Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 35 MINNIINIGAR um og ég veit að söknuður hennar er mikill. Aldrei aftur eigum við eftir að sjá þig slá grasið uppí sumarbú- stað, renna fyrir fisk í Meðalfells- vatni, leggja þig inni í litla her- bergi, dytta að á Sogaveginum eða aka Toyotunni í hlaðið. En minningarnar eru sterkar og hverfa aldrei. Það eru allt góðar minningar. Guð varðveiti þig, elsku pabbi, um alla eilífð og haldi sinni ! verndarhendi yfir þér. Ástarkveðjur. Þín dóttir, Ragnheiður. Nú þegar Stefán Ágúst Júlíus- son, Gústi, eins og hann var venju- lega kallaður í okkar hóp, er látinn og borinn til grafar í dag„ er mér bæði ljúft og skylt að setja nokkur orð á blað til minningar um hann. ) Ljúft, vegna hugljúfra kynna, sem | með okkur urðu, svo og sakir sam- eiginlegs áhugamáls, sem við áttum báðir frá bernsku ... skylt, með því að fjölskyldur okkar eru mægða- og fjölskylduböndum bundnar. Báðir vorum við fjölskyldumenn, af léttasta skeiði, er fundum okkar bar fyrst saman. Þegar ég leit á, virti fyrir mér og kynntist þessum i verðandi tengdaföður dóttur minnar, leyndist ekki, að þar fór I góður drengur. Þar birtist þetta } einstaka ljúfmenni - þetta sanna, vaska, karlmannlega, hreystilega fríðleiksprúðmenni sem hann var, hreinn og ákveðinn í sjónarmiðum. Kringum hann var enginn moðreyk- ur, hálfgildingsmolla né tvískinn- ungur. Eins og yfirliturinn var hreinn og heiður, svo var og hinn innri maður. Með fjölskyldum okkar ^ urðu innileg, ástrík tengsl og sam- • skipti. Slíkt lofa ég nú, að honum látnum, og þakka hlut hans í þeirri } fögru fjölskyldumynd. Þegar ég virti manninn fyrir mér, sá haukfrán, snarráð augun, glöggt svipmótið, þreklegan vöxt, íjaðurmagnaðan, léttan limaburð, miðað við aldur, bar allt þess vott, að íþróttir hlytu að hafa komið hér við sögu. Svo var og, því hér var ekki einungis áhugamaður um j knattspyrnu, heldur knattspyrnu- kappi. Mér var sagt, að á keppnis- ■ vellinum hafi hann, sakir fráleika síns, verið settur til höfuðs knatt- spyrnukónginum Albert Guð- mundssyni sjálfum. Það segir okkur allt. Knattspyrnu hef ég alltaf dáð, svo hér mættust hugir okkar í sam- eiginlegu áhugamáli, sem títt var rætt, þá fundum bar saman. Ekki gæti ég réttilega lokið skrif- um, utan að minnast á söngröddina hans, þennan hreina, bjarta tenór, sem sveif fyrirhafnarlaust um há- veldi tenóranna. Náttúruröddin, laus og óþvinguð, minnti mig á rödd Stefáns Islandi ungs, þó ekki eins miklum blámaroða slegin, fannst mér. Háa C-ið var ekkert vanda- mál. Mig setti algerlega steinhljóð- an. Með slíka rödd hefði hann aldr- ei átt annað að gera en að syngja. Við ótímabært fráfall hans er sár söknuður að okkur öllum kveðinn. Elsku María og allir ástvinirnir. Við vottum ykkur allrainnilegustu samúð. Látum fagra minninga- myndina heíja okkur ofar sorg og trega í vissunni um endurfundi æðra heims. Hér er góður drengur genginn. Blessuð sé minning hans. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson. Fyrir skömmu hittum við Maríu föðursystur okkar og Gústa, þá ný- komin frá Kanaríeyjum, svo fallega brún óg sælleg. Þau hjónin höfðu þá dvalið um stund í suðlægum lönd- um svona eins og til þess að ná tveimur sumrum. Fáeinum dögum seinna er Gústi allur, svo brátt kall- aður héðan. Handan þessa heims bíða hans vinir og hver veit nema að þar hljómi mjúkur þytur flugulín- unnar. Án efa verða þar áfram sagð- ar sögur af ótrúlegum atburðum veiðinnar frá lítilli bleilq'u upp í 17 punda lax. Það verður einum færra inni í botni Meðalfellsvatns sem fleytir agni á komandi sumri. Orðstír deyr aldrei né minningin um indælan og ástkæran vin. Það er mikill missir í Gústa. Þessum myndarlega manni sem María valdi að lífsförunaut. Þörfin fyrir að skrifa er mikil fyrir okkur sem erum svo gæfurík að hafa kynnst Gústa og hans kostum. En hvemig lýsir maður augnatil- liti, málrómi, viðmóti og þess háttar á blaði? Hvernig lýsir maður þeim stundum þegar við hittum Gústa og Maríu, hversu innilegur hann var alltaf, hvernig hann fagnaði bömum okkar og reyndi svo aðeins að æsa þau upp með smá kitli? Hvemig lýs- ir maður því þegar