Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hörður Þórar- insson múrara- meistari í Hafnar- firði var fæddur að Bjarnastöðum í Sel- vogi 19. nóvember 1928. Hann lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 17. febr- úar síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Þórarins Snorrasonar hrepp- stjóra í Selvogi og seinni konu hans, Ragnhildar Jóns- dóttur, og var yngstur 12 systkina. Eru þrjú þeirra enn á lífi. Hörður kvæntist eftirlifandi konu sinni, Maríu Helgadóttur, hinn 4. ágúst 1956 og áttu þau fjögur börn: Asbjörn, f. 24.10. 1957, Kristínu, f. 15.11. 1958, Helga, f. 15.12. 1961, og Jó- hann, f. 14.5. 1967.,Þau eru öll gift og eiga börn. Útför Harðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun, mánudaginn 26. febrúar, og héfst athöfnin klukkan 13.30. HÖRÐUR fluttist 17 ára gamall til Hafnarfjarðar og bjó lengst af hjá systur sinni, Kristínu, og Helga manni hennar, þar til þau María fluttust í eigið húsnæði. Hann vann hjá sveitunga sínum, Einari Sig- urðssyni múrarameistara, og hóf síðan hjá honum nám í múrverki og lauk sveinsprófi 1954. Eftir að hann varð meistari í iðninni 1959, störfuðu þeir Einar saman um tíma en Hörður hóf fljótlega að starfa sjálfstætt og að hafa menn í vinnu hjá sér. Hörður var afar vandvirk- ur og samviskusamur verkmaður og naut mikils trausts sem fag- maður, enda varð hann fljótt eftir- sóttur múrari og hafði jafnan verk- efni fyrir sig og menn sína, jafn- vel þó að þrengingar væru í starfsgreininni. Reksturinn var þó ekki alltaf jafn auðveldur og stundum var lítið eftir þegar kostnaður hafði verið greiddur. Aður en Hörður og María kynntust var hann byijaður að byggja húsið í Grænukinn og fluttu þau inn í það þegar efri hæðin var tilbúin. Síðan þegar neðri hæðin var tilbúin, var flutt niður, en þá fluttu foreldrar Maríu ásamt bróðurdótt- ur hennar, sem ólst upp hjá afa sínum og ömmu, inn á efri hæð- ina. Bjuggu þau hjá þeim í u.þ.b. 13 ár þar til þau fluttust á Hrafn- istu. Síðan liðu um 10 ár þar til þau rýmdu til fyrir okkur Kristínu þegar við áttum okkar fyrsta barn. Við bjuggum á efri hæðinni hjá þeim í tæp 6 ár og fluttu þá Ás- björn og Svana inn í staðinn. Þann- ig að í þau 34 ár sem þau bjuggu í Grænukinninni voru það einungis 10 ár sem þau höfðu allt húsið fyrir sig. Hin 20 árin voru lengst af a.m.k. 8 manneskjur í húsinu, þannig að ekki leyfði af plássinu sem hafði verið ætlað fyrir eina flölskyldu. Þetta finnst mér lýsa vel þeirri fórnfýsi og nægjusemi sem hefur einkennt þau hjónin. En þau hafa alið með sér drauminn um að hafa rýmra um sig, því að þegar Herði gafst kostur á að fá góða byggingarlóð við Jófríðar- staðaveg var hafist handa við að reisa það glæsilega íbúðarhús sem þar stendur nú. Naut hann nú þeirrar löngu reynslu og þekkingar sem hann hafði aflað sér við að aðstoða aðra við húsbyggingar, til að reisa hús eins og hann vildi hafa það. Þá fékk ég tækifæri til að kynnast verklagi hans, því að verkið var að sjálfsögðu mest unn- ið í frístundum og fengum við mágarnir oft að aðstoða hann og smiðina sem eru afburðamenn í sinni grein. Það er óhætt að segja að hann fór sér að engu óðslega við þetta verk, því að hvert skref var vandlega gaumgæft og þess jafnan gætt að búa sem best í haginn fyrir næsta skref. Hvert handtak var unnið af vandvirkni og bestu efni valin. Það