eru að færa sér í nyt náin samskiptin við Neruda, sem er virtur og dáður höfundur ástarljóða, og hyggst hann með því móti bæta ímynd sína í bæjarfélaginu og þá einkum í augum kvenna. En nokkur breyt- ing verður á þessu eftir því sem Mario öðlast trúnað skáldsins ein- ræna. Heldur ósénnilegt en áhrifa- rikt vináttusamband tekst með þeim þegar Neruda kynnir Mario hinn ljóðræna heim skáldskaparins og hinna skrautlegu og oft á tíðum ástríðuþrungnu myndlíkinga hans. Að því er virðist í beinu framhaldi af því verður Mario ástfanginn af hinni íðilfögru en fráhrindandi Bea- trice Russo (Maria Grazia Cuci- notta). Þegar Mario svo leitar fullt- ingis Nerudas við það óárennilega verkefni að reyna að draga hana á tálar uppgötvar hann hluta af sjálfum sér sem hann hefur aldrei áður kynnst, og honum verður ljóst að orðsins list getur veitt greiðan aðgang að konuhjarta. Framleiðendur II Postino eru ít- alskir, breskir og belgískir, en leik- stjóri myndarinnar er breski leik- stjórinn Michael Radford. Myndin hefur hlotið íjölda verðlauna og hefur hún verið tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta mynd ársins, Radford hefur verið tilnefndur besti leikstjórinn og Massimo Troisi sem besti leikari í aðalhlutverki, en auk þess hefur myndin verið tilnefnd til verðlaunanna fyrir besta hand- rit gert eftir áður birtu efni og fyrir bestu kvikmyndatónlistina í dramatískri mynd. Radford á að baki myndirnar The White Bird Passes (1981), Another Time, Another Place (1983), 1984 (1984), en það var síðasta myndin sem Richard Burton lék í, og loks White Mischief (1987) með þeim Gretu Scacchi, Charles Dance og Joss Ackland í aðalhtutverkum. Milli þess sem hann gerði síðastnefndu myndina og II Postino skrifaði Radford fjölda kvikmyndahand- rita auk þess sem hann leik- stýrði sjónvarpsauglýsingum. Það var við undirbúning myndarinnar Another Time, málavandræði Radfords við gerð myndarinnar og hann minnist þessa tímabils ljóslega. „Ég þurfti að horfast í augu við hann á hveij- um degi, en andlit hans endurspé- glaði bæði þjáningu og sársauka, og ég þurfti að láta hann vinna. Ekki einungis að gera hlutina þannig að í lagi væri heldur gera mynd í þeim gæðaflokki sem við báðir þráðum. Takmarkanirnar voru gríðarlegar. Ég lét hann starfa að hámarki í tvær klukku- stundir á dag, og ég þurfti að haga kvikmyndatökunni þannig að hún krefðist þess aðeins að hann gengi örfáa metra en gæti svo sest nið- ur.“ Radford segir að einhvern veg- inn, með aðstoð snilldarlegs ítalsks tökuliðs, sem hafði dálæti á Mass- imo, og trygglynds leikarahóps þar sem Philippe Noiret fór fremstur í flokki, hafí þeim tekist að klára verkefnið. Ljóðrænn blær myndar- innar hafi orðið til í þessu and- streymi og engu væri líkara en þar hefði verið um fyrirframákveðin örlög að ræða. Troisi hvatti Radford til að nýta sér til fullnustu þjáningarnar, sem hann leið, myndinni til framdráttar og þykir það skapa hluta þeirra töfra sem Troisi kallar fram með túlkun sinni. Sérstaklega á þetta við um nærmyndirnar af honum sem sýna margslungna tjáningu og blæbrigðaríkar tilfinningar. Massimo Troisi lést daginn eftir að tökum II Postino lauk. Hann varð aðeins 41 árs gamall og með andláti hans sá Ítalía á eftir einum af helstu leikurum sínum. Tíu þús- und manns voru viðstödd jarðarför Troisis sem fram fór í