Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MORGUNBLA.ÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMSKIPTI í SIGLUFIRÐI ARUM og jafnvel áratugum saman heyrðu landsmenn sjaldan aðrar fréttir frá Siglufírði en að þar væru mikil vandræði í atvinnulífí. Eftir mikil uppgangsár á síldveiðiárum áður fyrr, lentu Siglfírðingar í miklum erfíðleikum með atvinnufyrirtæki sín, sem stóðu um langt árabil. Nú er öldin önnur. Þormóður rammi hf., stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Siglufírði, er að verða eitt af öflug- ustu fyrirtækjum landsins. í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að hagnaður Þormóðs ramma hf. á árinu 1995 hefði numið 202 milljónum króna. Árið áður nam hagnaður fyrirtækisins 126 milljónum króna. Það er liðin tíð, að slíkar hagnaðartölur séu taldar feimnismál, þvert á móti eru þær fagnaðarefni. Þær sýna, að sjávarútvegurinn er í sókn, mikilli sókn. í samtali við Morgunblaðið í gær segir Róbert Guðfínnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, m.a. aðspurður um þessa góðu afkomu: „Við fórum út í rækju- vinnslu á hárréttum tíma í staðinn fyrir að daga uppi í bolfískvinnslu, sem var burðarásinn hér áður. Verð á rækju byijaði að hækka í júní árið 1994 en í maí höfðum við tekið í notkun rækjuverksmiðj- una eftir endurbætur og stækkun. Allt síðasta ár var verksmiðjan keyrð 20 tíma á sóiarhring sex daga vikunnar á þremur vöktum. Við höfum verið með þijár pillun- arvélar og erum núna að fjölga þeim í fímm. Ég vil einnig þakka hlutabréfa- markaðnum þennan árangur. Þeg- ar við fórum með fyrirtækið út á markaðinn árið 1991 þá fengum við inn ijármagn, sem gerði fyrir- tækinu kleift að endurskipuleggja reksturinn. Þá var byijað að reka fyrirtækið eftir hörðum arðse- miskröfum. Síðan hefur það hjálp- að okkur mikið að við höfum sótt töluvert á Flæmska hattinn." Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. segir að þessi árangur skýrist e.t.v. að hluta til af heppni og að hluta til af útsjónarsemi. Heppni hefur alltaf að hluta til komið við sögu í íslenzkum sjávar- útvegi en hann hefur þó fyrst og fremst verið byggður upp af mönnum, sem hafa haft framsýni, dugnað og kjark til að bera. Ekki fer á milli mála, að þessir eiginleikar hafa ráðið mestu um þá góðu afkomu, sem Þormóður rammi hf. hefur búið við síðustu ár. Það þurfti framsýni og kjark til þess að ráðast í uppbyggingu á rækjuveiðum og vinnslu á sama tíma og rækjuverð var í lágmarki. Það er líka mikil skynsemi í því, sem Róbert Guðfínnsson segir um frystihúsarekstur fyrirtækisins en hann segir að „frystihúsinu hafi verið haldið í rekstri allan tímann með tiltölulega litlum afköstum og beðið sé eftir að þorskkvótinn aukist aftur“. Umskiptin í atvinnulífinu í Siglufírði skera sig úr en þau end- urspegla þó að töluverðu leyti það, sem hefur verið að gerast í sjávar- útvegsfyrirtækjum um allt land. Þeim hefur tekizt í raun og veru með undraverðum hætti að laga rekstur sinn að gjörbreyttum að- stæðum og ná miklum árangri í erfíðu árferði. Þetta þýðir, að fyrir- tækin verða í sterkri stöðu, þegar aflinn eykst á ný og þess vegna engin furða, þótt hlutabréf í sjáv- arútvegsfyrirtækjum séu eftirsótt um þessar mundir. STÆKKUN Á GRUNDAR- TANGA? ANNAÐ dæmi um jákvæða þróun í atvinnulífínu um þessar mundir eru þær hugmynd- ir, sem uppi eru um stækkun jám- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga. Fyrirtækið skilaði rúmlega hálfum milljarði í hagnað á síðasta ári en 280 milljónum árið áðUr. Verð á járnblendi hefur hækkað og eftirspurn aukizt. Þótt stjórn íslenzka jámblendi- félagsins hf. hafí ekki tekið ákvörðun um stækkun er hins vegar ljóst, að unnið er að undir- búningi stækkunar. Er gert ráð fyrir, að ákvörðun um það verði tekin um næstu áramót. íslenzka járnblendifélagið hefur hvað eftir annað lent í miklum rekstrarerfíðleikum á þeim tíma, sem það hefur verið starfrækt. Niðurstaðan hefur þó alltaf orðið sú að halda rekstrinum áfram og sá árangur, sem náðst hefur með starfsemi fyrirtækisins, réttlætir þær ákvarðanir. 