var mjög lærdómsríkt að að fá að taka þátt í þessu og þó að byggingavinna teljist ekki alltaf vera þægileg vinna, átti ég með honum margar ánægjustundir við bygginguna. Oft flugu þá góðar sögur. Þó að öll meinfýsi og rætni væri honum fjarri skapi þá kunni Hörður að meta góðlátlegt grín og hafði mikla ánægju af að segja skemmtilegar sögur af mönnum og atvikum. Einkum fannst honum varið í, ef, þær voru af nafngreindum persón- um sem hann kannaðist við eða þekkti. Og hann þekkti marga og var vinamargur, enda maðurinn mannblendinn og gamansamur. Áður en hann hófst handa á Jófríð- arstaðaveginum var hann virkur félagi í Bridsfélagi Hafnarfjarðar og spilaði reglulega. En eftir að yngri mennimir fóru að taka við og byggingin fór að taka meira af tíma hans minnkaði þátttaka hans í spilamennskunni. Hann varð fljótt félagi í Iðnaðarmannafélagi Hafnarfjarðar og síðan í Meistara- félagi byggingamanna, þegar það var stofnað. Hörður las mikið og tók sér oft bók í hönd en mesta ánægju hafði hann af því að vinna skemmtilegt handverk. Hann sagði mér nýlega að eitt það skemmtilegasta sem hann hafi gert um ævina hafi ver- ið að byggja sumarbústaðinn. „Stundum svaf ég ekkert nóttina áður en ég fór austur því ég var svo spenntur að byija að vinna daginn eftir. Þá lá ég bara og hugsaði um það hvernig væri best að vinna verkið sem var framund- an.“ Hann var óspar á að segja manni til við verk og var umhugað um að maður notaði rétt handtök + Marinó Ólafsson fæddist í Reykjavík 15. maí 1945. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 23. febrúar. NÚ ER genginn góður drengur og mikill hugvitsmaður, Marinó Ólafs- son. Hann var hljóðmeistari á Ríkis- sjónvarpinu á frumbýlingsárum þess, þegar nálega á hveijum degi spruttu fram vandamál sem virtust óleysanleg og engar handbækur sögðu fyrir um hvernig ráða skyldi fram úr. En þannig var um snilld Marinós, að hún gafst því betur sem vandamálin voru stærri, og enn eru sögur sagðar af því, hvemig þessi hægláti, hæverski, grannvaxni maður kom að málum þegar allt var komið í hnút og leysti þau með undraverðum hætti. Metnaði hans voru ekki takmörk sett, og það kom fyrir að hurð skylli nærri hælum. Einu sinni var Sjón- varpið að vinna frétt um ljón eitt mikið, sem haft var í búri í Sædýra- safninu. Marinó vildi komast með hljóðnemann upp að ljóninu, til þess að ná drynjandi urri þess, en óarga- dýrið rigsaði um búrið og vildi enga samvinnu. Leiddist Marinó. þóf þetta, sá að unnt var að opna dyr á búrinu, gerði sér hægt um vik og fór inn í búrið til ljónsins, elti það á röndum með hljóðnemann og talaði til þess blíðlega. Færðist ljónið forviða und- an, en aðrir stóðu álengdar með öndina í hálsinum og trúðu vart sínum eigin augum. við hvert verk, hvort sem um var að ræða að setja niður kartöflur eða að negla niður þakjárn. Þá þótti honum vænt um ef maður reyndi að fara eftir því sem hann sagði en móðgaðist samt ekki þó ekki væri nákvæmlega farið eftir því. Honum varð oft að orði þegar hann vildi hrósa okkur yngra fólk- inu fyrir eitthvað sem honum þótti vel gert: „Já, þetta hef ég getað kennt þér.