Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MMUSIKTLRA UNIR nálgast o g ekki skortir áhugann .frekar en fyrri daginn. Þegar hafa 29 hljómsveitir skráð sig til leiks, 17 af höfuðborgar- svæðinu og 12 utan af landi, en skráningu lýkur 8. mars. Verðlaun verða hljóðvers- tímar eins og jafnan; í fyrstu verðlaun 25 tímar í Sýr- landi, 2. verðlaun 25 tímar í Grjótnámunni, 3. verð- laun 20 tímar í Hljóðhamri og að auki veitir Hellirinn athyglisverðustu hljóm- sveitinni 20 tíma í verðlaun og sigursveit hvers kvölds 10 tíma. Besti gítarleikarinn fær gítar frá Hljóðfærabúð Steina, besti söngvarinn Shure-hljóðnema frá Tóna- búðinni, besti bassaleikar- inn úttekt frá Skífunni og besti trommarinn úttekt frá Samspili, en einnig gefa Rín, Japís, Hard Rock Café og Pizzahúsið verð- laun. Mikið qflitlu DANSTÓNLIST sækir í sig veðrið, meðal annars fyrir tilstilli plötu- verslunarinnar Hijómalindar, sem er leiðandi 1 slíkum innflutningi. Eigandi hennar og forsvarsmaður er Kristinn Sæmundsson, sem al- mennt er kallaður Kiddi kanína. Hljómalind er orðin fimm ára; byijaði sem lagersala í Kola- portinu, varð síðan póstversiun og plötuklúbbur og loks varð hún verslun í Austurstrætinu, en 1993 hóf hún líka inn- : flutning á iista- mönnum til tón- leikahaids. Krist- inn segir að sem tónlistaráhuga- maður hafi hann einsett sér að ná tökum á innflutn- ingi á jaðartónlist og -tónlistarmönnum, „en það' var á brattann að sækja framan af vegna þess að menn ytra höfðu brennt sig á íslenskum plötuinn- flytjendum og tónleikahöldurum. Smám saman tókst mér þó að vinna traust þeirra og segja má að það hafí gert útslagið þegar menn áttuðu sig á að 20 fermetra búð uppi á íslandi var að selja eitt til tvö prósent af heildarsöiu á sumum plötum," segir Kristinn og nefnir dæmi um nokkrar plötur eftir Árna Motthiasson sem hann hefur selt í stórupplagi. „Menn hringja stundum í mig og botna ekki í því hvað ég er að panta,“ segir hann og hlær við. „Mikið af þessari tónlist er nánast neðanjarðartónlist og menn eru hissa á því hvað íslenskur markað- ur tekur vel við sér, en við höfum verið að upplýsa íslenska plötu- kaupendur og fyrir vikið eru þeir á undan breskum 1 mörgu. Við erum iíka farnir að fá plötur jafn- vel tveimur til þremur vikum áður en þær koma út í Bretlandi," seg- ir Kristinn hróðugur. Á árunum fimm segist Kristinn hafa séð ákveðna þróun í tónlist- inni frá því að hann seldi jaðar- rokk og popp í danstónlistina sem er allsráðandi nú um stundir. Hann segir að danstónlistin eigi enn eft- ir að bæta við sig í vinsældum og hann verði var við að hún höfði til æ breiðari hóps, því innan henn- ar séu óteljandi afbrigði og stefn- ur, allt frá acid jass í hart techno. „Mínir viðskiptavinir eru allt frá fermingarbömum í gamla jass- hunda,“ segir hann. í takt við óteljandi stefnur virð- ast útgáfurnar líka óteljandi og Kristinn segist vera með umboð fyrir ríflega tuttugu útgáfur og dreifingaraðila, nefnir Mo’ Wax, Ninja Tune, Hydrogen Jukebox, 2 Tool, Pussy Foot Records, React og Kickin’. Til viðbótar við plötur MorgunDiaoio/ ðvemr Kanína Krstinn Sæmundsson í Hljómalind. hefur hann flutt inn tónlistar- menn, síðast sænsku hljómsveitina Cardigans, en sveitin hélt tvenna tónleika hér á landi fyrir helgina. Hann segir að það hafí verið jafn stígandi í innflutningi á listamönn- um og það sannast að áhuginn sé fyrir hendi. „Ágætt dæmi um þá stemmningu sem getur skapast er að Lucky People Center frá Svíþjóð, sem er jaðarhljómsveit og tiltöluiega lítið þekkt, lék hér fyrir hátt í þijú þúsund manns. Flokkur listamanna sem kemur hingað frá Ninja Tune í mars á eftir á leika fyrir vel á fjórða þúsund manns, en það þykir meira en gott í Bret- landi," segir Kristinn og bætir við að fleiri gestir séu væntanlegir. í gegnum rekstur Hljómalindar hefur Kristinn náð betri yfírsýn yfír það sem er að gerast í tónlist- arheiminum en flestir og hann seg- ir að framtíðin sé ljós; „það verður mikið af iitlu“, segir hann og á þá við að smáfyrirtækin eigi eftir að halda velli og þeim fjölgi enn hraðar en þegar er. Slík fyrirtæki þurfi ekki mikla sölu til að aliir fái eitthvað fyrir sinn snúð og eru sveigjanlegri fyrir vikið. „Það má segja að mitt mottó í uppbyggingu búðarinnar og tónleikahaldi sé mikið af litiu.