Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR SÝND á næstunni; Dreyfuss í„Mr. Hol- land’s Opus“. 3.000 höfðu séð Sabrinu Alls höfðu um 3000 manns séð gaman- myndina Sabrinu í Há- skólabíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu 5.000 manns séð Carrington, 4.500 Prestinn og 3000 Til Wong Foo með kærri þökk, Julie Newmar. Næstu myndir Há- skólabíós eru „Mr. Hol- land’s Opus“ með Rieh- ard Dreyfuss, sem til- nefndur hefur verið tii Óskarsins, danski spenn- utryllirinn Lokastundin eftir Martfn Schmidt og „Dead Man Walking" eft- ir Tim Robbins með Sus- an Sarandon og Sean Penn í aðalhlutverkum en öll þijú hafa verið til- nefnd til Óskarsins. Aðrar væntanlegar myndir Háskólabíós eru m.a. „Suite Sixteen" með Pete Postlethwaite, „Strange Days“, sem sýnd verður um miðjan mars, franska myndin Hatrið eða„La Haine“, bandaríska gamanmynd- in „Home For the Holida- ys“ og loks „Under- ground". Eólk MMargir góðkunnir leik- arar fara með hlutverk í nýrri bíómynd Kenneths Branaghs byggðri á Hamlet. Meðal þátttak- enda má nefna Billy Crystal, Robin Williams, Gérard Depardieu, Jack Lemmon, Kate Winslet, Charlotn Heston, Julie Christie, Derek Jacobi, Michael Maloney, John Mills og John Gielgud. MFieiri Shakespeare- myndir eru í farvatninu, m.a. Draumur á Jóns- messunótt og Rómeó og Júlía sem Ástralinn Baz Luhrmann stýrir með Leonardo di Caprio og Claire Danes í aðalhlut- verkunum en hermt er að Marlon Brando muni einnig leika í myndinni. MKvikmyn dafyrirtækið Working Title hefur í hyggju að kvikmynda ævi Elísabetar I. Englands- drottningar og er rætt um að Nicole Kidman hreppi hlutverkið. Önnur ævi- söguleg mynd hefur verið í undirbúningi en óvíst er um framhald hennar eftir að leikstjórinn, Louis Maile, lést fyrir nokkru. Uma Thurman átti að leika Marlene Dietrich í stórmynd um ævi leik- og söngkonunnar goðumlíku. MFranska leikkonan Sop- hie Marceau mun leika í spennumyndinni „Fire- Iight“ og jafnvel í mynd sem Mel Gibson hefur í undirbúningi_ og byggir á sögunni um Onnu Karen- inu. IBÍÓ Það er gaman að sjá þá leika hvorn á móti öðrum A1 Pacino og Robert De Niro í hinni frábæru glæpamynd „Heat“, sem sýnd er í Sambíóunum. Þessar tvær stórstjörnur kvik- myndanna hafa ekki áður leikið saman í mynd; þótt þeir hafi báðir ieikið í Guðföðurnum 2 mættust þeir aldrei. Pacino er löggan en De Niro bófinn í „Heat“ og þegar þeir mætast er það söguleg stund. Báðir hafa þeir til- einkað sér sama leiks- tílinn byggðan á djúpri innlifun í hlutverkin en eru þó gjörólíkir eins og sjá má í myndinni; Pacino nánast ofleikur en De Niro er rósemdin uppmál- uð. Þeir tveir eru mestu kvikmyndaleikarar síð- ustu áratuga og að leiða þá saman í „Heat“ var snilldarbragð leikstjórans Michael Manns. Hverámestu möguleikana á Óskarsverðlaununum íár? Póstmaður og svíti sem talar Douglas og Kilmer á Ijónaveiðum ARIÐ 1896, fyrir ná- kvæmlega einni öld, gerðist sá óheyrilegi at: burður að tvö ljón fóru um mannabyggðir í Afríku og drápu ekki færri en 130 manns. Slíkt hafði aldrei gerst áður og hefur ekki gerst síðan. Dýrin tvö urðu m.a. til að tefja mjög fyrir lagningu Austur-Afríku járnbrautarinnar. Tveir menn voru sendir til að drepa ljónin; brúar- verkfræðingur og veiðimað- ur og í riýrri bíómynd sem íjallar um atburði þessa eru þeir leiknir af Val Kilmer og Michael Douglas. Ljónin þóttu með eindæmum klók svo erfitt var að hafa upp á þeim og þau hlutu nöfnin Draugurinn og Myrkrið. Það er einnig heitið á bíó- myndinni. Leikstjóri hennar er Stephen Hopkins en hand- ritshöfundur er hinn góðk- unni William Goidman. Framleiðandi er Gale Anne Hurd ásamt Michael Dougl- as sjálfum. Með önnur hlut- verk fara m.a. Bernard Hill og Tom Wilkinson. DRAUGURINN og Myrkrið; Kilmer og Douglas í „The Ghost and the Darkness". TILKYNNT var fyrir nokkru hveijir útnefndir eru til Óskarsverðlauna og ástralski leikarinn og leik- stjórinn