heimabæ hans skammt frá Napólí, og þær geysigóðu viðtökur-sem II Postino hefur hvarvetna hlotið þykja verð- ugur virðingarvottur um hæfileika Massimo Troisis. Með hlutverk Pablos Neruda í myndinni fer franski leikarinn Philippe Noiret, sem sennilega er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem gamli sýningarstjórinn í myndinni Cinema Paradiso sem hlaut Ósk- arsverðlaunin sem besta erlenda myndin árið 1988. Hann lék í sinni fyrstu mynd árið 1955, en upp úr 1960 reyndi hann fyrir sér í Holly- wood þar sem hann lék m.a. með Paul Newman og Sophiu Loren í Lady L, auk þess sem hann lék í myndunum The Night of the Gen- erals og Topaz. Eftir að hafa hald- ið heim til Frakklands á ný skipaði hann sér á bekk sem einn af helstu kvikmyndaleikurum Frakklands, en hann hefur unnið jöfnum hönd- um með frönskum, ítölskum og bandarískum leikstjórum. MARIO uppgötvar að orðsins list getur veitt greiðan aðgang að konuhjarta. Pósturiim og skáldið Another Place sem kynni tókust með þeim Radford og Troisi, en Radford vildi fá hann til að taka að sér aðalhlutverkið í þeirri mynd. Troisi hafði þá hlotið frægð í heimalandi sínu Italíu fyrir kvik- myndaleik, en hann neitaði hlut- verkinu á þeirri forsendu að veðurf- ar í Skotlandi þar sem taka myndarinnar fór fram væri hættu- legt heilsu hans. Að tíu árum liðn- um flaug Troisi til London á fund með Radford með eintak af Chíl- eskri skáldsögu sem þá hafði ný- lega verið gefm út á ensku undir heitinu Burning Patience. Sagan er skrifuð af Antonio Skarmeta og greinir hún frá vináttusambandi Pablos Neruda sem hlaut Nóbels- verðlaunin fyrir ljóðagerð árið 1971 og ungs bréfbera. Troisi var sann- færður um að kvikmynd gerð eftir bókinni væri kjörið tækifæri fyrir þá Radford til að starfa sam- an. Radford var sama sinnis og ákvað að flytjast til Rómar og undirbúa kvik- myndagerðina þar. Þeir breyttu sögusviði skáld- sögunnar til ít- alskrar eyjar árið 1952, en Neruda hafði einmitt dvalið á slíkri eyju þeg- ar hann var í útlegð. Þá breyttu þeir póst- ÍTALSKI leikarinn Massimo Troisi lést daginn eftir að tökum á II Postino lauk. manninum úr 17 ára unglingi í mann á fertugsaldri. Radford hafði efasemdir um að breskur leikstjóri gæti leikstýrt ítalskri kvikmynd, því þar væri bæði um tungumála- og menningariega árekstra að ræða. En Troisi var hins vegar á þeirri skoðun að kvikmyndir væru í eðli sínu alþjóðlegar, og þar sem Radford hefði næman skilning á mannlegu eðli þá væri menningar- heimurinn engin fyrirstaða. Sennilega gerði enginn sem að gerð kvikmyndarinnar kom sér grein fyrir ástæðunni fyrir þrá- kelkni Troisis að gera myndina að veruleika. Hann hafði alla tíð verið veill fyrir hjarta og rúmlega tvítug- ur hafði hann gengist undir hjarta- aðgerð á sjúkrahúsi í Houston í Bandaríkjunum. Fljótlega eftir að hafist var handa við gerð myndar- innar féll Troisi í ómegin og ljóst varð að hann þyrfti á hjarta- ígræðslu að halda. Hann neitaði hins vegar að yfirgefa verkefnið sem hann hafði tekið sér fyrir hendur, og fullyrti að hann gæti gengist undir aðra skurðaðgerð eftir að myndin hefði verið fullgerð. Hafði hann í flimt- ingum að hann vildi láta hluta af gamla hjartanu sína verða hluta af þessari nýju kvikmynd. ' Persónulegar raunir Troisi bættust því við tungu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.