“ Að sjálfsögðu var það í gamni sagt, því það gat átt við um matargerð eða saumaskap eða hvað annað sem hann hafði aldrei fengist við. Hörður var mikill fjölskyldu- maður og leið vel þegar hann hafði alla fjölskylduna kringum sig. Hann naut þess þegar allir komu saman í sumarbústaðnum og hann grillaði ofan í allan mannskapinn. Börnin okkar voru mjög hænd að honum og fannst gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu eða að fá þau í heimsókn. Einkum var yngri sonur okkar mikill afastrák- ur og þegar við bjuggum í Grænu- kinninni stóð hann oft efst í stigan- um og kallaði í afa þegar hann heyrði hann ganga um. Þá gat afinn aldrei stillt sig um að koma og heilsa upp á strákinn, jafnvel þó að hann væri á mikilli hraðferð. Frá því að við Kristín giftum okk- ur höfum við haldið öll okkar jól með Maríu og Herði. Þau tvenn jól sem við vorum úti í Noregi komu þau til okkar með jólamatinn og eyddu jólunum hjá okkur. Hörður var mikið Jólabarn" og lét sér annt um að jólaundirbúningurinn færi allur fram eftir kúnstarinnar reglum og á réttum tíma. Ef hann var ekki hjá okkur brást ekki að hann hringdi í okkur á Þorláks- messukvöld til þess að fullvissa sig um að allt væri á réttu róli með hreingerningar og skreytingar og þess háttar. Síðan þegar hann kom til okkar gerði hann úttekt á hlutunum. Eg hef grun um að þessi jólagleði hans hafi mótast af því að hann var yngstur systkinanna og ólst upp með nokkrum eldri systkinum sem höfðu hann að eft- irlæti. Mér er það minnisstætt, eitt En svo vel kunni Marinó að um- gangast skepnur, að hann vissi að ljónið myndi ekki ráðast á hann, meðan hann héldi sig fast úti við rimlana og léti það aldrei fínna, að það væri afkróað. Öðru sinni var hann að vinna úti í Vestmannaeyjum, þegar gosið var, og lagði sig þá í líma við að ná sem bestu hljóði af hraunveggn- um, sem skreið fram, snarkandi og rauðglóandi. Skyndilega hafði hann orð á því, hve heitt sér væri á baki, og sáu þá félagar hans, sér til skelf- ingar, að kviknað var í hljóðmeistar- anum. Það hyggjum við, að hæfileiki hans til uppgötvana hafi þróast mjög við þessar frumstæðu kring- umstæður. Það var hugðarefni Marinós að þróa tækni til að lækna menn af sjúkdómum og lina þjáningar þeirra. Hann lagði stund á nála- stungur, varð sér úti um lækninga- bók kínverska hersins, sem var hemaðarleyndarmál á þeim tíma, og setti sig inn í kínversku af sjálfsdáðum. Þróaði hann síðan kostagrip, sem er einskonar rafknúið, tölvustýrt nálastungutæki, sem hann hefur framleitt upp á eigin spýtur og hefur komið mörgum manni að góðum notum. Marinó Olafsson var göfugur maður og hjartahreinn. Aldrei bar hann öfundarhug eða óvildar til nokkurs manns, en vinátta hans var djúpstæð og góður hugur. En þótt hann væri heiðarlegur og hrein- skiptinn, var hann samt dulur mjög sinn fyrir nokkrum árum þegar ( fjölskyldan kom saman og systur ( hans, Valgerður og Helga, voru með okkur. Þær eru 25 og 14 árum eldri en hann. Voru þá rifjaðar upp minningar frá æsku þeirra í Sel- voginum. Þær minntust þess meðal annars þegar hann kom hlaupandi til fólksins sem var að vinnu í kartöflugarðinum og kallaði: „Ég veit nokkuð. En ég ætla engum | að segja nema Imbu, að það verð- ur kjötsúpa í matinn.“ Einnig þóttu okkur það skondin ummæli um I mann á sextugs aldri þegar Helga sagði: „Hann er nú alltaf litla bam- ið.