Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 39 Ég.þakka þér, kæri tengdafaðir, allt sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín. Tómas. Það var á árinu 1947, sem við strákarnir á Selvogsgötunni kynnt- umst fyrst Herði Þórarinssyni, þá nýkomnum úr sveitinni, en hann var ættaður úr Selvogi. Hörður fór til náms í múraraiðn hjá Einari Sigurðssyni frá Ertu. Settist hann á skólabekk í Iðn- skóla Hafnarfjarðar og lauk þaðan prófi með miklum ágætum. Hann varð meistari í iðn sinni og vann lengi í félagi við Einar, en síðar sem sjálfstæður múrara- meistari, með marga menn í vinnu. Hann var góður fagmaður, virtur og vinsæll vinnuveitandi. Fljótlega eftir að við kynntumst fórum við félagarnir, Hörður, Hall- dór Bjarnason og Hörður bróðir minn að spila brids, og gengum síðan í Bridsfélag Hafnarfjarðar þar sem við spiluðum keppnisbrids í fjölda ára. Hörður Þórarinsson var „makker“ minn þar til ég hætti að spila 1972. Hörður var mjög góður bridsspilari, enda vel gefinn, athugull og áhugasamur, hann vann til margra verðlauna, m.a. varð hann þrettán sinnum Hafnar- íjarðarmeistari í sveitakeppni og oft sigraði hann í einmennings- og tvímenningskeppni. Á árunum 1953 til 1960 byggð- um við félagarnir sitt einbýlishúsið hver og þá kom sér vel að hafa bæði smið og múrarameistara til hjálpar og ráðlegginga. Hörður sá um alla steypu, járnalagnir og múrverk og er mér ofarlega í huga þakklæti til hans fyrir alla hjálp og bjartsýni okkur hinum til handa við húsbygginguna. Á þessum árum átti Hörður lít- inn sendibíl, en ég engan, og bauð hann þá fjölskyldu minni oft með í berjaferð á Selvogsheiði, og þótti það mikil skemmtun. Hörður var gæfumaður, eignað- ist góða og samhenta konu, Maríu Helgadóttur frá Patreksfirði og tækja og tóla sem hann hafði smíð- að til alls konar tilrauna og skoðun- ar á mannslíkamanum. Marinó var víðlesinn og fróður um tækni, vísindi, óhefðbundna sem hefðbundna læknisfræði, heimspeki og dulspeki. Það var einstaklega gaman að ræða þessi mál við hann því hugur hans þekkti engin landa- mæri og tilgátur hans um eðli efn- is, tíma og rúms voru djúpt hugsað- ar. í samkvæmum var Marinó hrók- ur alls fagnaðar, fyndinn, stór- skemmtilegur og uppátækin ótrú- leg. Hans verður sárt saknað, en eitt er víst að Marinó verður ekki að öllu leyti óánægður með um- skiptin, því hann er í eðli sínu forvit- inn og nú gefst honum gullið tæki- færi til að skoða hvort sumar kenn- ingar hans fái staðist og forvitnast um lífið eftir dauðann. Tækifæri sem aðeins býðst einu sinni á ævinni. Ég kveð þennan gamla félaga með söknuði. Að lokum vil ég senda konu hans Sigrúnu og börnum inni- legar samúðarkveðjur. Gísli Valdemarsson. eiga þau fjögur börn er hafa kom- ist vel til manns. Ég mat Hörð vin minn mikils, en því miður rækti ég vináttuna ekki sem skyldi. Ég kveð nú spila- félaga minn og vin með vissu um að við eigum eftir að hittast aftur og þá kannski að taka í spil. Við kona mín og ég viljum votta Maríu, börnum þeirra og öðrum ættingjum samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Ólafur K. Guðmundsson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Harðar Þórarinssonar sém er látinn. Ég hef þekkt Hörð frá því ég man fyrst eftir mér. Hann var gift- ur Maríu móðursystur minni. