Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR GUNNAR HAFSTEINN VALDIMARSSON + Gunnar Haf- steinn Valdi- marsson fæddist 21. júní 1928 í Rúfeyjum á Breiðafirði. Hann lést hinn 14. febrúar síðastliðinn í Sjúkra- húsi Reykjavíkur við Fossvog. Gunnar var sonur lijónanna Ingigerðar Sig- urbrandsdóttur frá Skáleyjum, f. 22.8. 1901, d. 26.1. 1994, og Valdimars Sig- urðssonar frá Kletti, Gufudalssveit, f. 25.6. 1898, d. 26.9. 1970. Þau skildu. Alsystkini Gunnars eru: Guðlaug, f. 14.11. 1919, Karitas Svanhildur, f. 30.3. 1924, d. 14.12. 1925, Ingibjörg, f. 29.6.1925, Gunnlaugur, f. 20.5 1927, Jón Þorberg, f. 16.11. 1929, Sigurður Óli, f. 11.1. 1931, Kristinn Sigvaldi, f. 2.6. 1932, Ingvar Einar, f. 21.12. 1933, Fíf- U1 Héðinn, f. 19.10. 1935, Svan- hUdur Theodora, f. 4.9 1937, Guðbrandur, f. 5.12. 1940, Kristrún Inga, f. 16.5 1942, Kristin Jóhanna, f. 5.8. 1943. Seinni kona Valdimars var Sig- urlín Lilja Guðmundsdóttir, f. 16.10. 1911. Þeirra börn eru: Guðmundina Lilja, f. 24.2 1948, Ólöf Sigmars, f. 24.6 1949, Helgi, f. 16.7 1950, Guðmundur, f. 20.11 1951, d. 21.12 1977. Ingigerður bjó síðar með Jónasi Jóhanns- syni í Öxney á Breiðafirði. Þeirra dóttir er Elín, f. 18.7 1945. Gunnar giftist 1958 Elsu Kjartans- dóttur frá Hnúki, f. 1937. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristín, f. 1954, maki Hörður Þor- steinsson. Börn þeirra eru Unnur Heiða og Gunnar Guðni. 2) Sigurður Óli, f. 1958, maki Ólafía Ingibjörg Ingólfsdóttir. Börn þeirra eru Elsa Kristín og Jóhannes Ingi. 3) Pétur, f. 1959, maki Helga Þ. Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Erika Stefanía, Sigurður Daði og Snævar Dagur. 4) Jóhannes Valdimar, f. 1970, maki Guð- ríður Linda Karlsdóttir. Gunnar ólst upp í Rúfeyjum til 16 ára aldurs. Fór hann þá í vinnu- mennsku til föðurbróður sins, Jóhannesar Sigurðssonar, og konu hans, Kristínar Teitsdótt- ur, að Hnúki í Dalasýslu. Síðar varð hann bóndi þar í tvíbýli til ársins 1972. Flytur þá til Reylga- víkur og starfaði sem verkamað- ur hjá Kassagerð Reykjavikur. Hóf hann störf sem dagmaður á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni 1978 og var þar til starfsloka 1995. Útför Gunnars fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 26. febrúar og hefst athöfnin klukk- an 13.30. KOMIÐ er að kveðjustund, elsku afí, við þökkum þér fyrir allar liðn- ar samverustundir. Við urðum þeirrar gæfu njótandi að búa í næsta húsi við þig síðan við munum eftir okkur, og voru það sannkölluð forréttindi. En þung eru nú sporin framhjá húsinu þínu. Stutt var að skreppa yfír til þín með dagblöðin þegar þau höfðu verið lesin heima, og varð það fast- ur vani. Svo seinna, þegar þú varst búinn að lesa þau, var þeim komið út í blaðagám, og varst þú feginn að hægt væri að endumýta þau. En hjá þér fór ekkert til spillis. Við minnumst einnig stundanna er þú komst og sast hjá okkur, þá var gaman að hlusta á sögumar um hvemig var að lifa í gamla daga. Nú skiljast leiðir um sinn, en minningin lifír og hana tekur eng- inn frá okkur. Drottinn hefur leyst þig undan þrautum þínum og tekið þig til sín, þar getur þú nú horft yfír sjóinn og landið. í dag skein sól . á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá og skipið lagði landi frá. Hvað mundi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. Eg horfi ein á eftir þér og skipið ber þig burt frá mér. Ég horfi ein við yztu sker. Þvi hugur minn er hjá þér bundinn, og löng er nótt við lokuð sundin. (Davíð Stefánsson.) Kveðja frá Eriku, Sigurði, Daða og Snævari Degi. Fullbúnar íbúðir ó fróbæru verði 2ja herb. íbúðir frú kr. 6.350 þús. 3ja herb. íbúðir frú kr. 7.290 þús. Góðir greiðsluskilmólar, byggvisit. 