“ Þó að Hörður væri dugnaðar- forkur og vinnusamur kunni hann þó vel að taka lífinu með ró þegar því var að skipta. Hann hafði gam- an af að ferðast um landið og hann naut þess að fara í veiðitúra með veiðifélögum sínum. Á tímabili var ( það árviss viðburður að fara á , Arnarvatnsheiði í veiðitúr. í þeim " ferðum fékk hann jafnframt útrás fyrir annað áhugamál, sem f dag kallast jeppamennska. Á meðan við fjölskyldan bjuggum í Noregi heimsóttu þau hjónin okkur reglu- lega og dvöldu þá nokkrar vikur í senn. Þá var lífinu tekið með ró. Notið veðurblíðunnar og farið í göngutúra og bæjarferðir. í rauninni fannst honum best að vinna í skorpum. Hann gat ( lagt nótt við dag til að ljúka ákveðnum verkum og gat þá af- kastað geysimiklu, en svo fannst honum líka ágætt að geta gefið sér góðan tíma til að gera hlutina þess á milli. Síðasta eitt og hálft árið var tengdaföður mínum erfitt. Hann varð fyrir því alvarlega slysi sem lagði hann til langdvalar á sjúkra- hús. Þá kom í Ijós sjúkdómurinn sem sigraði hann að lokum. Hann bar þó höfuðið hátt til síðasta dags og sýndi frábært sálarþrek og æðruleysi og viljastyrk til að njóta þess sem lífið gat gefið. María var honum styrk stoð á þessum erfiða tíma og annaðist hann af þeirri fórnfýsi og umhyggju sem henni er eiginleg. og hélt mörgu fyrir sig, og vildi lítt um tala. Vitur var hann, skildi marga hluti betur en við hinir og hafði djúptæk áhrif á hugsanagang okkar. Gestur Gunnarsson og Baldur Hermannsson. Á stundum, þegar vinir og félag- ar kveðja þennan heim, verður manni ósjálfrátt hugsað til þess hver tilgangurinn er með lífinu. Að venju er engin niðurstaða, aðeins tilgátur og kenningar. Marinó Ól- afsson er nú látinn eftir baráttu við erfíðan sjúkdóm. Hann ætlaði sér að hafa betur, en svo fór sem fór. Marinó var mikill hugsuður. Hann var sífellt að spekúlera í einhveiju, ef ekki gátum lífsins þá tækni eða vísindum. Ég kynntist Marinó fyrir u.þ.b. fímmtán árum, þegar við unnum báðir hjá Sjónvarpinu. Hann þótti og var einstaklega fær tæknimað- ur, duglegur og sérlega hugmynda- ríkur. Áhugamál Marinós átti hug hans allan, aðallega óhefðbundin læknisfræði. Hann var þá búinn að hanna og smíða tæki sem hann vildi meina að virkaði eins og nálar nála- stungulækna. Ýmsar sögur voru sagðar um ágæti þessa tækis. Ég lagði að vísu lítinn trúnað á þær í fyrstu, en ákvað að inna hann eftir þessu. Þegar það tækifæri kom tók hann því vel, útskýrði fyrir mér kenninguna á bak við tækið, sýndi mér það og innvolsið. Ég varð þrumu lostinn. Ég tel mig bera tölu- vert skynbragð á rafeindatækni en það sem ég sá sannfærði mig um að maðurinn væri snillingur. Þar sameinaðist mikil þekking á raf- eindatækni og hagleikur. Við nán- ari kynni sá ég að það var ekki bara nálastungutækið sem sannaði snilligáfu hans, heldur aragrúi t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÁQÚST JÚLÍUSSON, Sogavegi 202, sem lést föstudaginn 16. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Maria Helgadóttir, Þorkell Stefánsson, Ragnheiður Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Anna Guðfinna Stefánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR frá Ljótshólum, Drápuhlfð 42. Guð blessi ykkur öll. Anna Grímsdóttir, Runólfur Þorláksson, Eirikur Grimsson og barnabörn. i Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, GUÐMUNDAR PÉTURS JÓNSSONAR frá Höll i Haukadal, Bogahlíð 10, Reykjavík. Sigrfður Jónsdóttir, Gunnar H. Jónsson, Magnús Þ. Jónsson, Hákon Jónsson. HÖRÐUR ÞÓRARINSSON MARINÓ ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.