1 Qf| ÖLL TÓN- A^l/.UST er með einhveijum hætti endurtekning. Ég heyri ekki betur en fímmta serenaða Haydens endurómi í menúett Boccherinis, op. 13, en sem betur fer einnig sem viðbót og tilbreyting. Þannig er endurtekning einnig skáldleg tilbreytni í öllum listum. Sjálfur hef ég orðið fómardýr end- urtekniningarinnar, sem er víst ekki til, en þó er hún til í ýmsum tilbrigð- um. Élg upplifði siík tilbrigði í Sól á heimsenda, þegar aðalsöguhetjan er að kljást við vespumar sem koma ein- sog táknræn áminning útúr helli sín- um á sólpallinum og fluguna sem sækir að henni í rúminu og hlýtur táknrænan dauða samkvæmt lögmál- um örlaga sinna. Það er síðuren svo fagur dauðdagi að hafna í skolpræsinu í Carvoeiro, Algarve, án þess gangast upp í forlögum dauðans sem Kierkega- ard yrkir um í eftirminnilegu prósa- ljóði. Flugur em mikið fýrir ljós, en lítið fyrir ljóðlist. Þegar ég skrifaði um flugumar mundi ég ekki eftir baráttu Hamsuns við húsfluguna í frægri smásögu og þekkti ekki söguna af Dómitíanusi keisara sem lokaði sig inni ákveðinn tíma á hveijum degi til að veiða flug- ur og þræða þær upp á pijón! í lýs- ingu Hamsuns er húsflugan einsog hver önnur persóna í smásögu og eig- inleikum hennar lýst nákvæmlega, en flugnaáhugi keisarans hlýtur að hafa verið sprottinn af sömu hvötum og stjórnuðu gasklefum nazista. í Sólinni era flugurnar aftur á móti ekki til annars en lýsa söguhetjunni. Þannig er ekki víst að allt sé glænýtt undir sólinni, þegar grannt er skoðað, a.m.k. era tilbrigðin jafnmörg og svartfuglseggin. En fjölbreytni getur verið undantekningin sem sannar regl- una um fábreytni, það er rétt. Á sama hátt og umskipti eða breyting bera endurtekningunni vitni, þannig er ferðalag sem við höfum ekki farið áður ný reynsla einsog óvænt hugsun HELGI spjall sem minnir á, að flestar hugsanir era gamlar lummur. 191 > lulit ÆVI OG tónverk Ví- valdis leiða hugann að listinni og hvemig hún tengir okkur við allar aldir; grísku harmleikimir, íslendinga sögur; kvæðin. Og ég fór að velta því fyrir mér að miklir lista- menn gætu legið í þagnargildi um árabil, jafnvel aldir. Þannig var Ví- valdi grafinn úr gleymsku eins og Bach og margir aðrir. Þegar kom að Árstíðunum og för Vívaldis á fund hirðarinnar í Vín var sagt frá því að “rauði klerkurinn" ein- sog hann var kallaður hefði þegið gullpening úr hendi Austurríkiskeis- ara; Ég varð samtímamaður Vívaldis vegna þess ég gat hlustað á tónlistina sem hann samdi. En mig langaði ekk- ert til að vera samtímamaður Austur- ríkiskeisara, hef ekki einu sinni nennt að gá að því hvað hann hét. Samt hefur hann líklega spilað heljarmikla rallu í lífí snillingsins. Enn lifír Vívaldi góðu lífi. En keisar- inn er jafn gleymdur og flugurnar í gluggakistum keisarahallarinnar. Svo var sagt að páfínn hefði haft einhvern áhuga á Vívaldi og verkum hans. Ég hef ekki heldur nennt að gá að því hver var páfi í borginni eilífu á þessum áram. Það skiptir engu máli, ég get hvorteð er aldrei orðið samtímamaður hans. Ég hef meiri áhuga á því að hér úti á íslandi var annar maður að heyja erfíða baráttu við holdsveiki um svipað leyti og Ví- valdi sló strengi sína í Feneyjum. Og stóð fyrir altari Markúsarkirkjunnar þar í borg. Lucca Kattsvartur horfir tíminn úr