Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞORRABLÓTIN í Skúla- garði erú fjölmennustu samkomurnar sem haldnar eru í Keldu- hverfi. Blótið sækir ekki aðeins fólkið úr byggðarlag- inu heldur einnig margt gesta. Þeir koma sunnan úr Reykjavík, frá Akureyri, Húsavík og sveitun- um í kring. Þeirra fjölmennastir eru brottfluttir Keldhverfmgar, sem halda tryggð við sveitina sína. Sumir þeirra koma ár eftir ár eins og hann Kristján frá Hlíðargerði sem hefur brugðið búi og dvelur nú á heimili fyrir aldraða á Húsa- vík. Og hún Þóra í Keldunesi sem er löngu flutt suður til að vera nálægt börnunum sínum. Þóra kom með syni sínum, Jóni Tryggva, sem hefur verið fasta- gestur á þorrablótunum undanfar- in ár og vill ekki fyrir nokkurn mun missa af því. Jóhannes á Vík- urblaðinu hefur nokkrum sinnum mætt á blótið en hann þekkir vel til í Hverfinu eftir að hafa verið sex sumur í kaupamennsku hjá föðursystur sinni á Fjöllum. í þess- um hópi eru líka Axel og Birna sem bjuggu í Ási en reka nú stórt bú að Merkigili í Eyjafirði. Undir- rituð skar sig nokkuð úr þessum flokki því hún var komin til að upplifa sitt fyrsta þorrablót á ævinni. Blótað í bragga Menn muna fyrst eftir þorra- blóti í Kelduhverfi í kringum 1940. Var það haldið í Lindarbrekku, sem var elsta gistheimili landsins. Að sögn Kára Þórarinssonar í Laufási, sem rámar í þennan at- burð, var blótað í bragga sem til- heyrði gistiheimilinu og þjónaði sem vélargeymsla. Bragginn var þiljaður að innan og með timbur- gólfi svo hægt var að fá sér snún- ing. Þá var líka sungið og haldnar skemmtiræður og borðað það sem við köllum nú þorramat en þótt þá ósköp venjulegur matur; hangi- kjöt, nýtt kjöt, sauðaspað, súrir bringukollar, lundabaggar, hrútspungar, súrt slátur, laufa- brauð, flatbrauð og hlóðabakað pottbrauð svo fátt eitt sé nefnt. Sá siður að bera matinn fram í trogum var þá ekki kominn til sögunnar í Kelduhverfínu. Trog höfðu fram að þessu helst verið notuð til að mala í kindaskít sem síðan var borinn á túnin. Höfum við heyrt að einhveijir hafi seinna reynt að gera þessi trog að fjöl- notatækjum og þau verið hreinsuð vandlega áður en þorrramaturinn var borinn fram á þeim. Keldhverf- ingar segja að slíkt hafi ekki tíðk- ast í þeirra sveit enda hafí skíta- trogin svokölluðu verið mun stærri en matartrogin og því hentað illa í þessu skyni. Trog á fótum Þorrablótin í Kelduhverfi, sem nú eru haldin i myndarlegu félags- heimili, Skúlagarði, hafa verið með svipuðu sniði undanfarna áratugi. Menn borðuðu sinn hefðbundna þorramat og kneyfuðu brennivín með. Eitt sem vakti athygli að- komumanns var ný útfærsla á trogunum sem maturinn er borinn fram á. Þarna sáum við í fyrsta skipti trog á fótum. Vegna þess hve borðin í Skúlagarði eru mjó er erfitt að koma trogunum ásamt diskum og glösum fyrir á borðinu. Því hafa nokkrir úrræðagóðir Keldhverfíngar hannað og smíðað trog á fótum. Þetta fannst okkur vel til fundið fyrir nú utan hvað það er miklu flottara að hafa trog- in svona upphækkuð. Svo við víkjum frá matnum og að sjálfri skemmtidagskránni. Þá er það venjan í Kelduhverfi að Kvenfélagið og Búnaðarfélagið skiptist á að halda blótið. Að þessu sinni átti Búnaðarfélagið leik. Byijuðu þeir á að bjóða menn vel- komna en kynntu síðan