Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 5
d j uinpuas MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 B 5 Kærleiks- púkar á þingi VISNATORG BOÐIÐ er upp á þorramat á Vísnatorgi að þessu sinni. Þá er skyggnst um á Alþingi eftir miðnætti og varpað fram vísnagátu. Pétur Blöndal er umsjónarmaður torgsins. Það er líklega engin tilviljun að vísur hafa skipað háan sess á Al- þingi í gegnum tíðina. Þar hafa setið margir meistarar hins talaða orðs, sem hafa verið allt í senn; agaðir íslenskumenn, mælskir og auðugir af hugmyndum. Líkast til er ekki síður stór þátt- ur í hinni ríku kveðskaparhefð Al- þingis að þar eiga sér stað umræð- ur um framtíð íslensku þjóðarinn- ar. Þær ákvarðanir sem eru teknar hljóta alltaf að vera umdeildar og kalla á viðbrögð landsmanna. Af þeim sökum er aidrei skortur á yrkisefni hjá þingmönnum og eins er Alþingi tilvalinn skotspónn hag- yrðinga. Ein frægasta þingvísa frá gam- alli tíð var ort um- séra Arnljót Ólafsson, prest á Sauðanesi. Hún hefur löngum verið talin eftir Pál Ólafsson, en hefur fundist í sendi- bréfi sem séra Björn Halldórsson í Laufási skrifaði Páli 4. nóvember 1876: Já, mér er um og 6 um Ljót, eg ætla’ann bæði dreng og þijót; það er í honum gull og gijót, hann getur unnið tjón og bót. Ingibjörg H. Bjarnason, for- stöðukona Kvennaskólans í Reykjavík, vár fyrsta konan sem kjörin var á þing og landskjörinn þingmaður frá 1923 til 1930. Um hana var kveðið þar sem hún flutti ræðu eftir miðnætti: Á þingi verður þrautin mörg um þetta leyti nætur: Inni talar Ingibjörg, - úti regnið grætur. Skúli Guðmundsson, þingmaður Vestur-Húnvetninga, orti um Magnús Jónsson, dósent, sem oft var kallaður Dósi, undir afdráttar- hætti. Seinniparturinn er fundinn með því að sleppa fyrsta staf af hveiju orði í fyrrihluta: Margir skollar fljótir fljúga flækir Dósinn krata. Argir kollar ljótir ljúga lækir ósinn rata. Þegar séra Hjálmar Jónsson var kjörinn á þing orti Hákon Aðal- steinsson austur á Héraði: Dofnar húsi Drottins í dvínar andans kraftur. Séra Hjálmar fékk sér frí og fór að syndga aftur. Sighvatur Björgvinsson orti um þá nafna séra Hjálmar og Hjálmar Ámason eftir að sá síðarnefndi hafði skammast út í Sighvat í ræðustól: Hjálmara tvo í hópnum ég tel héma um sinn. Annar er séra og sómir það vel, svo er það hinn. Þegar nafnarnir komu af þingi Evrópuráðsins í Strassburg brá svo við að Hjálmar Árnason sat á Saga- farrými. Séra Hjálmar hélt því þá fram að hann hefði greinilega mis- skilið slagorð Framsóknarflokksins „Fólk í fyrirrúmi". Hjálmar Árna- son svaraði með sinni fyrstu og einu vísu: Skilja verð ég flugs á ferð frá mér nafna kæran því meira finnst mér vera verð virðing mín og æran. Þingmaðurinn söngni Árni John- sen var leynigestur á þorrablóti Karlakórsins Heimis í Skagafirði fyrir skömmu. Séra Hjálmar leiddi hann þá til leiks með orðunum: Mann einn göfugan má ég kynna mun ég því stytta lesturinn. Gæti nú allir eyrna sinna, inn kemur leynigesturinn. Ámi var viðbúinn skotinu. Hann hafði fengið Hákon Aðalsteinsson til að yrkja vísu um Hjálmar með orðinu kærleikspúki. „Það á vel við um hann,“ segir Ámi. „Hann er nefnilega gjarn á að lofa menn upp í hástert, en svo kemur púkinn upp í honum.