203 stig Sími 5651122 Simi ó byggingarstai til skoða er 565-2627. Til að auka þjónustuna við kaupendur heftir fasteignosalon Valhús einnig tekið að sér sölu ibúðanna. " Ar ;JI að VALHÚS ne VKJAVtKURVEQI «2 Sími 5651122 ú/ ^a,- Sigurður & Júlíus sími 565 5261 Mig langar að minnast tengda- föður míns, Gunnars H. Valdimars- sonar, nokkrum orðum. Ég er þakklát fyrir að hafa eign- ast hann sem tengdaföður, því hann var svo einstaklega góður, skemmtilegur og umhyggjusamur, sem sýndi sig best þegar barna- börnin voru nærri, þeirra gætti hann vel og leiðbeindi á sinn góðlát- lega hátt. Söknuður þeirra er mikill. Sérstaklega gaman var að ferð- ast með Gunnari, því hann var haf- sjór af fróðleik og allskyns sögum. Aldrei vildi hann láta hafa fyrir sér, hans lífsspeki var að vera sjálf- um sér nógur, skulda engum neitt og honum fannst miklu sælla að gefa en þiggja. Hann var einstaklega seigur og bjó yfír mikilli þrautseigju, sem oft jaðraði við þrjósku. En í hans tilviki var þrjóskan dyggð. Dejr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Hvíl þú í friði. Ólafía Ingibjörg. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Takk fyrir allt elsku afí. Elsa Kristín og Jóhannes Ingi. Gunnar Hafsteinn Valdimarsson var fæddur í Rúfeyjum á Breiða- fírði. Rúfeyjar eru rýrt ábýli, og erfítt að framfleyta þar stórum bústofni. Til dæmis erfítt með sumarbeit fyr- ir kýr í heimaey, varð að beita á eyjar fjær sem fjarar úti frá heima- ey, heyskap að taka mestailan úr fjarlægum eyjum. Búskapur í eyjum var hrikalega erfíður, um það hefur margt verið skrifað, síst af öllu ýktar þær sögur. Í Rúfeyjum sleit Gunnar barns- skónum, við mikla fátækt, það má ætla að margt hefði nú einhvern tíma getað skort við að fæða og klæða 14 börn, fyrir leiguliða á rýru og dýrt leigðu ábýli, en mörg er matarholan í Breiðafírði, það var fyrir öllu enda slampaðist allt af sæmilega. Mjög ungur tók Gunnar virkan þátt í lífsbaráttu foreldra sinna, ótrúlega ungur kallaður til ábyrgðarstarfa, svo sem að gæta þess að sauðfé flæddi ekki á skeij- um, það var mikið starf og tíma- glöggt, sjórinn bíður ekki, það starf hefur mörgum gengið misjafnlega, þó fullvaxnir væru. Gunnar brást aldrei við þetta starf, enda ríkur þáttur í fari hans trúmennska og skyldurækni. Vígð- ur þeim eiginleikum frá blautu bamsbeini. Margra góðra stunda minntist Gunnar frá æskudögum í eyjunum, einkum með afa sínum, Sigurði Óla Sigurðssyni, við að vitja um grásleppunet og selanætur, fískidrátt, oft urðu þeir heppnir ef þeir lögðu haukalóð. Vor við Breiðafjörð er engu líkt, enda átti Gunnar þar djúpar rætur. 16 ára fór Gunnar úr eyjunum að Hnúki í Klofningshreppi, sem vinnumaður hjá frænda sínum. Kom sér þar upp bústofni, eignað- ist þá jörð, byggði og ræktaði ekki síður en aðrir bændur í nágrenni, við mjög erfíðar aðstæður. Gunnar var aldrei heilsuhraustur, eða birg- ur af líkamskröftum, en honum vannst oftast betur en öðrum sem virtust hafa meiri líkamsburði, hafði ótrúlega seiglu og iðni. Vinnudagur hans var oft langur. Lífsstefna hans var að vera ekki uppá aðra kominn, s'kulda engum neitt, og vera sáttur við guð og menn. