Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ H '"jördís Eyþórsdóttir er fædd í Sand- gerði og ólst þar upp til sjö ára ald- urs, þá flutti hún ásamt foreldrum sínum til ísaijarðar og bjó þar í nðkkur ár, „með viðkomu á Akranesi,“ eins og hún orðaði það í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Ég kom til Reykjavíkur fimmtán ára og var hér næstu þrettán árin. Ég byijaði að spila brids þegar ég var 22 ára. Reyndar spilaði ég fyrsta mót mitt í Sand- gerði. Foreldrar mínir spiluðu báðir brids og tóku þátt í mótum. Ég hafði því alist upp við spiiamennsku og oft horft á þá spiia. Svo var það eitt sinn þegar ég var ellefu ára að pabbi dreif mig í að spila með sér eitt kvöld í keppni hjá Bridsfélagi ísafjarðar. Mamma gat ekki farið og pabbi gat ekki fengið neinn staðgeng- il svo hann tók mig með sér. Ég vissi ekki einu sinni hvemig átti að telja punkta en okk- ur gekk eigi að síður ágætlega þetta kvöld, mér dugðu þær einföldu lífsreglur sem pabbi iagði mér áður en við fórum af stað. Það voru átján pör að spila og við lentum í öðru sæti. Eftir þetta ævintýri spilaði ég ekkert fyrr en ég var orðin 22 ára, þá var það líka pabbi sem fékk mig með sér á mót til að taka upp úr bökkunum. Það var bridsmót sem haldið var í Sandgerði. „Þú kemur og gistir í nótt og spilar með mér,“ sagði pabbi og ég lét verða af þessu og fékk þá óskaplegan áhuga á spil- inu. Ég hringdi í kunningja minn einn og bað hann að spila við mig á móti og hann lét tilleið- ast. Á mótinu sá ég stúlku á svipuðum aldri sem var að horfa á. Ég gekk til hennar og kynnti mig og spurði hvort hún kynni að spila brids. Nei, hún sagðist ekki kunna það. Ég sagðist nánast ekkert kunna heldur og spurði svo hvort hún væri ekki til í að fara að spila við mig. Þetta var Anna Þóra Jónsdóttir, dótt- ir bridsspilarans Esterar Jakobsdóttur. Ester kenndi okkur einfaldan Standard og við fórum að spila af kappi og vorum komnar í kvenna- landsliðið á skömmum tíma. Á þeim tíma þótti varla taka því að senda kvennalandsliðið út í keppni, menn sögðu að það væri svo lélegt. Við fórum eigi að síður á Norðurlandamót og Ólympíumót í Feneyjum, sú reynsia hjálpaði okkur til þess að sigra á næsta Norðurlanda- móti, það var sætur sigur. Eftir þetta var ég mjög heppin, ég fékk góða mótspilara. Einna bestum árangri náði ég með Ásmundi Pálssyni, sem hefur verið einn af okkar allra bestu spilurum síðustu ára- tugi. Okkar samspil hófst þannig að við vorum veðurteppt á Akureyri. Það var slegið upp bridsmóti og síðan farið upp á bar. Þar króaði ég Ásmund af og spurði hvort hann væri ekki til í að spila við mig á móti við tækifæri. Ás- mundur sagði jú, jú, við skyldum gera það einhvern tíma. Hann er mikill heiðursmaður og gengur aldrei á bak orða sinna. Þetta vissi ég og þegar ég frétti að hann væri ekki skráð- ur á næstu bridshátíð þá hringdi ég til hans og bað hann að spila við mig. Á þessu voru allir voðalega hissa. Jón Baldursson kaliaði okkur stelpuna og karlinn. Ég lærði nánast allt sem ég kann á því að spila við Ásmund. Ég spilaði við hann í nærri þrjú ár og það var sannarlega dýrmæt reynsla. Fyrst gekk okkur svona og svona en svo fórum við að vinna keppni, við unnum á tímabili nánast öll mót sem við tókum þátt í. Jafnframt því að spila lagðist ég í lestur bridsrita og las líka bridsblöð og fór yfir spil. Ég horfði einnig mikið á, maður lærir heilmik- ið á því. Ég var líka svo heppin að komast inn í réttu umræðuna, þegar góðir spilarar voru að fara yfir spilin eftir á. Árangurinn við borð- ið er stundum kannski ekki í réttu hlutfalli við frammistöðuna, þá þarf að kryfja hvers vegna það er. Galdurinn við að taka framförum er meðal annars sá að reyna alltaf að finna ein- hvem til að spila við sem er betri en maður sjálfur. Enginn lærir af sjálfum sér eða þeim sem eru á sama stigi eða lélegri. Til að verða góður bridsspilari þarf fólk að hafa tilfínningu fyrir spilinu, vera eftirtektarsamt og gefa sér góðan tíma til að að leggja á sig mikinn lestur.