Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Eftirlóta íslendingar starfsmönnum erlendra ferðaskrifstofa að meta hversu góð eða slæm gistiaðstaða ó íslandi er? Skiptar skoðanir um gæðaf lokkun gististaða HÓTELUM og gistihúsum á íslandi er ekki skipt í gæðaflokka svo sem gert er víða erlend- is og íslenskir ferðamenn þekkja frá ferðum sínum til flarlægra slóða. í Ferðablaði Morgun- blaðsins síðastliðinn sunnudag skrifar Sigríður Þrúður Stefánsdóttir ferðamálafræðingur grein um þetta mál og segir þar meðal annars að íslendingar eftirláti öðrum, svo sem starfs- mönnum erlendra ferðaskrifstofa, að meta hversu góð eða slæm gistiaðstaða á íslandi er. Þeir sem sinna ferðaþjónustu hér á landi og selja erlendum ferðamönnum gistingu eru ekki á eitt sáttir um ágæti þess að taka upp gæða- flokkun á gististöðum hér á landi. EAIIIegt að bíða eftlr ESB Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu íslands, telur eðlilegast að íslendingar bíði eftir því að aðildarlönd Evrópusambandsins, ESB, marki stefnu í þessum málum til að samræma gæðaflokkun í löndum sambands- ins. Eins og sakir standi sé sú alls ekki raun- in og bendir hann til dæmis á að ferðamaður í Frakklandi, sem gistir í litlum bæ á lands- byggðinni hluta ferðar sinnar og í París að hluta til, geti átt von á að hótelin hafi jafn- margar stjörnur en þjónustan sem sé veitt þar sé mjög ólík og ekki sambærileg að gæðum. „Stærstur hluti viðskiptavina okkar er frá Þýskalandi og Frakklandi og ef við fylgdum stefnu sem Evrópusambandið markaði myndu ferðamenn frá þessum löndum vita nákvæm- lega á hveiju þeir ættu von þegar þeir kaupa gistingu hér,“ segir Kjartan. Þá segir hann einnig að þeir sem annist ferðaþjónustuna verði sjálfir að meta hótelin og fylgja matinu eftir í stað þess að utanaðkomandi aðilar geri það. Auk þess verði að tryggja að kerfið vinni með þeim sem veita ferðaþjónustuna en ekki á móti. „Við viljum einnig að viðskiptavinir okkar taki þátt í stjörnugjöfinni því það eru þeir sem njóta þjónustunnar." Kjartan segir hins vegar að stjörnugjöf og eftirlit með að hún sé rétt og henni sé fylgt eftir sé mjög kostnaðarsamt og hann spyr sig hvaðan þeir pening- ar eigi að koma. Þarflr viðsklptavlnarlns vega þyngst Að sögn Jónasar Hvannbergs, hótelstjóra Hótel Sögu, eru mörg stjömugjafa- kerfi í notkun í Evrópu og ættu ferðamenn sem aðrir að líta á hvert land fyrir sig en ekki bera saman stjömugjafír milli landa. I sumum lönd- um séu reyndar til tvö kerfí, eitt fyrir borgar- hótel og annað fyrir strandhótel, enda séu þarfír ferðamanna ólíkar á þessum tveimur stöðum. Jónas segist meðmæltur því að Islendingar taki upp gæðaflokkun gististaða og að helstu rökin með því séu að viðskiptavinir þarfnist þessara upplýsinga og að þær myndu auð- velda þeim valið á gististað. „Við búum á eyju lengst norður í hafi og ég held að ferða- menn sem hingað koma hafi meiri þörf fyrir gæðaflokkun en ferðamenn sem fara til ann- arra Evrópulanda. Þeir eru gjarnan undrandi á því hve góð þjónustan er á íslensk- um gististöðum þannig að þeir vita ekki mikið á hveiju þeir eiga von.“ Þá segir Jónas að nokkuð sé um að starfsmenn erlendra ferðaskrif- stofa komi hingað til lands og meti gæði gististaðanna út frá sínum eigin forsendum. Einnig sé það til að þeir meti íslenska gististaði með hliðsjón af íslenskum hótelbæklingum og slíkt mat sé ekki mjög trúverðugt. Að mati hans yrði gæðaflokkunin trúverðugust ef hún væri í umsjá Ferðamálaráðs en hótelfólk hefði hönd í bagga með stjörnugjöfinni. Andstöðuna gegn því að taka upp gæðaflokkun megi lík- legast rekja til þess að menn séu hræddir um að hótelin þeirra verði metin of lágt en mestu máli skipti að gististaðir séu rétt metn- ir. Kostnaður vegna matsins yrði mestur í fyrstu og væri spurning hvort hið opinbera stæði straum af honum, gististaðirnir sjálfir eða hvort þessir tveir aðilar skiptu honum með sér. Að sþgn Jóhönnu Lárusdóttur í innanlands- deild Úrvals-Útsýnar spyija erlendir ferða- menn sem koma hingað til lands mikið um gæðastaðla á hótelum og gistihúsum. Gistiað- staða hér sé mjög misjöfn og segist hún sjálf þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að flokka hana eftir gæðum svo allir ferðamenn fái sömu svörin bæði innan sömu ferðaskrifstofunnar sem og milli ferðaskrifstofa. Þá telur hún einn- ig að best sé að íslendingar