dyragættinni á torgfúsa fugla. Ég hef einnig meiri áhuga á því að nokkram áratugum síðar, eða 1743, fæddist Boccherini í Lucca, skammt norðvestan við Flórenz, en það er hveijum manni ógleymanlegt að koma þangað, svo gömul sem borgin er og ellimóð. Maður gengur inní andrúm miðalda; þetta sama andrúm og ís- lenzkir rómferlar önduðu að sér á suðurgöngum sínum þvíað margir þeirra hafa óefað átt viðdvöl í þessari aldurhnignu borg. Boccherini var sonur hljóðfæraleik- ara einsog Vívaldi. Tónlist gengur í erfðir. Og ég sé ekki betur en hún hafí breiðzt út frá Ítalíu. Einsog flest annað. Sagt hefur verið að Boccherini hafí verið afí sinfóníunnar eða stjúpfaðir, Hayden faðir hennar einsog stundum er sagt. Meðan hávaðinn gleymist hraðar en hann er framleiddur, hafa menn ekki við að grafa Vívaldi og Boccher- ini úr gleymsku. Það er einungis fátt eitt sem þolir að deyja inní þögn og gleymsku og lifa samt af. En mergðin skilur eftír sig pýram- íða handa múmíum. “Vitnisburð fjöld- ans læt ég sem vind um eyru þjóta", segir Sókrates í Gorgíasi. Og nú er ég að hlusta á kafla úr 6. 8. og 14. sinfóníu Boccherinis. Það er London Festival Orchestra sem leik- ur. Ég sé af kynningunni að hún var stofnuð af tilviljun 1980 og þegar ég fer yfír nöfn hljóðfæraleikaranna sé ég Hafliði Hallgrímsson er annar selló- leikarinn. Það yljar mér. Mér líður einsog þegar ég hlustaði á kafla úr Ariane eftir Blomdahl í fyrsta skipti. Það var í Þjóðleikhúsinu. Bezt gæti ég trúað að þá hafí tónarnir sem skullu á stuðlaberginu fundið sér leið gegnum þakið og flogið marglitum vængjum til himins. Hafsteinn miðill, vinur minn, lýsti því fyrir mér hvernig slíkt gæti gerzt þegar vel tækist tii. Hann sá það eigin augum kvöld eitt á Hverfisgötu þegar þeir vora að leika verk eftir Jón Leifs. M REVKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 24. febrúar LYKILORÐIN I AT- vinnulífí samtímans eru jöfn rekstrarskilyrði. Forráðamenn íslenzkra atvinnufyrirtækja hafa á undanförnum árum lagt megináherzlu á, að fyrir- tæki þeirra verði að sitja við sama borð og samkeppnisfyrirtæki í öllum atriðum, hvort sem um er að ræða skattareglur, vaxtastig eða aðra þá þætti í rekstri, sem opinberir aðilar hafa áhrif á. Þessi krafa snýr að samkeppnisaðilum í öðrum löndum, en hún snýr einnig að samkeppnisaðilum á heimamarkaði, bæði einkafyrirtækjum og opinberum fyrirtækj- um. Flest þau mál, sem Samkeppnisstofn- un og samkeppnisráð hafa fengið til með- ferðar, varða misnotkun fyrirtækja í opin- berri eigu á aðstöðu gagnvart einkafyrir- tækjum. Opinberu fyrirtækin hafa tapað hveiju málinu á fætur öðru, sem vísað hefur verið til Samkeppnisstofnunar. Stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir þýð- ingu þess, að íslenzk fyrirtæki búi við sömu eða svipuð rekstrarskilyrði og fyrirtæki, sem þau keppa við í öðrum löndum og á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á rekstrarumhverfí fyrirtækja hér til hins betra. Þegar hins vegar kemur að því að jafna samkeppnisskilyrðin gagn- vart fyrirtækjum í eigu hins opinbera eða fyrirtækjum, sem starfa í skjóli sérstakra hagsmunasamtaka t.d. í landbúnaði, gegn- ir öðru máli. Þá eru íslenzku einkafyrirtæk- in að kljást ekki bara við opinberu fyrir- tækin heldur ráðuneytin, sem standa á bak við þau og virðast telja það skyldu sína að standa vörð um sérhagsmuni í stað almannahagsmuna. Og því miður er það nánast undantekning, að þingmaður'standi upp á Alþingi íslendinga til þess að gerast málsvari einkafyrirtækjanna í þeim leik. Ótrúlegt dæmi um framferði opinberra aðila að þessu leyti er framkvæmdin á úreldingu Mjólkursamlags Borgfírðinga. í þeim víðtæku