“ Ég sló til Fyrir tveimur árum venti Hjördís sínu kvæði í kross og fór út til Bandaríkjanna_________ til þess að gerast þar atvinnuspil- ari, fýrst íslendinga. „Það byijaði allt með því að einn daginn fékk ég blómasendingu, tólf rauðar rósir og eina gula, og upphringingu frá bandaríska toppspilaranum Ron Anderson. Hann vildi fá mig sem mótspilara og vildi að ég kæmi strax,“ segir Hjördís og kveikir sér í sígarettu. Eins og sannur bridsspilari drekkur hún mikið kaffi og reykir af hjartans nautn. En sú sæla tekur senn enda: „Ég ætla að hætta að reykja 11. mars,“ segir hún og brosir í gegnum reykinn. Eftir að hafa heyrt sögu Hjördísar um baráttu hennar við að halda veili sem atvinnuspilari í Bandaríkjunum er ég ekki í nokkrum vafa um að það vefst ekki fyrir henni að standa við þá ákvörðun. Saga Hjördís- ar hljómar næsta ævintýralega í eyrum ósköp venjulegrar konu upp á íslandi. „Ég sló til og fór út til Rons Andersons skömmu eftir upphririginguna. Ég hafði hitt hann fyrst á heimsmeistaramóti í Genf árið Ævintýri atvinnu spilara Einn daginn fékk ég blóma- sendingu Fyrsti og eini atvinnuspilari íslendinga í brids heitir Hjör- dís Eyþórsdóttir. Hún tók þátt í Bridshátíðinni á Hótel Loftleiðum nú fyrir skömmu en hún gerðist atvinnuspilari í Bandarílgunum fyrir tveim- ur árum. Fram að þeim tíma hafði hún átt glæstan feril hér sem spilari. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Hjördísi um þátttöku hennar í harðskeyttum bridsheimi Bandaríkjanna og fleira. 1990. Þegar hann hringdi sagði hann mér að hann væri að keppa að því að verða stiga- hæsti spilari í Bandaríkjunum árið 1994 og ég átti að spila móti honum í þeirri baráttu og vera alltaf til staðar. Þessi maður er mjög góður spilari en hann er ekki að sama skapi þægilegur í umgengni eða vandur að meðulum. Um það vissi ég mest lítið þegar ég fór út í febrúar 1994. Ég spilaði á móti honum út það ár, J)á fékk okkar samspil „dramatiskan“ endi. Ég á honum þó það að þakka að hann kom mér á framfæri sem spilara í Bandaríkjunum. Ég náði góðum árangri á móti honum, komst í félagsskap góðra spilara og náði að skapa mér nafn sem spilari á mjög skömmum tíma. Það var ekki létt starf og krafðist mikils. Ég spilaði óhemju mikið, frá enduðum febrúar og út árið var ég í fríi tvær vikur. Að öðru leyti spilaði ég hveija einustu viku einhvers staðar í Bandaríkjunum. Ég náði því að verða þrett- ánda stigahæst yfir landið af þeim tvö hundr- uð þúsundum sem kepptu. Ég vann m.a. tvær helstu keppnir kvenspilara í Bandaríkjunum árið 1994. Það er tekið eftir slíku. Það er erf- itt fyrir kvenfólk að skapa sér það nafn sem spilari að fá að spila í opna flokknum með karlmönnum. Mér tókst það, mínir aðalkúnnar eru allir í opnum flokki. Bandaríkjamenn eru mikið fyrir keppni og sækjast eftir gullstigum. Mest af öllu meta menn það að komast á Kennylistann sem er birtur eftir árið. Hann heitir Topp fimmhundruð listinn og það þykir mikill heiður að komast inn á þann lista. Til þess að komast inn á hann ráða menn góða spilara til að spila við sig. Ég er á slíkum " samningi núna. Eg er á mánaðar- kaupi og spila við þann sem borgar mér á sex mótum á ári. Meðal annars spila ég við hann alla stóru tvímenningana í Norður-Ameríku- keppninni, það eru þijár slíkar á ári. Á hveija þeirra mæta þúsundir manna til að keppa.