þá nefnd- armenn með vísum sem báru hit- ann og þungann af blótinu. Einn Keltar eða Keldar? í Kelduhverfí eru þorra- blótin afar vinsælar skemmtanir. Þar koma menn saman og flytja annála, vísur og eftir- hermur, þar sem skop- ast er miskunnarlaust að náunganum. Hildur Einarsdóttir var gest- komandi á blótinu og segir frá ýmsum uppá- komum. af öðrum stigu þeir upp á sviðið, Jón í Garði, Frið- geir í Hraunbrún, Þorvald- ur í Ási, Sigurður á Tó- vegg og Rúnar á Hóli og fengu yfir sig kjarnyrtar níðvísur. Að sögn Þorfínns á Ing- veldarstöðum, sem samdi braginn, höfðu þeir nefnd- armenn beðið um skítkast- ið. Hann hafi orðið við óskum þeirra þótt venjan sé að semja um nefndar- menn lofrollur. Til að bæta um betur fengu þeir allir á sig eina vísu í lokin sem hljóðaði svona: Um þá ekki Qalla meir, engir stjömuflokkar Upp til hópa eru þeir, úrvals drullusokkar. Þá var fluttur annáll þar sem dregið var fram í dagsljósið það helsta sem borið hafði fyrir í sveit- inni undangengið ár og sett í spaugilegan búning. Eins og venja er með annála byijaði hann á lýs- ingu á árferði. Því var um kennt hvað veðrið hafði verið slæmt á árinu að Árni á Meiðavöllum hafði ekki gefið út sína veðurspá eins og hann var vanur. Veðurguðirnir höfðu því haft fullfijálsar hendur. Skýringin á þessu er sú að Árni hefur gert sér það til dundurs að RÚMLEGA helmingur þeirra sem sækja þorrablótið í Kelduhverfi er aðkomufólk, einkum brottfluttir Keldhverfingar, eins og þau Birna Snorradóttir og Axel Yngvason sem búa nú að Merkigili í Eyjafirði. Á móti þeim sitja bóndinn og hagyrðingurinn Tryggvi Isaksson á Hóli og tengdadóttir hans, Hrönn Asgeirsdóttir. menn sem skilja gamanið í þeim. Það má þó geta þess að meðal þeirra sem þótti sjálfsagt að skjóta á voru bændur sem höfðu brugðið búi eða fækkað við sig kindum. Um þá samdi Tryggvi á Hóli þessa vísu: Gladdist við fækkun hann Guð- mundur Bjarnason glotti í kampinn og eygði nú þarna von að allt væri fengið með aflögðum ærgildum þótt aumingjans bændurnir glötuðu manngildum. Ljósm: Hildur Einarsdóttir. MANSI í Kvistási þakkar hér Hlyni Bragasyni fyrir ágætar eftirhermur. spá í veðrið út frá því hvort mýsn- ar grafi holur sínar sunnan eða norðan í þúfurnar. Ef þær grafa norðan megin verður tíðarfarið með ágætum en grafi þær sunnan- megin er ekki von á góðu. Því má svo bæta við fyrir þá sem eru vel að sér í músafræðum að þetta er auðvitað tóm vitleysa því mýsnar fara í sömu holurnar ár eftir ár. Það er ekki svo gott að ætla að rekja innihald annála sem þess- ara því þeir eru staðbundnir og stundum eru það aðeins heima- Keldhverfingar eiga góða hagyrðinga sem hafa nýst þeim vel við undirbúning þorrablóta. Þar eru nú fremstir í flokki Þorfinnur á Ingveldarstöð- um og Tryggvi á Hóli. Var okkur sagt að Tryggi hefði eitt sinn flutt annálinn allan í bundnu máli og sungið hann í kaupbæti. Keldhverfingar allra landa sameinist Á milli atriða var fjöldasöngur við harmonikkuundirleik Sigurðar í Lyngási. Einnig var tækifærið notað og auglýstar nokkrar bækur til sölu. Eina þeirra átti einmitt kona Sigurðar, Vigdís, sem fæddi barn sitt á leiðinni til Húsavíkur á síðastliðnu ári sem frægt er. Hún átti í bókaflóðinu Handbók um fæðingar á víðavangi, þar sem hún mótmælir úreltu