Mel Gibson hlýtur að hafa brosað út að eyrum. Mynd hans, Frelsishetjan eða „Braveheart“, hlaut flestar tilnefningar, tíu talsins, en hún er að- eins önnur myndin sem hann leikstýrir. Óskarsaka- demían virðist hafa einstakt dálæti á leikurum sem gerast leikstjórar og búa til þriggja tíma langar sögu- legar stórmyndir. Kevin Costner veit allt um það. Dansar við úlfa var hans fyrsta mynd og hún hreppti öll helstu óskarsverðlaunin fyrir nokkrum árum og meira til. Akademían kom annars ekki á óvart frekar en endranær með tilnefn- ingum sínum ef frá eru skildar tvær myndir. Ljúfs- ár ítölsk mynd um uppburð- arlítinn póstmann virðist hafa unn- ið hug meðlima akadem- íunnar og hjarta og það sama er að segja um lítinn grís frá Ástralíu, sem talar. Sú ít- eftir Arnoldu Indriðason alska heitir einfaldlega Póstmaðurinn og segir af póstmanni til sveita sem veit ekki hvernig hann á að tjá ást sína þar til hann hittir skáldið Pablo Neruda. „Babe“ frá Ástr- alíu fjallar um lítinn grís sem gerist natinn fjár- hundur til að bjarga sér af steikarpönnunni. Báðar eru myndirnar tilnefndar til tveggja helstu verðlaun- anna, sem besta mynd og fyrir bestu leikstjórn. ít- alska myndin er sú fyrsta í tuttugu ár sem fær svo merkar tilnefningar án þess að vera á ensku enda Tölvugerður dreki eru stóru kvikmyndaverin í Hollywood mikið til dottin útúr keppni vegna áherslu þeirra á metsölumyndir og er það nokkurt áhyggju- efni vestra. Til marks um það má nefna að einungis einn leikstjórj af fimm sem til- nefndir eru fyrir bestu leikstjórn kemur frá Bandaríkjunum, Tim Robbins („Dead Man Walking“). Tveir eru frá Bretlandi, Mike Figgis („Leaving Las Vegas) og Michael Radford (Póst- maðurinn), og tveir frá Ástralíu, Mel Gibson (Frelsishetjan) og Chris Noonan (,,Babe“). Margir gamalkunnir leikarar keppa um stytt- urnar. Enn einu sinni er Meryl Streep (Brýrnar í Madisonsýslu) tilnefnd og enn einu sinni er Emma Thompson („Sense and Sensibility") tilnefnd. Einnig Anthony Hopkins (,,Nixon“) og Richard Dreyfuss („Mr. Holland’s TILNEFNINGAR: Sharon Stone í Spilavíti og Sean Penn og Susan Sarandon í mynd Tim Robbins, „Dead Man Walking". Opus“). Nýju nöfnin eru Elizabeth Shue og Nichol- as Cage („Leaving Las Vegas“) og Sharon Stone (Spilavíti), Susan Saran- don og Sean Penn („Dead Man Walking”) og ítalski leikarinn Massimo Troisi í Póstmanninum en hann lést úr hjartasjúkdómi skömmu eftir tökur mynd- arinnar. Aukahlutverkin eru að venju safarík. Mira Sorv- ino þykir fara á kostum í Woody Allen myndinni „Mighty Aphrodite“ en slagurinn verður kannski harðari hjá körlunum; Brad Pitt (12 apar), Tim Roth (dásamlega úrkynj- aður í Rob Roy), Kevin Spacey (einn af Góðkunn- ingjum lögreglunnar) og James Cromwell („Babe“. Hverjir hreppa helstu verðlaunin? Mín spá er þessi: Frelsishetjan, Mich- ael Radford, Susan Saran- don, Richard Dreyfuss, Ed Harris og Joan Állen. En svo gæti grísinn hlotið öll verðlaunin og þá væri gaman að lifa. SVONA eru bíómyndimar gerðar í dag. Tökum lauk fyrir heilum tveimur árum á riddaramyndinni Drekahjarta eða „Dragon- heart“ en síðan hefur verið unnið við að setja í hana tæknibrellur sem allar eru unnar í tölvum. Stærsta breilan er ein af höfuðper- sónum myndarinnar, tölvu- teiknaður eldspúandi dreki sem Sean Connery talar fyr- ir. Leikstjóri myndarinnar er Rob Cohen en hann gerði síðast ævisögulega mynd um Bruce Lee. Með aðal- hlutverkin fara Dennis Quaid, Pete Postlet- hwaite og David Thewl- is. Segir sagan af hug- umstórum riddara á miðöldum og beijast þeir við óbermið Thewlis. Myndinni hefur verið lýst sem einskonar samkrulli af Júragarðinum og goðsögninni um Artúr kóng og var hún tekin í Tékklandi. Þurftu leikararn- ir mjög að leika út í loftið því stór partur myndarinnar er tölvuteiknaður. EINKAVIN- UR drekans; Dennis f Quaid í Dreka- hjarta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.