Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N IIAUGi YSINGAR FJÓRPUNGSSJÚKR AHÚSIÐ A AKUREYRI Sjúkraþjálfarar óskast Við sjúkraþjálfun FSA er laus til umsóknar ein og hálf staða deildarsjúkraþjálfara. Umsóknarfrestur er til 6. mars nk. Umsóknir sendist yfirsjúkraþjálfara, Nynke de Zee, sem jafnframt veitir nánari upplýs- ingar í síma 463 0844 eða 463 1431. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Marel hf. óskar að ráða rafmagnstæknifræð- ing með bakgrunn í rafvirkjun eða rafvéla- virkjun. Starfið felst í forritun á iðntölvum eða hönn- un á styringum fyrir sjálfvirknibúnað í mat- vælavinnslu. Reynsla í AutoCad er kostur. Vegna aukinna verkefna vill Marel hf. ráða járniðnaðarmenn, vana smíði úr ryðfríu stáli, og rafiðnaðarmenn. Umsóknum skal skilað fyrir mánudaginn 4. mars nk. Marelhf., Höfðabakka9, 112 Reykjavík. Sími 563 8000, fax 563 8001. REYKJAVÍK VIÐ LEITUM AÐ barngóðri, umhyggju- samri, snyrtilegri og reglusamri manneskju, sem gædd er ríkri ábyrgðartilfinningu til að sjá um heimili fyrir fjölskyldu í Reykjavík. STARFIÐ felst í umsjón með heimili fjölskyldunnar m.a. að annast þrif og þvotta auk þess að gæta þriggja barna að hluta til. Viðkomandi þarf að vera tilbúin að gæta bús og bama í fjarveru foreldra ef svo ber undir. í BOÐI ER gefandi starf í þægilegu umhverfi, en fjölskyldan býr við mjög góðar aðstæður. Viðkomandi á kost á að fá litla íbúð til éigin afnota auk mánaðarlauna. Aðilar yngri en 40 ára koma ekki til greina. Reykleysi er skilyrði og bílpróf nauðsynlegt. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars n.k. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu, sem opin er frá kI.10-16, en viðtalstímar frá kl. 10-13. l' X StarfsráÓningar ehf Mörkinni 3-108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 ST RA Cudný Hariardóttir Góður sölumaður Alþjóðlegt ráðgjafafyrirtæki óskar eftir reyndum sölumanni til að selja viðhorfs- og markaðskannanir fyrirtækisins. Æskileg sölureynsla: Sala á auglýsingum, almannatengslum, verð- bréfum, markaðsráðgjöf, hugbúnaði o.þ.h. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Góður sölumaður - 3“. w Viimuimðliin Reykjavíkurborgar Ritari í 12 mánuði Borgarendurskoðun óskar eftir að ráða nú þegar ritara til afleysinga í 12 mánuði. Starfið er gðallega fólgið í úrvinnslu tölfræði- legra gagna og almennum ritarastörfum s.s. skjalastjórnun, símavörslu og bréfaskriftum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af skrifstofustörfum, gott vald á Exc- el töflureikni og kunnáttu í notkun Word og Windows. Áhersla er lögð á þægilegt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum. Vinnutími er frá kl. 8.20 til 16.15. Umsóknarfrestur ertil og með 1. mars nk. Umsóknum skal skila til Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar á eyðublöðum sem þar fást. Engjateigur 11 Sími 588 2580 • Fox 588 2587 MÍS IE2 Markaðsráðgjafi Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands auglýsir eftir starfsmanni til að sinna ráðgjöf varð- andi markaðsmál á starfssvæði sjóðsins. Helstu verkefni eru: - Að móta stefnu sjóðsins í markaðs- og gæðamálum í samráði við stjórn og fram- kvæmdastjóra. - Að sinna markaðskönnunum og mark- aðsrannsóknum. - Að starfa með fyrirtækjum að markaðs- setningu. - Að markaðssetja svæði sjóðsins með gerð kynningarefnis, þátttöku í sýning- um/ráðstefnum og með beinum bréfa- skriftum til fyrirtækja og einstaklinga inn- anlands og erlendis. - Vera þátttakandi í stefnumótunarverk- efninu „Suðurland 2000“ sem að hluta er fjármagnað af ESB. - Vera sérfræðingur sjóðsins á sviði mark- aðs- og kynningarmála. Leitað er að starfsmanni sem hefur góða almenna menntun í markaðsfræðum, er skipulagður í vinnubrögðum, hefur góða samskiptahæfileika og á auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti. Starfsreynsla er æskileg. Umsóknum ber að skila til Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands, Eyrarvegi 8, 800 Selfoss fyrir 17. mars nk. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri sjóðsins í síma 482-2419. Atvinnuþróunarsjóöur Suðurlands var stofnaöur 1981. Sjóöurinn er í eigu sveitarfélaga á Suöurlandi. Um liöin áramót voru eignir sjóösins liðlega 180 mkr. Hlutverk sjóösins er að styöja viö verkefni sem leiöa til eflingar atvinnulífs á Suðurlandi. Til aö rækta hlutverk sitt veitir sjóöurinn ráö- gjöf, fjárhagslega styrki, áhættufó og lán til áhugaverðra verkefna. Jafn- framt hefur sjóðurinn frumkvæði aö því aö skilgreina og leita aö nýjum atvinnutækifærum. Sjóöurinn leggur áherslu á hraöa, gæöi og vönduð vinnubrögö við úrlausn verkefna. Sjóöurinn rækir hlutverk sitt í samstarfi viö einstaklinga, fyrirtæki, fólagasamtök, önnur innlend atvinnuþróunarfé- lög, opinbera aðila og erlenda aöila á sviöi skipulags- og atvinnumála. Sjóðurinn leggur áherslu á vöxt og arösaman rekstur, traust fyrirkomulag við stjórnun, úrvals starfsmenn sem hafa áhuga, frumkvæði og fá nægjan- lega starfshvatningu til aö veita viöskiptavinum sjóösins og samfélaginu fyrirmyndar þjónustu. Sjóöurinn leggur áherslu á að í öllum samskiptum sínum við viöskiptavini verði gætt fyllsta trúnaöar. Sölustarf Óskum eftir að ráða konu og karl á aldrinum 25-45 ára til sölustarfa hjá húsgagnaverslun í Reykjavík. Um er að ræða heilsdagsstarf hjá traustu fyrirtæki, þar sem er góður starfsandi. Umsækjandi, sem þarf að vera þjónustulipur og hafa góða framkomu, vinsamlega leggi umsókn sína inn á afgreiðslu Mbl., merkta: „Framtíðarstarf - 4014.“ Fjármálastjóri Eitt af stærri þjónustufyrirtækjum landsins óskar að ráða fjármálastjóra. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega tvö hundruð starfsmenn og er ársveltan vel á annan milljarð króna. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið vel og stöðugur vöxtur er í starfsemi þess. Leitað er að kraftmiklum og hæfileikaríkum starfsmanni með viðskiptamenntun og jafn- framt reynslu í atvinnulífinu á þessu sviði. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi frum- kvæði, geti starfað sjálfstætt og eigi gott með að vinna með öðru fólki. Góð ensku- kunnátta og hæfni í tölvunotkun eru einnig nauðsynleg. Boðið er upp á krefjandi starf í fjölbreyttu og síbreytilegu umhverfi, með reynslumiklum en þó ungum hópi stjórnenda. Ef þú telur að þú hafir þá hæfileika sem til þarf í þetta starf, skaltu koma umsókn þinni til okkar í síðasta lagi 29. febrúar næstkom- andi. Fullum trúnaði er heitið. IBDO BDO SamEnd ehf., löggiltir endurskoðendur, Ármúla 10, 108 Reykjavík, sími 568-7210, fax 568-8352. BDO SamEnd ehf. (Sameinaða endurskoðunarskrifstofan) er aðili að BDO Bindr sem eru alþjóðasamtök 15.000 starfsmanna á 454 endurskoðunarskrifstofum ( 77 iöndum. SKYGGNIR HF U p p L YSINGAÞ'J ON.US TA Skyggnir hf. er öfiuat hugbúnaöarfyrirtæki með fjölþætta starfsemi á ýmsum sviðum hugbúnaðargerðar. Hjá Skyggni starfa 15 starfsmenn með mikla reynslu af hugbúnaðargerð og þjonustu við víðskiptahugbún- að. Skyggnir er m.a. söluaðíli fyrir viðskipthuabúnaðinn Fjölni sem hlot- íð hefur frábærar viðtökur hia íslenskum fyrirtækjum söxum sveigjan- leika og rekstraröryggis. Hjó Skyggni er lögð sérstök áhersla á þróun og þjónustu við ýmls sérkerfi í FjóTni. s.s. framleiðslukerfi fyrir siávarút- vegs- og iðnfyrirtæki, gæðakerfi og lausnir fyrir sveitarfélog. Fjármálastjóri Vegna aukinna umsvifa óskast fjármálastjóri til starfa hjá Skyggni hf. Starfið • Fjármálastjórn og áætlanagerð. • Umsjón bókhalds og uppgjörsmála. • Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina. Hæfniskröfur • Viðskiptafræði eða sambærileg menntun. • Skipulagning, sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Reynsla af fjármálastjórn, uppgjörsmálum, færslu bókhalds og notkun Fjölnis nauð- synleg. Hér er á ferðinni áhugavert tækifæri til að takast á við nýtt og iifandi starf hjá vax- andi fyrirtæki. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Skyggnir hf. - Fjármála- stjóri" fyrir 2. mars nk. RÁÐGARÐURhf STfÓRNUNAR OG REKSTRARRAÐGJÖF FURUGERÐI5 I08 REYKJAVÍK 533 1800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.