“ I hörðum slag Að sögn Hjördísar er því þannig varið í bandaríska bridsheiminum að ríkir menn leigja toppspilara til þess annaðhvort að spila í sveit- um sem þeir gera út eða við þá sjálfa á mót- um. Hjördís og eiginmaður hennar eru bæði atvinnumenn í brids og voru í átjánda og nítj- ánda sæti á síðasta ári. „Það er ekki slakur árangur," sagði Hjördís. En hvernig kynntust þau hjónin? „Auðvitað við bridsborðið - en fyrst sem andstæðingar,“ segir Hjördís. „Forsaga þess Hjördís Eyþórsdóttir máls var sú að maðurinn minn, Curtis Cheek, var í sveit með hinum fræga spilara Bob Glenn, í sveitinni voru einnig Jim Felts og hin ókrýnda drottning kvenspilara heims, Lynn Deas. Curt- is var áður eldflaugasérfræðingur og tók m.a. þátt í að hanna kerfí kjarnorkuvarna fyrir Bandaríkin. Það er hins vegar ekki starf sem hægt er að sinna með atvinnumennsku í brids. Algengasta starf bandarískra bridsspilara með- fram spilamennskunni er verðbréfaviðskipti. Það dró til tíðinda í kynnum okkar Curtis þeg- ar sveit, sem Ron Ánderson leiddi, keppti í stigum við sveit Bobs. Ég var auðvitað í sveit Rons og spilaði við hann. Þegar þessi keppni stóð sem hæst spurðust þau sorglegu tíðindi að Bob hefði verið greindur með krabbamein og væri dauðvona, ætti aðeins eftir örfáa mánuði ólifaða. Þegar Ron Anderson heyrði þetta hugkvæmdist honum að notfæra sér þessa aðstöðu. Hann gekk á fund Richards Hunts og bauð honum að draga sig út úr keppni með sitt lið ef hann borgaði honum 25 þúsund dpllara fyrir, þá gæti Hunt unnið stóra titilinn. Ron sagðist geta borið fyrir sig þá skýringu að hann vildi ekki keppa við dauðvona mann. Richard gleypti við þessu tilboði og Rpn fékk sína 25 þúsund dollara. Ég hafði ýmislegt séð til Rons en þetta sló allt út. Mér fannst þarna æði langt gengið. Samband okkar Rons Andersons var sér- stakt. Hann lét í veðri vaka að við værum par fyrir utan spilaborðið en það var ekki rétt. Við vorum samstarfsfólk við spilaborðið og hann hafði að vissu leyti ráð mitt í hendi sér vegna þéss að ég hafði takmarkað atvinnu- leyfí í Bandaríkjunum en náin urðu samskipti okkar aldrei. Ron var fráskilinn, hafði verið giftur Sabínu Zenkel, sem er heims- meistari kvenna í brids og nú er gift danska toppspilaranum Jens Auken. Bob Glenn dó í júní 1994 og Lynn Deas tók sæti hans í sveitinni og spilaði við marga góða spilara. Ég kunni vel við hana og þetta fólk og hafði eins mikil samskipti við það og ég gat. Það líkaði Ron Anderson hins vegar illa. Loks kom að því að ég fékk nóg af yfirráða- girni hans og því hve óvandur hann var að meðulum hvað starfið snerti. Ég sagði honum að ég vildi vera laus og hætta að spila við hann. Það er skemmst frá að segja að hann tók því í meira lagi illa að ég vildi hætta að spila við hann. Fyrst hótaði hann mér því að siga á mig útlendingaeftirlitinu. Þegar ég tók því með furðulegri ró sagðist hann myndi sjá til þess að ég færi úr landi, ef ekki sjálfviljug þá í kistu. Þessar umræður áttu sér stað á hóteiherbergi að kvöldi í miðju spilamóti. Ég ætlaði að ganga á dyr en það sætti hann sig illa við. Ég gat þó komist út úr herberginu og flýtti mér niður á bar þar sem ég vissi að ég myndi hitta fólk fyrir. Þar sátu þá Jim Felts og Curtis, þeir eru miklir vinir. Þeir sáu að mér var brugðið og buðu mér út með sér til þess að ræða málið. Þær umræður leiddu til þess að Jim bauð mér vist í íbúð sem hann hafði þá umsjón með. „Þar getur þú hugsað málið, hvort þú reynir að beijast til þrautar hér í Bandaríkjunum eða tekur stefnuna heim til íslands.