umræðum, sem fram hafa farið um málefni landbúnaðarins á undan- förnum árum hefur það komið skýrt fram, að þeir milljarðar, sem renna úr vösum skattgreiðenda á hveiju ári til þess að halda landbúnaðarkerfinu uppi renna ekki fyrst og. fremst til bændanna sjálfra held- ur í þá milliliðastarfsemi, sem byggð hefur verið upp í kringum landbúnaðinn. Athygl- in hefur m.a. beinzt að mjólkurbúunum og allir eru nú sammála um, að alltof mörg mjólkurbú séu í landinu og að rekst- ur þeirra sé hluti af þeim mikla kostnaði, sem þjóðin hefur af landbúnaðarkerfínu. í búvörulögunum frá 1993 er bráða- birgðaákvæði, sem hljóðar svo: „Heimilt er að veija á árunum 1993-1995 allt að 450 milljónum króna af innheimtum verð- jöfnunargjöldum af mjólk til að styrkja úreldingu mjólkurbúa eða hagræðingu í mjólkuriðnaði samkvæmt sérstökum regl- um, sem landbúnaðarráðherra setur.“ Ekki þarf að taka fram, að verðjöfnunargjöldin eru að sjálfsögðu greidd af neytendum þannig að það eru neytendur, sem eru að greiða þennan kostnað við úreldingu mjólkurbúanna. í framhaldi af þessari lagasetningu setti Halldór Blöndal, þáverandi landbúnaðar- ráðherra, sérstakar reglur um „ráðstöfun á verðmiðlunarfé til hagræðingaraðgerða í mjólkuriðnaði og mjólkurframleiðslu." í þessum reglum segir m.a.: „Þær eignir, sem teknar eru til úreldingar eru fasteignir og sérhæfður búnaður til mjólkurvinnslu. Lóð telst ekki til fasteignar í þessu sambandi. Bifreiðar teljast ekki til sérhæfðs búnaðar. Sé unnt að selja eignirnar til annarra nota er heimilt að draga frá hálft söluverð þeirra að frádregnum sölukostnaði. Nefnd skv. 5. gr. skal láta leita eftir almennum tilboð- um í viðkomandi eignir.“ í sömu reglum segir svo um skipan nefndarinnar sem á að leita eftir tilboðum í viðkomandi eignir: „Landbúnaðarráð- herra skipar ijögurra manna nefnd, sem metur umsóknir um styrki skv. reglum þessum. Skal einn nefndarmaður skipaður eftir sameiginlegri tilnefningu ASÍ og sr&a'Ss&szz 1- ■ ri* *iíf .;<• «• «; ' .. áé&m&SS BSRB, einn eftir tillögu Samtaka afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, einn eftir tillögu Stéttarsambands bænda og einn án til- nefningar og er hann jafnframt forrnaður nefndarinnar.“ Hver hefur nú verið framkvæmdin á þessari lagasetningu Alþingis og reglum þáverandi landbúnaðarráðherra? Fram- kvæmdin var sú, að Kaupfélag Borgfírð- inga fékk greiddar 227 milljónir króna af almannafé vegna úreldingar Mjóikursam- lagsins. Eignir Mjólkursamlagsins voru auglýstar hér í blaðinu 21. maí 1995 og frestur til að skila tilboðum í eignirnar var 8 dagar (!!) eða til 29. maí. Engin tilboð bárust fyrir utan eitt í tæki frá Mjólkur- búi Flóamanna, sem var dregið til baka. Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri lýs- ir niðurstöðu málsins í fréttabréfí Kaupfé- lags Borgfirðinga, með þessum orðum sem dagsett eru 28. ágúst 1995: „ Ekkert til- boð barst í húsið og aðeins eitt tilboð barst í vélar og tæki, sem síðan var dregið til baka. Eignirnar munu því verða áfram í eigu Kaupfélagsins og þessa dagana er verið að ganga frá samningum við land- búnaðarráðuneytið um það mál.“ 227 milljón- ir af al- mannafé en halda eign- unum ÞAÐ, SEM HÉR hefur gerzt er í stuttu máli það, að Kaupfélag Borg- fírðinga fær greidd- ar 227 milljónir króna af almannafé en heldur eignun- um, sem pening- arnir voru greiddir fyrir. Þessar eignir voru að vísu auglýstar til sölu en tilboðs- frestur var 8 dagar - átta dagar. Það er auðvitað alveg ljóst, að hér var um mála- mynda auglýsingu að ræða. Það er ekki hægt að búast við tilboðum í svo miklar eignir með svo skömmum fyrirvara. Nú er komið í ljós, að nefndin, sem skv. reglum þáverandi landbúnaðarráð- herra „skal láta leita eftir almennum til- boðum í viðkomandi eignir“ var einungis ráðgefandi nefnd, og að ekki hefur verið tekið mikið tillit til sjónarmiða hennar. Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, sem átti sæti í nefndinni, upplýsti hér í blaðinu í gær, föstudag, að núverandi land- búnaðarráðherra hafí tekið allar endanleg- ar ákvarðanir. Björn Arnórsson segir m.a.: „Við gagnrýndum tímasetningamar á út- boðinu og lögðum mikla áherzlu á það, sérstaklega með atvinnuuppbyggingu í huga, að salan yrði mjög virk. Okkar af- staða í því máli var mjög skýr. Eins héld- um við þeirri skoðun okkar á lofti, að Kaupfélagið ætti ekki að eiga þetta hús- næði eftir sem áður. Það var alveg klár- lega okkar afstaða allan tímann. En eins og áður segir vorum það ekki við, sem tókum þessar ákvarðanir, heldur var það ráðherra, sem fékk málið í hendur með öllum okkar athugasemdum.“ Hver eru svör Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra við þessu? í Morgun- blaðinu í gær, föstudag, svarar hann spurningum um tímasetningu á auglýsingu og tilboðsfresti með eftirfarandi hætti: „Ég tók við málinu eftir að það hafði tafizt nokkuð miðað við þá áætlun, sem menn höfðu sett sér. Ég vildi ekkert vera að breyta því og skoðaði það reyndar ekki, heldur leit svo á, að rétt væri að fram- kvæma þetta innan þess tímaramma, sem um var talað.“ Hvers vegna var þessi „áætlun“ svo heilög, að henni mátti ekki breyta? Hvers vegna mátti tilboðsfrestur ekki vera til 29. júní eða 29. júlí í stað 29. maf? Hveiju hefði það breytt fyrir framgang úreldingar Mjólkursamlags Borgfirðinga? Enda kemur í ljós, að ráð- herrann „skoðaði það reyndar ekki“(!). Um þá staðreynd, að Kaupfélag Borg- fírðinga fær eignirnar afhentar á ný eftir að hafa fengið 227 milljónir greiddar af almannafé fyrir þær segir Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag: „Það var auðvitað rætt um það, hvort og þá hvernig hægt væri að semja við Kaupfélag- ið um greiðslu fyrir áframhaldandi afnot af eigninni, úr því ekki tókst að selja hana. Um þetta var þrefað fram eftir ári og reyndar allt fram undir áramót, þegar loks náðist endanlegt samkomulag. Mín skoðun var sú, eftir að vera búinn að liggja mikið yfir þessu, að þá yrðum við að ná því sam- an. Ég hefði svo sem vel getað hugsað mér, að það hefðu verið eitthvað hærri tölur, sem hefðu farið þarna á milli og studdist þá við þær hugmyndir, sem nefnd- in var sjálf með, en niðurstaðan varð hins vegar þessi.“ Eins og sjá má af þessum tilvitnunum í svör landbúnaðarráðherra færir hann í HVALFIRÐI engin efnisleg rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að láta upphaflega tímaáætlun standa um tilboðsfrest í hinar úreldu eign- ir Mjólkursamlags Borgfírðinga, þrátt fyr- ir ábendingar ráðgefandi nefndar skv. upplýsingum hagfræðings BSRB um að gerðar yrðu frekari tilraunir til að selja eignirnar en þær að gefa mönnum 8 daga frest á því að kanna möguleika á kaupum. Guðmundur Bjamason færir heldur engin efnisleg rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að afhenda Kaupfélagi Borgfirðinga eignirnar aftur eftir að Kaupfélagið hafði fengið 227 milljónir króna af almannafé fyrir þær. Er ekkert tilefni til þess, að Álþingi íslendinga, sem setti lögin, sem þessar athafnir byggjast á, taki þessa málsmeð- ferð til umræðu? Er sjálfsagt mál, að ráðu- neyti og ráðherra hagi sér með þessum hætti? En svo er önnur hlið á þessu máli og hún snýr að einkafyrirtækjum og jöfn- um samkeppnisskilyrðum. Morgunblaðið/RAX I samkeppni við einka- fyrirtækin með 227 milljónir af almannafé í GREIN UM þetta mál, sem