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafnar- firði, lengst af í Grænukinn 18. Margar og góðar minningar á ég frá veru minni á heimili þeirra. Stuttu eftir að Hörður og María hófu búskap fluttu foreldrar hennar til þeirra og bjuggu í risinu hjá þeim. Það var því sjálfsagt að gista í Grænukinninni er ég kom með foreldrum mínum og systkinum til höfuðborgarinnar og ávallt var tek- ið vel á móti okkur. Einnig kom það fyrir að okkur var fylgt á leið vestur, eftir að hafa dvalið nokkra daga hér syðra. Alltaf er á það minnst er við ökum um Kjósina þegar Hörður keyrði með fjölskyldu sína þangað til þess að fylgja okkur á leið heim, en í þá daga var þetta langt ferðalag. Þannig var Hörður, hann taldi ekki eftir sér hlutina og ekki mátti hann til þess hugsa að nokkur maður færi út af heimilinu án þess að fá þar einhvern viður- gjörning. Er ég var ellefu ára dvaldi ég um mánaðartíma hjá Herði og Maju. Þá kynntist ég því hversu góður faðir hann var og hugsaði vel um börnin sín sem þá voru þijú. Leið mér vel hjá þeim og var ég eins og eitt af börnum þeirra. Fimm árum síðar dvaldi ég aftur á heimilinu og var ég þá þar heilan vetur á meðan ég var í skóla. Þá hafði eitt barn bæst í hópinn en mér var jafn vel tekið og áður og voru Hörður og Maja mér eins og aðrir foreldrar. Ég á þeim mikið að þakka fyrir alla velvildina í minn garð. Eftir að ég flutti frá þeim og leigði herbergi nær skólanum kom ég eins oft til þeirra og ég gat. Ég vissi að þau höfðu oft áhyggjur af því að ég fengi ekki nógan viður- gjörning þar sem ég bjó. Man ég eftir því að einu sinni buðu þau mér með austur í bústað sem þau voru að byggja við Þingvallavatn. Þegar ég var sótt og steig inn í „Rússann" rétti Maja mér skál með sveskjugraut og sagði að ég skyldi borða þetta áður en við færum, því ekki mátti ég leggja svöng af stað í ferðina, Hörður hafði séð fyrir því. Hörður var mikið • náttúrubarn. Hann hafði gaman af að fara í veiði á sumrin og jafnvel á vetrum líka. En veiðiferðunum fækkaði eftir að hann byijaði að byggja sumarbú- staðinn. Þar átti hann margar góð- ar stundir í faðmi fjölskyldunnar. Hörður hafði einnig gaman af því að spila brids. Hann vann til margra verðlauna er hann spilaði sem mest. Ég man hvað mér þóttu verðlauna- gripir hans tilkomumiklir er ég var lítil. Er ég missti föður minn fyrir ellefu árum var Hörður okkur systk- inunum og móður minni mjög góður og hjálpsamur. Alltaf varð hann að vita hvernig gengi hjá okkur og eigum við honum mikið að þakka fyrir það. Hörður og Maja áttu fjögur börn sem öll eru gift og búin að eignast börn. Barnabörnin eru orðin níu og var hann mjög hrifinn af þeim. Þau hafa misst mikið nú þegar afi þeirra er farinn. En sú sem hefur misst mest er Maja, sem sér á eftir eiginmanni sínum eftir langa og farsæla sam- búð. Elsku Maja, Ásbjörn, Kristín, Helgi, Jóhann og fjölskyldur, megi guð gefa ykkur styrk. Þótt lífið hylji ljósin sín, og lífsins gáta’ ei verði skýrð, á bak við sortann sólin skín, í sinni miklu ljósadýrð. (B.B.) Eyrún Baldvinsdóttir. Hraunbær - til sölu Falleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð í góðu fjölb. Parket á eldhúsi og svefnherb. Nýtt rafmagn. Hús nýklætt. Af sérstökum ástæðum: Verð 5,6 millj. Hafið samband í síma 567-4144. iiOLl FASTEIGNASALA Skipholti 50b, 2. hæð 551 0090 Opið hús Dalhús 80 Glæsilegt og frábærlega vel staðsett 261 fm einbýli með góðum bíl- skúr, rétt við stórt óbyggt útivistar- og íþróttasvæði. Þetta er frábær staður til þess að ala upp börnin. Skóli við höndina. Makaskipti vel hugsanleg. Áhv. 11,0 millj. Verð 18,5 millj. Bergný tekur á móti ykkur í opnu húsi milli kl. 14 og 17. HOLl OPið hús FASTEIGNASALA Skiphoiti 50b, 2. hæð 551 0090 Kambasel 57 Vorum að fá í sölu þetta glæsiiega 210 fm raðhús sem verður sýnt þér og þinni fjölskyldu í opnu húsi í dag kl. 14-17. Húsið er allt hið glæsilegasta m.a. falleg innrétting í eldhúsi með vönduðum eldunartækjum og háfi. 4 rúmgóð svefnherb. eru á 2. hæð auk