Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ_____ MINNINGAR INGIBJÖRG OLGA HJAL TADÓTTIR ■+■ Ingibjörg Olga Hjaltadóttir ' var fædd í Reykjavík 10. mars 1934. Hún lést í Borgar- spítalanum 2. febrúar síðastlið- inn og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 12. febrúar. ÞAÐ EINA sem vitað er um fram- tíð okkar, þegar við fæðumst er, að. í fyllingu tímans munum við deyja, en þrátt fyrir það erum við aldrei viðbúin komu dauðans og hann vek- ur jafnan sorg og þungan trega í hjarta okkar. Þannig líður mér einn- ig nú er ég sest niður til að skrifa fáein kveðjuorð til minnar kæru vin- konu Ingibjargar Olgu Hjaltadóttur sem er látin eftir erfiða og þung- bæra sjúkdómsgöngu. Árin sem við þekktumst urðu ekki mörg en strax við upphaf kynna fannst mér eins og við hefðum þekkst alla ævi. Nokkru eftir veturnætur 1988 hringdi Margrét dóttir mín, en hún var þá við nám í Reykjavík og nýlof- uð ungum manni, Magnúsi Héðins- syni. Erindið að þessu sinni var að segja mér að hún væri að hugsa um að skreppa í heimsókn til okkar austur á Hérað og með í för yrðu væntanlegir tengdaforeldrar henn- ar. Það var því í miðju skammdeg- inu sem fundum okkar Ingibjargar bar fyrst saman, og enda þótt það væri ekki laust við að bóndakonan fyrir austan hálfkviði því að fá þessa frú úr höfuðstaðnum í heimsókn hvarf sá kvíði eins og dögg fyrir sólu við fyrstu sýn enda fór strax mæta vel á með okkur. Við höfðum svo líkar skoðanir á lífinu og tilver- unni og það sem merkiiegast var, höfðum þekkt mikið af sama fólkinu á dögum bernskunnar. Við Ingibjörg slitum báðar barnskónum norður á Akureyri, hún hjá móðurömmu sinni og afa, Sólveigu Gísladóttur og 01- geiri Júlíussyni, en ég hjá föð- urömmu og afa, Ingibjörgu Hall- grímsdóttur og Jónasi Sveinssyni. Þetta fólk tilheyrði allt aldamóta- kynslóðinni og átti marga sömu kunningjana, sem komu oft í heim- sókn eins og títt var í þá daga, og þannig kynntumst við Ingibjörg sama fólkinu hvor í sínu lagi. Þar að auki voru þeir Árni Árnason frá Höfðahólum, afi Ingibjargar í föður- ætt, og Jónas afi minn, skólabræður frá Möðruvöllum, miklir vinir og hafði sá síðarnefndi fóstrað Ingi- björgu Ámadóttur í nokkur ár með- an hún var í bernsku en hún var föðursystir Ingibjargar Olgu. Það má því með sanrú segja að forlögin séu oft margslungin, að þau skyldu láta okkur Ingibjörgu Hjalta- dóttur tengjast á þennan hátt og því engin furða þó okkur yrði vel tii vina og við hefðum um margt að spjalla þegar fundum bar saman sem því miður var alltof sjaldan. Fyrir þær stundir vil ég nú þakka því af hennar fundi gekk ég alltaf ríkari en áður, enda hveijum manni sálarbætandi að blanda geði við aðra eins mannkostamanneskju og Ingibjörg var. Hún sá aldrei nema það besta í fari sérhvers manns og mér hlýnaði jafnan um hjartarætur við þær hlýju móttökur sem ég og fjölskylda mín fengum á heimili þeirra Ingibjargar og Héðins. Hún var góð húsmóðir í orðsins fyllstu merkingu og helgaði heimilinu, sem var einstaklega fallegt og_ snyrti- legt, alla sína starfskrafta. í hennar huga voru eiginmaðurinn og börnin alltaf númer eitt og tengdabörnin skipuðu sama sess. Við mig talaði hún aldrei um Magnús og Margréti heldur sagði alltaf „börnin mín“ og þannig var það með öll hin. Bama- börnin voru henni dýrmætir gim- steinar sem hún naut að hlúa að og vernda sem best hún gat. Þau elstu nutu líka umönnunar þessarar góðu ömmu öll sín bernskuár en þegar þau yngstu komu til sögunnar hafði hinn válegi gestur knúið dyra, og hún nauðbeygð að beita kröftun- um í baráttunni við hann. „Ég er búin að eiga mörg yndisleg ár og er Guði þakklát fyrir að hafa gefíð mér góðan mann og elskuleg böm, og get því ekki ásakað hann fýrir að hafa lagt á mig þessa kvöð. Hins vegar hefði ég aldrei fyrirgefíð honum ef eitthvert barnanna minna hefði staðið í mínum sporum í dag. Ég veit að tíminn er senn á enda ranninn og hugsa því bara um dag- inn í dag. Sárast fínnst mér að geta + Guðrún Hallgrímsdóttir fæddist í Mó við Dalvík 11. ágúst 1926. Hún lést á dvalar- heimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði 11. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Ólafsfjarð- arkirkju 17. febrúar. Er við lítum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi, þá voru þar stundir í vinahópi sem veittu okkur mesta gleði. (Nico) Elsku frænka, árið 1995 var erf- itt ár fyrir þig, þú barðist með þínum krafti eins og þú hefur alltaf gert, en nú er þessu lokið og þú komin til æðri heima, til mömmu þinnar sem þú saknaðir svo sárt. Það er margs að minnast og þakka, öll árin sem við áttum saman, alltaf var ég velkomin til þín og afa í heimsókn á mínum yngri árum og svo þegar ég flutti til Ólafsfjarðar 1970 með tvíburana mína þá tókst þú á móti ekki annast þau litlu eins og eldri bamabömin mín meðan þau þurfa á mér að halda, en ég er þess ekki megnug." Svo mælti Ingibjörg við mig á liðnu sumri er ég sótti hana heim, og mér fannst ég allt í einu verða svo undur smá og tregt tungu að hræra. Þarna sat hún þessi hel- sjúka kona, róleg og æðralaus og hugsaði um það eitt hvað það væri sárt að geta ekki lengur verið íjöl- skyldu sinni sú stoð sem hún hafði alltaf verið. Nú þegar ég kveð þessa góðu vinkonu finnst mér einmitt þessi orð hennar lýsa henni best, því þannig var hún, hugsaði ávallt um velferð annarra og naut þess að miðla öðr- um af því sem hún átti. Eiginmanni hennar og fjölskyldu vottum við hjónin dýpstu samúð, þeirra er miss- irinn mestur. En ég veit að hún sem dvelur nú í dýrð Drottins mun áfram fylgjast með þeim og vaka yfír vel- ferð þeirra sem fyrr. Sofðu vært mín vina þá vindar kaldir næða, þig leiði ljúfir englar til ljóssins björtu hæða. Þar brosa blóm mót sólu þar bíður vinafjöld, að fagna þeirra fjólu sem fegurst skín í kvöld. Nú burt er þraut og þjániiíg og þungbær lífsins kvöð, í dýrðar sölum Drottins, þú dvelur sæl og glöð. Með innilegri þökk fyrir allar hugljúfu stundirnar. Guðrún Sveinsdóttir, Ormarsstöðum. okkur með þinni væntumþykju og tiibúin að hjálpa. Þú hafðir alltaf gaman af handavinnu og varst búin að gera ófáar flíkur á dúkkurnar dætra minna og allar fallegu mynd- irnar og púðana sem þú saumaðir út. Þú fannst alltaf tíma fýrir þessi áhugamál þín þó að þú værir alltaf að vinna. Guðrún frænka vann erfiðisvinnu allt sitt líf og gaf ekkert eftir á því sviði svo eitthvað varð undan að láta. Eftir að hún hætti að vinna fór hún að stunda sund og gönguferðir og var dugleg að þjálfa sig í sund- inu, og gerði það henni mjög gott í veikindum hennar, þar eignaðist hún góða vini og ekki síst litlu krakkana sem hún naut að vera með. Elsku Sæmi og Ingi, frænka sagð- ist ætla að eiga góð jól með ykkur og þið gerðuð henni það kleift með umhyggju ykkar og hlýju, og mun sú minning lifa í hjarta okkar. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg, um leið og við þökkum fyrir allt. Þín frænka, Inga. GUÐRÚN HALLGRÍMSDÓTTIR BJARNI ÞORS TEINSSON + Bjarni Þorsteinsson var fæddur í Háholti í Gnúp- verjahrcppi 9. ágúst 1899. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 11. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stóra- núpskirkju 24. febrúar. ÞAU Bjarni Þorsteinsson og Helga Andrésdóttir hófu búskap í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi og bjuggu þar í fjögur ár. Árið 1936 fluttu þau að Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum og keyptu þá jörð. Þetta var ein af betri heyskapaijörðum í hreppnum meðan engjaheyskapur var stund- aður, en land var þar votlent. Allt benti til þess að fjölskyldan gæti séð fram á batnandi hag, en 1945 deyr Helga eftir stutta legu. Þegar svo var komið þá brá Bjami á það ráð að hann seldi jörð og bú vorið 1946 og flutti í Hveragerði og fór að