birt- ist í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fímmtudag, segir svo: „Hvað núver- andi nýtingu hús- næðisins varðar, fengust þær upp- lýsingar hjá Þóri Páli Guðjónssyni, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga, að ný not hefðu fundizt fyrir SA hluta húsnæðisins. Þar færi fram móttaka á mjólk frá bændum og neyzlumjólk væri dreift í verzlanir á svæðinu þaðan. Þá hefði áfengisframleiðsla þar verið aukin og pizzugerð væri þar einnig til húsa. Hann sagði, að nú væri verið að kanna í framhaldinu, hvaða not væri frekar hægt að hafa af húsnæðinu og sagði aðspurður að meðal þeirra möguleika, sem verið væri að kanna, væri framleiðsla á ávaxta- söfum.“ Hér starfa a.m.k. tvö fyrirtæki í einka- eign að framleiðslu á ávaxtasöfum, þ.e. Sól hf. og Vífilfell hf. Sól hf., sem er braut- ryðjandi á þessu sviði hér á landi, lenti í miklum rekstrarerfíðleikum eins og kunn- ugt er. Nýir eigendur tóku við rekstri fyrir- tækisins og lögðu fram fé úr eigin vasa til þess að endurreisa fyrirtækið og hafa gert það með myndarskap. Það er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, hver sam- keppnisstaða þessara fyrirtækja hefur ver- ið gagnvart hinum vernduðu fyrirtækjum mjólkuriðnaðarins, sem hafa háð harða samkeppni við einkafyrirtækin í fram- leiðslu og sölu á þessum drykkjum. Hitt fer ekki á milli mála, að nú er unnið að undirbúningi að því að hefja fram- leiðslu í samkeppni við Sól hf. og Vífílfell hf. á ávaxtasöfum í húsnæði og kannski að einhveiju leyti með tækjakosti, sem búið er að greiða fyrir 227 milljónir af almannafé og afhenda síðan eignirnar aft- ur sömu aðilum. Með öðrum orðum hafa væntanlegir samkeppnisaðilar 227 milljón króna forskot á einkafyrirtækin. Hér er um svo hrikalega mismunun að ræða, ef af verður, að við það verður með engu móti unað. Samtök atvinnulífsins hljóta að taka hér til hendi og hefja baráttu fyr- ir því, að mismunun á samkeppnisaðstöðu af þessu tagi verði ekki að veruleika. Stjórnmálamenn geta ekki með öðru orð- inu tekið undir kröfur atvinnulífsins um jöfun rekstrarskilyrða og samkeppnisað- stöðu og horft þegjandi á, að það gerist, sem nú er í undirbúningi í Borgarnesi. í þessu máli var lagt upp með þá skyn- samlegu ákvörðun að úrelda Mjólkursam- lagið í Borgarnesi en framkvæmd málsins er með þeim hætti, að það er af og frá, að fulltrúar almannavaldsins, alþingis- menn, geti látið þetta gerast án þess að mótmælum verði hreyft. Á hvaða laga- ákvæðum byggir Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra þá ákvörðun sína að láta eignir Mjólkursamlagsins ganga aftur til Kaupfélagsins eftir að það hefur fengið 227 milljónir greiddar af almannafé? Og úr því að lagaákvæði hafa verið misnotuð með þessum hætti, hvað ætla þá alþingis- menn að gera til þess að sá leikur verði ekki endurtekinn? Um þetta segir Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar hf., í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag: „Mér er illa brugðið, ef forystumenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætla að horfa á at- burði sem þessa gerast án þess að ráðast í breytingu á þeim lögum, sem skapa mjólkuriðnaðinum svigrúm til að útiloka aðra aðila frá samkeppni við sig og opna þeim leið til að hefja ríkisstyrkta sam- keppni í rekstri, sem á engan hátt tengist mjólkurvinnslu.11 „Það, sem hér hefur gerzt, er í stuttu máli það, að Kaupfélag Borgfirðinga fær greiddar 227 milljónir króna af almannafé en heldur eignunum, sem peningarnir voru greiddir fyr- ir. Þessar eignir voru að vísu aug- lýstar til sölu en tilboðsfrestur var 8 dagar - átta dagar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.