komi sér upp sínu eigin kerfí sem henti íslenskum aðstæðum. Nöfn glstistaða gefa ekkl réttar upplýslngar Verið er að ræða um þessi mál innan Sam- bands veitinga- og gistihúsa, að sögn Emu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra sambandsins. Segir hún það skoðun sambandsins að nauðsyn- legt sé að taka upp einhvers konar gæðaflokk- un gististaða en að mikilvægt sé að vel sé stað- ið að þessari ákvörðun með tilliti til þess hver skuli annast gæðamatið, hvernig eftirliti skuli háttað og hver skuli standa straum af kostnað- inum. Þá segir hún að kveðið sé á um ákveðna flokkun í lögum um veitinga- og gististaði. Gististaðir eigi samkvæmt þessum lögum að flokkast í hótel, gistiheimili, gistiskála og gist- ingu á einkaheimilum en stjórnvöld hafí ekki fylgt þessari flokkun nægilega vel eftir. Stjórn- endur gistihúsa hafí ekki þurft að taka tillit til flokkunarinnar þegar nöfn gistihúsanna eru ákveðin. „Algengt er að gistiheimili noti nafnið hótel og þar með gefur nafnið ferðamanninum ekki nægilega góða vísbendingu um gæði. Það er mikilvægt að við finnum kerfi sem allir geta sætt sig við og sem farið verður eftir,“ segir Ema. Mikilvægt er að gistihúsin séu rétt metin Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÓRSMÖRK í vetrarskrúða. Gönguskídi koma sér of t vel í Þórsmörk í FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags ís- lands kemur fram að boðið er upp á íjölbreyttar vetrarferðir jafnt sem sumarferðir. Að sögn Þórunnar Þórð- ardóttur hjá FÍ eiga vetrarferðir í Þórsmörk miklum vinsældum að fagna. „Þessi unaðsreitur er ekki síð- ur einstakur að vetri, þegar snjór ræður ríkjum og breytir ásýnd um- hverfisins. Hálendi Islands að vetrar- lagi er sérstakur heimur og þar er Þórsmörk engin undantekning," segir Þómnn. Helgina 1.-3. mars_ verður farin helgarferð á vegum FÍ í Þórsmörk. Brottför er kl. 20 föstudagskvöld og verður ekið að Skagfjörðsskála í Langadal, þar sem hópurinn gistir í tvær nætur. Þómnn segir skálann vera notalegan, þar sé miðstöðvarhit- un, tvö vel búin eldhús, setustofa og svefnrými, sem er stúkað þannig að fjórar kojur eru í hverju rými. Þómnn segir að auðvelt sé að skipuleggja þægilegar gönguferðir í Þórsmörk og með kunnugum farar- stjóra sé auðvelt að feta brúnir og njóta útsýnis yfir umhverfið. „Þrátt fyrir gil og skorninga er víða slétt- lendi, t.d. inn með Krossá eða í Langadal, og þar er tilvalið að vera á gönguskíðum. Þeir sem eiga slíkan útbúnað ættu því endilega að taka hann með.“ Þómnn segir veður sjaldnast setja strik I reikninginn í Þórsmerkurferð- um. Aðspurð um útbúnað segir hún að hann þurfí hvorki að vera þungur né fyrirferðarmikill. Hlýr vetrar- og hlífðarfatnaður sé vitaskuld nauðsyn- legur, þægilegir gönguskór, legghlíf- ar (ef gengið er í snjó), húfa, trefill og vettlingar auk þess sem ullamær- föt séu ákjósanleg. Mat til ferðarinn- ar verði ferðafélagar að koma með og gott sé að hafa meðferðis lítinn bakpoka fyrir nestið í gönguferðirn- ar. Þar sem dýnur era í öllum kojum í skálanum nægir að taka með sér svefnpoka. ■ Gengið á hverjum degi með Útivist Milli f jalls og fjöru HJÁ ÚTIVIST hefur verið hrund- ið af stað tilraun til þess að auð- velda fólki að nýta síðdegi virka daga vikunnar til gönguferða í hópi. Lagt verður í stað í gönguferð- ir á vegum Útivistar alla virka daga klukkan 18 og gengið í um eina klukkustund. Allir eru vel- komnir, jafnt félagsmenn í Útivist sem aðrir. Gönguhraða og álagi verður stillt í hóf til að byija með, en með auknu þreki eykst álagið. í sumar verður boðið upp á lengri ferðir, til dæmis vikuleg- ar gönguferðir á Esju. Göngu- görpum er boðið upp á skírteini sem veita ókeypis aðgang að þrékmælingum og persónulegum leiðbeiningum á líkamsræktar- stöð. Gengið verður um útivistar- svæði Reykjavíkur og verður farið frá eftirtöldum stöðum: ►Mánudaga kl. 18 verður gengið frá gömlu Fákshúsunum við Ell- iðaár. ►Þriðjudag kl. 18 verður gengið frá Skógræktarfélagi Reykjavík- ur í Fossvogsdal. ►Miðvikudag kl. 18 verður geng- ið frá Laugardalslaug. ►Fimmtudag kl. 18 verður geng- ið frá bílastæðinu við skógarlund- inn hjá Rauðavatni. ► Föstudag kl. 18 verður gengið frá Árbæjarlaug. ■ X7" Síbdeqhqönqur Útivistar Mibvikudagur: Frá Laugardalslaug\y Mánudagur: Frá Fákshúsum w'ð Elliöaár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.