Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljósm. Kristinn Siguijónsson KALMANSTUNGA, Langjökull í baksýn. Úr Landinu þínu. MÁLVERK af Strút eftir Jón Stefánsson í eigu Leifs Sveinssonar. Fáksferð í júlí 1968 eftir Leif Sveinsson i.. HINN 19. júlí 1968 lögðum við upp frá Völlum á Kjalamesi við Guðmundur Pétursson hæstarrétt- arlögmaður með þijá hesta til reiðar hvor. Þetta var á sunnudagsmorgni eins og þeir gerast fegurstir við Faxaflóa. Aðalhópur Fáksfélaganna hafði lagt af stað kl. 17 á föstudegi og riðið í Möðruvelli í Kjós um kveld- ið, en átti að vera kominn að Stóru- Drageyri við Skorradalsvatn á laug- ardaginn. Guðmundur var í landa- merkjamáli í Borgarfirði á laugar- deginum og gátum við því ekki lagt af stað fyrr en þetta. Við riðum sem leið lá yfir Svína- skarð fram hjá Möðruvöllum norður Reynivallaháls niður að Fossá. Við vorum svo heppnir, að lágsjávað var, þannig að við gátum riðið yfir leirurnar í Hvalfírði og sparað okk- ur þannig hálftíma reið. Komum við að Ferstiklu um þrjúleytið, en höfðum áður snætt í skála Olíufé- lagsins hf. við Hvalstöðina. Veðrið hélst óbreytt, steikjandi hiti og sól- skin. Guðmundur hafði týnt derhúf- unni sinni, en fékk nú lánaða húfu hjá Andrési bróður sínum, er var á ferð við Ferstiklu. Síðan héldum við áfram yfír Geldingadraga í átt að Skorradal, en vorum þá svo óheppn- ir að mæta 25 Varðarrútum á hin- um þrönga vegi, en þar var þá kom- in hinárlega sumarferð Varðar. Tók nú Guðmundur upp úr farteskinu sínu pela einn, skoskan að ætt. Dreyptum við aðeins á honum á lækjarbakka einum, en riðum svo áfram norður í Skorradal. Sáum við nú til væntanlegra ferðafélaga okk- ar á Stóru-Drageyri, en við ákváð- um að riða áfram að Hvítárbakka, þar sem föðursystir Guðmundar bjó, Ragnheiður Magnúsdóttir, ekkja Guðmundar Jónssonar bónda þar og héraðshöfðingja. Sóttist okk- ur ferðin vel yfir Hestháls, áðum á Mannamótsflöt og minntumst að- eins við þann skoska, því ég fullviss- aði Guðmund um, að mín biði taska á Hvítárbakka, þannig að ég gæti endurgoldið höfðingsskap hans. Komum við að Hvítárbakka kl. 23 og höfðum við þá riðið um 90 kílómetra á 14 tímum. En þess ber að geta, að við höfðum riðið til Þing- valla og til baka helgina áður, þann- ig að hestar okkar voru í góðri þjálf- un. Mikil var undrun okkar, er Ragn- heiður húsfreyja leiddi okkur að veisluborði með slíkum kræsingum, að hæft hefði þjóðhöfðingjum. Við spurðum hana, hveiju þetta sætti, við hefðum ekki gert boð á undan okkur. Hún sagðist hafa frétt það neðan af hestamannamótinu á Fe- ijukotsbökkum að verið gæti að tveir frændur hennar væru væntanlegir ríðandi að sunnan í dag. Er ekki að orðlengja það, að við Guðmundur Ljðsm. öjörp Jónsson HRAUNFOSSAR, úr Landinu þínu. gerðum matnum góð skil, enda bæði svangir og þreyttir. Gestrisni Hvítárbakkafólksins er svo kunn um allt land, að þar ber engan bæ hærra. En verr fór með töskuna mína góðu, hún hafði óvart lent á Hvítárvöllum. Hughreysti ég Guðmund með því, að þeim mun seinna sem taskan fyndist, þeim mun lengur myndi innihald hennar endast. Tók hann þá gleði sína aftur. n. Næsta morgun .sváfum við út, en að áliðnu hádegi riðum við í veg fyrir Fákshópinn, sem lagt hafði af stað frá Stóru-Drageyri um morguninn og var áfangastaður þann daginn Hofsstaðir í Hálsa- sveit. Eftir skamma reið komum við að Varmalæk og krafðist Jakob bóndi þess, að við kæmum inn í bæ í kaffí, enginn ríðandi maður fengi að fara þar um hlað án þess að þiggja veitingar. Hestum okkar sleppti hann í óslegið túnið. Ein- stakur höfðingi Jakob. Fljótlega bar jóreyk við himin, Fákur var að koma. Þökkuðum við nú Jakobi fyr- ir kaffið og riðum af stað, áleiðis að hvammi einum skammt frá flug- vellinum við Stóra-Kropp, en þar beið