“ Vísan hljóðar þannig: Séra Hjálmar syngur djarft um Sunnlendinga. Kætir með þvi kappa slynga kærleikspúki Skagfirðinga. Númi Þorbergsson kann einmitt best við þingmenn þegar þeir bregða á leik á mannamótum: Það er ekki þjóð til meins þegar á mannafundum þingmenn geta orðið eins og aðrir svona stundum. Hann orti í ráðherratíð Jóns Baldvins Hannibalssonar: Utanríkisráðherrann ræðir mál af ýmsu tagi, þótt mörgum finnist fátt um hann i fyrsta, öðru og þriðja lagi. Þegar Ólafur Hannibalsson tók sæti á Alþingi í lok liðins árs og skrifaði undir drengskaparheitið kom vísa upp í huga Páls Péturs- sonar: Alltaf vex það meir og meir mannvitið í þessum sal. Eru þeir nú orðnir tveir undan gamla Hannibal. Oft er það haft á orði að lítið verði úr málum þegar þeim er vísað til nefndar eða eins og Halldór Hallgrímsson kemst að orði: Vafi er á hver verður efnd, vinnubrögðin glöggt ég kenni, fyrst er sett á syfjuð nefnd, svæfð svo málin verða í henni. Þá er komið að vísnagátunni. Fjórar merkingar ákveðins orðs eru fólgnar í henni eða ein í hverri línu. Hvaða orðs? Þau eru djásnin mikils metin. Til manntals oft var boðað slíkt. Þau eru rofín, sett og setin, samband líka kærleiksríkt. Lausnarorðið má fínna síðast í þættinum. Eiríkur Einarsson frá Hæli á næstu vísu: Man ég svona brækur best blásnar i ijáfri hanga; nú hafa þær á þingi sést, þóst vera menn - og ganga. Léttist ok í óskabyr „Það er erfitt að meta ein- hverja eina vísu umfram aðra því svo margar koma til greina,“ segir Ólafur G. Einars- son, forseti Alþingis, sem er gestkomandi á Vísnatorgi að þessu sinni. „En gjarnan nefni ég vísu Halldórs Blöndals um Glerá, sem var ort í kringum 1970. Þá skipti áin um lit eftir því hvaða litarefni voru notuð í verksmiðjum Sambandsins á Akureyri: Hver er þessi eina á sem aldrei frýs, gul og rauð og græn og blá og gjörð af SIS.“ Ólafur segir að afi hans, Kristján Kristjáns- son, verkamaður á Siglufirði, hafi verið kunnur hagyrðing- ur: „Því miður hefur mér ekki tekist að hafa upp á nema fáum vísum hans. Hann var hófsmaður á vín, en eitt sinn hafði hann þó fengið sér í glas og féll í stiga. Þegar hann stóð upp varð honum að orði: Eg hefi drukkið elfur víns eg hefi séð hvað munar: að bilið milli manns og svins er mjórra en flesta grunar." Ólafur heldur áfram að rifja upp vísur sem eru hon- um minnisstæðar: „Þegar sá fyrir endann á stjórnar- myndun Sjálfstæð- isfiokksins og Framsókn- arflokksins 1974 rétti Friðjón Þórð- arson mér eftirfar- andi vísu á þing- flokksfundi: Léttist ok í óskabyr eyðist þoka blekkinganna. Við höfum mokað flórinn fyrr að ferðalokum vinstri manna." , Halldór Blöndal lagði út af vís- unni í þingveislu: Loðdýr eru í búrum best hjá bændum fram til dala; nú hafa þau á þingi sést þóst vera menn - og tala. Á Vísnatorgi fyrir hálfum mán- uði fór eftirfarandi fyrripartur á flug: Hákarl, magál, hangiket og hrútspunga á þorra Fyrsta heilsan berst að norðan: með Svarta dauða dijúgum ét að dæmi feðra vorra. í góðu bréfí frá Ásjón í Hafnar- firði er botninn: huppadigur heima ét að hætti áa vorra. Bragi Ragnarsson sendir sínar bestu kveðjur frá Riga í Lettlandi með botninum: gjarnan et og mikils met matinn feðra vorra. Hann heldur svo áfram: E1 hér manninn austur frá, er nú kulda garri. Þorra og góu þreyja má þessum krásum fjarri. Ólafur Daðason færir nýjan rétt í tal: Þetta allt ég mikils met en mest þó steiktan orra. Birgir Bragason botnar: og sviðahausa helzt ég et að hætti feðra vorra. Umsjónarmaður þakkar þeim sem lögðu þættinum lið. Næsti fundur verður á torginu að hálfum mánuði liðnum. Að lokum: Þingmenn vinna þarfaverk sem þjóðin illa skilur •Suiij ua pigjoanusnnq # Póstfang þáttarins er: Vísnatorg/Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Netfang: pebl@mbl.is Opið í dag, sunnudag kl. 09.00-15. 00. Sundfötin komin - Vorum að fá nýja sendingu Karlmenn athugið! Konudagurinn er í dag! Komið henni á óvart með gjöf frá !< N! CK H R3OX Munið KN'.CXH R30X gjafakortin Brjóstahaldarar frá 1.499 Nærbuxur frá 495 Herranærbuxur frá 995 Sokkabuxur 70 den frá 495 10% afsláttur af öllum vörum, bara í dag! IC N i C IC H R 3 O X á íslandi • Laugavegi 62 s. 551 5444. á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.