Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 32
eS AUGLÝSINGASTOFA 32 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LÖÚREÚLUMENN OC 5KATAR ATHUGIP: RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. Nú er rétti tíminn til að tengja -og komast í samband við vandaða og fjölbreytta dagskrá Stöðvar 3 Hringdu í síma 533 5633 eða komdu í Kringluna 7 og tryggðu þér loftnet að láni. • Opið laugardaga 10-16 • Opið sunnudaga 13-16 • Opið virka daga 08-18 • Símaþjónusta virka daga til kl. 22 ASKRIFTARSIMINN ER 533 5633 AÐALFUNDUR OLÍS 1996 Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf fyrir rekstrarárið 1995, verður haldinn í Sunnusal (áður Átthagasal) Hótels Sögu, fimmtudaginn 21. mars n.k. kl. 16:00. Dagskrá: Samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. 11 Stjórn Olíuverzlunar íslands hf. FRETTIR HÓPURINN sem nú var að ljúka námi en auk þess eru á myndinni rektor Háskóla íslands, Svein- björn Björnsson, Margrét S. Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri HÍ, og Valdimar K. Jónsson pró- fessor, sljórnarformaður Endurmenntunarstofnunar HI. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands 28 útskrifast úr rekstr- ar- o g viðskiptanámi NEMENDUR í þriggja missera námi Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands í rekstrar- og viðskiptagrein- um voru brautskráðir í 10. sinn laug- ardaginn 17. febrúar sl. Endurmenntunarstofnun hefur frá áramótum 1990 boðið upp á hagnýtt og heildstætt nám í helstu viðskipta- greinum fyrir fólk með reynslu í rekstri og stjórnun. Alls hafa um 400 manns stundað námið. Helstu þættir þess eru: Rekstrarhagfræði, reikn- ingshald og skattskil, fjármálastjórn, stjórnun og skipulag, starfsmanna- stjórnun, upplýsingatækni í rekstri og stjómun, framleiðslustjórnun, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun. Tveggja missera framhaldsnám stendur til boða annað hvert ár. Námið er skipulagt þannig að hægt er að stunda það með starfi og samsvarar það 18 eininera námi PARKETSLIPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 á háskólastigi. Mjög mikil aðsókn er að náminu en aðeins eru teknir inn 32 nemendur á hveiju misseri. For- gang hafa þeir sem lokið hafa há- skólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sambæri- lega menntun sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjórnun. Þeir sem luku prófí nú eru: Andr- és Olafsson, Hitaveita Akraness og Borgarljarðar, Ágúst Sigurðsson, Sælgætisgerðin Móna, Bergþór Jóns- son, Mótás hf. Byggingafyrirtæki, Björg Jónsdóttir, Astra - ísland, Pharmaco, Björn Steinar Pálmason, SPRON, Bjöm Þór Egilsson, íslands- banki, tölvudeild, Elfar Rúnarsson, Seðlabankinn - lögfræðideild og Iðn- þróunarsjóður, Elín S. Ingipundar- dóttir, Silfurtún hf., Friðrik Ólafsson, Olís - Olíudreifing ehf., Guðni Jóns- son, Varnarliðið, Guðrún Ruth Ey- jólfsdóttir, Hans Petersen hf., Haf- steinn Gunnarsson, Samval hf., Har- aldur Stefánsson, Islandsbanki, Jak- obína Sigurðardóttir, Sælgætisgerð- in Móna, Jóhann Ólafur Hauksson, Nýheiji hf., Jón Gunnarsson, Rún hf., Jón Sigurgeirsson, Samningar og samningagerð, Leó Jónsson, Pípu- Minningarsjóður Sveins Biörnssonar Umsóknir um styrki 1996 + Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar. Til úthlutunar árið 1996 er ein milljón króna. Markmið Mannréttinda- og mannúðarmál eru hornsteinar í starfi Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Minningarsjóður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins og fyrsta formanns Rauða kross íslands, var stofnaður í tilefni af 70 ára afmæli félagsins 10. desember 1994. Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á mannréttinda- og mannúðarsamningum og framkvæmd þeirra, sem og rannsóknir og starfsemi sem stuðla að þekkingu og þróun á mannréttinda- og mannúðar- málum. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur er til 25. mars 1996. Úthlutað verður úr sjóðnum á alþjóðadegi Rauða krossins, 8. maí. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Rauða kross fslands, Rauðarárstíg 18, 105 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Þar liggja úthlutunarreglur einnig frammi. Umsóknum skal skilað í fjórum eintökum. fakobína Þórðardóttir á skrifstofu Rauða kross íslands veitir nánari upplýsingar í síma 562 6722. + RAUÐI KROSS ÍSIANDS gerðin hf., Olgeir Helgason, _ Raf- magnsveita Reykjavíkur, Ólafur Eggertsson, Sjóli hf., Ólöf Björns- dóttir, Breiðholtsskóla, Óttar Felix Hauksson, Kjarnavörur hf., Páll Kristinsson, Smith & Norland hf., Pétur Friðriksson, Flugleiðir, tölvu- deild, Sigríður Jóna Friðriksdóttir, Bókhaldsstofa Sigríðar Jónu, Tryggvi Jónsson, Verkfræðistofan Línuhönnun, Þorsteinn S. Ásmunds- son, Suðurgarður hf., Þórarinn Þór- arinsson, Olíufélagið hf. Bestum námsárangri náði Elfar Rúnarsson með ágætiseinkunn 9,53. ------»-♦■• *---- Ferð eldri borgara um Island og Færeyjar HÓPUR eldri borgara hyggst ferðast saman um ísland „með viðkomu í Færeyjum" í sumar. Ferðin hefst 25. júní nk. og verður ekið í austur. Eftir að hafa gist í Freysnesi og á Eiðum verður haldið til Seyðisfjarðar þar sem feijan Norræna bíður hóps- ins; Þá eru Færeyjar framundan. í Færeyjum verður dvalið í fimm daga við ferðalög og fleira. Komið verður til íslands 4. júlí og er þá stefnan sett á Norðurland og gisting bíður hópsins á Hótel Vin í Eyja- firði. Haldið verður heim á leið 7. júlí og hringnum iokað í Reykjavík að kvöldi þess dags. Öllum kostnaði við þessa ævin- týraferð er haldið í lágmarki. Farar- stjóri verður Pétur H. Ólafsson sem gefur nánari upplýsingar á skrifstofu Félags eldri borgara frá kl. 9-17. ------»'■♦ ♦----- Aðalfundur CCU-sam- takanna AÐALFUNDUR Crohn’s og Colitis Ulcerosa-samtakanna verður hald- inn þriðjudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni Frosta- skjóli á 2. hæð í KR-húsinu. Samtökin eru hópur fólks með Crohn’s og Colitis Ulcerosa-sjúk- dóma sem eru langvinnir bólgusjúk- dómar í meltingarvegi. Samtökin voru stofnuð á sl. ári og eru meðlim- ir um 80. Talið er að um þessar mundir séu 500-600 íslendingar með þessa sjúkdóma og að árlega greinist um 25-35 sjúklingar. Að lokinni aðalfundardagskrá mun Snorri Ingimarsson, geðlæknir, halda erindi sem fjallar um „Að vera haldinn langvinnum sjúkdómi".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.