matarbíll Fákshópsins. Við smullum inn í hópinn eins og ekk- ert hefði í skorist. Flestir gistu í tjöldum á Hofsstöðum, en við Guð- mundur fengum bílfar að Hvítár- bakka og gistum enn hjá Ragnheiði velgerðarkonu okkar. Daginn eftir GREIN ARHÖFUNDUR og Jarpur frá Hæli. var riðið að Húsafelli með viðkomu hjá Hraunfossum og þótti útlend- ingum, er þar voru í skoðunarferð, tilkomumikið að sjá allan hestahóp- inn á bökkum Hvítár. Var nú sleg- ið upp tjöldum að Húsafelli og enn hélst blíðviðrið. III. Næsta dag fór verulegur hluti Fákshópsins riðandi hringinn í kringum Strút, en það er 938 metra hár móbergstindur nokkru fyrir innan Kalmanstungu. Er þetta u.þ.b. sjö tíma ferð og einhver allra skemmtilegasti útreiðartúr, sem hægt er að hugsa sér. Hæfilega langur og mjög góðir reiðvegir. Um Strútinn kvað Sigurður Eiríksson hagyrðingur, sem lengi var vinnu- maður í Kalmanstungu: Lyngs við bing á grænni grund glingra og syng við stútinn Þvinga eg slingan hófahund hring í kringum Strútinn. Höskuldur á Hofsstöðum slóst í för með okkur þennan dag og er mér efst í huga metnaður þeirra gömlu mannanna, Þorláks Ottesens og Höskuldar Eyjólfssonar, að hafa jafnan forystu í ferðinni. Þeir þoldu engan á undan sér. IV. Næsta dag var haldið suður Kaldadal í Skógarhóla í Þingvalla- sveit. Ég hafði aldrei farið Kalda- dal, hvorki í bíl né ríðandi, og var ég mjög 'spenntur fyrir þessum áfanga og sannanlega varð Kaldi- dalur mér ógleymanlegur í þessari ferð. Kaldidalur liggur milli Oks og Langjökuls og um hann liggur einn af hæstu fjallvegum íslands, 727 metra yfir sjávarmáli. Langihrygg- ur heitir þar sem Kaldadalsvegur liggur hæst. Þar var nú 18 stiga hiti og mikill snjór enn, þótt miður júlí væri. Lögðu sumir Fáksfélag- anna þar á ótemjur og létu þær bijótast um í sköflunum. Töldu sumir sig ná verstu hrekkjunum úr þeim við umbrotin. Allt frá bernsku hefur mér verið afar hug- stætt ljóð Gríms Thomsens, Skúla- skeið. Nú loks fékk ég tækifæri til þess að líta vettvang þess augum. Þannig segir í bókinni Landið okk- ar: „Á Kaldadal er Skúlaskeið, sem löngum var talinn ejnhver stór- grýttasti tröllavegur á íslandi. Þjóð- saga ein hermir, að maður að nafni Skúli hafi verið dæmdur til lífláts á Alþingi. Hann gat flúið á síðustu stundu, komst á bak hesti sínum, sem var fljótari og þolnari en aðrir hestar og enda þótt fjöldi manna elti hann komst hann undan. Hleypti hann reiðskjóta sínum á flugferð á stórgrýtisurðina, sem síðan heitir Skúlaskeið, og þar dró sundur með honum og fjandmönn- um hans. Þegar hesturinn hafði runnið skeiðið á enda, féll hann dauður niður af þreytu og mæði.“ Þannig lýkur Grímur Thomsen kvæðinu: Hann forðaði Skúla fári undan þungu, §öri sjálfs síns hlífði klárinn miður, og svo með blóðga leggi, brostin lungu á bökkum Hvítár fjell hann dauður niður. Sörli er heygður Húsafells í túni, hneggjar þar við stall með öllum tygjum, krapsar hrauna salla blakkurinn brúni - bíður eftir vepm fjalla nýjum. Ferðin sækist vel yfír Kaldadal, brátt komum við að vegamótunum, þar sem Uxahryggjavegur liggur úr Lundareykjadal. Um þennan veg var slík umferð hestafólks á Al- þingshátíðina 1930, að það mátti heita samfelld breiða af hestum frá fremsta bæ í Lundareykjadal, Þver- felli, í Bolabás. Nú styttist óðum í Skógarhóla. Ég hafði verið undan- reiðarmaður þennan dag og örugg- lega riðið meira en þessa 65 kíló- metra, sem leiðin er. En bót í máli var að hestarnir vora nú komnir í toppþjálfun. V. Daginn eftir var riðið frá Skógar- hólum að Völlum og var nú á enda liðin ógleymanleg vika, sem engan skugga bar á, eilíft sólskin. Kvödd- umst við Fáksfélagarnir með virkt- um og hétum á okkur að fara aðra ferð á næsta sumri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.