Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 1
 Tryggja stjörnur gæöin? Nokkrir starfsmenn í ferðaþjónustu á íslandi segja álit sitt. ár4 UA TANZANIA Á Land-Rover niður í Ngorongoro gíginn Ngorongore gígurinn hefur verið vettvangur ótölulegs fjölda sjónvarpsmynda um lífið á slétt- um Afríku vegna þess að svæðið er g^ afmarkað og dýralífið fjölskrúðugt. b LITIÐ yfir Ngorongoro. SUNNUDAGUR25.FEBRÚAR1996 BLAÐC Danmörk Ódýrir bílaleígubílar fyrir íslendinga Vikugjald: OpelCorsa, dkr. 1.795 Opel Astra, dkr. 1.995 Opel Astra st., dkr. 2.195 Op'el Vectra, dkr. 2.495 Tveggja vikna gjald: OpelCorsa, dkr. 2.995 Opel Astra, dkr. 3.590 Opel Astra st, dkr. 3.990 OpelVectra, dkr. 4.390 Inn'rt. ótakm. aksturog tryggingar. Fáið nánari verðtilboð. international Car Rentai ApS. Uppl. á íslandi sfmi 456-3745. Gert er ráð fyrir að farþegum Flugleiða í millilandaflugi fjölgi um allt að 15% á árinu 1996 Enn ein dísin bætist i Maastricht 11.-19. mors - M verður haldinn ein besta list- og antikkaupstefna i heimi The European Fine Art Fair. Þar er hægt að kaupa listaverk eftir gðmlu meistar- ona, samtimalist, silfur, skartgripi, og austurlensk teppi. ¦ London 22.-24. mars - Yfir þrjótiu færustu sérfræðingarnir í Bretlandi og Frakklandi á sviði rnatar- og vínframleiðslu gefa gestum Covent Garden Market, London WC2, tækifæri til að bragða ókeypis ó framleiðslu sinni. Hótíðin kaWastJest of Britoin and France" Food Festival. ¦ við f lota Flugleiöa FYRSTA apríl nk. bætist fjórða Boeing 757-200 þotan við flugflota Flugleiða og verður hún formlega afhent félaginu 14. mars nk. í Seattle í Bandaríkjunum, en þar eru Boeing-verksmiðjurnar til húsa. Að sögn Margrétar Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa Flugleiða, er þot- an nú á lokaframleiðslustigi, en eft- ir afhendingu fer hún til Alabama þar sem lokahönd verður lögð á inn- réttingar og uppsetningu hljóð- og myndbandakerfís. Aðspurð sagði Margrét að innréttingar verði nánast eins og þær sem eru í öðrum þotum félagsins af sömu gerð og farþega- sæti jafnmörg, eða 189. „Flugleiðir geta nú státað af ein- um yngsta flugvélaflota í heimi, elsta vélin er frá árinu 1989 og sú yngsta frá 1996. Með tilkomu nýju þotunnar er meðalaldur flugflotans því fjögur og hálft ár. Gert er ráð fyrir að farþegum í millilanda- flugi fjölgi um allt að 15% á árinu 1996, en aukin umsvif félagsins með 'nýjum áfangastöðum og tíðari ferðum, t.d. til New York, eru ástæða þess að ráðist var í að leigja nýju þotuna. Nýju áfangastaðirnir, Boston í Massaschusett-fylki og Halifax í Nova Scotia í Kanada, hafa mælst Flogió verður fjórum sinnum í viku til Boston vel fyrir," segir Margrét. Fyrsta ferðin til Boston verður farin 1. apríl. Fyrirhugað er að fljúga þangað fjórum sinnum í viku en ---------- tvisvar í viku til Halifax. I næstu sumaráætlun verður ferðum til New York fjölgað um eiha, þ.e. átta ferðir á viku, tvær á sunnudögum og ein alla aðra daga vikunnar. Nýja þotan, sem Margrét segir að fái efalítið eitthvert dísarnafnið, er í eigu ILFC, eins stærsta flug- vélaleigufyrirtækis í heimi og hafa Flugleiðir gert leigusamning til fimm ára. ¦ HOTEL ORK ? BÓNIJSDAGAR verða á Hótel Órk í Hveragerði í marsmánuði. I boði eru þrir dagar í miðri viku, þ.e. allir dagar nema laugardag- ar. Til dæmis frá sunnudegi til miðvikudags eða frá miðvikudegi til laugardags o.s.frv. Gisting og morgunverður í 3 nætur og einn kvöldverður er á 4.950 kr fyrir einn gest í tvibýli. ÖII herbergi eru með baði, síma, útvarpi, fjöl- rása sjónvarpi og vinskáp. Á hót- elinu er veitingasalur og bar og gestir hafa ókeypis aðgang að upphitaðri útísundlaug með heit- um pottum og jarðgufubaði. VOR í PARÍS ?Á TÍMABILINU 31. mars tíl 2. júní bjóða Flugleiðir tíu þús- und króna afslátt á helgarferð- um til Parisar og verða þá slíkar ferðir frá um þrjátiu þúsund krónum á manninn í þrjár nætur í tvíbýli. í fyrra buðu Flugleiðir farþegum sínum í vorferðum tíl Parisar upp á aðstoð íslensks fararstjóra og verður sá háttur einnig hafður á núna. Laufey Helgadóttír, listfræðingur og leiðsðgumaður, mun leiðsinna Parísarförum, en hún hefur ver- ið búsett í París í 18 ár og er öllmn hnútum kuunug. ¦ Reynsluakstur & ævintýraferðir í hverri viku Nöfn allra þeirra sem koma og reynsluaka Toyota Corolla fyrir 29. febrúar hafna i ferðapotti Toyota og Flugleiða. Á föstudaginn 1. mars verður dreginn út ferðavinningur í þætti ívars Guðmundssonar á Bylgjunni, ferða fyrir tvo til ævintýraborgarinnar Barcelona á Spáni og úr lukkupotti kaupenda Corolla: Ferð fyrir tvo til Margarita Karíbahafi. ® TOYOTA Tákn um gæði Aukahlutlr á mynd: ÁHelgur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.