“ DÆGURTÓIMLIST Mezzoforte tonleikar VÆNTANLEG er breið- skífa frá Mezzoforte, en áður en að því kemur heldur sveitin tónleika í Loftkast- alanum. Þar verða lög af plötunni nýju í hávegum, en vinna við hana hófst fyrir rúmu ári. Ijanúar fyrir ári héidu Mezzo-liðar austur fyrir fyall og komu sér upp æf- ingaaðstöðu í sumarbústað nálægt Apavatni. Þeir félagar þreifuðu fyr- ir sér með nýja rytma og útsetningar og næstu daga voru festar á band hug- myndir af nokkrum nýjum lögum. Á næstu mánuðum var þessari vinnu haldið áfram í hljóðverum og æf- ingahúsnæði. Þegar menn töldu sig vera komna langt með efni á nýja plötu var haldið til Englands í smiðju upptökustjórans Andrews Missingams, sem hefur meðal annars unnið með Jamiroquai. Andrew kom tvisvar til íslands um vorið og voru þá gerðar prufuupp- tökúr af 10 lögum. í ágúst var svo formlega hafist handa við að taka upp plöt- una, en upptökur tóku þijár vikur. Þegar frumvinnu var lokið ákváðu menn að bæta við lagi og endurbæta þau sem fyrir voru; sum voru tekin upp á nýtt og önnur endurhljóðblönduð með nýj- um viðbótarupptökum og röddum bætt við tvö lög. I byijun desember voru Mezzo-menn svo loks ánægðir með afraksturinn, 13 laga plötu þar sem bregður fyrir jassi, acid- jassi, fönki, diskói og fleiri stílbrigðum. Fyrsta smáskífan kemur út um miðjan mars, en breiðskífan svo um miðan apríl. Einu tónleikar Mezzo- forte á íslandi að sinni verða í Loftkastalanum á miðviku- dag, en í apríl heldur sveitin til Eystrasaltslandanna og Hvíta Rússlands. Tónleikar Mezzoforteliðar. ■ UNUN heldur tónleika á fimmtudagskvöld í Þjóð- leikhúskjallaranum. Á þá tónleika koma meðal ann- arra útsendarar frá erlend- um útgáfum. Þetta verða síðustu tónleikar sveitar- innar í bili, sem hyggst kveðja tónleikaprógramm síðustu mánaða á þeim, en framundan er vinna við efni á næstu plötu. Einfalt og fallegt Ófágað popp ÞEGAR Frank Black leysti upp Pixies skildi hann aðdá- endur sveitarinnar í sárum og margir þeirra hafa ekki fyrirgefið honum enn. Hann hefur þó haldið sínu striki og sent frá sér hveija af- bragðs skífuna af annarri, nú síðast The Cult of Ray. Aplötum Pixies réð Black ferðinni, en hefur lík- lega þótt formið um of þrengja að sér. Að minsta kosti hefur hann kosið að fara aðrar leiðir og fáfarnari á sólóskífum sínum, en á milli hefur hann skotið inn poppperlum, sem sumar eru ófágaðar, en grípandi engu að síður. The Cult of Ray er líklega aðgengilegasta plata Blacks til þessa, í það minnsta ef litið er til síðustu skífu háns, Teenager of the Year, sem aðdáendur Blacks hafa þó í hávegum. Frank Black hefur gefið lítið fyrir vinsældir og millj- ónasölu, en það er mál þeirra sem til þekkja að með Cult of Ray sé hann kominn í þær stellingar að geta slegið í gegn, að minnsta kosti í smáum stíl, því platan sé þessleg að flestir ættu að geta haft gaman af. Sérvltur Frank Black og félagar. PAUL OG Laura heitir tón- listarfólk sem hér hefur starfað undanfarin misseri og verið iðið við útgáfu. Fyrir skemmst sendi Paul, sem heitir Paul Lydon, svo frá sér sjötommuna Blek ink einn síns liðs. Paul segist hafa byijað á upptökum síðla árs 1994, tvö laganna séu frá þeim tíma, en hin tekin upp í vor og sumar. Hann segir að þó hann sé að gefa út einn bendi það alls ekki til þess að hann sé hættur að vinna með Lauru. „Okkar samstarf fer hægar nú því að Laura hefur einbeitt sér að myndlistinni. Við gerum samt ráð fyrir því að gefa út Paul & Lauru 7“ seinna á þessu ári.“ Paul segir að sér finnist lögin á sjötommunni nýju ekki ýkja frábrugðinn því sem þau Laura hafi gefið út saman, „lögin eru einföld en vonandi falleg á einhvern hátt. Þegar við semjum texta saman hafa þeir þó kannski öðruvísi áherslur og húmor Vínyll Paul Lydon. Morgnnblaðið/Sverrir en textarnir á þessari plötu. Annars er ekkert slagverk á Blek ink, líklega því að ég vildi ekki vekja dóttur mína en ég vinn yfirleitt að tónlist þegar hún sefur.“ Paul segist gefa út á vínyl vegna þess meðal annars að það sé ódýrt fyrir hann og þá sem kaupa vilja. „Það er líka ágætt að halda plötuspil- urum í gangi þar sem mörg bókasöfn eiga athyglisverð vínylsöfn. Ég vildi líka búa til eitthvað ódýrt sem gerir daginn aðeins skemmtilegri - eins og gott popplag getur gert fyrir mig.“ Paul segir að hann muni örugglega halda einhveija tónleika á næstu mánuðum, en þau Laura séu líka að æfa gamlar írsk-bandarískar lummur, „kannski gleðjum við íslendinga þannig ein- hverntíma líka“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.