Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 B 19 ”V.V sgsia •' 1 v , „ > *A *' i8jSÍfí|i®l!s vlöt ‘ J Morgunblaðið/RAX FJÖLSKYLDAN aftur komin heim í Bolungarvík. Rebekka Lind vildi ekkert af Evu vita meðan hún var rúmliggjandi, en tók hana í sátt um leið og hún reis úr rekkju. -■ ,..;■ -r. *'•*" g ; ' ' •; íS * -*■»»».. ^ ^ ' aðgerðina af grisjum, kompressum, skolvatni, saumnálum og öðrum verkfærum. Umbúðir voru settar á saumana og Evu snúið við á skurð- borðinu. Ragnar, Ástvaldur og Stefanía fóru úr dauðhreinsuðu sloppunum nákvæmlega fjórum stundum eftir að skurðhnífnum var brugðið og Ragnar tyllti sér á koll. „Það er gífurleg nautn að fá sér kaffibolla þegar þessu er lokið,“ sagði hann og slakaði loksins á eftir törnina. Við fylgdum Ragnari í kaffistof- una þar sem hann fékk sér lang- þráðan kaffisopa. „Þetta er engin eins manns sýning,“ sagði Ragnar. „Þetta byggist á samstillum hópi.“ Eftir kaffið leit Ragnar upp á gjör- gæsludeild þar sem Eva dvaldi næstu tvo sólarhringana. Á fætur á þriðja degi Eva fékk einkastofu á barna- deildinni eftir að hún kom af gjör- gæslu. Þau Hjalti og Guðrún skipt- ust á um að vera hjá henni og sváfu til skiptis á spítalanum. Eva vakn- aði oft fyrstu næturnar og þótti gott að hafa pabba eða mömmu hjá sér. Um hádegi laugardaginn 3. febrúar, aðeins þremur dögum eft- ir aðgerðina, steig Eva fyrst í fæturna og naut við það aðstoðar sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræð- ings. Ragnar læknir var einnig við- staddur. Evu svimaði þegar hún settist upp og hún gerði ekki meira í fyrsta sinn en að standa í fætur- na við göngugrind. Eva var enn á sterkum verkjalyfjum og með slöngur inn og út úr líkamanum. Hún sagðist aðeins finna til í bak- inu þegar hún stóð upp. Síðdegis sama dag gekk hún nokkur skref í göngugrindinni út að glugga og aftur til baka. Daginn eftir fór hún í lengra ferðalag, alveg fram að dyrum_ á stofunni. Sú ferð reyndist erfið. „Eg fékk stjörnur fyrir augun og var svo þreytt að mig langaði ekki fram úr eftir það,“ sagði Eva. Hún borð- aði fyrstu máltíðina þennan dag, fékk ristað brauð í sunnudagsmat- inn. Eftir helgina hresstist Eva óðum. Hún losnaði við allar slöngur á þriðjudeginum og fékk nú verkja- töflur á fjögurra tíma fresti. Hún sagðist ekkert hafa fundið fyrir slöngunum meðan hún lá, en þær pirruðu hana þegar hún fór að ganga. Eva gekk lengra með hveij- um degi og varði æ meiri tíma inni á leikstofu. Viku eftir aðgerðina gat Eva farið allra sinna ferða um deildina. Henni fannst hún finna smá streng í bakinu, en leið að öðru leyti vel. Hún fór ein og óstudd í sturtu og svaf í einum dúr alla nóttina í fyrsta sinn eftir aðgerðina. Útskrift Eva útskrifaðist af sjúkrahúsinu föstudaginn 9. febrúar. Það ríkti gleði inni á sjúkrastofunni, Eva bauð sælgæti og brandararnir fuku óspart. Guðrún hafði orð á því að tíminn hafi verið ótrúlega fljótur að líða undanfarna daga. „Ég hef komið hingað til að hvílast. Það hefur litið verið gert frá því fyrir aðgerðina annað en að sofa og passa börnin," sagði Hjalti. Ragnar læknir lagði Evu lífs- reglurnar, sagði hvenær hún mætti byrja i skólanum - en ekki strax í leikfimi og alls ekki hjóla eða fara á vélsleða. Það má ekkert reyna á bakið fyrstu þijá mánuðina eftir aðgerð, meðan það er enn að gróa. Að lokum var lagt á ráðin um endurkomu á sjúkrahúsið eftir átta vikur til eftirlits. Þeir, sem fara í spengingu vegna hryggskekkju, koma fjórum sinnum í eftirlit fyrsta árið á meðan hryggurinn er að gróa. Eftir það verður eftirlitið strjálla næstu tíu árin og fremur stundað af fræðilegum áhuga en af heilsu- farslegum ástæðum að sögn Ragn- ars. í um það bil tíunda hverju til- felli veldur annar teinninn óþægind- um og er þá fjarlægður. Það á ekki að koma að sök eftir að hryggurinn er gróinn. Ragnar kvaddi Evu og foreldra hennar. Þau kvöddu einnig starfs- fólkið á deildinni með virktum. Þá var haldið upp í Breiðholt þar sem amma og litlu systurnar tóku fagn- andi á móti prinsessu dagsins. Fjölskyldan dvaldi í Reykjavík fram eftir næstu viku. Þau urðu að sæta lagi með veður þannig að Hjalti gæti ekið vestur og mæðg- urnar flogið, helst sama dag. Ekki var á það hættandi að Eva lenti í neinu slarki á heimleiðinni. Loks rann dagurinn upp og þau héldu heim 14. febrúar. Eva byijar aftur í skólanum 28. febrúar eftir mánaðar fjarveru. Henni líður vel, stundum koma þreytuverkir en þeir líða hjá um leið og hún hvílir sig. Hún er fegin að vera komin heim og að geta tekist á við lífið á ný. EVA var fegin að útskrifast af sjúkrahúsinu eftir tíu daga legu. Hún sagðist hlakka mest til að geta nú farið að sofa í mýkra rúmi en sjúkrarúminu. EVA varð svolítið þreytt á heimleiðinni, annars gekk flugið að óskum. Hjalti lenti í ófærð á Ströndunum en komst heim 14. febrúar eins og mæðgurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.