þau hjónin í sam- einingu sögðu okkur krassandi veiði- sögur og hrifu alla með? Hvemig lýsir maður því hvemig hann sagði „hún Maja mín“, þeirri ást og um- hyggju og tryggð sem frá honum geislaði? Hvemig lýsir maður sam- vemstundum fjölskyldnanna heima eða í sveitinni, þar sem glaðværðin og kátínan vom í algleymingi og margar skemmtilegar sögur látnar flakka enda margir frábærir sögu- menn saman komnir. Kærleikur, það .er orðið sem lýsir honum best. Kær- leikur er það sem Gústi miðlaði til okkar allra og nú er það okkar að viðhalda þeim kærleik þótt við séum orðin einum færri. Eftir lát föður okkar hafa María og Gústi reynst móður okkar sann- ir vinir og fékk hún að njóta aukinn- ar samveru við þau eftir því sem árin liðu og aldurinn færðist yfir. Eftirfarandi huggunarorð hafa ver- ið móður okkar styrkur við fráfall föður okkar og vonum við að svo verði einnig um ykkur. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið .og syngið með glöðum hug, sá! min lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífð gefur, og ég, þótt iátinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu. (Höf. ókunnur.) Það var mikil gæfa að njóta sam- fylgdar Gústa í þessu jarðneska lífi. Sú ást og mannelska sem geislaði af Gústa fleytir okkur áfram í trú á framtíðina og eilíft líf. Elsku María og íjölskylda, þið eigið okkar innilegustu samúð og biðjum við algóðan Guð að styrkja ykkur nú sem um alla framtíð. Systkinin á Skólaveginum og fjölskyldur þeirra. Námskeið £ mannrækt & s jálf suppby ggingu. Dagsnámskeið 19., 20., 21. og 22. mars frá kl. 9-14. Phoenix klúbbfundur 26. febrúar kl. 20 á Hótel Loftleiðum. BkianTract' Fanný Jónmundsdóttir, sími 552-7755. SÉRHÆÐ í HLÍÐUM Myndarleg neöri sérhæö, alls 160 ferm., ásamt bílskúr, viö Reykjahlíö. M.a. 2 stofur, stórt hol, 2 svefnherb. og húsbóndaherb. Laus í apríl. Hagstæö lán áhvílandi. nánar á netinu: http://www.itn.is/vagn/ á VAGN JÓNSSON FASTEIGNASALA Skúlagötu 30, sími 561 4433 Fáðu betri mynd á fjármálin! i Komdu á kynni 27. eða 28. febrúar, kl. 20°° -2200 að Bankastræti 7,2. hæð. ngu Kynntar verða, meðal annars, nýjungar í fjölbreyttri fjármálaþjónustu Landsbankans svo sem Einkabókhaldinu, Einkabankanum, Þjónustusímanum, Vörðunni o.fl. Ókeypis aðgangur. Kaffiveitingar. Allir viðskiptavinir bankans eru velkomnir. Skráðu þig í síma 560 6185 - sem fyrst vegna takmörkunar á fjölda. EINK yri BANKI EINKA^ varöa bokhald — Landsbanki íslands Banki allra landsmanna http://www.centrum.is/lbank/ 1 Medisanaíó^ BUXUR SEM VINNA Á APPELSÍNUHÚÐ auk þess að veita góðan stuðning við hné og mjóbak. Þuríður Ottesen ( upphafi keypti ég nokkrar Medisana Turbo fyrir mig og nokkrar vinkonur. Við vorum efins að buxurnar stæðu undir væntingum, en frábær áhrifaméttur þeirra kom fljótt í Ijós og er nú loksins komin hjálp í baráttunni við appelsínuhúð. I dag eru á annað þúsund ánægðar konur sem fjárfest hafa í buxunum. Eftirfarandi umsagnir áhugasömum til fróðleiks: Ragnheiður Óskarsdóttir Ég get úhikað mælt með buxunum. Hef notað þær f líkamsrækt sl. 8 mánuði og er árangurinn frábær, auk þess eru þær þægilegar og veita góðan stuðning við hné og mjóbak. Kristjana Kristjánsdóttir Ef vandamái eru vegna grindar- gliðnunar eða annarra eymsla f mjóhrygg, mæli ég eindregið með buxunum. Þær veita frábæran stuðning og vinna í leiðinni á hinni hvimleiðu appelsínuhúð. Helga Gísladóttir Ég vinn við afgreiðslustörf allan daginn. Eftir að ég fór að nota Medisana Turbo þjáist ég ekki lengur af þreytuverkjum í fótum. Einnig hef ég losnað við bjúg sem áður var óþægilegur. Buxumar eru fáaniegar I tveimur siddum, þ.e. medium sem ná niður á mitt læri og long sem ná niður á hné. Ath! Buxumar eru 85% hluta úr náttúru- efnum og er mögulegt að vera f þeim 8-10 klst. é dag án óþæginda. SÖLUABILAR: Árbæjarapótek, Grafarvogsapótek, Holtsapótek, Háaleitisapótek, Ingólfsapótek, Láugavegsapótek, Snyrtistofa Díu, Kópavogsapótek, Mosfellsapótek, Ölfusapótek Hveragerði og Þorlákshöfn, Selfossapótek og Lyfjasalan Búðardal. Dreifing iSd... ehf., sími5B8-E333. Sendurn i pústkrdfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.