þess sem sjónvarpsherb. og tómstundaherb. eru í risi. Fallegt eikarparket á allri svefnálmu. Verðið er aldeilis sanngjamt aðeins 11,8 millj. Hér færð þú öndvegis raðhús á verði sérhæðar. Nú er bara að drífa sig og skoða. Sigurður verður á staðnum. EIGNAMIÐLÖNIN % - Abyrg þjónusta í áratugi. Sími: 588 9090 Síðumúla 21 Símatími í dag, sunnudag, kl. 12-14. EINBÝLI Þernunes. Fallegt tvílyft einbýli á frá- bærum stað. Húsið er um 258 fm með innb. tvöf. bílskúr. Stórar stofur og 5-6 herb. o.fl. Stór og falleg lóð. Hiti í stétt. Fallegt útsýni. V. 17,5 m. 6106 Reykjavegur - Mos. umisofm gott nýl. einb. á einni hæð á stórri lóð í útjaðri byggðar. 4 svefnh. Innb. bílsk. V. 12,5 m. 6102 RAÐHÚS flHHHBI Ásgarður - stórt hús m. bíl- sk. Rúmg. og vel umgengið um 181 fm raðh. auk 25 fm bílsk. Húsið er I góðu standi og stendur í neðstu röð með óheftu útsýni til suðurs. Makaskipti hugsanleg á 3ja-4ra herb. m/bílsk. á 1. hæð eða í lyftuh. 6093 Réttarholtsvegur. Snyrtilegt raðh. sem er 2 hæðir og kj. samt. 109 fm. Nýl. eldh.innr. og baðh. og ný qólfefni að hluta. V .8,3 m. 6113 Laufásvegur. Mjög falleg og björt um 110 fm 4ra herb. íb. á góðum stað í Þingholt- unum. íb. var mikið endurn. fyrir 7 árum m.a. öll gólfefni og eldhúsinnr. V. 8,7 m. 6063 Uthlíð. 120 fm 5 herb. íb. á 1. hæð. íb. skiptist m.a. í 2 saml. stofur, 3 herb. o.fl. Sér inng. og hiti. Eftirsóttur staður skammt frá Miklatúni. Laus fljótl. V. 8,9 m. 4649 Kóngsbakki. 3ja herb. um 80 fm. íb. á 3. hæð í nýviðgerðu húsi. Merbau parket. Fallegt útsýni. Góð aðstaða fyrir börn. Áhv. 3,1 m. V .6,5 m. 6109 Háaleitisbraut. 3ja herb. falleg og björt 95 fm íb. á 4. hæð á mjög góðum og ró- legum stað með fráb. útsýni. Áhv. 4,5 m. Skipti á stærri eign í sama hverfi koma til greina. V. 6,9 m. 6016 Brávaliagata. Rúmgóð og falleg 91 fm íb. á 2. hæð á rólegum stað. Góður lokað- ur bakgarður. Kjörinn staður- í/iir barnafólk. Góð lán áhv. V. 6,9 m. 6100 2JA HERB. 90 Fyrir aldraða. 2ja herb. 65 fm falleg og björt íb. á 3. hæð í lyftuh. íb. snýr til aust- urs og suðurs. Reykjavíkurborg rekur þjón- ustusel í húsinu. Ahv. 3,4 m. byggsj. Laus strax. 4954 3JA HÆÐIR Bárugata. Mjög virðuleg rúml. 120 fm 5 herb. neðri hæð ásamt atv. plássi og tveimur góðum aukaherbergjum á jarðh. Einnig fylgir bllskúr og einstaklingsíb. í viðbyggingu. Atv. plássið, aukaherb. og aukaíb. eru nú í útleigu og gefa góðar tekjur. Eign sem býður uppá ýmsa möguleika. V. 15,4 m. 6108 Langholtsvegur. Mjög glæsi- I leg 4ra-5 herb. neðri sérhæð (nýlegu þrí- j býlishúsi ásamt 2ja herb. séríb. í kj. Samt. \ um 188 fm. Parket og flísar á öllum gólf- j um. Bílskúr. Fallegur garður. V. 15,0 m. ■ 6101 — Jöklafold - bílsk. Falleg um 60 fm íb. á 3. hæð í litlu fjölb. ásamt bílsk. Góðar innr. Húsið nýmálað og viðgert. V. 6,3 m. 6104 Frostafold. Mjög falleg 70,7 fm íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. Vestursvalir og glæsil. útsýni. Áhv. 3,6 m. Veðd. V 6,7 m. 6107 Víkurás - bílskýli. Rúmgóö og snyrtileg 57 fm íb. á 4. hæð. Spónaparket á gólfum. Suðursv. Gott útsýni. Stæði í bílag. Laus strax. V. 5,6 m. 6119 Furugrund. Mjög vönduð og falleg íb. á 3. hæð (efstu). íb. snýr í suður og vestur með fal- legu útsýni. Parket og góðar innr. V. 5,5 m. 6051 Sólheimar - glæsiíbúð. Mjðg vönduð og falleg um 86 fm íb. á 5. hæð með fráb. útsýni. íb. snýr í suður og vestur. Glæsil. innr., gólfefni og skápar, allt nýtt. (b. er i dag nýtt sem stór 2ja herb. Eign í sérflokki. Laus strax. V. 8,3 m. 6050 Grettisgata. Litil en snyrtil. kjallaraíb. Áhv. 1,2 millj. V. aðeins 2,3 m. 3877 fHmrfput&fatoito - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.