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur við nágranna sína, enda mjög vinsæll, það virtu hann allir sem kynntust honum. Gunnar giftist Elsu Kjartans- dóttur frá Fremri-Langey, 1958, þau eignuðust 4 börn, komu þeim upp með sóma, öll mannvænleg, og hafa haslað sér völl við gðða afkomu, menntuð til nytsamra starfa. Gunnar og Elsa brugðu búi 1973, og fluttu til Reykjavíkur, og slitu skömmu síðar samvistum. Gunnar komst yfír íbúð, og vann um tíma hin ýmsu störf, þar til hann komst að sem dagmaður í vél á Bjarna Sæmundssyni, hugur hans hafði alla tíð stefnt til sjávar. Á Bjarna Sæmundssyni var hann í 17 ár, hætti þar störfum heilsu sinnar vegna síðastliðið haust. Störf sín á Bjarna rækti hann með miklum ágætum, enda ríkustu eiginleikar í fari Gunnars trú- mennska og samviskusemi. Við brottför af Bjarna Sæ- mundssyni heiðruðu skipsfélagar og fískifræðingar Gunnar með miklum sóma, enda allir vinir hans, sem virtu hann að verðleikum. Þeir minntust oft góðra stunda í borð- salnum á Bjama, þar sem voru rædd landsins gagn og nauðsynjar, tæpitungulaust. Gunnar var vel greindur maður, orðheppinn og gamansamur, hann þurfti mann á móti sér í orða- skaki, hvort heldur var í gamni eða alvöru. Ég kynntist Gunnari fyrst í barnaskóla, farskóla á Skarðs- ströndinni, ég man eftir að hann bjó sér til reikningsbækur úr sem- entspokum. Snemma beygðist krókurinn að vera ekki upp á aðra kominn. Ríkis- útgáfa námsbóka þurfti ekki að skaffa honum þá hluti, það er eitt- hvað öðmvísi núna. Við Gunnar urðum miklir vinir, fermingarbræður, svarabræður og þjáningabræður, að minnsta kosti í búskap. Ég dvaldi oft hjá honum í Máva- hlíð 16, og hélt til í íbúðinni þótt hann væri ekki í landi, ef ég var á flakki hér syðra. Ég minnist þess, að eitt sinn er ég kom til hans, var óvenju létt yfír honum, hann sagði mér: „Ég var að borga síðustu afborgunina af íbúðinni, nú skulda ég engurn." Það var mikill sigur, ekki síst fyrir mann, með hans lífsstefnu. Ég minnist Gunnars sem besta vinar míns, og ég vona að hann taki á móti mér, ef svo skyldi fara að ég lenti á sama plani og hann er á núna. Blessuð sé minning hans. Steinólfur Lárusson. Fallinn er í valinn mikill heiðurs- maður og góður samferðamaður okkar hafrannsóknarmanna til margra ára. Þeim sem áttu því láni að fagna að vera til sjós með Gunn- ari er söknuður efst í huga nú þeg- ar hann er allur. Engan hefði grun- að það er haldið var árlegt jólateiti Hafró 15. des. sl. og hann kvaddur af forráðamönnum stofnunarinnar og samstarfsmönnum og honum þökkuð vel unnin störf, að þetta væri hinsta kveðjustundin. Þarna var Gunnar í essinu sínu, glaður og ánægður og reytti af sér brand- árana, en það kunni hann svo sann- arlega. Það duldist ekki neinum sem kynntist honum að þar fór mikill húmoristi, sem hafði sérstakt lag á því að sjá það spaugilega við lífíð og miðla því á meistaralegan hátt til samferðamanna sinna. Hann gat líka látið menn vita á sinn sérstaka hátt þegar honum var misboðið og það þannig að þeir gleymdu því ekki svo fljótt. Honum var heima- byggðin í Dölum sérlega kær og oft sagði hann sögur af mönnum og málefnum tengdum þessari fal- legu og sérstöku byggð. Þar átti hann einnig sérlega kæran