stunda þar vinnu, en ekki féll Bjarna að vera þar. Svo vel tókst til að sá sem keypt hafði jörðina af Bjarna vildi hætta búskap og 1949 keypti Bjarni jörðina aftur, og urðu víst báðir ánægðir. Bærinn á Syðri-Brúnavöllum var nokkuð frá veginum. Vorið 1950 réðst Bjarni í að færa bæinn upp að veg- inum. Öll hús á jörðinni voru orðin lítils virði, hann tók þann kost að byggja upp á nýjum stað. Þetta tókst farsællega. Árið 1963 sleppti Bjarni búsfor- ráðum og þau tóku við Kristín dótt- ir hans og maður hennar, Bogi Melsteð. Síðan hefur Bjarni dvalið hjá þeim. Hann settist ekki í helgan stein heldur létti undir með þeim eftir bestu getu. Þessi þijátíu ár frá því hann hætti búskap urðu honum sérstak- lega ánægjulegur tími. Heilsan var góð og honum varð aldrei misdæg- urt. Hann gat tekið þátt í störfum fjölskyldunnar og fylgst með nýrri kynslóð sem var að vaxa _úr grasi og undi hag sínum vel. Á síðast- liðnu hausti gekk hann á milli bæja. Eftir að Bjarni hætti búskap átti hann hægara með að hafa samband við kunningja sína því hann var maður mannblendinn. Hann átti bíl og bauð þá stundum vinum sínum með sér í lengri ferðir. Við Bjarni vorum góðir kunningjar og sagði hann mér oft ýmislegt frá sinni löngu ævi. Bjarni var sá hamingjumaður að hann hélt bæði andlegum og líkam- legum kröftum til endadægurs. Hans er gott að minnast. Jón Guðmundsson. SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 41 jT SUÐURLANDSBRAUT 52 v/FAXAFEN (\ HUSAKAUP fasteignaviðskíptum 568 2800 FASTEIGNAMIÐLUN 568 2800 Sigrún Þorgnmsdóttir Iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði • Til leigu/sölu sérstaklega vels staðsett, nýtt, fullklárað verksmiðju/iðnaðarhúsnæði. Um er að ræða alls um 1.800 fm, sem skiptast í 4 einingar, hver eining frá 200-600 fm. Húsnæðið nýtist hvort sem er sem ein heild eða skipt niður í minni einingar. Fullbúið mötuneyti og góð starfsmannaaðstaða. [ öllum einingum er 5 metra lofthæð og stórar innkeyrsludyr. Dýpt eininga frá 18 til 25 metrar. Aðstaða utanhúss er mjög góð, rúmgóð malbikuð bílastæði og aðgengileg aðkoma. • Til sölu nýtt iðnaðarhúsnæði alls 353 fm sem skiptist í tvennt, bæði bilin með 4ra metra lofthæð og góðum innkeyrsludyrum. Einnig í sama húsi 520 fm skrifstofuhúsnæði sem skiptist í allt að 3 einingar, sem geta hvort sem er tengst iðnaðarhúsnæðinu eða selst sér. Mjög vel staðsett húsnæði við Sæbrautina — vel sýni- legt frá götu. • 100 fm skrifstofuhúsnæði í “Bláu húsunum" við Faxafen til sölu. Nýlegt húsnæði sem býður upp á marga möguleika. Verð 5 millj. Frekari upplýsingar veita sölumenn okkar. ^ SUÐURLANDSBRAUT 52 v/FAXAFEN ■ ■ HUSAKAUP 568 2800 FASTEIGNAMIÐLUN 568 2800 Sigrún Þorgrimsdóttir Kleppsvegur 62 - þjónustuíbúðir Nú eru aðeins tvær 3ja herbergja íbúðir eftir í þessu vinsæla lyftuhúsi sem tengist þjónustukerfi Hrafnistu á DAS. íbúðirnar afhendast fullbúnar en án gólfefna með sameign alla fullfrá- gengna. Báðar íbúðir eru með suðursvölum, vönduðum beyki- innréttingum, flísalögðu baðherbergi með innréttingu og vönd- uðum tækjum I eldhúsi. Möguleiki að fá bílskúr keyptan með. Sölumenn Húsakaupa sýna íbúðirnar. Til sölu er þetta sérstaka hús sem byggt var árið 1942 af listmálaranum Jóni Engilberts. Húsið er að stærð 268,8 fm og skiptist í kjallara þar sem í eru þvottaher- bergi, geymsla og tvö herbergi ásamt snyrtingu. Á 1. hæð eru góðar stofur, svefnherb., eldh. og baðherb. Á 2. hæð er stór vinnustofa fyrir listamann og er hún sérhönnuð hvað varðar birtu og aðstöðu. Einnig er á hæðinni stórt herbergi og snyrting. Á millilofti er stórt herbergi. Ástand hússins er mjög gott. Staðsetning er mjög góð alveg við Miklatún. Upplýsingar aðeins veitt- ar á skrifstofu. Einkasala. Verð kr. 24 millj. ÁSBYRGI fasteignasala, Suðurlandsbraut 54, sími 568 2444. Flókagata - En -kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.