fyrirkomu- lagi barnsfæðinga inni á stofnun- um. Loks sté í pontu Jóhannes Siguijónsson, ritstjóri Víkurblaðs- ins, sem flutti heimamönnum kveðju sína. Jóhannes dvaldi í sveit í Kelduhverfi í nokkur sumur, eins og áður segir, og hafði frá ýmsu að segja af kynnum sínum af Keldhverfingum. Mátti greina á máli hans að honum þótti Keld- hverfingar frekar góðir með sig. Sjálfur á hann ættir sínar að rekja í Kelduhverfíð og kvað byggðar- lagið eiga mikil ítök í sér. Hvar sem um málefni þess væri fjallað sperrti hann eyrun. Hann sagðist til dæmis hafa heyrt á dögunum kenningu þess efnis, að hinir fornu Keltar hafi í rauninni heitið Keldar og séu uprunnir úr Kelduhverfí. „Keltar eða Keldar lögðu á sínum tíma undir sig megnið af Evrópu og byggja afkomendur þeirra enn þessi svæði, Frakkland, England eða hvað þau nú heita þessi evr- ópsku krummaskuð. Ef þessi kenning reynist rétt, þá er auðvit- að engin ástæða til að amast við inngöngu í ESB, því með því erum við einungis að sameina Keld- hverfínga allra landa á ný,“ sagði Jóhannes. Var gerður góður rómur að máli hans eins og öðrum dag- skrárliðum. Menn hlógu sig mátt- lausa á milli þess sem þeir reistu sig við til að borða þorramatinn sem var misjafnlega lystugur að mati undirritaðrar eins og súrsuðu selshreifarnir sem mynduðu eins og olíubrák upp í munninum á henni. Að sögn sessunautarins, sem bauð upp á þetta ógeð, eru þeir betri og matarmeiri en hend- urnar svo maður lét sig hafa það að borða nokkra bita. En hákarlinn var lostæti með seyddu rúgbrauði. í lokin var svo fluttur leikþátt- ur. Form hans var fengið að láni frá útvarpsþættinum Þriðja mann- inum sem er á dagskrá Rásar tvö. Þar ræða tveir menn við þriðja mann um lífshlaup hans. í þessum þætti var rætt við Mansa í Kvist- ási, öðru nafni Harald Þórarins- son, um það sem drifið hefur á daga hans. Mansi er víða þekktur en hann var fréttaritari útvarpsins um langt skeið. Hlynur Bragason fór með hlutverk Mansa. Náði hann prýðilegum tökum á við- fangsefninu sem fólst ekki síst í því að ná sérstökum talanda Mansa og því hvernig hann veltir tóbaksdósinni og snýtuklútnum í höndunum. En eftirhermulistin er mér sagt að sé Keldhverfingum í blóð borin. Gervið var fengið að láni hjá Mansa sjálfum. Yrjótt lopapeysa, derhúfa, tóbaksdós og ' rauðmunstraður klútur. Rúnar á Hóli og Sigurður á Tóvegg voru spyrlarnir. Meðan verið var að rútta til borðum svo menn gætu farið að dansa var farið á stjá. Rákumst við þá á einn Búnaðarfélags- manna, Rúnar á Hóli, og þökkuð- um honum góða skemmtun. Spurðum við í leiðinni hvort væri einhver munur á dagskrá Kvenfé- lagsins og Búnaðarfélagsins á þorrablótunum. Rúnar sagði það ekki vera nema hvað það væri alltaf bijálað veður þegar Kvenfé- lagið héldi blótið! Svo brast ballið á með kokknum, skottís, rælum, völsum, vaggi og veltu. Hljóm- sveitin Rafael frá Húsavík sá um þessa fjölbreyttu danstónlist. Þarna skemmtu menn sér til klukkan að verða hálffjögur. Þá gekk umsjónarmaður Skúlagarðs, Magnea Einarsdóttir, eins og verija hennar er eftir samkomur, einn hring í kringum húsið til að athuga hvort þar væru nokkrar eftirlegukindur. Svo reyndist ekki vera. Allir voru komnir til síns heima, glaðir í sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.