vin þar sem Steinólfur Lárusson frá Fagradal var 0g raunar var það unun og upplifun að hlusta á þessa heiðursmenn minnast gamalla at- burða sem þeir höfðu lifað saman og var þá oftast stutt í hinar skop- legu hliðar lífsins. Þeir höfðu sér- stakt lag á því að segja skemmti- lega 0g vel frá hlutunum og eru í raun sannir fulltrúar þeirrar kyn- slóðar sem átti sanna sögumenn á sínum snærum. Þessir menn eru óðum að hverfa af sjónarsviðinu og við tekur allt annar vettvangur til að fræða menn og skemmta. Ég vil að lokum þakka fyrir samveru- stundir okkar um borð í rannsókna- skipinu Bjarna Sæmundssyni og á öðrum vettvangi. Maður stendur eftir þakklátari fyrir að hafa notið þeirra. Ég votta fjölskyldu Gunnars og vandamönnum samúð mína og einnig syrgjandi vini hans Steinólfi Lárussyni sem misst hefur mikið. Sólmundur Tr. Einarsson, fiskifræðingur, Hafrann- sóknastofnun. Hann Gunnar er dáinn. Þessi yfírborðshijúfí maður hafði eitt það yndislegasta innræti sem ég hef ennþá kynnst. I Rúfeyjum elst Gunnar upp í stórum systkina- hópi til 16 ára aldurs, en fer þá að heiman í vinnumennsku til föður- bróður síns, og svo með árunum gifting, búskapur og börn eins og gengur. Alla tíð mun þó sjórinn hafa heill- að Gunnar öðru meir, allt frá leikj- um bernskunnar i fjörunni og klett- unum heima, til harðrar vinnu við að hafa í sig og á, því eyjabúskapur- inn útheimtir orku í geði, seigar taugar og þolinmæði. Bömin, bamabömin, sjóveran og félagarnir á sjónum munu að mínu viti, sem þessar línur skrifa, hafa staðið næst hjarta hans ásamt því að vera ekki upp á aðra kominn á nokkum hátt. Ég kynntist þessum hijúfa, ljúfa manni allt of stutt. Fyrst í eldhúsi systur hans sé ég hann, þá hálf lasinn eins og hann mun hafa verið mest alla æfína, en samt lúmskt orðheppinn og hlaðinn ískrandi stríðni og gríni. Hermigáfa Gunnars var með ólíkindum og náði hann jafnt röddum karla og kvenna, einnig virtist andlit hans umbreyt- ast og taka svip þess sem stældur var hveiju sinni. Þó ýmislegt hafí fokið á slíkum stundum þá efast ég um að slíkt hafí valdið langtíma þykkju hjá fólki sem þekkti hann vel enda í flestöllum tilfellum sett fram sem gamanmál á góðum stundum en ekki til sárinda öðrum. Gunnar var frá bamsaldri og alla tíð heilsuveill en viljinn og seiglan voru slík að árum saman vann hann tvöfalda vinnu og jafnvel nóttina með ef þurfti. Gunnar var alla tíð mikill dýravinur, enda sagði hann: „Dýrunum er óhætt að treysta en ekki sumum mannskepnum.“ Hann var vinum sínum órofatryggur, en umgekkst ekki hina. Undirferli og óþverraskap þoldi hann engum enda slíkt fólk ekki hans heiðursgestir. Öll sín böm studdi hann með ráðum og dáð út í lífíð og velti úr vegi þeirra þúfum sem hefðu vafíst fyrir heilsubetri mönnum, en Gunnar lét sig aldrei muna um það. Nú er hjá ættingjum og vinum söknuður sár sem ég bið góðan Guð að mýkja, sjálfum er mér, sem þess- ar línur pára, harmur í hjarta. Þá hefði Gunnar sagt: „Æ, góði besti hættu að skæla, það tekur því ekki.“ Far þú í friði vinur, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir stutt en sérlega ljúf kynni. Farinn ert fijáls í burtu munu þér vinir móti taka legðu nú ljúfi maður í síðustu ferð til sælli heima. (Þ.S.) Þórarinn Samúelsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4Ö00 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.