“ Ég átti nú reyndar ekki auðvelt með að komast til íslands því ég komst að því að Ron hafði tekið opinn flugmiða sem ég átti þangað. Ég ákvað að beijast til þrautar fyrir ferli mínum sem atvinnuspilari í Banda- ríkjunum. Ron Anderson reyndi mjög mikið til þess að fá mig til þess að spila við sig aftur. En ég lét ekki á mig fá hótanir um limlestingar, né heldur hrærði það huga minn þegar hann sendi mér demants- og rúbínskartgripi. Einna helst hafði það áhrif á mig þegar hann hótaði vinum mínum, sem voru að hjálpa mér, öllu illu. Einn þeirra kunni ráð sem dugði. Hann tók upp á segulband samtöl okkar Rons og hafði svo samband við hann og sagði honum að ef hann léti ekki af þessu framferði þá myndi hann gera þessar upptökur opinberar. Hann sagði líka að ef eitthvað kæmi fyrir sig þá væru fleiri útgáfur af upptökunum varðveittar hjá öðrum aðilum. Ron er annt um orðstír sinn, sem þó er ekki góður, en þetta varð til þess að hann lét mig í friði. Hann lét þó fylgjast með mér, hann sendi einkaspæjara á eftir mér á spila- mót í Las Vegas, hann lét líka hlera símann hjá mér. Ég komst seinna að því að hann hef- ur komið illa frám við fleiri kvenspilara. Eftir harðan slag kom loks að því að hann sá að sér og ég fékk frið til þess að ferðast með mínum nýju félögum. Þeir höfðu áður verið andstæðingar mínir við spilaborðið en urðu nú eins og fjölskylda mín þarna ytra. Við Curtis fórum sem sagt að ferðast saman og urðum æ betri vinir. Loks ákváðum við Curtis að giftast og geng- um í hjónaband 12. ágúst sl. Við búum í Hunts- ville í Alabama. Þar er NASA með sínar höfuð- stöðvar. Þetta er lítill bær á bandarískan mælikvarða, þar búa um 250 þúsund manns. Ég kann vel við mig þarna, fólkið er hlýlegt í viðmóti. Ég nýt þess raunar ekki mikið, við Curtis lifum í ferðatöskum þijár vikur af hveij- um fjórum. Þannig er líf atvinnuspilarans. Ég get spilað á öllum þeim mótum sem mig lystir í Bandaríkjunum en ég má ekki fara neitt út úr landinu, þá missi ég dvalarleyfíð. Það er ástæðan fyrir því að ég gat ekki spilað með íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Portúgal í sumar. Mér þótti það mjög leitt. Ég fékk leyfí til þess að fara hingað núna vegna þess að móðir mín er veik, su undan- þága gilti aðeins í þessa ferð til íslands. Þátt- taka mín í Bridshátíðinni hér kom því ekki til af góðu. Allt mun þetta breytast þegar ég fæ græna kortið svokallaða. Ég vona að það verði fljótlega. Ég er með góðan lögfræðing í því máli en það getur tekið langan tíma. Þegar ég fæ þetta margþráða kort fæ ég varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sumir kynnu að halda að það breytti einhveiju að ég er nú gift bandarískum manni, sannleikurinn er hins vegar sá að það breytir nánast engu í viðskipt- um mínum við útlendingaeftirlitið. Það er stofnun sem hefur strangar regiur, það er ekki einu sinni hægt að finna símanúmer henn- ar í símaskrá, hún hefur leyninúmer. Þegar maður loks nær sambandi fær maður ótal pappíra sem erfítt er að útfylla því allt verður að vera svo nákvæmt að með ólíkindum er. Ég er þó komin með atvinnuleyfi, það breytir miklu og ég veit að ég fæ græna kortið á endanum. Eg er eins og fyrr sagði komin á samning til ársins 1998 og stefni á áframhald- andi atvinnumennsku í brids þegar því lýkur. Við hjónin ferðumst mjög mikið og erum nánast alltaf að spila. Það væri ómögulegt fyrir barnafólk að lifa slíku lífí. Eg á einn son, Eyþór Öm, sem er þrett- án ára gamall. Hann býr hjá föður sínum og stjúpmóður á vetuma en var hjá mér í sumar og ferðaðist með okkur hjónunum um þver og endilöng Bandaríkin. Hann lærði að spila og tók þátt í keppni í byijendaflokki og vann eina slíka. Hann spilaði á móti tíu ára stúlku sem er dóttir frægra bandarískra spilara. Hann var íslenskum karlmönnum til sóma með riddara- Iegri framkomu sinni við mótspilara sinn og aðra. Við gátum haft Eyþór með okkur af því hann er orðinn þetta gamall, það blæs hins vegar ekki byrlega fyrir frekari bameignum að sinni. Á bridsmótum í Bandaríkjunum er spilað með hléum frá níu á morgnana til mið- nættis. Stundum veit maður varla í hvaða borg maður er eða hvaða vikudagur er. Svona líf gefur því ekki svigrúm til venjulegs fjöl- skyldulífs. En þetta er mitt líf og svona vil ég hafa það, að minnsta kosti næstu árin.“ Ég ákvað að berjast til þrautar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.